Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 60

Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 60
EUROCARD l............J * EITT KDRT AI15 SIMMR Vetrardagskrá hefst 9. september. ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Stækkun álversins í Straumsvík: í Kínverska alþýðulýðveld- ið lýsir áhuga á samstaríi Reiðubúinn að taka upp samningaviðræður, segir Sverrir Hermannsson MÁLMIÐNAÐARSAMSTEYPA Kínverska alþýðulýðveldisins hefur lýst áhuga á að taka upp viöræður við íslenzk stjórnvöld og forráðamenn Svissn- eska álfélagsins um hugsanlega þátttöku í stækkun álversins í Straumsvík. Sverrir Hermannsson skýrði frá þessu í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi, en iðnaðarráðherra er nú staddur í Lundúnum. Þangað kom hann eftir viðræður við forsvarsmenn Svissneska álfélagsins í Lúganó sl. föstudag. 1 yfirlýsingu, sem Morgunblað- inu barst í gærkvöldi frá iðnaðar- ráðherra, svissneska álfélaginu og Kínverska alþýðulýðveldinu segir: „Málmiðnaðarsamsteypa Kín- verska alþýðulýðveldisins (The Chinese National Nonferrous Met- al Industry Corporation) hefur lýst áhuga á því að kanna mögu- leika á samstarfi við Svissneska álfélagið um aukningu á álfram- leiðslu á íslandi. Allir aðilar máls- ins hafa lýst áhuga á að kanna það frekar." Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að Kín- verska alþýðulýðveldið, Sviss- neska álfélagið og íslenzk stjórn- völd væru reiðubúin til að taka Morgunblaðið/Júlíus Yngsta kynslóðin í mótmælagöngu Foreldrafélag barna á dagvistunarheimilum borgarinnar fór í mótmæla- göngu í gær frá Hallgrímskirkju á Skólavöröuholti að Lækjartorgi, þar sem haldinn var útifundur. Tilgangurinn var að benda á erfiöleika við rekstur dagvistarstofnana borgarinnar og voru borin spjöld með áletr- unum eins og „Þetta eru börnin, sem erfa landiö" og „Davíð, fínndu þér annan Golíat“. upp samningaviðræður um 40 þús- und tonna stækkun álversins í Straumsvík, sem Kínverska al- þýðulýðveldið væri eigandi að og fjárfesti í og Svissneska álfélagið mundi annast rekstur á. Sverrir Hermannsson sagði, að hér væri um einstætt mál að ræða og fyrsta viðleitni Kínverja til þess að opna gluggann að þessu leyti til Vestur- landa. „Ég fagna þessu mjög," sagði Sverrir Hermannsson. „Það liggja ótrúlegir möguleikar á kínverska markaðnum, ef tekst að opna sam- band við slíkt þjóðríki. Hins vegar vil ég undirstrika, að þetta er ekki sama og að samningar hafi tekizt enda liggur nú aðeins fyrir vilja- yfirlýsing um að samningar verði hafnir. Kínverjar eru þekktir af því að vera harðir samningamenn ekki síður en stórkapítalistar á Vesturlöndum en þetta er að sjálfsögðu stórmerkur pólitískur viðburður." Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins hefur Málmiðnaðarsamsteypa kínverska alþýðulýðveldisins sama valdsvið og ráðuneyti og hef- ur með alla aðra málma að gera en járn. Olíuverð hækk- ar í Rotterdam — áhrifanna ekki NOKKUR hækkun hefur verið að undanfórnu á heimsmarkaðsverði á olíu í Rotterdam. Stafar þaö meðal annars af árásum á Kharg-eyju og byltingu í Nígeríu. Talsverðar birgðir eru til hér af olíu og hefur verðhækk- unin ekki enn sem komið er áhrif á verð þeirrar olíu, sem við kaupum af Rússum, en verð á henni miöast við verðskráningu í Rotterdam. Árni Þorsteinsson, starfsmaður Kosningasjón- varp frá Noregi og Svíþjóð ÁKVEÐIÐ hefur verið að vera með kosningasjónvarp frá Noregi að kvöldi kosningadagsins þar í landi, mánudagsins 9. september nk. Sjónvarpað verður um gervihnött milli kl. 22.00 og 23.00 og ef talning gengur eðlilega ætti að vera komn- ar afgerandi tölur á meðan á út- sendingunni stendur. Sjónvarpið hyggst einnig vera með beina útsendingu frá Svíþjóð þegar kosið verður þar, sunnudag- inn 15. september nk. Þá hefst gervihnattarútsendingin um kl. 21.30 og mun standa í 30-60 mínút- ur. farið að gæta hér Olíufélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í júlíbyrjun hefði verð á gasolíu á Rotterdam- markaði verið um 222 dollarar á lestina, 8.800 krónur. Það hefði síð- an farið stighækkandi til síðustu mánaðamóta, meðal annars vegna árásanna á Kharg-eyju, byltingar- innar í Nígeríu og mikilla olíukaupa Þjóðverja vegna hagstæðs gengis marksins gagnvart dollar. Fyrir mánaðamót'.n hefði verðið því verið komið upp í um 250 dollara fyrir lestina, 10.000 krónur. Árni sagði, að nú væru til nokkr- ar brigðir í landinu, keyptar á lága verðinu. Erfitt væri að gera sér grein fyrir áframhaldandi verð- þróun, en olíuverð lækkaði sjaldn- ast á haustmánuðum, þegar vetur væri að ganga í garð. Svartolía hefði ennfremur hækkað á þessum markaði en bensínverð verið stöð- ugra. Von væri á litlum olíufarmi þann 10. september og síðan 18.000 lesta farmi þann 17. Verð á honum væri innan við 250 dollara cif, 10.000 krónur fyrir hverja lest. Um það verð hefði verið samið fyrir nokkru en miðað væri við fob-verð í hinum tölunum. Raunverð fyrir olíuna, sem kæmi í þessum förmum, væri því nokkru lægra en núverandi markaðsverð í Rotterdam þar sem flutningskostnaður og trygginga- gjöld væru innifalin í verðinu. Þing FIDE í Austurríki: Evrópusamband í skák Fjórir íslendingar hljóta útnefningu TUTTUGU þjóðir í Evrópu stofnuðu formlega með sér Evrópuskáksam- band á þingi FIDE, Alþjóðaskák- sambandsins, sem haldið var í Graz í Austurríki um síðustu helgi. íslend- ingar, ásamt öðrum Norðurlanda- þjóðum, eru meðal stofnendanna. Á sama þingi voru Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson útnefndir stór- meistarar, og Karl Þorsteins og Sæv- ar Bjarnason voru útnefndir alþjóð- legir meistarar. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, forseta Skáksambands íslands, liggur ekki ljóst fyrir hvort stofn- un Evrópusambandsins hafi i för með sér úrsögn viðkomandi þjóða úr FIDE. „Evrópusambandið er stofnað sem mótleikur við þá stefnu Campomanesar, forseta FIDE, að gera veg Evrópuþjóða minni en efni standa til. Það er ekki meiningin að ganga úr FIDE, en hins vegar er ómögulegt að segja hvernig málin koma til með að þróast,“ sagði Þorsteinn. Sú ákvörðun Campomanesar að halda næsta ólympíumót í Dubai í Saudi-Arabíu hefur mælst illa fyrir hjá mörgum Evrópuþjóðum, því það útilokar líklega ísraels- menn frá þátttöku. Forystumenn skáklistarinnar meðal margra Vestur-Evrópuþjóða eru alvarlega farnir að ræða þann möguleika að mæta ekki til leiks í Dubai. Sagði Þorsteinn, að ef sú yrði niðurstað- an, mætti búast við að haldið yrði sérstakt Evrópumót í staðinn. í Evrópusambandinu eru marg- ar af sterkustu skákþjóðum Vestur-Evrópu, en aðeins tvær Austantjaldsþjóðir, Pólverjar og Júgóslavar. Sagðist Þorsteinn stofnað vonast til að fleiri þjóðir bættust í hópinn innan tíðar. Með útnefningu Helga Ólafs- sonar og Jóhanns Hjartarsonar eru íslenskir stórmeistarar í skák nú orðnir fjórir, en fyrir voru þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson. Alþjóðlegum meist- urum fækkar hins vegar ekki að sama skapi, því Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason hlutu báðir út- nefningu sem slíkir á þinginu. Helgi er stigahæstur fjórmenn- ingana með 2515 ELO-stig, Jó- hann næstur með 2505, þá Karl með 2415 og Sævar er með 2385. Hvalvertíð lokið: 27 hvalir veiddust síðustu þrjá dagana SÍÐUSTU hefðbundnu hvalvertíð- inni hér við land lauk um helgina. Míkil veiði var síöustu þrjá dagana og veiddust þá alls 27 hvalir. Kristján Loftsson, forstjóri Hvais hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að hámarksveiði á bát væru þrír hvalir á sólarhring og hefðu þeir allir náð þeim fjölda síðustu þrjá dagana. Þessa daga hefði veiðin verið á sömu sióðum og veiðarnar hefðu verið stundað- ar í upphafi, við „Dömufótinn" og „Boxhanzkann", á Selvogsbanka og Grindavíkurdjúpi. Nú hefur því verið fylltur sá kvóti, sem alþjóða hvalveiðiráðið úthlutaði íslendingum á þessu síð- asta ári hefðbundinna hvalveiða, 161 langreyður og 38 sandreyðar. Á næstu árum eru hvalveiðar fyrirhugaðar í vísindaskyni. Á síð- asta ári var fylltur leyfilegur kvóti, 167 langreyðar og 95 sand- reyðar. Veiðarnar nú tóku 74 daga en 106 á síðasta ári. Sihanouk Sihanouk prins í heim- sókn til íslands SIHANOUK prins frá Kambódíu kemur í heimsókn hingað til lands dagana 15.—18. september nk. Eiginkona hans verður með í forinni. Prinsinn mun hitta ís- lenzka ráðamenn að máli og er tilgangurinn með komu hans hingað að kynna sjónarmið hans og samherja hans varðandi ástand mála í Kambódíu og Suð-austur Asíu. Sihanouk hefur heimsótt önnur Norðurlönd og ferðast víða um heim til þess að kynna málstað sinn. Á síðasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna voru ís- lendingar, Danir og Norðmenn meðal flytjenda að tillögu sem 39. Allsherjarþingið sam- þykkti, þar sem ítrekuð var nauðsyn þess, að erlent herlið hverfi á brott frá Kambódíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.