Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 13 Veiðiþáttur llmsjón: Guðmundur Guðjónsson Verð veiðileyfa og sókn í árnar: Sama vitleysan í aðsigi eða læra menn af reynslunni? Gljúfurá: Allt of dýr miðað við gæðin og því seidist hún illa sumarið 1985. Grím8á hjá Lækjarfossi Grímsármenn hafa komist vel frá sínu í þrengingun- um, a.m.k. ef litið er á heildina. Sú spurning sem brennur á vör- um flestra eða allra stangveiði- manna er hvort veiðileyfin hækki í verði fyrir næsta sumar. Þetta er áleitin spurning, því vanskipað var í margar laxveiðiár á því sum- ri sem nú er nýlokið, jafnvel í toppám á besta tíma. Astæðan? Jú, verð veiðileyfa fór yfir vel- sæmismörkin ef svo mætti að orði komast. Það skipti fjölmarga engu þó árnar fylltust af laxi þrátt fyrir þurrkana. Það eru eigi mörg ár síðan að sportveiðimenn töldu aldrei eftir sér hversu miklu þeir eyddu í veiðtúr, ánægja þeirra var slík að hún mátti alveg hreint kosta drjúgum. Þetta er viðhorf sem nú heyrir fortíðinni til, þökk sé leigutökum og leigusölum lax- veiðiánna, sportið er orðið svo dýrt að menn snarfækka veiði- ferðum, eða halda áfram að fara jafn oft, bara nú í silung en ekki lax. Umsjónarmaður þessa þáttar hefur hlýtt á menn skeggræða þessi mál og venjulega eru við- komandi svo þungir á brún að því er vart við bjargandi. Sums staðar eru veiðisamningar leigutaka og veiðiréttareigenda bundinir bygg- ingarvísitölu. Má þar nefna Norð- urá. Þannig má búast við a.m.k. 30 prósent hækkun veiðileyfa í þeirri verstöð og er ekki á sumarverðið Þegar Morgunblaðsmenn hittu tvo snjalla veiðigarpa, þá Hermann Jónsson og Walter Lenz, á brúnni á Vesturá í Mið- firði hjá Túnhylnum í sumar, sögðu þeir þá sögu, að þegar þeir hefðu rennt maðki að laxa- torfu einni sem lá sem fastast rétt fyrir neðan brúnna, hefði stór og rauður hængur einn komið aðvífandi, gripið beituna flata í munn sér og spýtt henni frá félögum sínum. Þýddi lítið að eiga við laxa þessa meðan umræddur hængur var á sveimi. Þessi litla saga er í flokki margra annarra sem fjalla um „forystulaxa", fiska sem virðast með einhverjum hætti hafa „vit fyrir" félögum sínum. Þessi hegðan einstakra laxa undir- strikar félagslyndi og félags- hyggju þessarar stórmerkilegu fisktegundar. Þegar þeir Her- mann og Walter sögðu farir sínar ekki sléttar við Túnhyls- brúnna, rifjaðist upp í huga blm. eftirfarandi saga: Pyrir nokkrum árum voru tveir félagar að veiða í Hrafns- hyl í Álftá. Þetta var í júlímán- uði og mikið laxager í hylnum, 50—60 laxar a.m.k. Afar lítið vatn var í ánni og laxinn orðinn styggur, stökkvandi um allt. Laxinn vildi ekkert taka og komið var fram undir kvöld. Er félagarnir töldu fullreynt þarna hugðust þeir flytja sig um set, en stóðust ekki freistinguna að laumast skríðandi fram á klett- inn á austurbakka Álftár. Um leið og andlit þeirra gægðust fram af klettinum, varð allt vit- 1985 bætandi, því leyfin seldust alls ekki á því verði. Norðurár- skipbrot SVFR er kunnara en frá þurfi að segja í röðum stangveiði- manna. Tap félagsins gífurlegt eftir að félagið bauð rosalega hátt í ána til að halda henni fyrir fé- lagsmenn sína. Útkoman varð sú, að SVFR hélt sannarlega ánni, en þá var hún bara orðin of dýr fyrir hina sömu félagsmenn sem til stóð að þjóna. Það hefði bjargað miklu ef útlendingar hefðu fengist til að kaupa „útlendingatímann", en það fór á aðra leið og þó aðstandend- um laxveiðiánna hafi gengið mis- vel/illa að selja útlendingadaga sína má heita að alls staðar hafi það gengið verr en áður. Samdóma álit sölumanna veiðileyfa, að út- lendingahópurinn fer minnkandi á sama tíma og verðlagið fælir land- ann á vit urriða og bleikju. Margir hafa orðið til að bölva og ragna er SVFR ber á góma og ætíð er það þannig að þegar illa gengur, þá eru menn fljótir að gleyma því sem vel hefur verið gert í gegn um árin. En einn angi þessa máls snertir SVFR verulega. Umsjónarmaður þessa þáttar hefur þannig heyrt að margir veigri sér við að eiga viðskipti við Stangaveiðifélagið. Dæmi var nefnt, að SVFR átti þó nokkuð af óseldum veiðidögum í Grímsá i septembermánuði, en áin telst þá laust í hylnum, laxar strikuðu í allar áttir, sýnilega afar styggir. Þetta var tilkomumikil sjón, þvi margir laxanna voru stórir, 10—16 punda greinilega. Og svo voru þarna tveir enn stærri, svona 18 punda fiskar á að giska. Er óðagotið hafði varað í hylnum um hríð, sáu vinirnir, að stærstu laxarnir tveir tóku að synda ró- lega um, mjög reglubundið, eins og þeir væru að smala löxunum úr hylnum. Félagarnir voru nú sestir á klettabrúnina og eftir svo sem tvær mínútur lá öll laxakösin á grunnri breiðu svo sem 20 metra fyrir neðan stokk- inn djúpa og breiðuna niður af honum þar sem laxarnir liggja vanalega. Þarna gat að líta dökkan flekk í vatninu. Nokkra stund var engin hreyf- ing önnur en síboði á vatninu af ugga- og sporðblaki laxanna á grunnu vatninu. Enginn fiskur var eftir sjáanlegur í hylnum. 18-pundararnir tveir lágu saman til hliðar við laxatorfuna. Skyndilega sáu vinirnir 4 laxa, svona 14—16 punda fiska, þjóta af stað, æða upp stokkinn, allt upp í streng, bruna niður hann aftur, upp hann aftur og niður hann aftur. Síðan hægðu þeir ferðina og sökkuðu niður að laxatorfunni. Eftir örlitla stund sigu 18-pundararnir tveir af stað upp eftir og öll hjörðin á eftir. Var að sjá fullkomin ró í hyln- um. Vinirnir sátu sem stein- runnir um hríð, en tókst svo að laumast af klettinum án þess að gera allt vitlaust aftur ... ekki dýr miðað við það sem við- gengst hér á landi. Á sama tíma og SVFR gekk illa að koma þess- um dögum í verð, vildu margir kaupa septemberdaga beint af bændum... Þó að tíðrætt sé hér um ár SVFR, þá er það einungis vegna þess að þau dæmi eru hvað nær- tækust og opinberust. Fjölmargir veiðiseljendur eiga við sömu vandamál að etja. En áfram með smjörið: Hvað ætla þeir hjá SVFR að gera t.d. með Gljúfurá næsta sumar. Veðrið í sumar var yfir 6.000 krónur á dag og það hafði það auðvitað í för með sér, að mik- ið af veiðileyfum seldist ekki. Svo gekk eitthvað af laxi í ána, en vatnið seig og fjölmargir fóru heim með öngulinn í afturendan- um. Ýmsir þeirra munu vart hyggja á að fara aftur næsta sumar, síst af öllu í ljósi 30—50 prósenta leiguhækkunar. Sumarið 1985 seldist júlí vel, en fjöldi ág- ústleyfa seldist ekki og sama er að segja um september. Hvað verður með Gljúfurá 1986, á enn hærra verði? Ekki fylla erlendir veiði- menn skörðin, verður nýtingin ekki enn lakari? Fiskifræðingar hafa spáð hörkusumri, en hætt er við að það dugi ekki til. Eins og fyrr sagði, hækka ýms- ar ár skv. byggingarvísitölu. Aðr- ar hækka á öðrum forsendum. Hvað segja menn t.d. nú um hina furðulegu risahækkun veiðileyfa í Stóru-Laxá? Þar nam hækkunin hátt á annað hundrað prósenta. Tvö góð sumur í ánni voru undan- fari einhverrar mestu hækkunar veiðileyfa sem orðið hefur hér á landi á einu bretti. í sumar hefur svo verið afspyrnuléleg veiði í ánni. Svo virðist sem hækkunin hafi verið í beinum tengslum við prýðilega veiði 1983 og stórgóða veiði 1984. Hvernig datt mönnum í hug að Stóra-Laxá myndi halda „standardinum”? Kunnugir menn segja að í venjulegu árferði gangi mikið af laxi seint á veiðitíma eða hreinlega eftir hann upp í Stóru- Laxá. Sumarið 1984 voru aðstæður h;ns vegar næsta óvenjulegar, þá voru mikil hlýindi og mikil rign- Alls kyns furðuskepnur eiga að dvelja í vötnum og ám landsins skv. þjóðsögum og munnmælum. Ekki verður hér lagður dómur á sannleiksgildi slíkra sagna heldur rifjað upp er nokkrir veiðimenn á Arnarvatnsheiði sáu „orm“ í Stóra-Lóni. Sagnir af „ormum" í vötnum eru til margar og flestar lýsa fyrir- bærinu á einn veg, skuggi sést í vatnsskorpunni, misjafnlega lang- ur, sem hlykkjast til og frá. Fyrir þremur sumrum voru nokkrir fé- lagar að veiða á Arnarvatnsheiði og höfðu þeir tjöld sín nærri Úlfs- vatni, en leituðu fanga í allar áttir, Úlfsvatn, Úlfsvatnsá, Arnarvatn litla, Refsveinu og lón hennar. Eitt þeirra, það næstneðsta og jafn- framt stærsta, heitir Stóra-Lón. Þeir voru fjórir saman þar sem smááin rennur í lónið og efst gætir aðeins straums frá ánni og þar er dálítill hylur sem þeim þótti veiði- legur. Fljótlega eftir að vinirnir byrj- ing. Við þær aðstæður gekk laxinn miklu örar og jafnar upp ána. En veðurfar eins og var sumarið 1984 sunnanlands var álíka óvenjulegt og sólfarið og þurrk- arnir nú í sumar. Forsendurnar fyrir hækkuninni voru því harla skrítnar og flestir þeir sem farið hafa í Stóru-Laxá í sumar hafa borgað mikla peninga fyrir fallegt landslag. Það virðist samdóma álit stangveiðimanna að boginn hafi nú verið spenntur eins og hægt er og nú verði að taka á málunum frá nýjum sjónarhornum. Bændur láta sér fátt um finnast og réttur þeirra til að fá fyrir veiðihlunn- indi sín eins mikið og hægt er er ótvíræður og verður ekki hrakinn með rökum. Hver skilur ekki dæmið: Peningamaður bíður betur en stangveiðifélag eða öfugt. Auð- vitað tekur bóndi boði hæstbjóð- anda. Hér er því ekki við bændur að sakast, utan þar sem þeir selja ár sínar milliliðalaust. En þar sem þannig er farið er ástandið víða best, dæmi: Miðfjarðará og Grímsá þó báðar séu þær einnig dýrar. Bændur hljóta samt að átta sig á því, að sú kreppa sem virðist uðu að kasta höfðu þeir veitt 3 eða 4 smábleikjur og svo varð enginn var drjúga stund. Nokkur andvari var og fremur hlýtt. Þeir voru eiginlega að því komnir að hanka upp og halda annað, er veður datt skyndilega í dúnalogn. Lónið varð rennislétt og skyndilega fundu þeir félagar hversu lofthitinn var í raun hár, alltaf 20 stig ef ekki meira. Það bogaði af þeim svitinn og þeir dokuðu ögn við, athuguðu hvort þeir sæju ekki einhverja silunga skjótast í hylnum litla. Það var ekkert að sjá. Skyndilega kallaði einn þeirra upp: „Sjáiði strákar," og benti út á lónið þangað sem hann hafði verið að horfa af rælni. Sáu þeir félagar þá allir hvar dökk „slanga" hlykkjaðist til og frá og stefndi upp í ósinn. Var þetta fyrirbæri breytilegt að lengd, yfirleitt á að giska 30 til 40 metrar, en breiddina spáðu vinirnir ekki í. Þeir horfðu frá sér numdir á þetta fyrirbrigði nálgast óðum um hríð og það óumflýjanleg á eftir að snerta þá ekki síður en leigutakana sem hafa reitt fram stórfé, en geta svo ekki lengur selt veiðileyfin. Því ættu allir sem hagsmuni hafa að setjast niður og finna úrlausnir. Svo virðist sem veiðileyfi muni enn hækka, gildandi samningar, góðar veiðispár og fleira vísa til þess. Réttast væri að leyfi hækk- uðu hins vegar alls ekki og ef eitthvað er, þykir flestum stang- veiðimönnum að þau ættu að lækka, en sér nokkur slíkt eiga sér stað? Óbreytt ástand, þ.e.a.s. enn hækkandi verð veiðileyfa getur ekki gengið áfram hömlulaust, nýliðið sumar leiddi það áþreifan- lega í ljós, þá komu allir sem hlut eiga að máli að krossgötum. Ef sóknin er of lítil í árnar eru það fleiri en sölumenn og veiðieigend- ur sem líða fyrir það. Of lítil sókn í laxveiðiár getur haft það í för með sér, að það veiðist ekki sem skyldi úr stofninum, of mikið af laxi yrði eftir i ánni að hausti og jarðvegurinn fyrir nýja sveiflu niður á við í laxveiðinni yrði plægður. Það er þvi sama á hvaða hlið málsins litið er, þær eru allar dökkar... skrítna var, að samt hafði enginn hætt að sveifla flugustönginni. Þegar „ormurinn" renndi sér upp í dýpra vatnið, þar sem þeir voru að veiða, ætluðu þeir svo sem einn maður að fara að spóla.í land, en þá brá svo við að það var fiskur á hjá þeim öllum í einu. Næstu tvo tímana mokveiddu þeir síðan rok- væna bleikj u og einn og einn urriða í bland, alls hátt á annað hundrað silunga. Daginn eftir var enn mokveiði, en svo fór að þynnast, enda fór veður kólnandi og það fréttu þeir félagar síðar, að fleiri höfðu séð svona fyrirbæri á þess- um slóðum. Var það kenning manna að bleikjan leitaði upp í dýpra vatn þar sem straums gætti er vatnið hitnaði í lóninu, sem er yfirleitt mjög grunnt. Þetta var þá „ormurinn" í þessu tilviki: Mörg hundruð fiska silungatorfa. Veiði- menn hefðu gjarnan viljað sjá vatnaskrímsli, en það kvartaði enginn er sannleikurinn kom í ljós. Forystulaxar með framyarðarsveitir Skrímslið reyndist vera...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.