Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 35 fíúmlega tvítug að dansa hálfa og búin ævina Rætt við ballettdansarana Afshin Mofid og Elisabeth Irwin, sem nýlega voru stödd hérlendis »T He New York City Ballet“ kannast flestir við, enda hefur flokkurinn í gegn- um tíðina haft i að skipa mörgum af þekktustu ballettdönsurum heims. Fyrir skömmu var staddur hér é landi íranski ballettdansarinn Afshin Mofid, 23 éra og bandaríska ballerín- an Elisabeth Irwin, 21 érs, en þau eru basði fastréönir dansarar hjé „New York City Ballet“. Við hittum þau Afshin og Elisabeth aö méli og forvitnuðumst um feröir þeirra é fslandi. nEg er nú búinn aö vera á leiðinni hingaö í ein sex ár til aö heimsækja Einar Svein vin minn og sjá landiö hans," sagöi Afshin. Hann kynntist á sínum tíma íslenska ballettdansar- anum Einari Sveini Þóröarsyni, þegar þeir lögöu báöir stund á ballettnám innan veggja „The School of American Ballet". Skólinn er rekinn á vegum .The New York City Ballet", en einungis örfáir af nemendum hans veljast í flokkinn og skólinn þjálfar ballettdansara til starfa víösvegar um heim. .Þaö hefur alltaf eitthvaö komiö upp á og staöiö í vegi fyrir (slandsferöinni, þar til ég ákvaö aö fresta henni ekki lengur og drífa mig í sumar," sagöi Afshin. .Þegar ég loksins afréö aö fara ákvaö Eiisabeth aö slást meö í förina. Viö veröum aö visu ekki á Islandi álitleg á skautum, þannig aö hún lét innrita mig í bailettskóla. Þar vaknaói áhuginn sem óx eftir því sem ég varö eldri, uns ég ákvaö aö leggja ballettinn fyrir mig. Sautján ára gömul fór ég síöan frá San Francisco, þar sem fjölskylda mín býr, til New York í framhaldsnám. Þegar ég var búin aö vera þar í eitt ár var ég valin í .The New York City Ballet". Ég er sem sé búin að dansa í ein tólf ár,“ sagöi Elisabeth. — Hvernig gerist írani ballettdansari? .Þaö er nú ekki svo auövelt eins og málin standa i dag," sagöi Afshin. .Dans er bann- aöur samkvæmt landslögum i Iran og þaö er ein ástæöan fyrir því aö ég hef ekki komiö þangaö i rúm sex ár. Ef ég færi þangaö núna, þá ætti ég aö sjálfsögöu enga atvinnumögu- leika, auk þess sem ég þyrfti aö gegna her- skyldu. Þaö er aö segja ef mér yröi þá ekki stungiö strax á bak vió lás og slá fyrir aö vera atvinnudansari. A þeim tíma sem ég byrjaöi aö læra ballett litu málin öðru visi út í fran. Þegar ég var tiu ára gamall fór frændi minn meö mig í ball- ettskóla sem verið var aö opna í Teheran og ég tók þar inntökupróf. Annars er nú dálítió svindi aö tala um inntökupróf í þessu sam- bandi, því aö viö skólann vantaöi sárlega stráka í ballett og okkur tveimur sem sóttum um var auövitaö tekiö opnum örmum. Elisabeth • Irwin Ofl Afshin Mofed Texti: Vilborg Einarsdóttir Morgunbtaöiö/Arni Sæberg nema í eina viku, þá ætlum viö aö fara tll Hollands og heimsækja móöur mína. Foreldr- ar mínir eru fráskilin og móöir mín hefur búiö i Hollandi síöan hún flúöi frá fran um þaö leyti sem Ayathollah Khomeini komst til valda í byrjun árs 1979. Eftir heimsóknina til Hollands förum viö aftur til Bandaríkjanna, til aö æfa okkur fyrir næsta starfsár og feröir sem flokkurinn fer þá, fyrst innan Bandaríkjanna og síðan tll Japan. En þaö er búiö aö vera stórskemmti- legt aö koma til fslands," sagöi Afshin og Elisabeth kinkaöi kolli, greinilega á sama máli. — Hvaö eruð þiö búin aö dansa lengi? .Viö erum búin aö dansa rúmlega hálfa ævina," sagöi Elisabeth. .Ég byrjaöi í ballett níu ára gömul og satt best aö segja var þaö nú móöir mín sem sá til þess. Á sínum yngri árum var hún listdansari á skautum og vildi fyrir alla muni leyfa dótturinni aö kynnast dansinum. Eitthvaö hefur henni ekkl þótt ég f skólanum vorum viö síðan fimm strákar allt í allt. Ég man aö okkur þótti námiö ekki vera upp á marga fiska og beittum öllum brögöum til aö komast burt úr tímum. Veru- legur áhugi á ballettnum vaknaöi ekki fyrr en fyrrnefndur frændi minn kom úr feröalagi til Bandaríkjanna og hvatti fööur minn eindregiö til aö senda mig þangaö i ballettnám. Til Bandaríkjadvalarinnar fékk ég styrk frá keysaraynjunni, Farah Diba, en keisarahjónin voru þá viö völd í fran, og hóf námiö fyrir alvöru sextán ára gamall. Fyrsta áriö í New York var ég í balletttímum hér og þar, en sótti siðan um inngöngu í .The School of Ameri- can Ballet", sem Einar Sveinn var nemandi í, komst inn og hélt seinna áfram í „The New York City Ballet". Aö því ég best veit er ég eini franinn í atvinnuballett í dag og sjálfsagt veróa þeir ekki fleiri á meöan núverandi stjórnvöld eru viö völd í fran." — Hvernig var aö koma til náms í Banda- ríkjunum? Þessi skemmtilega mynd, sem við feng- um hjá Einari Sveini Þórðarsyni, var tekin af Afshin á sýningu hjá „School of Amer- ican Ballet“ þar sem þeir voru saman viö nám. „Þaö var afskaplega erfitt, sérstaklega vegna þess aö stuttu eftir að ég hóf námiö voru gíslarnir teknir í bandaríska sendiráöinu í Teheran. Og þá var ekki auövelt aö vera frani í Bandaríkjunum. Burtséö frá því ástandi sem skapaöist þarna vegna töku gíslanna, þá hefur mér lík- aö mjög vel aö vera í Bandarfkjunum. Þarna býr fólk af öllu þjóöerni, sem á vissan hátt auöveldar manni aö falla inn í samfélagiö. Þar sem ég hef ekki komiö til fran í sex ár og faöir minn býr núna í Bandaríkjunum þá lít ég nokkuö jðfnum höndum á þessi tvö ólíku lönd sem heimalöndin mín," sagöi Afshin. Faöir hans, sem er leikritaskáld, flúöi frá fran á ævintýralegan hátt fyrir rúmu ári fór til Bandaríkjanna og býr nú í Los Angeles. — Er samkeppnin hörö á meöal ungra ballettdansara í dag? „Já, þaö mæta allir ballettdansarar haröri samkeppni, bæöi viö aö komast inn í skóla og ekki síst inn í flokkana. Innan flokkanna ríkir einnig mikil samkeppni," sagöi Elisabeth. „Fyrir utan dansæfingar hjá flokknum, þá sækja margir aukatíma og alls kyns þjálfun utan hans. Meö því getur ballettdönsurum tekist aö halda sér í toppþjálfun lengur en annars, en meöaldansaldur karla í ballett er fram aó þrjátiu ára aldri og meöalaldur kvenna jafnvel allt fram aö fertugu. En þó aö konurnar eigi möguleika á aö vera góöir dansarar lengur en karlmenn, þá veröur aö athuga þaö aö samkeppnin á meö- al kvendansara er miklu meiri en á meöal karldansara. Til dæmis eru hjá „The New York City Ballet" um 105 fastráönir dansarar og þar af eru konur í miklum meirihluta." „Hvaö varöar samkeppni innan flokksins, þá held ég aö málin líti töluvert ööruvísi út núna fyrir karldansara, en á árum áöur," sagöi Afshin. „Vissulega eru fleiri konur i ball- ett og samkeppnin þeirra á meöal mikil, en nú eru mun fleiri karlmenn sem leggja ballett- inn fyrir sig en áöur og þvi mun meira um góöa karldansara og samkeppnin í samræmi viö þaö. Ég held aó hún sé síst minni en á meóal ballerína, þvi þó aö konur í ballett séu fleiri, þá veröum viö líka aö athuga aö í ballett eru miklu fleiri kvenhlutverk en karlhlutverk." — Ef starfiö getur aldrei varaö lengur en fram á miðjan aldur, mynduð þiö fara út í kennslu þar á eftir? „Ég veit þaö ekki og eiginlega hugsa ég ekkert út i þaö núna," sagöi Elisabeth. „Maö- ur hefur meira en nóg meö aó halda sér i góöri þjálfun og reyna aö komast áfram inn- an ballettstéttarinnar i dag þannig aö öll skipulagning á framtíöinni veröur aö bíða. Annars eru margir ballettdansarar sem seinna meir gerast ballettkennarar og þjálfar- ar, en viö veröum bara aó bíða og sjá til. Ekki satt," sagöi hún og leit á Afshin sem jánkaöi. — Aö lokum, þiö hafiö ekki ætlaö aö taka sporiö á fslandi? „Nei," svöruöu þau hlæjandi, „þegar maö- ur er dansandi meira og minna allan ársins hring þá leyfir maður dansinum aö víkja fyrir ööru í sumarleyfinu," sagöi Elisabeth. Enda kom þaö á daginn aö allar tilraunlr Ijósmynd- arans til aö mynda eins og eitt lauflétt dansspor uröu árangurslausar. Hún ekur 12 tonna vörubíl Hún heitir Hólmfríður Þóröar- dóttir, er 34 ára gömul og hefur það að atvinnu að aka 12 tonna vörubíl. Viö hittum hana á ferð okkar um Snæfellsneaiö á dög- unum, þar sem hún var aö flytja grjót frá námum ( Malarrifi aö Arnarstapa. Viö tókum konuna tali og spurðum hvernig það hefði komiö til aö hún réðist á þetta vígi karlmannanna? „Hilmar Sigurgeirsson, sem á þennan vörubíl, vantaöi ökumann og var honum bent á mig. Ég hef unniö víö rútubílaakstur hjá Jóni á Sleitustööum, en ég bý á Hofsósi. Ég tók meiraprófiö áriö 1981. Ég fór í rútubílaaksturinn vegna þess aö ég gat ekki hugsaö mér aö fara í fisk. Eg á þrjú börn á aldrinum 6, 8 og 15 ára. Ég hef hugsaö mér aö fara í auknum mæli i aksturinn, þegar þau eru komin vel á legg. Maður minn er á togara og er hann heima meöan ég stunda þennan akstur hér á Snæfellsnesi. „Já, ég get vel bjargaö mér þó aö dekk springi. En ég þarf aö fá hjálp til aö setja varadekkiö upp á pallinn. Ég er mjög ánægö með mína vinnufélaga þeir eru hressir og kát- ir.” — Vinnufélagararnir voru Itka ánægöir meö Hólmfríöi og sögöu hana standa sig vel. „Erfiöast í þessu starfi er aö festast í drullu," segir hún og enn- þá er ég ekki búin aö ná fullum tökum á aö aka samkvæmt spegl- unum. En bíllinn er góöur og hann tekur allt aö 12 tonna hlass, þann- ig aö hann er þungur, farmurinn minn, sagöi þessi eitilharöa kona. Hólmfríöur Þórðardóttir (M sinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.