Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 25 Magnús Sigurjónaaon nýkjörinn forraaður fjórdungssambandsins í rædustól. því að norðlenskir framleiðendur og þjónustuaðilar taki höndum saman um að auka kynningu á starfsemi sinni með sameiginleg- um vörusýningum, útgáfu kynn- ingarbæklinga og með því að koma á fót tölvuvæddri upplýs- ingamiðstöð um þjónustu og fram- leiðslu á Norðurlandi. Ný stjórn Þinginu lauk með því að kosin var ný stjórn samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum. Hana skipa, Magnús Sigurjónsson, Sauðár- króki, formaður, Auður Eiríks- dóttir, Hleiðargarði í Eyjafirði, varaformaður, Magnús ólafsson, Sveinsstöðum í Austur-Húna- vatnssýslu, Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík, og Valtýr Sigurbjarnar- son, Ólafsfirði. Ákveðið var að næsta fjórð- ungsþing verði á Siglufirði að ári. Mjólkursamlagið í Búðardal: Ostakökurnar vinsælar meðal flugfarþega Mjólkursamlagið í Búðardal hefur í sumar framleitt mikið magn af ostakökum fyrir Flugleiðir til notk- unar í millilandaflugi flugfélagsins. Þetta eru sömu kökur og samlagið framleiðir fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík, sem settar voru á mark- aðinn í fyrrahaust, en sérstaklega skornar til notkunar í ferðapökkun- um. Ostakökurnar eru með tveimur bragðefnum, kirsuberjabragði og bláberjabragði. Að sögn Sigurðar Rúnars Frið- jónssonar, mjólkursamlagsstjóra i Búðardal, hafa kökurnar notið mikilla vinsælda hjá farþegum Flugleiða og seldu þeir Flugleiðum meira magn i sumar en fór á inn- lendan markað. Sigurður Rúnar sagði að þeir hefðu gert samning við Flugleiðir um að selja þeim ostakökur a.m.k. út september, en þá yrði tekin ákvörðun um fram- haldið. Mjólkursamlagið í Búðardal hefur gengist fyrir ýmsum nýj- ungum á sl. árum. Auk ostakök- unnar framleiðir samlagið ostana Dalayrju og Dalabrie, og fyrir skömmu hófst þar framleiðsla á nýrri mjólkurvöru, sem hlotið hef- ur nafnið SmáMál, og er eins kon- ar súrmjólkurbúðingur með jarð- arberja- og vanillubragði. Þá er væntanleg á markaðinn í haust okstakaka með nýju bragði. /\pglýsinga- síminn er 2 24 80 „PRENTMYNDASTOFAN HF cr flutt í eigið húsnæði að SÚÐARVOGI 7 og nýja símanúmerið þeirra er 8 40 10 og þetta er auglýsing en ekki brandari “ ENNRÝFURNESCO ORION 2A 33.900 ORION 2A er myndbandstæki sem hefur altt sem þú þarft, úrvalsgóða mynd, fullkomna tækni og trausta byggingu. VHS-tæki á aðeins 33.900 krónur. R FftONT iO*l>:*C *v*TE« 1 vus maa 0(100 | ■080 wmmmmmmm XENON 4B 39.900* XENON 4B hefur alla sömu eiginleika og 3CN tækið, auk þess, sem það hefur 12 stöðva forval, enn vlðtækara móttökusvið og stjórnborð af allra nýjustu gerð. Stórglæsilegt tæki á aðeins 39.000 krónur. XEN0N3CN 36.900* XENON 3CN er enn fullkomnara og fjölbreyttara, með sjálfvirkri upptöku fyrir fjórar stöðvar og ólfka dagskrárliði, minni og þráðlausri fjarstýringu, auk venjulegra eiginleika. Glæsilegt tæki á aðeins 36.900 krónur. 0RI0NYM 47.900 ORION VM fjölnota myndþandstækið er hvort tveggja I senn fullkomið heimilismyndbandstæki og ferðatæki með afnotarétti af myndtökuvél til upptöku á eigin myndefni. Bráðsnjöll frambúðarlausn, sem hittir hvar- vetna I mark, á aðeins 47.900 krónur. * Stgr. v.rí LAUGAVEG110 . SÍMI27788 /r\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.