Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALUWiNN OPINN 9.00-02.00 S1AÐFEST lÁNSfHAIIST LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. 9f BRÚARSMÍÐIN á Búst&ðavegi yfír Kringlumýrarbraut er nú í fullum gangi og hefur verkið gengið mjög vel að sögn Ármanns Jóhannessonar, yfirverkfræðings Hlaðbtejar. Hlaðbær er verktaki brúarsmíðarinnar. „Nú erum við að jirna brúardekk, framleiða eftirspennukapla og ganga frá undirslætti. Gert er ráð fyrir að byrja á að steypa um 10. ágúst Við eigum að skila verkinu frá okkur 31. desember og á þá borgin eftir að malbika. Starfsmenn eru á milli 25 og 30 manns. Ég vil gjarnan að það komi Silfurbrú" miðar vel áfram fram að ökumenn virða alls ekki hraðat&kmörk, okkur til mikillar ar- mæðu. Við höfum þrengt veginn mikið en það dugir ekki til. Menn hafa þrívegjs keyrt á þessar hindranir okkar og er þetta hið versta ástand,“ sagði Ármann. Armann sagði að starfsmenn kölluðu brúna „Silfurbrú" sín á milli vegna nafnsins „Gullinbrú“ á síðustu brú, sem byggð var á vegum borgarinnar. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, um Rainbow Hope: ítarlegri tollskoðun en venjulega var sjálfsögð — lögmæti aðgerða vegna kjötinnflutnings hefði átt að kanna betur Ekkja Picasso kemur hingað vegna sýningar á Listahátíð JACQUELINE Picasso, ekkja málar- ans Picasso, var væntanleg hingað til lands í nótt til viðræðna við for- ráðamenn Listahátíðar í Reykjavík 1986 um sýningu á verkum eftir Pic- asso. Salvör Nordal, framkvæmda- stjóri listahátíðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að ef af þessari sýningu yrði, þá yrðu þar sýnd verk í eigu Jacqueline Picasso, sem ætti mjög stórt og glæsilegt safn Picasso- mynda. Jacqueline Picasso mun m.a. skoða Kjarvalsstaði og Listasafn íslands til að kynna sér sýningar- aðstöðuna hér á landi. Dalvík: Mikið tjón í fiskverkunar- húsi af eldi Dalvik, 26. jélí. KLDtlR kom upp í nskverkunarhúsi Hallgríms Antonssonar á fimmtu- dagskvöldið síðastliðið, og var allmik- ill eldur í þaki hússins. Miklar skemmdir urðu af sóti og reyk, en hluti hússins nær ónýtur og mildi að ekki fór eldur í nærliggjandi hús. Það var um klukkan 18.00 að fólk varð vart við að mikinn reyk lagði upp frá fiskverkunarhúsinu. Slökkvilið Dalvíkur var kvatt á staðinn, en þá var mikill eldur í þaki hússins. Slökkviliðið gekk vasklega fram í að ráða niðurlögum eldsins en húsið stendur á fjörukambinum og því stutt í vatnið, en dælur voru drifnar út í fjöruborðið til að dæla upp sjó. Fasttengt húsinu er bíla- verkstæði og var sprautað vatni á brunavarnarvegg, sem skilur að húsin, til að varna því að eldur bær- ist yfir í verkstæðið. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins, en Ijóst er að verulegt tjón hefur orðið á húsinu og verðmætum sem þar voru. Hallgrímur Antonsson hefur starf- rækt þar harðfiskverkun og jafn- framt reykt þar fisk í sérstökum reykofni og er talið að í honum hafi eldurinn átt upptök sín. Í húsinu var töluvert magn af fiski, meðal annars um hálft tonn af unnum harðfiski, sem nú er ónýtur. gréturiuru MÉR þótti það sjálfsögð ráðstöfun að gera ítarlegri tollskoðun en venjulegt er, þegar Rainbow Hope kom til Njarðvíkur á fimmtudaginn og er það í samræmi við það, sem við fjármálaráðherra höfðum rætt, sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var álits hans á fram- göngu tollvarða í Njarvíkurhöfn í til- efni af komu bandaríska skipsins, sem flytur varning fyrir varnarliðið Á hinn bóginn kvað utanríkis- ráðherra það rétt, sem fram hefði komið, að mat utanríkisráðuneyt- isins á lögmæti innflutnings varn- arliðsins á kjötmeti væri annað en hjá fjármálaráðherra. Utanríkis- ráðherra sagðist hafa lagt á það áherslu varðandi þá hlið málsins, að utanríkisráðuneyti og fjár- málaráðuneyti könnuðu hana bet- ur, áður en gripið væri til nokk- urra aðgerða, svo að fyrirfram væri gengið úr skugga um lögmæti þeirra og stjómvöld kæmu fram með eina og sömu skoðun í málinu; annað spillti eingöngu fyrir. Þegar Geir Hallgrímsson var spurður um lausn Rainbow-máls- ins kvað hann töluverða hreyfingu hafa verið á því vestan hafs und- anfarið og yrði væntanlega nýtt að frétta af því á næstunni. Rainbow Hope hélt af landi brott í fyrrinótt og allur varning- ur úr skipinu komst í hendur við- takanda eftir nokkurra klukku- stunda töf á bryggjunni í Njarð- vík. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, sagði í Morgun- blaðinu í gær, að hann teldi varn- arliðið ekki hafa heimild til að flytja kjöt til landsins og vitnaði til laga um varnir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928. Utanríkis- ráðuneytið vísar til lögfræðilegrar álitsgerðar, þar sem fram kemur að innflutningur varnarliðsins á kjötmeti sé lögmætur. Innflutn- ingurinn hefur verið stundaður í 34 ár, eða síðan varnarliðið kom 1951. Sjá frétt á bls. 4 og forystugrein- ar í miðopnu. Jónas Elíasson, prófessor: Kolatogari mun geta lækkað orkukostnað um 60 til 70 % „BYGGING togara, sem notaði kol í stað olíu, gæti lejtt til 60% til 75% lækkunar á orkuko.stnaði," sagði Jónas Elíasson, prófessor við verkfræði- deild lláskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann telur að íslendingar eigi að stofna hið fyrsta til samnorræns verkefnis í byggingu togara, sem gæti jöfnum höndum gengið fyrir kolum og olíu. Jónas sagði að ástæðan fyrir 30% dýrara verði en erlendis. Þá þessum möguleika væri sú, að kol væru mun ódýrara eldsneyti en olía á heimsmarkaðsverði. „Hér á landi," sagði Jónas, „eru innflutt kol notuð í miklu magni hjá Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga og í Sementsverksmiðjunni, en hingað komin eru þau nokkurn veginn á heimsmarkaðsverði. Hins vegar er olía til íslenskra skipa 60 til 100 dollurum dýrari á tonn en erlendis, þannig að skip hér heima kaupa eldsneyti á um er ekki heldur ti) hérlendis neitt ódýrt eldsneyti eins og víðast í öðrum löndum. Eldsneyti til skipa er hins vegar á nær sama verði hérlendis og til bíla, en ég veit ekki um nokkuð annað land í heiminum, þar sem olía til skipa er ekki ódýrari en olía til bíla. Olía til skipa er víðast annars staðar mjög nálægt heimsmark- aðsverði, en hér leggjast um 30%. ofan á. Nú eru margir útgerðar- menn að reyna að setja stærri skrúfur og sparneytnari vélar í skip sín, en kostnaður er svo mik- ill að það borgar sig yfirleitt ekki í þeirri verðlagsstöðu sem nú er. Ef hannaður er nýr og sparneyt- inn vél- og skrúfubúnaður og tog- arinn látinn ganga fyrir kolum er hægt að ná orkukostnaðinum niður í 'A til '4 af því sem nú er, cða minnka kostnaðinn um 60 til 75%. Mjög algengt*er að 40% af rekstrarkostnaði skips sé olíu- kostnaður. íslendingar ættu að stofna til norrænnar samvinnu um byggingu slíks skips. Norrænu löndin hafa allt til að takast á við svona verkefni, vísindamenn, verkfræðinga og aðstöðu, og ef það tækist gætu togaraeigendur, sem sitja uppi með gömul og að sumu leyti úrelt skip endurnýjað þau með því að fá nýja tegund, sem hægt væri að reka með hag- kvæmni." Endurnýjun íslenska togara- flotans," sagði Jónas að lokum, „hefur alltaf farið fram um leið og nýir og betri togarar voru fáan- legir. Þessi tæknilega orsök hefur leitt til þess að íslenski togara- flotinn hefur alltaf verið endurnýjaður í stökkum. Nýja og betri tækni þarf til að hagkvæmt sé að endurnýja togaraflotann og það er tímabært að hefjast handa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.