Morgunblaðið - 01.06.1985, Síða 11

Morgunblaðið - 01.06.1985, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 11 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 186 nemendur útskrífuöust eftir tíunda starfsárið Sjötíu og fjórir nemendur luku stúdentsprófi; 34 á almennu bók- námssviði, 6 á heilbrigðissviði, 3 á hússtjórnarsviði, 3 á listasviði, 2 á tæknisviði, 7 á uppeldissviði og 19 á viðskiptasviði. Bestum árangri á Stúdentar Fjölbrautaskólans í Breiðholti við skólaslitin ásamt Gnðmundi Sveinssyni akólameistara. FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breið- holti var slitið laugardaginn 25. maí sl. í Bústaðakirkju. Þetta var tíunda starfsár skólans. Á vorönninni voru 1.152 nemendur við skólann. Á laugardaginn fengu 186 nemendur prófskírteini, þar af 21 á eins árs brautum skólans, 22 á grunnnámsbraut matvælasviðs og 10 á grunnnámsbraut tæknisviðs. Bestum árangri þar náði Alda Benediktsdóttir. Á tveggja ára brautum hlutu 51 prófskírteini; 22 af námsbrautum viðskiptasviðs, 6 af grunnnámsbraut listasviðs og 23 af námsbrautum tæknisviðs. Best- um árangri þeirra náði Hannes Þ. Guðrúnarson. Af þriggja ára braut- um lauk 41 nemandi prófi, þar af 11 frá sveinsprófsbrautum tæknisviðs, 22 af brautum sérhæfðs verslun- arprófs og 8 af sjúkraliðabraut heil- brigðissviðs. Bestum árangri þar náði Ingimundur Þorsteinsson. stúdentsprófi náðu Þórir Bragason af húsasmíðabraut tæknisviðs og Bjarni Guðmundsson af eðlisfræði- braut almenns bóknámssviðs. Við skólaslitin léku Lárus Sveinsson á trompet og Guðni Þ. Guðmundsson á orgel, ávörp voru flutt og Guðmundur Sveinsson skólameistari sleit skólanum. Átta nemendur útskrifuðust af sjúkraliðabrauL Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. FR# Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLEIDIR Flug og.. hvað? Flug og skip. Flug út, skipheim, skip út og flug heim, eÖa eins og þú vilt. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Flafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Dæmi um verð: Flogið frá Reykjavík til Osló Siglt frá Bergen til Seyðisfjarðar Flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur kr. 13.316.- Flug og skip, ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.