Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 45 ili, sem ég minnist með hlýju og þakklæti. Sem unglingur vann ég nokkur sumur við Sundlaugina og hafði þar fyrirmyndar vinnuveit- anda og húsbónda. Hjörtur hafði einstaklega gott lag á að umgang- ast ungt fólk, bæði í starfi og leik, enda var hann bara einn af okkur. Hann var stoð okkar og stytta á öllum íþróttamótum og hvatti okkur til að sýna ætíð drengilegan leik. Ef upp komu einhver vanda- mál, sem leysa þurfti á auga- bragði, var Hjörtur alltaf til- kvaddur. Hann var vel heima í öll- um málum og allir báru virðingu fyrir honum. Skarð er fyrir skildi við fráfall Hjartar, en hin bjarta minning lifir áfram og gerir söknuðinn því minni. Ég flyt hér alúðarþakkir frá systkinum mínum frá Ljósa- landi fyrir allt sem hann var þeim, frábær vinur og fyrirmyndarmág- ur. Foreldrar mínir vildu einnig að það kæmi fram að það hefði verið þeirra mesta gæfa er hann tengd- ist fjölskyldunni. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra ættingja og vina. Hafi elsku vinur minn og mágur þökk fyrir allt, Guðs englar vísi honum veginn á nýjum brautum. Megi hin nýja vegferð vera lýta- laus sem hin fyrri. Kveðjumst að sinni. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.” Arni Þorsteinsson Er við horfum á eftir okkar allra bestu vinum að hinstu lykt- um, er missirinn að vísu sár, en þó er okkur huggun léð, þar sem er minningin, sem er í hugum okkar eins og blóm á vordegi, án þess að kvöldi eða hausti að. Kynnin eru löng eða skömm í árum talin, en inntak þeirra getur verið dýrgrip- ur, sem tíminn vinnur ekki á, en streymi tímans gæðir sífellt meira gliti. Hugurinn fyllist gleði yfir gjöf góðra kynna, sem verða virk, var- anleg og til frambúðar. Því má líkja við er við sjáum sól hníga til viðar í vestri, að um nokkra hríð felst hún bak við fjöllin, en tekur fyrr en varir að ljóma og leiftra á tindum dögunar. Og þetta reynir maður einatt við mikinn missi og þessi sannindi hafa opinberast mér í enn ríkari mæli en áður við lát vinar míns og velgjörðarmanns nú. Þannig að skilnaður okkar er af minni hálfu ekki einungis undir merkjum saknaðar og sársauka, heldur von- ar og trúar á varanleik þess er persónuleiki hans ljáði mér mörg ár náinna kynna. Ellefu ára snáði stendur í leik- fimifötum á miðju gólfi, hræddur, svolítið feiminn. Þetta er fyrsti leikfimitíminn hjá honum. Kenn- arinn kemur inn. Það geislar af persónuleika hans góðvild, gleði. Allt verður auðvelt í návist svona manns. Þarna var komin fyrir- myndin. A.m.k. fyrirmynd fyrir þennan litla pilt og sjálfsagt miklu fleiri. Og sú fyrirmynd er ekki af engu gerð. Efniviður henn- ar er miklir hæfileikar og per- sónutöfrar, en umfram allt yljuð vori og hugsjón þess, gróandans, sem er aðall hvers leiðtoga og skólamanns og sem raunar engir skólar veita tryggingu fyrir, né jafnvel ytri aðstæður, þótt hvergi ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sé eins rík nauðsyn skilnings og fyrirgreiðslu eins og þar sem kennarinn fer. Frá þessari fyrstu kennslustund stóð vinátta okkar Hjartar alla tíð. Fyrst vinátta nemanda og kennara, síðan vinátta og sam- starf tveggja kennara í áraraðir. Margt kvöldið var etið og vanda- mál líðandi stundar í starfi og leik krufin til mergjar. Alltaf voru lausnir í sjónmáli, fundnar af réttsýni, glaðværð og góðvild, réttur hins veikburða skjólstæð- ings metinn að fullu. Það var upp- byggjandi og veitti styrk að vera í návist þessa látna vinar og vin- áttutengsl okkar þróuðust einnig til barna okkar. Þegar við Hjörtur kvöddumst fyrir um það bil þremur vikum, skynjuðum við báðir að hverju dró. Það handtak og þær þakkir fyrir það liðna og óskir um gæfu hins ókomna mér og litla syni mínum, sem með mér var, til handa, sýndu styrk og raunsæi þess manns, sem veit að hann hef- ur gengið lífsbraut sína til gæfu fyrir sitt samferðafólk. Sömu sögu er að segja úr sam- starfi okkar í félagsmálum. Þar gætti einmitt í jafnmiklum mæli hins frjálsa og frjóa frumkvæðis hans og vorhugar. Hjörtur opin- beraðist samstarfsbræðrum og systrum í skóla og í félagi sem blíður blær á björtum vordegi. Prúðmennska hans var óbrigðul og viðmótshlýleiki, en um leið var á bak við bjargið traust skapgerð og sú félagslund sem hverju sam- félagi er mest þörf á, óeigingjörn fórnarlund og sanngildi, án yfir- borðsmennsku og tildurshneigðar. Bros hans gaf yl, orð hans ráð og hugrekki, návist hans öryggi og friðsæld. Nú er upp runnin hinsta kveðju- stund ástvinanna og er litla elsku- lega sonardóttirin brosir, sé ég hina nánustu í birtu og hlýju góðra erfða, er láta sumar renna og hugga, á leiðum þverrandi tára á guðsríkisbraut. BjarniE. Sigurðsson Hjörtur Jóhannsson er afkom- andi þeirra mörgu Skaftfellinga, sem fluttu búferlum hér út í ölfus fyrr á árum. Hann var sonur hjón- anna Jóhönnu Magnúsdóttur og Jóhanns Sigurðsson, er bjuggu að Núpum í Ölfusi. Hjörtur kynntist snemma ung- mennafélagshreyfingunni, sem síðar átti eftir að verða snar þátt- ur í lífsstarfi hans. Ungmenna- félag ölfusinga var stofnað ’34, en faðir hans var fyrsti formaður fé- lagsins. Aðalmarkmið félagsins, annað en að halda uppi almennu félags- og menningarstarfi í hér- aðinu, var að byggja sundlaug uppi í Hveragerði. Þangað stefndi allt ungt fólk í sínum tómstundum og hófst handa. Hjörtur var ekki nema 9 ára þegar hann fór fyrst að skokka upp í Hveragerði til að velta grjóti eða bera snyddu, en á bökkum þessarar sundlaugar hef- ur Hjörtur staðið í hálfa öld eða allt til þess dags, sem hann hætti að geta staðið í fæturna. Hann út- skrifaðist frá íþróttaskólanum á Laugarvatni og síðar tók hann að sér sundlaugarvörzlu við Sund- laugina í Laugaskarði. Kenndi hann sund og íþróttir við barna- skólann. í skólanum var enginn' íþróttasalur, en ein kennslustofan var innréttuð fyrir leikfimi. Þar starfaði Hjörtur í þrjá áratugi. Má þar bezt sjá hvert lipurmenni hann var að geta þetta. Allur félagsskapur hnignar eða rís, svo var með Ungmennafélag ölfyssinga. Það var kraftmikið fé- lag, stutt af bændasonum og dætr- um úr Ölfusinu, jafnt sem ungum Hvergerðingum, en Hveragerði var þá í hröðum vexti. Að því kom að Hveragerði varð sjálfstætt sveitarfélag. Við það dofnaði ein- hvern veginn yfir ungmennafélag- inu. Hinar styrku stoðir úr sveit- inni drógu sig í hlé, en við stjórn- inni tóku ungir áhugamenn, hver úr sinni áttinni, sem sezt höfðu að í Hveragerði. Um það leyti sem ég fluttist til Hveragerðis, var stofnað þar knattspyrnufélag eða deild, sem ætlaði sér að starfa sjálfstætt, en lög og reglur hindruðu það. Niður í Ölfusi blundaði áhugi og kraftur. Var okkur Engilbert, bónda að Bakka, oft tíðrætt um þetta ástand. Úrræða urðum við að leita. Forrustu- og sameiningarafl varð að finna. Var staðnæmst við Hjört í Laugaskarði. Hann var vina- og frændmargur í Ölfusi, og með afbrigðum vinsæll kennari í Hveragerði. Á næsta aðalfundi var hann kosinn formaður félags- ins og þar með hófst gróskutíma- bilið aftur. Eftir nokkur ár var Hirti afhentur Skarphéðinsskjöld- urinn, sem er æðsta tákn, sem Héraðssamband Skarphéðins veit- ir sambandsfélögum sínum fyrir að vera stigahæst í íþróttum á ári hverju. Þá var komið á annan tug ára síðan skjöldurinn hafði verið í höndum ungmennafélagsins. Þetta sýndi glöggt að Hjörtur var vel til forystu fallinn, en hans stærstu einkenni voru, hve já- kvæður hann var í öllum viðræð- um. Menn fóru ávallt glaðari frá honum en þeir komu. Áhugamál okkar lágu saman í æskulýðsmál- um. Ég hafði mikil og góð sam- skipti við hann, er ég var oddviti og sveitastjóri. Hjörtur var kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur af húnvetnskum ættum. Ég var oft daglegur gestur á heimili þeirra hjóna á þeim ár- um er við unnum saman að félags- málum og þegar bygging sund- laugarhúss var á döfinni, en það hús átti ekki að vera eingöngu til þjónustu fyrir sundlaugina, held- ur átti húsið að rúma alhliða sjúkra- og heilbrigðisþjálfun, en það er nú fyrst, sem húsnæði þetta er að koma að fullu gagni. Er sú gestrisni og gleði sein- þökkuð, sem ríkti á heimili þeirra hjóna. Konan haldin þeirri alda- gömlu venju að sliga borðið af allskonar bakkelsi í hvert sinn er gest bar að garði. Glöð og spaugs- öm gekk hún um beina með þrjá litla krakkahnokka hlaupandi um stofur. Við ungmennafélagar kveðjum þennan samstarfsmann og foringja með þakklæti og vit- um, að þorpið okkar er einum gleði- og gæfumanninum fátæk- ari. Oddgeir Ottesen Þegar við hjónin fluttumst ásamt börnum okkar til Hvera- gerðis fyrir 27 árum voru þau Hjörtur og Margrét í Laugaskarði ein af fyrstu hjónunum sem við kynntumst, ung hjón full af lífs- gleði og starfsorku. Sum barnanna okkar sem urðu bekkjarfélagar strax á fyrstu skólaárunum urðu næstum óaðskiljanlegir vinir og hefur sú vinátta haldist óbrengluð til þessa dags. Állt frá fyrstu kynnum höfum við Hjörtur starfað saman í barna- og gagnfræðaskólanum og fáa þekki ég sem ég hefði heldur viljað vinna með, sökum hans góðu mannkosta. Hvarvetna var hann hinn ákjósanlegasti félagi, hvort heldur í skólastarfinu sem einkalífi, orðhnittinn og hagmælt- ur. Margan morguninn heilsaði hann samkennurum sínum með hnittilega orðaðri vísu, svo að hver sá, sem eitthvað hafði dapr- ast í dimmu skammdeginu, tók þegar gleði sína á ný. Nú koma þær stundir ekki aftur. Margs er að minnast eftir rúm- lega aldarfjórðungs samstarf og margt að þakka fyrir. Einlæg vin- átta er hverjum einstaklingi nauð- syn og hennar höfum við hjónin ætíð notið hjá þeim Margréti og Hirti. Hvenær sem vandamál kom upp var gott að ræða það við Hjört og njóta heilráða hans. Ætíð voru slík mál rædd af hispursleysi og góðvilja og reynt að finna bestu lausnina. Hann bar framgang skólans mjög fyrir brjósti, og ófáar eru þær tillögurnar sem hann bar fram skólanum til heilla. Hjörtur var forstöðumaður Hér- aðssundlaugarinnar í Laugaskarði og íþróttakennari Barna- og gagn- fræðaskólans í Hveragerði allt frá 1946 er hann réðst þangað aðeins 21 árs að aldri, og gegndi hann þeim störfum allt til dauðadags, 21. júlí sl. Allt til loka var hann vongóður um að geta hafið störf á ný að hausti, en svo átti ekki að fara. Aðeins tæplega sextugur er Hjört- ur í Laugaskarði horfinn á vit feðra sinna, en við hin sem eftir sitjum, finnum glöggt hvílíkt skarð er fyrir skildi, þar sem Hjörtur stóð. Valgarð Runólfsson Við vitum að dauðinn er óum- flýjanlegur og öll stefnum við að þeim mörkum. Þó virðist það svo fjarlægt að Hjörtur í Laugaskarði sé farinn yfir þau mörk. Hann sem var svo fullur af lífi og fjöri, alltaf fús til allra starfa og kom öllum í gott skap sem umgengust hann. Fyrfr tæpum tveimur árum var stofnaður harmonikkuklúbbur hér í Hveragerði. Var Hjörtur auðvit- að aðaldriffjöðrin í þeirri starf- semi, hélt uppi glensi og gríni bæði á fundum og öllum skemmt- unum. Nú er skarð í hópnum sem aldr- ei verður fyllt, en minningin um góðan dreng lifir þó í hugum okkar allra. Far þú friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Konu hans, börnum og öðrum aðstandenum vottum við innilega samúð. Klúbbfélagar Hjörtur í Laugaskarði er látinn. Við, félagarnir í kirkjukórnum, eigum erfitt með að trúa þvi að hann eigi aldrei framar eftir að koma á æfingu, syngja með okkur við messu eða fara með okkur í ferðalag. Hjörtur var lagviss og fljótur að læra, en það er ekki minna um vert að hann var traustur félagi, ævinlega glaðvær og lagði jafnan gott til allra mála. Skopleg atvik urðu honum oft tilefni til að kasta fram stöku. En það var ekki bara Hjörtur sem lagði kórstarfinu lið, bæði hjónin voru virkir félagar um langt árabil og nú síðustu árin átt- um við einnig hauk í horni þar sem eru dæturnar tvær. Hjartar verður sáran saknað en minningin um góðan félaga lifir. Við sendum hans nánustu okkar dýpstu samúðarkveðjur og þökk- um allar samverustundir. Kórfélagar Loftorka sýnir einingahús í Grafarvogi, Funafold 1 og Hverafold 136 laugardag og sunnudag 27.-28. júlí kl. 1—7 Funafold 1 Húsiö er sýnt málaö og meö innréttingum. Viöarklæöningar og fulningahuröir frá Innréttingamióstööinni, Ármúla 17a. Innréttingar, gluggakistur og skápar frá Trésmiöju Þorsteins og Árna, Selfossi. Hverafold 136 Tilbúiö undir tréverk. Komiö og kynniö ykkur kosti LOFTORKU- HÚSANNA Skipholti 35, s. 84090, 83522, Engjaási 1, Borgarnesi, s. 93-7113.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.