Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Endurmat á störfum kennara: Menntamálaráðherra lýsir stuðningi við tillögu þingmanna Kvennalistans Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, lýsti í gær stuðningi við meginefni tillögu þingmanna Samtaka um kvennalista um endur- mat á störfum kennara. Hún lét í Ijós þá skoðun að efni tillögunnar gæti að hluta til tengst þeim sérkjarasamningum, sem fram und- an væru. Það kæmi og heim og sam- an við sjónarmið, sem hún hefði sett fram um sama efni. Ekki væri óeðli- legt að skipa nefnd, með einhverjum hætti, til að vinna slíkt endurmat, þar sem tekið væri tillit til starfs, ábyrgðar og menntunar viðkom- enda. Uppeldisþátturinn hefur að stórum hluta færst yfir á skólana, sagði ráðherra, og fjárfesting í menntun og þekkingu kæmi þjóðfé- laginu sem heild ótvírætt til góða. SEX ÞINGMENN úr fjórum stjórn- málaflokkum flytja tillögu til þings- álykunar um framlag ríkisins til listskreytingar Hallgrímskirkju í Reykjavík. Verði tillagan samþykkt ber ríkinu að leggja fram 10 m.kr. 1985 til þessa verkefnis og síðan fast fjárlagaframlag samkvæmt verk- áætlun næstu 10 árin. Kirkjumálaráðherra skipi sjö manna nefnd til að annast undir- búning og eftirlit með framkvæmd verksins. Nefndin skal skipuð 1 gær fór fram í Sameinuðu þingi framhaldsumræða um til- lögu þingmanna Samtaka um kvennalista, sem felur í sér, verði hún samþykkt, að menntamála- ráðherra skipi nefnd til að vinna að endurmati á störfum kennara. Nefndin skili niðurstöðum eigi síðar en 6 mánuðum eftir sam- þykkt tillögunnar. Ráðherra lýsti, sem fyrr segir, samþykki við meg- inatriði tillögunnar, sem á eftir að fá umfjöllun í þingnefnd. Salome Þorkelsdóttir (S) kvað kennara hafa dregist aftur úr í launum. Varhugavert væri ef launakjör yllu atgervisflótta úr kennarastétt, sem gegndi mikil- vægu hlutverki í uppeldi og menntun. Fagna bæri framkomn- þannig: Kirkjumálaráðherra til- nefni nefndarmann (formann), menntamálaráðherra einn, biskup einn, húsameistari ríksins einn, bygginganefnd Hallgrimskirkju einn, Félag íslenzkra myndlist- armanna og kirkjulistanefnd sinn hvorn manninn. Flutningsmenn eru: Guðrún Helgadóttir, Salome Þorkelsdótt- ir, Stefán Benediktsson, Haraldur Ólafsson, Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. um stuðningi menntamálaráð- herra við endurmat á störfum kennara. Helgi Seljan (Abl.) kvað ríkja vanmat á störfum kennara, bæði hjá stjórnvöldum og ýmsum öðr- um. Mikilvægt væri að laða góða starfskrafta til fræðslukerfisins. Jón Baldvin Hannibalsson (A) tók í svipaðan streng. Markaðsstaða kennara væri hinsvegar slæm. Hvorttveggja kæmi til, að þeir væru margir, og að þeir byggju við þann slæma kost, að hafa aðeins einn, sínkan vinnuveitanda, ríkiö. Ef samkeppni ríkti um vinnuafl þeirra yrði annað uppi á teningn- um. Guðmundur Einarsson (BJ) sagði þann veg búið að kennurum launa- lega, að kennsla væri ekki eftir- sótt starf. Þekking, sem þyrfti að vera til staðar í skólunum, væri að glatast þaðan. Þetta væri var- hugavert. Skólarnir eru undir- stöðuatvinnuvegur í þeim skiln- ingi, að þangað sækja þeir mennt- un og þekkingu sem síðar bæru uppi störfin í þjóðarbúskapnum. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) þakkaði stuðning við þings- ályktunartillöguna, einkum stuðn- ing menntamálaráðherra. Hvorki þyrfti að óttast um meðferð henn- ar í þingnefnd né ráðuneyti, þegar þar að kæmi. Hún vitnaði til greinar Helga Hálfdanarsonar í Morgunblaðinu um gildi kennar- astarfs, en hann sýndi flestum öðrum betur fram á nauðsyn þess að skólarnir hefðu samkeppnis- Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra. stöðu um hæfasta vinnuaflið. Hún kvaðst vona að tillagan yrði sam- þykkt fyrir áramót og að niður- stöður nefndarinnar gætu legið fyrir um mitt næsta ár. • Gunnar G. Schram (S) .hefur endurflutt tillögu til þingsálykt- unar um auðlindarannsóknir á landgrunni Islands. Tillagan fel- ur í sér áskorun til ríkisstjórn- arinnar, þessefnis, „að efla og hraðarannsóknum á landgrunni íslands, innan jafnt sem utan 200 sjómílna efnahagslögsög- unnar, með sérstöku tilliti til auðlinda sem þar kunna að finn- ast“. • Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) flytur, ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum, tillögu til þingsályktunar um úthlutunar- reglur húsnæðislána. Tillagan felur félagsmálaráðherra, verði hún samþykkt, að sjá til þess „að samþykkt húsnæðismála- stjórnar frá 19. september sl. um breyttar úthlutunarreglur húsnæðislána, sem taka eiga gildi um næstu áramót, nái ekki fram að ganga". Flutningsmenn telja þær breytingar, sem hús- Bflbeltanotkun — refsiákvæði: 165 dauða- slys á 12 árum FRAM HEFUR verið lagt í efri deild Alþingis frumvarp þing- manna úr ölhim þingflokkum, þess efnis að beitt skuli sektar- ákvæðum gegn brotum á lögum um skyldunotkun bflbelta. í grein- argerð kemur fram að á árabilinu 1972—1983 hafi 165 ökumenn og farþegar beðið bana í bifreiðaslys- um hér á landi. Sterkar líkur benda til að notkun bflbelta hafi getað forða rúmlega eitt hundrað af þessum dauðaslysum. I greinargerð segir ennfremur að „fullreynt megi telja að ekki verði unnt með áróðri og fræðslustarfsemi einni að auka beltanotkun meira en orðið er.“ Könnun sýnir að 27% öku- manna nota belti og 28% far- þega í framsæti. Fyrsti flutningarmaður er Karl Steinar Guðnason. næðismálastjórn hefur í hyggju um nk. áramót, „auka aðstöðu- mun tvenns konar byggingarað- ferða, sem hver tveggja á jafn mikinn rétt á sér. Þær reglur yrðu öllum í óhag, húsbyggjend- um og byggingariðnaðinum í heild", segir í greinargerð. • 1 næstu þingviku fer fram umræða um vantrauststillögu á ríkisstjórnina, sem Svavar Gestsson (Abl.) er fyrsti flutn- ingsmaður að. Meðflutnigsmenn eru: Kjartan Jóhannsson (A), Guðmundur Einarsson (BJ) og Kristín Halldórsdóttir (Kvl.). Tillagan er svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að lýsa yfir van- trausti á ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks". • Skömmu síðar mun Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, flytja stefnuræðu fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. • Væntanlega verður báðum þessum umræðum útvarpað. Frumvarp iðnaðarráðherra: Landssmiðjan seld starfsmönnum SVERRIR Hermannsson, iðnað- arráóherra, hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina að selja Lands- smiðjuna. Kaupandi er hlutafélag- ið Landssmiðjan sem stofnað var af 23 starfsmönnum Landssmiðj- unnar. Hlutafé er rúmar fjórar milljónir króna. Samkvæmt greinargerð sem frumvarpinu fylgir, selur ríkis- sjóður ríkisfyrirtækið Lands- smiðjuna ásamt vélum, tækjum og áhöldum, sem og rekstrar- birgðum, hlutabréfum í Tollvörugeymslunni hf. og viðskiptakröfum, eins og þær verða þann 31.12.’84, fyrir kr. 22.115.638,-. Undanskilið í söl- unni er hlutabréf Landssmiðj- unnar í Iðnaðarbanka, Samein- uðum verktökum, tilraunafiski- mjölsverksmiðja og fasteignir Landssmiðjunnar. Kaupverð greiðist með 20% útborgun en eftirstöðvar eru lánaðar með verðtryggðum kjör- um til 8 ára. Seljandi skuldbind- ur sig til að leigja kaupanda nú- verandi fasteignir til 15 ára. Sverrir Hermannsson Miðað er við að yfirtaka starfsmanna á rekstrinum fari fram 1. janúar 1985. Listskreyting Hallgrímskirkju: Tíu ára verkáætlun Þingfréttir í stuttu máli Auðlindarannsóknir á landgrunni íslands Vantrauststillaga á ríkisstjórnina Mynd eftir Kjartan Guðjónsson, ein fimm mynda í grafíkmöppunni. Sjómannafélag Reykjavíkur: Allir sjómenn njóti sama frádráttar frá skatti Grafíkmappa „íslenskrar grafíkar“ GRAFÍKMAPPA félagsins „fs- lensk grafík“ er komin út. Hún verður til sýnis og sölu laugardag- inn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember í Gallerí Borg við Austurvöll. Upplagið er 50 eintök og verð möppunnar 7.500 krónur. í hverri möppu eru fimm myndir. Listamennirnir sem að þessu sinni eiga verk í grafíkmöpp- unni eru Ásdís Sigurþórsdóttir, Jónína Lára Einarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Zóphóníasdóttir og Vignir Jó- hannsson. Myndirnar eru unnar í sáldþrykk, tréristu og dúk- ristu. Þetta er í fjórða sinn sem ís- lensk grafík gefur út grafík- möppu og hafa fyrri möppur ætíð selst upp. Á FJÖLMENNUM fundi farmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur sem haldinn var að Lindargötu 9 þann 25. október, var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóóa: „Fundur farmanna í Sjómanna- félagi Reykjavíkur skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að gera breyt- ingar á lögum um tekjuskatt þess efnis að allir sjómenn, farmenn og fiskimenn, yfirmenn og undir- menn, njóti sambærilegs frádrátt- ar af tekjum sínum. Verði hann fyrst og fremst miðaður við lögskráningardaga, tryggingarskyldar vinnuvikur og fjarvistardaga úr heimahöfn. Verði gildandi Iög í Noregi um þetta efni höfð til hliðsjónar. Ef ákveðin verður almenn lækk- un á tekjuskatti til að greiða fyrir kjarasamningnum við samtök launþega, verði sérstakt tillit tek- ið til þeirra sjómanna, sem dvelja langdvölum fjarri heimili sínu. Leyfir fundurinn sér að benda á að sjómenn greiða sína skatta sem flestir aðrir þegnar þjóðarinnar, en njóta ekki nema hluta þess sem sameiginlegir sjóðir landsmanna standa undir t.d. til menntunar, lista og afþreyingar í útvarpi og sjónvarpi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.