Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 29 þar lengst við lýðskólann á Voss, stundar barnakennslu og ýmis sveitastörf 1920—24, frá æskuár- um virkur í íþróttaiðkunum og fé- lagsstörfum glímufélagsins Teits og svo ungmennafélags Biskups- tungna, verður 1921 formaður HSK, starfsamur fulltrúi HSK að málefnum UMFt og tSl og tekur sæti í sambandsstjórn UMFÍ 1924, situr sem nemandi á námskeiði ÍSÍ 1924—25 fyrir leiðbeinendur í íþróttum og í framhaldi af því hvetur hann til Noregsferðar ung- mennafélaga til að kynna glímuna sumarið 1925 og treysta hæfni ungmennafélaga að kenna glimu, ferðast um 1925—26 á vegum UMFÍ og annast íþróttanámskeið. — Gagntekinn af hugsjón, þekk- ingu á þörf og klyfjaður menntun og reynslu leggur Sigurður, van- búinn fjár og stuðnings til að reisa fyrirhugaðri starfsemi sinni húsa- kost á Söndunum við Geysi. Þar eru lóðir, hitaorka og Beiná með virkjunarmöguleika. Bílfært var þá aðeins að Torfastöðum en það- an 3 klst. lestagangur að Geysi. Margir vildu aðstoða Sigurð en bolmagn þeirra lítið. Að Setbergi við Hafnarfjörð býr þá framtaks- samur og hugkvæmur maður, Jó- hannes Reykdal. Hann hleypur undir bagga hjá Sigurði. Lánar honum húsavið, annast að tegla burðarvirki væntanlegra skóla- húsa, sér um flutninga á öllu efni að Torfastöðum og sendir síðan smið til þess að standa fyrir hús- asmíðinni. Skyldi andvirði alls þessa greitt er efni leyfðu. Stærð þessa fyrsta hluta skólahúss íþróttaskólans var 16x9 m á einni hæð. Leikfimisalurinn þar af 10x5,5 m en hann var einnig not- aður sem mat- og kennslustofa. Þessi salur var í 18 ár notaður við íþróttaiðkanir. Sundlaug 25x6 m hlóð Sigurður úr mýrarsnyddu spöl vestur af skólahúsinu. Var fyrir henni grafið niður á hvera- hrúðurslag. Hún var 1929 lögð niður er steinsteypt laug var gerð 20x7 m. I septemberhefti Skinfaxa auglýsir Sigurður: „Iþróttaskólinn í Haukadal. Iþróttaskóli minn byrjar 1. nóvember nk. og stendur yfir 3—4 mánuði ..." Fyrsta vet- urinn voru nemendur 12. Fyrir heimilishaldinu stóð systir Sig- urðar, Sigríður. Kennari með Sig- urði þennan fyrsta vetur var Magnús Björnsson síðar ríkisbók- ari. Rafmagns naut ekki við, svo eldamennska fór fram við gufu- hita eða kolaeld. Kaffivatn var frá hverasvæðinu. Skólastarfið var hafið með lýðháskólasniði og aðal- áherslan lögð á íþróttir og félags- lega mótun. Skólatíminn miðaður við lok haustanna og vinnufram- boð á vertíð. Einn nemendanna í fyrsta hópnum gaf skóladvölinni þessa umsögn „ ... Þó Sigurður væri harðskeyttur, þá þótti öllum nemendum hans ákaflega vænt um hann og telja sig hafa orðið fyrir ákaflega góðum áhrifum af honum og íþróttakennslu hans. Iþróttastæling sú sem þeir hlutu I Haukadal hafi kennt þeim að bera sig vel og djarfmannlega og búið þá á allan hátt undir lifsbarátt- una.“ Um 1930 var skólahúsið stækkað. Af þeirri viðbót stendur enn kennslustofan og efri hæð gamla hússins. — 1932 er Beiná virkjuð og sú rafstöð endurbyggð 1945. Á árunum 1945—46 er reist- ur steinsteyptur leikfimisalur, 16x8 m, ásamt forstofu við annan gafl og eldhús við hinn á jarðhæð, en á efri hæð íbúð. Þar með lauk byggingarframkvæmdum við skól- ann án þess að til yrðu herbergi til fataskipta og baða. Til allra þess- ara framkvæmda fékk Sigurður litla styrki frá opinberum sjóðum og þvi miður taldi hann sig eigi hafa bolmagn til að taka lán, svo unnt yrði að afla skólanum 2—3 íbúða fyrir kennara og starfslið, kennslustofu, herbergi til fata- skipta og baða, endursmíði laugar og fullvinnslu leiksvæðis. Sigurð- ur kenndi ávallt íþróttirnar, leik- fimi, sund og glímu, heilsufræði og íþróttasögu. Kennara fékk hann að skólanum til þess að kenna íslensku, bókmenntir, reikning, bókfærslu, dönsku, ensku og félagsfræði. Alls urðu þessir kennarar 19. Af þeim störf- uðu lengst: Steinar Þórðarson frá Háleggsstöðum í Skagafirði (13 vetur) og séra Guðmundur óli Ól- afsson sóknarprestur í Skálholti (8 vetur). Meðal margra sem heimsóttu íþróttaskóla Siguröar Greipssonar til að flytja þar er- indi eða kenna á námskeiðum var ég. Kom ég árlega frá 1941 til 1970. — Sigurður blístraði til íþróttaiðkana í sal. Fyrst æfði hann með piltunum leikfimi. Beitti hann þar vinnuaðferðum Niels Bukh í Ollerup, þ.e. hans al- þýðlegu dönsku leikfimi, stórar hreyfingar, armsveiflur, beygjur og teygjur eins og liðir og liðbönd eða mýkt vöðva leyfðu. Æfingar framkvæmdar í sífellu án tafa. Alla veturna var æfingavalið hið sama. Fóru 30—40 mínútur í þess- ar æfingar, sem Sigurður lét ljúka með tvímenningsæfingum og æf- ingum við rimla. Að þessum æf- ingum loknum lét hann piltana taka til við stökk á áhöldum og á dýnu. Við þessar kröftugu æfingar lak svitinn af piltunum. Piltarnir voru flestir í svörtum skálmstutt- um buxum, berfættir flestir, nema I stökkum. Aldrei sá ég Sigurð leyfa piltunum knattleiki og virt- ist mér hann heldur amast við meðferð knatta. Sigurður stjórn- aði æfingunum með sinni kröftugu rödd, sem hann beitti skemmti- lega. Hún gat hlaðist tröllslegri kingi, breyst í hvísl, hækkað snögglega í hvellt „Nú“ til áherslu eftir að hafa sagt fram forsögn æfingar. Þá um leið lyftist vinstri höndin í höfuðhæð út af öxlinni, lófi sneri fram, þá blakaði hann henni um úlnlið eins og fugl væng meðan hægri höndin sem hékk niður með hliðinni hristist. Sam- fara þessu fylgdu svipbrigði í and- liti. Það varð enn langleitara, augntóftir urðu opnari, munnur opinn svo neðri kjálkinn seig. Or svipnum skein mikil spurn. Þá gat hann allt í einu sett í brúnirnar, svo andlitið fékk á sig hörku og um leið krepptust hnefar ýmist með hliðum eða framan við bolinn. Það var tilkomumikið að horfa á Sigurð og hlusta á hann stjórna æfingu og virða fyrir sér piltana hversu háttbundið þeir fram- kvæmdu forsögn kennarans í sam- ræmi við raddblæ hans, svipbrigði og handahreyfingar. Er leikfimi- æfingum og stökkum lauk spenntu piltarnir á sig belti og tók þá Sig- urður með þeim séræfingar fyrir glímu. Er piltarnir höfðu tekist glímutökum hver á öðrum hófust glímur. Sigurður stóð venjulega í suðvesturhorni salarins og hafði þaðan yfirsýn. Sæi hann eitthvað athugavert þá ýmist kallaði hann til viðkomandi glímumanna með nafni og áréttaði eða gekk til þeirra, stöðvaði þá, lét þá beita viðkomandi bragði samkvæmt for- sögn sinni. Skildu þeir ekki eða næðu ekki umræddri hreyfingu, sýndi hann þeim hana eða bragðið með því að taka það á öðrum hvor- um. Beitti einhver viðfangsmann sinn þjösnaskap eða tröllskap, átti hann til að víkja sér að honum, stöðva hann, láta hann sleppa tök- um en taka hann sjálfur tökum og láta hann finna fyrir átaksglímu. Átti hann þá til að glíma um sinn við þennan glímumann nokkuð fast, svo að honum skildist hvað kennarinn átti við. Sá nokkrum sinnum að piltar vildu ógjarnan lenda í höndum Sigurðar og gættu þess því betur en ella að sitja á strák sínum eða skeyta skapi sínu á andstæðingnum. Þó Sigurður hefði gætur á illsku eða þjösnaskap, þá hafði hann engu minna auga með linlegum átökum og amlóðaskap. Greip hann engu síður fram í fyrir slíku framferði með orðum eða glímu- tökum. Sýndu piltar kveifarskap eða væru hvumpnir, stöðvuðu við- ureign, slepptu tökum, hengsluð- ust upp við vegg eða húktu á gólfi, nudduðu olnboga eða limi, þá ávarpaði Sigurður þá uppörvandi, vék að atvikum úr daglegu lífi eða greip til tilvitnana ú íslendinga- sögum og gat þá verið ertinn, jafn- vel meinyrtur. Sæi Sigurður karl- mennskutilþrif eða fallega sótt bragð, þá reigðist hann, hendur hans krepptust á bognum hand- leggjum fyrir framan bolinn, and- litiö var spurult, opinn munnur og neðri kjálkinn hékk slakur eða andlitsdrættir urðu hörkulegir, bitið á jaxlinn sem við mikil átök. Lyki bragðinu vel, þá rumdi í Sig- urði eða hann hló við og frá hon- um heyrðist viðurkenning t.d. „þetta var rétt, Gvendur, svona taka karlmenni klofbragð". Glímuviðureignin var uppistað- an í glímuæfingum frekar en nost- ur við æfingu einstakra bragða þar sem flókin viðbrögð voru rak- in sundur í þætti. Karlmennskan látin bera af amlóðaskapnum. Á þessum glímuæfingum mun mörg- um kveifarlegum hafa runnið í skap, bitið á jaxlinn og leitast við að standa sig, láta ekki amlóða- nafn festast við sig. Kennarinn hafði vald á iðkendahópnum með kunnáttu sinni og beitingu per- sónuleika síns. Er glimuæfingu lauk og piltarnir höfðu tekið af sér beltin lét Sigurður þá setjast niður á gólfið flötum beinum. Tók hann þá með þeim æfingar, sem vörðuðu rétta beitingu arma og fóta á vatn við ýmsar sundaðferð- ir. Að þessum æfingum loknum hlupu piltarnir til herbergja sinna og klæddu sig til sunds. Er til laugar var komið var óspart stungið sér til sunds. Eftir að hafa leikið sér um stund skipaði Sig- urður piltunum í flokka og lét þá ýmist æfa mismunandi sundað- ferðir þversum eða langsum í lauginni, með eða án kúta, eftir því sem æfð voru sundtök með örmum sér, eða fótum sér eða samtök arma og fóta. Við lok tím- ans voru piltar látnir synda í hringi meðfram veggjum. Er sundæfingu lauk þurrkuðu piltar sér í salnum og er þeir voru þurrir tók Sigurður með þeim Mullersæf- ingar. Sigurður tók stundum með þeim þessar æfingar og voru það mikil tilþrif. Engum vettlingatök- um beitt á líkamann i formi stroka og klapps, mjaðmavindur, bolbeygjur, fettur, fótspörk aftur og fram með armteygjum fram, út af öxlum og í seilingu með tilheyr- andi öndunaræfingum. — Mörg kvöld er verkum var lokið og mat- ur sjatnaður var haldið í salinn og glímt, stokkið á dýnu, stokkið til- hlaupslaust langstökk og þrístökk en þó var öllu mest stokkið há- stökk með tilhlaupi. Sum kvöld var efnt til kvöldvöku eða mál- fundar í félagi skólans. Hófust þær á söng. Stundum höfðu piltar erindi að flytja eða lásu upp. Eitt sinn heyrði ég lesið úr blaði skólans, Hauki. Á flestum kvöld- vökum hafði Sigurður eitthvað að flytja piltunum til vakningar og umhugsunar. Mér er kunnugt um að mörgum pilti, sem hlýddi á hugvekjur Sigurðar, eru og ógleymanleg hvatningarorð hans, málsnilld og þá ekki síst persónu- töfrar hans sem ræðumanns. Ég hreifst mörgum sinnum af málflutningi Sigurðar. Hann hafði aldrei erindi sín skrifuð né minn- ispunkta á blaði. Minni hans var frábært og er hann sl. vetur dvaldi á sjúkrahúsi fór hann með langt kvæði fyrir mig. Sigurður byrjaði stundum hugvekjur sínar lágum rómi, næstum því hvíslandi, virt- ist varfærinn og leitandi, augna- ráðið fjarrænt, ræðumaður reist- ur, háleitur, ekkert hreyfði hann sig úr stað meðan hann talaði, armar héngu oftast slakir með síðum, hann notaði hendurnar til áherslu, kreppti þær á bognum örmum framan við sig, þær hækk- uðu eftir því hve honum var mikið innifyrir, stundum lyftist vinstri höndin í höfuðhæð, höndin opin og lófinn sneri fram. Allt í einu slæmdi hann hendinni boginni um úlnlið, kom þetta fyrir er hann benti á eitthvað fjarstætt eða léttvægt, fánýtt og varhugavert. Rödd Sigurðar var sérkennilega margbreytileg. Meðan Sigurður flutti mál sitt átti hann óskipta athygli viðstaddra. t lok kvöld- vöku var sungið ættjarðarljóð. Samhliða skólastarfinu rak Sig- urður búrekstur. Hafði fjárbú, kúabú og hross. Gróðurhús átti hann, nokkur hænsni og töluverða kartöflurækt. Hafði hann vetrar- mann til þess að létta sér búrekst- urinn. Sumir þeirra voru gamlir nemendur hans, sveitapiltar, van- ir búverkum og harðduglegir. Þeirra á meðal Hafsteinn Þor- valdsson og Þórarinn Sveinsson á Eiðum. Oftast voru nemendur í skóla Sigurðar 18—25. Veturinn 1939—40 voru þeir flestir eða 40. Varð þá Sigurður að grípa til tveggja nýreistra gróðurhúsa og nýta þau fyrir svefnskála nokk- urra námssveina. Sagðist einn nemandanna, sem sváfu í glerhúsi, minnast þeirrar dvalar með „hlý- hug“. Síðasta veturinn, sem skól- inn starfaði, voru nemendur 9 talsins. Á þessum 43 árum, sem Sigurður stárfrækti íþróttaskóla sinn, urðu miklar breytingar á fræðslukerfi þjóðarinnar. Við upphaf skólastarfsins voru enn starfandi með lýðskólaformi skól- ar, sem stálpuð ungmenni sóttu, á Núpi, Hvítárbakka, Laugum og Eiðum auk bændaskóla og ungl- ingaskóla á nokkrum stöðum. Með lögum um héraðsskóla 1929 verða 4 fyrst töldu skólarnir héraðsskól- ar og fleiri eru stofnaðir: á Laug- arvatni, Reykjum og síðast á Skógum. Lög um gagnfræðaskóla í kaupstöðum 1930 renna stoðum undir stofnun og starfrækslu slikra skóla. Allir þessir opinberu skólar njóta lögboðinna bygg- ingastyrkja og rekstrarstyrkja úr ríkissjóði (50—75%). Skólaskyida er eigi tengd þessum skólum. Lítil fjárráð og mikil aðsókn til hér- aðsskóla heldur stórum hópi utan skólanna. Úr þeim hópi er leitað til Sigurðar og þá eru það íþrótta- iðkanirnar sem heilla. Einnig voru þeir, sem komnir voru undir tví- tugt, að vakna til löngunar á námi, þar sem þeir bjuggu aðeins að barnaskólanámi og sækja því til Sigurðar. Með tilkomu fræðslu- laga 1947 hækkar skólaskylda og til verða fleiri skólar, t.d. miðskól- ar. Eldri nemendum er gefinn kostur á námi og til verða val- greinar fyrir þá. Möguleikar til þess að afla sér menntunar innan fræðslukerfisins verða fleiri, nær- tækari og opnari. Aðsókn að skól- um, sem eigi falla að þessu kerfi, minnkar, t.d. húsmæðraskólar, og margir leggjast niður. Þessi þróun hafði áhrif á starfrækslu íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar. Vet- urinn 1954—55 voru þar 15 nem- endur og 1967—68 13. Upp úr 1950 er tekið að ræða framtíð skóla Sigurðar, þegar séð var hver þró- unin var í skólamálum. Tillögur komu fram um að skólinn yrði val- greinaskóli þ.e. sama og 4. bekkur á gagnfræðastigi, en þá yrði árleg- ur starfstími að leggjast í 7—8 mánuði og til þess að skólinn gæti notið opinberra styrkja þyrfti hann að verða sjálfseignarstofn- un. Til voru aðilar sem höfðu látið sig varða starfsemi Sigurðar og voru reiðubúnir að ganga til móts við hann ef hann væri til þess fús, en hann gat eigi sætt sig við leng- ingu skólatímans og við sjálfs- eignarstofnun var hann hræddur, svo til þess kom ekki. Til skólans sóttu yngri nemendur, sem hvað þroska áhrærði féllu eigi vel að kennsluháttum Sigurðar. Þeir höfðu sumir lent út úr fræðslu- kerfinu af ýmsum ástæðum eða voru óráðnir í námsvali sínu og því komið fyrir í Haukadalsskól- anum. Skólinn i Haukadal naut í upphafi ákveðins styrks á fjárlög- um en upp úr 1943 hlaut skólinn framlag eins og unglingaskóli með heimavist; að laun skólastjóra, kennara og ráðskonu voru greidd úr ríkissjóði. Eftirlaun hlaut Sig- urður er hann lagði niður starf- rækslu skólans. Þó margir hafi veitt Sigurði Greipssyni aðstoð við að gera hug- sjón að veruleika, þá er á engan hallað, þegar minnst er þess bak- hjarls, sem veitti honum lengsta og farsælustu aðstoðina en það var kona hans, Sigrún Bjarnadótt- ir, fædd 1903 en lést 1979, farin að kröftum. Foreldrar hennar voru María ljósmóðir Eiríksdóttir og Bjarni bóndi Guðmundsson. Þau voru búendur að Bóli i Biskups- tungum. Sigrún var starfsstúlka við íþróttaskólann áður en hún gerð- ist þar ráðskona haustið 1931. Ár- ið 1932 giftist hún Sigurði. Hvílík störf þessi hlédræga en hlýlega kona axlaði má hverjum vera aug- ljóst, þó þeir þekktu lítið til dag- legs lífs á skólaheimilinu. Starfs- stúlkna 1—2 naut hún við elda- mennsku, þjónustu og ræstingu en sinna varð hún börnum þeirra hjóna og líta til með búrekstri, því að kýr, sauðfé og hross höfðu þau hjón ásamt nokkurri garðyrkju. Mikil umsýsla hennar var eigi ein- vörðungu að vetrinum, heldur hlóðust að henni störf að sumrinu við gisti- og veitingarekstur. Að- staða til rekstrar stórs heimilis íþróttaskólans var aldrei þénug, t.d. var raforka óstöðug, vatni dælt til eldhúss með vatnshrút, sem stöðugt var að bila, starfað að þvottum á berangri á hverasvæði o.s.frv. Þegar Sigurðar Greipssonar er minnst og honum þökkuð stór- merk störf, þá má eigi gleyma þeim stóra þætti sem Sigrún Bjarnadóttir á í þeim. Störf þeirra hjóna að skólahaldi í 43 ár er for- tiðarsaga. Merkur menningarþátt- ur í íþróttasögu tslands en sorg- legt að þegar skólastjórinn er færður til grafar er heimilið að mestu rústir. Börn áttu þau hjón sex. Tvö, “ piltur og stúlka, létust í bernsku. Fjórir synir lifa þau hjón: Bjarni, fæddur 1935, bifreiðastjóri, kvæntur var hann Ingibjörgu Osk- arsdóttur. Þau skildu, eignuðust 3 börn, tvö þeirra Karl og Sigrún eiga 3 börn, sambýliskona Bjarna er Guðrún Jónsdóttir. Greipur, fæddur 1938, búfræðingur, starfs- maður Skógræktar ríkisins og Landgræðslusjóðs, kvæntur Krist- ínu Sigurðardóttur, eiga tvö börn. Þórir, fæddur 1939, garðyrkju- maður og íþróttakennari, kvæntur Þóreyju Jónasdóttur, eiga 3 börn. Már, fæddur 1945, íþróttakennari og veitingamaður, kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur, eiga 3 börn. Afkomendur þeirra sem lifa eru 14. Sigurður Greipsson skólastjóri íþróttaskólans í Haukadal, bóndi og veitingamaður, sem á sl. vetri var fluttur úr eldi heimilis síns á Söndunum við Geysi í héraðs- sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem hann lést 19. júlí sl., var fæddur í Haukadal, hinu forna mennta- setri, 2. ágúst 1897, sonur Greips bónda þar og hreppstjóra Sigurðs- sonar, Pálssonar og konu hans, Katrinar Guðmundsdóttur bónda að Stóra-Fljóti Jónssonar. I stórum dráttum hafa ævistörf hans verið rakin hér að framan en að mestu dvalið við íþrótta- og skólastarf hans, en margt er ótalið til að mynda bústörf, gistihúsa- rekstur og störf í hreppsnefnd og skólanefnd sveitar hans. Með- stjórnandi var hann í fram- kvæmdastjórn tSÍ 1943—49 og þá um árabil í sambandsráði tSt. Nú, þegar hann er kvaddur, eru þakkarorð til hans fátækleg. í lif- anda lífi var honum sýnd ýmiss konar virðing og þökk. Vænst mun honum hafa þótt um fjöldaheim- sókn nemenda slnna er hann varð sjötugur og hann gekk með þeim fylktu liði undir fánaborg heim að Haukadal. Nemendur hans og vin- ir fengu Halldór Pétursson list- málara til að mála af honum mál- verk og Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara til að gera af honum hrjóstlíkan. Sæmdur var hann Fálkaorðunni. Ungmennafélag íslands, tþróttasamband tslands og Glímusamband tslands gerðu Sig- urð að heiðursfélaga samtaka sinna og Héraðssambandið Skarp- héðinn kaus hann heiðursfor- mann. Sonum Sigurðar skulu tjáð- ar þakkir fyrir umburðarlyndi við okkur, hinn stóra hóp samherja föður þeirra að félagsmálum, sem svo oft og lengi röskuðum föður- legri umsjá hans og má segja lögð- um með nemendum íþróttaskólans heimili þeirra undir skóla- og fé- lagsstörf. Hinum mæta Haukdæli, Sigurði Greipssyni, harðfylgnum glæsi- manni, dreng góðum og trúum vormanni tslands, sem átti sér hugsjónir tengdar ræktun lýðs og lands, framkvæmdar fyrir sam- hug fenginn úr félagsbundnu starfi og iðkun íþrótta, er þakkað ævistarfið, þegar hann er lagður í kæra móðurmold á bökkum Bein- ár, og við sem hans nutum réttum úr bökunum með orðtak ung- mennafélaganna á vörunum: „ts- landi allt“. I>orsteinn Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.