Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. JÚNÍ'1985 Alþjóðlega skákmótið í Vestmannaeyjum: Jóhann Hjartar- L son efstur með tvo vinninga Vestmannaeyjum, 31. maí. JÓHANN Hjartarson er efstur á al- þjóðlega skákmótinu í Vestmannaeyj- um að loknum tveimur fyrstu umferð- unum af þrettán. Hefur Jóhann unnið báðar skákir sínar. Mótið var sett í Safnahúsinu í Eyjum á miðvikudaginn með ávarpi Sigurðar Jónssonar forseta bæjarstjórnar. Sigurður Einarsson útgerðarmaður lék fyrsta leikinn fyrir enska stórmeistarann Nigel Short og þar með hófst baráttan á skákborðunum sem mun standa yf- ir fram til 11. júní nk. Jóhann Hjartarson trjónir einn f efsta sætinu að tveimur umferðum loknum með tvo vinninga. Þeir Helgi Ólafsson, Guðmundur Sigur- jónsson og William Lombardy eru allir með einn og hálfan vinning. Karl Þorsteins, Jón L. Árnason, Nigel Short og Anatoly Lein eru með einn vinning hver, en Lein á Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins: Birgir ísl. Gunnarsson endurkjör- inn formaður Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismað- ur var endur- kjörinn for- maður fram- kvæmda- j stjórnar Sjálf- | stæðisflokks- ins á fundi miðstjórnar flokksins þann 10. maí sl. Þá var jafnframt ákveðið að sama fyrirkomulag yrði viðhaft og á síðasta kjörtímabili um skipan framkvæmdastjórnar. Hún er skipuð formönnum þingflokks, fjármálaráðs, fræðslu- og út- breiðslunefnda auk formanns, þeim Ólafi G. Einarssyni, Ingi- mundi Sigfússyni, Jóni Hákoni Magnússyni og Esther Guð- mundsdóttur. óteflda biðskák. Ásgeir Þ. Árnason, Jonathan Tisdall og Ingvar Ás- mundsson hafa fengið hálfan vinn- ing, en þeir Bragi Kristjánsson, Jim Plaskett og Björn I. Karlsson hafa engan vinning hlotið. Bragi á óteflda biðskák. Þriðja umferðin verður tefld í kvöld. — hkj. Keppendur og stjórnendur við komuna til Vestmannaeyja. í w Á Morgunblaðið/Sigurgeir Rás 1 á rás 2: Operan Hollend- ingurinn fljúg- andi flutt f heild á sunnudagskvöld — Sent verður út á bylgjulengd rásar 2 ÓPERAN Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner verður flutt í heild í útvarpinu á sunnudagskvöldið. l)m er að ræða upptöku frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands 7. mars sl. og verður sent út á bylgjulengd rásar 2. Að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar útvarpsstjóra nefnist þessi dagskrá Tónlistarkvöld ríkis- útvarpsins og er hér um tilraun að ræða. Hann sagði að áhugi væri fyrir hendi að flytja ýmis löng tón- verk í heild sinni. Það þótti tilvalið að nota þennan tíma, þar sem rás 2 hefur ekki í hyggju að nota hann í bráð, og senda út jafnhliða dag- skránni á rás 1. Útsendingin á Hollendingnum fljúgandi hefst kl. 20.00. Þulur er Þorsteinn Hannesson. ígarömn Garðptöntur: , runnar. Bgum líka blóma, **.' 09 gróðurskála. interflora Blómum víðaverold Annað: Garðáburður. Þurrkaður hænsnaskítur frá Holtabuinu. Garðáhöld allskonar. Garðslöngur. Garðkönnur. Otiker, svalaker. Veggpottar í úrvali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.