Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakið. Oryggi um réttarstöðu Iréttarríki er það grundvall- arregla að borgararnir geti haft vissu og öryggi um eigin réttarstöðu. Af þessari reglu leiðir meðal annars að stjórn- völd, ekki síst ráðherrar og aðrir embættismenn, skuli halda þannig á málum, að ekki sé vafi á réttarstöðu einstakl- inga, samtaka þeirra og fyrir- tækja, og á hið sama við um íslendinga og útlendinga er hér dveljast. Hvort heldur er um íþyngjandi eða ívilnandi ákvarðanir stjórnvalda að ræða eiga menn að geta treyst því að þær séu ekki teknar að geðþótta stjórnvalda; um þær gildi almennar, skýrar og opinberar reglur, sem ekki verði breytt nema eftir þeim reglum sem um slíkar breyt- ingar gilda. Nú eru á döfinni tvö mál, þar sem ráðherrar sýnast ætla að breyta framkvæmd á regl- um með þeim hætti að það leiðir til öryggisleysis. í hvoru tveggja tilvikinu hefur máls- meðferðin einnig í för með sér deilur milli þeirra stjórnvalda sem með málið fara. Hér er annars vegar vísað til þess að Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, hefur afsalað sér valdi til að veita vínveitingaleyfi í hendur áfengisvarnanefndum. Og hins vegar er vísað til þess að Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, uppgötvaði það á fimmtudaginn að síðan 1951 hefur varnarliðið á Keflavík- urflugvelli stundað ólöglegan innflutning á kjöti. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, en til borgaryfirvalda leita menn eftir vínveitinga- leyfi, sagði að yfirlýsing dómsmálaráðherra væri „út í bláinn" og bætti við: „Slíkt er ekkert annað en valdaafsal, og ég tel að ráðherra hafi ekki heimild til að afsala sér þeirri ábyrgð sem embætti hans fylgir.“ Hér er skýrt að orði kveðið hjá borgarstjóra. Ástæða er til að taka undir orð hans. Um framkvæmd áfengislöggjafarinnar og þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að fá vínveitinga- leyfi á dómsmálaráðuneytið undir forystu ráðherrans að setja almennar reglur. Þar eiga allir að sitja við sama borð sem stunda sambærileg- an rekstur. Duttlungar dóms- málaráðherra eiga ekki að ráða ferðinni, jafnvel þótt hann vilji aifarið kasta ábyrgðinni á herðar annarra. Embættismönnum fjár- málaráðuneytisins ætti að hafa verið það ljóst um langt árabil, að innflutningur varn- arliðsins á kjöti kynni að brjóta í bága við lögin um varnir gegn gin- og klaufa- veiki frá 1928. Utanríkisráðu- neytið hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð um að þessi innflutningur sé ekki lögbrot. Fékk þetta mál eðli- lega embættislega meðferð, áður en fjármálaráðherra gaf út yfirlýsingu sína á fimmtu- daginn um lögbrot með vitund og samþykki íslenskra stjórn- valda síðan 1951? Á efnishlið þeirra mála, sem hér er vikið að, kunna menn að hafa skiptar skoðanir, en þeir ættu að geta verið einhuga um að aðferðirnar sem ráðherr- arnir beita kalli á gagnrýni. Þessar starfsaðferðir stuðla síður en svo að því að auðvelda meðferð þeirra viðkvæmu mála sem þær snerta — auð- vitað án þess að leysa þau. Opinber skiparekstur * Arúmri viku hefur Morg- unblaðið endurbirt for- ystugreinar úr hinum áhrifa- miklu bandarísku dagblöðum New York Times og Washing- ton Post, þar sem opinber styrkjastefna Bandaríkja- manna gagnvart kaupsigling- um er harðlega gagnrýnd. Nið- urstaða blaðanna er hin sama: þessi stefna hefur leitt til ófremdarástands og hefur í för með sér að menn skara eld að eigin köku meira og minna á kostnað skattgreiðenda. Það er í skjóli þessarar ámælisverðu stefnu sem hald- ið er uppi flutningum með skipinu Rainbow Hope fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Gagnrýni stórblaðanna er af sama toga og það sem andmælendur ferða Rainbow Hope hafa haldið á loft hér á landi, bandarísku einokunar- og styrkjalögin í þágu kaup- siglinga eru úrelt. Eins og Washington Post bendir réttilega á er ekki leng- ur unnt að rökstyðja banda- rísku lögin með vísan til ör- yggishagsmuna Bandaríkj- anna. Að því er samskiptin við ísland varðar skaða einokun- arlögin og flutningar Rainbow Hope bæði öryggishagsmuni Bandaríkjanna og íslands. ÉtoQgOsö uÆ Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 297. þáttur Hefjum pistil dagsins með því að gera ofurlítil skil nokkr- um minnisatriðum úr bréfum og skilaboðum. Um sitthvað af því hefur verið fjallað áður, en í þáttum sem þessum verður naumast komist hjá nokkrum endurtekningum. Sigurður skólameistari sagði að endur- tekningar væru kennara „siður og sjúkdómur". í útvarpi heyrðist fyrir skömmu þessi ömurlega setn- ing: Ég er búinn að heyra fullt af viðbrögðum. Ég hef getið þess áður, hvernig menn misnota stundum orðasambandið fullt af, rétt eins og það væri eitt orð, og þá helst nafnorð eða lýsingarorð. Feitletraða setn- ingin er reyndar þannig í heild sinni, að hana þarf helst að umorða frá upphafi. Menn heyra varla viðbrögð. Reyn- andi væri að segja: Ég hef orðið var (vör) við margs konar við- brögð. Sögnin að valda (= koma til leiðar) er vandmeðfarin og skiljanlegt að beyging hennar verði nokkuð á reiki. Hefur svo verið um hríð. Réttast er talið að beygja hana svo: nafnhátt- ur að valda, þátíð eint. í framsh. olli, lýsingarh. þát. hef valdið. Það telst því ekki gott mál, sem bréfritari einn hefur eftir útvarpinu: Þetta gæti oll- ið erfiðleikum. Þarna ætti sem sagt að vera valdið. Við skulum reyna að læra rétta beygingu þessarar sagnar, því að mér þætti illt, ef menn sniðgengju vandann með því að forðast valda og fara að segja orsaka í staðinn. Síðarnefnda sögnin þykir mér leiðinleg, en það er enginn vandi að beygja hana. Þegar sögnin að valda merk- ir að „geta lyft", vandast málið enn. Varla verður þá notuð þá- tíðarmyndin olli. Virðist nú ekki önnur leið betur fær en umskrifa þátíðina og segja t.d.: Hann gat ekki valdið verkefn- inu. Halldór Laxness sprellaði einu sinni, sem frægt er, og skrifaði: Hann olli ekki taum- unum vegna kulda. Þetta meiddi málkennd manna. Beyging orðsins fé ætlar enn að vefjast fyrir mönnum. Hún er sérkennileg í eignarfalli af ástæðum sem ég hef oftar en einu sinni rifjað upp. í bili læt ég nægja að minna menn á að tala um verðtryggingu spari- fjár, ekki sparifés. Hitt er ann- að mál, hvort menn kunna að setja upp sparifésið, þegar mik- ið liggur við. Einkenniieg er sú árátta að breyta að í á, en þetta heyrist nú í mörgum samböndum, jafnvel nafnháttarmerkið að breytist stundum á þennan veg um þessar mundir: Ætlarðu á koma?! Algengara mun þetta þó vera um forsetninguna og atviksorðið að. Ekki er mark á draumum, heyrðist sagt. Þetta á náttúrlega að vera: Ekki er mark að draumum. Nema þetta sé samruni. Við segjum nefnilega að taka mark á ein- hverju. Rétt áðan var ég að tala um að valda erfiðleikum. í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins. 21. þ.m. höfðu menn annað og geð- felldara í huga, séð frá hóli erfiðleikanna.- Þá var sagt að gengisfelling ítölsku lírunnar myndi ekki „bjarga erfiðleik- unum" í ítölsku efnahagslífi. Skyldi það nú hafa verið ætl- unin eftir allt saman? Eða ætli menn hafi haft í hyggju að ráða fram úr erfiðleikunum? ☆ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, tryggur þessum þætti, skrifar þetta fróðlega og vel stílaða bréf í framhaldi af 290. þætti: „Heill og sæll. Ég er svo gamall að i æsku minni átti ég að læra að búa upp á hest. Þá vandist ég að talað væri um að eitthvað riði baggamun bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Að ríða baggamuninn var að hafa úr- slitaþýðingu, — valda hvernig fór. Væri baggamunur að ráði á klyfjahesti gat það ekki farið nema á einn veg. Það hlaut að hallast á og ef ekki var að gert þegar orðið var reiðingshallt fór svo að snaraðist, — allt um hrygg og undir kvið. Nú þurfti oft að flytja ým- iskonar pinkla á klyfjahesti og gat verið þraut að búa upp á hestinn svo vel færi. Einstakir pinklar voru stundum hafðir ofan í milli og þá gjarna bundnir við klyfberabogann. Þegar verið var að reiða heim hey og taka sig upp urðu síðustu baggarnir ef til vill misjafnir og kom ekki að sök ef meðferðarmaður gat riðið af baggamuninn. Krakki var lát- inn á bak hestinum, hafður ofan í milli og látinn liggja hæfilega mikið út á léttari sát- una til að ríða af baggamun- inn. Þetta orðafar er svo gamalt að auðvitað veit ég ekki fremur en aðrir upphaf þess en ein- hvern veginn finnst mér að fyrst hafi verið talað um að ríða baggamuninn og seinna fundið ráð til að ríða hann af. „Það ríður á lífi kattarins og allra músanna," sagði hún amma mín stundum. Öll höf- um við heyrt að hitt og þetta væri áríðandi. Er ekki einhver gömul frændsemi þarna á milli? Má ekki jafnvel reiða sig á að það sem ríður á geti riðið baggamuninn? „Mér ríður þá á að þú heitir Jón og sért úr Flóanum," sagði stúlkan forðum. Vertu blessaður." ☆ í 294. þætti var fjölyrt um stuðlasetningu og einkum það, að íslenskt mál ætti hana eitt og ekki aðrar tungur. Umsjón- armanni datt í hug að láta þess getið, að stuðlasetningar gætti (fyrir áhrif frá íslensku) í því tungumáli sem heitir grassímoníska og fáir munu hafa skilið og enn færri skilja nú. Umsjónarmaður lætur því flakka þessu til sönnunar grassímonískan texta sem hann telur sig hafa heyrt sunginn. Ekki er umsjónar- maður viss um að textinn sé hárréttur. Því biður hann þá sem kunna skil á grassímon- ísku (og þeir eru nokkrir) að leiðrétta, lagfæra og láta frá sér heyra. Grassímonía hallíkabú, síffrí narí abba trú, grallara sú. Ambra skortrí skúri beims, skyldir heims, forteims skortrí litli sníí. Sjúmblítt fordæ, saríbúra mallan, sjúmblítt fordæ, grassímonigrallan, sjúmblítt fordæ. Skipulagsbreytingar í Landsbankanum í FRAMHALDI af fyrri breytingum á starfsskipulagi Landsbankans hafa nú verið stofnuð þrjú ný svið til viðbótar þeim fjórum er þegar hafa tekið til starfa. Er þetta gert samkvæmt nýlegri samþykkt bankaráðs. Nýju sviðin eru Alþjóðasvið, Starfsmannasvið og Af- greiðslusvið aðalbanka. Skipulagsbreytingum bankans er nú lokið sem slíkum og verður í framhaldi af þeim komið á þeim starfshátt- um, sem fylgja á innan hvers sviðs, segir í frétt frá Landsbankanum. Alþjóðasviðið sér um viðskipti viðskiptadeildum aðalbankans í Landsbankans við erlenda banka og aðra erlenda viðskiptamenn svo og um alla vörslu og viðskipti með erlendan gjaldeyri utan íslands. Það sér um að taka erlend lán og endurgreiða þau. Þar er fylgst með þróun alþjóðlegra peninga- mála og séð um gjaldeyrisverslun. Starfsmannasvið hefur með höndum öll málefni starfsmanna, bæði eiginleg og kjaramál, mennt- unarmál, starfsþjálfun svo og fé- lagsleg mál þeirra. Afgreiðslusvið aðalbanka felur í sér yfirstjórn og umsjón með Austurstærti 11, einnig með þjón- ustustarfsemi í aðalbanka. Af- greiðslusvið er öðrum útibúum Landsbankans til leiðbeiningar um afgreiðsluhætti. Barði Árnason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Alþjóða- sviðs. Hann hóf störf í Lands- bankanum fyrir 28 árum og hefur starfað í ýmsum deildum sem tengjast erlendum viðskiptum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR. 1954 og lagði stund á þýskunám við háskólann í Hamborg að því loknu. Hann hefur starfað hjá Dresdner Bank í Hamborg og Scandinavian Bank í London þar sem hann kynnti sér einkum gjaldeyris- og verðbréfaviðskipti. Hann hefur verið forstöðumaður erlendra viðskipta Landsbankans frá stofnun þeirra 1973. Barði er kvæntur Ingrid Árnason og eiga þau tvo syni. Ari Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs. Hann hefur starfað í Landsbankanum í 42 ár. Hann hefur unnið í mörgum af- greiðsludeildum bankans, verið útibússtjóri í Keflavík, og starfsmannastjóri Landsbankans frá árinu 1974. Hann hefur sótt margvísleg námskeið um starfs- mannastjórnun bæði hérlendis og erlendis og starfað um skeið hjá Norges Bank. Hann er formaður samvinnunefndar bankanna og er í nefnd Norðurlanda um samn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.