Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 ðo Hudson hefur leikid í fjölda kvik- mynda. Hér er hann í mynd með Ginu Lollobrigidu. Leikarinn frægi frá Hollywood, Rock Hudson, gengur nú með sjúkdóminn AIDS, sem herjar nú um víða veröld á menn og leiðir að lokum til dauða, en þó er misjafnt hvað sjúkdómurinn er lengi að yf- irbuga menn. Rannsóknir eru hafnar meðal visindamanna á sjúkdómi þessum og eru þeir jafn- framt að reyna að finna mótefni gegn honum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins á Hudson voru miklir baugar undir augum, jafnframt því sem líkami > hans tók mjög að rýrna. Hann lagðist fljótlega inn á sjúkrahús þar sem sjúkdómurinn var greind- ur. Áfallið var honum mikiö. Hud- son er fráskilinn en hann hefur nýlega sagst vera kynhverfur. Sjúkdómurinn berst aðallega við blóðgjafir og leggst meira á kynhverfa menn og fólk af haít- •iakum uppruna fremur en á aðra, en berst mikið með líkamsvessum. Afhentu bréf til borgarstjóra Sjö ára krakkar úr Langholtsskóla fjölmenntu að borgarskrifstofunum í síðustu viku til að afhenda bréf til borgarstjóra þar sem þau biðja borgarstjóra um girðingu hjá skólanum og vekja athygli á hættu þar af völdum jarðvegsframkvæmda. Bréf krakkanna var á þessa leið: „Kæri borgarstjóri! Getur þú gjört svo vel að búa til girðingu fyrir okkur? Það er mold á leiksvæðinu okkar og gröfur og vörubílar. Þetta er bæði hættulegt og jafnvel getur orðið slys. Síðan koma líka krakkarnir skítugir inn í skólann. Við viljum helst halda skólanum hreinum. Viltu gjöra svo sel að flytja leiktækin inn á skólalóðin? Vertu sæll kæri borgarstjóri.“ Undirskriftin var: 7 ára nemendur í Langholtsskóla. „Get vel smíðað lása og lykla en er enginn auðmjúkur þjónn“ — Spjallað við Ingvar Þórðarson á vinnustofunni „Nei, ég verð alls ekki ríkur á þessu. Ég rek fyrirtækið meira af hugsjónaástæðum en gróðamark- miði,“ sagði Ingvar Þórðarson, lykla- og lásasmiður, sem rekur vinnustofu sína í Þingholtsstræti 15, Reykjavík. „Það er mest að gera rétt eftir mánaðamót. Þá hefur fólk fengið útborgað. Það fer í bæinn til að versla, út að skemnmta sér og týn- ir lyklunum sínum í leiðinni." Ingvar opnaði vinnustofu sína fyrir sex árum, en áður var hann sjómaður á millilandaskipum Eimskips. Hann byrjaði að læra lyklasmíði í gegnum bréfaskóla og fékk þannig áhuga á starfinu. „Ég kynnist mörgu í vinnunni og er ekki í neinum vandræðum með tæknilegu hliðina, en ég get oft orðið svo skapvondur og sérvitur þegar t.d. fólk kemur inn sem vill hafa mig eins og auðmjúkan þjón." Hann sagði að allir lyklar væru smíðaðir upprunalega eftir ákveðnum númerum og gæti hann því notað þessi númer til að smíða eftir ef allir aðrir lyklar týndust. „Ég er kominn með 500 gerðir af Þingholtsstræti lyklum, en það versta er að þeir verða úreltir svo fljótt, jafnvel eftir tvö ár, svo ég má ekki panta of mikið af hverju. Ég þarf að flytja efnið allt inn frá öðrum löndum og hef þurft að basla mikið í sambandi við alla aðdrætti. Ég hef tiltölulega mikið verslað við Þjóðverja og Svía, en þó prófað önnur lönd svo sem Bandaríkin og Kanada. Fyrirtækin úti í heimi, sem framleiða þessi lyklaefni og vélar, eru yfirleitt svo stór í snið- um að þau sinna ekki svona smá- körlum eins og mér. Til dæmis pantaði ég einu sinni frá kanad- ísku fyrirtæki. Þá vildi það gera mig að umboðsmanni sínum á ís- landi og sendi mér langan spurn- ingalista þar sem ég var m.a. spurður um hversu mörg vöruhús ég hefði. Þetta fannst mér heldur spaugilegt — ég sem er hér í smá- kompu. Síðan átti ég að senda pöntunina til Montreal í Kanada sem síðar yrði afgreidd frá Banda- ríkjunum, rétt hjá Klettafjöllun- um. Þeir gerðu sér enga grein fyrir smæð landsins og að ég var bara Nýleg mynd af Rock Hudson. Hudson við einkasundlaugina sína. Myndin er tekin í byrjun þessa árs. blai»a/B>arn' Wore“n Fyrirtækisbfllinn er af geróinni Ford Thames árgerð 1955. smátækur lásasmiður I lítilli götu.“ Ingvar sagðist hafa nokkuð marga fasta viðskiptavini, ein- fclk f fréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.