Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 25 Kristinn Sigmundsson Katrín Sigurrtardóttir Elísabet F. Eiríksdóttir Sigríftur Ella Magnúsdóttir Robert W. Becker og Viðar Gunnarsson. fyrr. Það er því merkilegt hversu Sveini Einarssyni tekst að sam- hæfa vel í leik og atferli svo stór- an hóp lítt reyndra óperusöngv- ara. Elísabet F. Eiríksdóttir syng- ur viðamikið hlutverk og þrátt fyrir skort á leiktækni tekst henni að skapa sannfærandi mynd af istöðulausri og ráðalítilli konu. Þar sem mest reyndi á í söng, eins og í öðrum þætti og þegar hún krýpur manni sínum í upphafi þriðja þáttar, var söngur hennar mjög góður. Kristján Jóhannsson er sá maður sýningarinnar sem hefur verulega reynslu á sviði en auk þess syngur hann hreint út sagt stórkostlega. Kristinn Sig- mundsson syngur Renato. Hann var ekki í sem bestu formi á sýn- ingunni og kom það helst fram þar sem reyndi á tónhæðina. Aftur á móti var leikur hans nokkuð góður en í skapgerð Renatos eiga að búa saman tryggðin og vináttan, sem síðar snúast upp í hatur og hefnd- arþorsta. Þessu skilar Kristinn á sann- færandi máta. Spákonur gegna oftlega mikilvægu hlutverki í óperum og hér er hún lykilmann- eskja. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur Ulricu og gerir það glæsi- lega. Katrin Sigurðardóttir var mjög góð sem Oscar. Leikur henn- ar var frísklegur og þar sem hún fékk tækifæri til að láta rödd sína hljóma var hún frábær, sérstak- lega á grímudansleiknum á móti Renato. Skúrkarnir í leiknum, sem þó eru frá hendi höfundar mein- leysisgrey, þeir Ribbing og Horn, voru sungnir af Robert W. Becker og Viðari Gunnarssyni og voru þeir mjög góðir, bæði í leik og söng. Þrjár nýjar raddir koma fram í smáhlutverkum, bræðurnir Guðbjörn og Gunnar Guðbjörns- synir, sem trúlega eiga eftir að láta meira í sér heyra á óperusvið- inu, og Björn Björnsson, félagi í Þjóðleikhúskórnum, er söng Silv- ano ágætlega. Atriðið með Silvano er frá hendi Verdis sérlega veikt og jafnvel óþarft innskot, nema þá helst til að leggja áherslu á al- þýðuvinsældir og aiþýðlega fram- komu konungsins. Dansar á grímuballinu voru uppfærðir af Islenska dansflokknum undir stjórn Ingibjargar Björnsdóttur og féllu þeir ágætlega saman við samhliða atburðarás, einkum voru menúettdansarnir skemmtileg svipmynd. Hljómsveitin var í sínu besta formi og átti ekki lítinn þátt í heilstæðri og góðri sýningu. Allir sem hlut áttu að þessari sýningu hafa unnið vel og ekki á nokkurn hallað þó sagt sé að Kristján Jó- hannsson hafi borið sýninguna uppi með ótrúlega glæsilegum söng og Iíflegum leik, og er í raun óþarfi að taka nokkuð sérstaklega fram, annað en að slíkur söngvari á sannarlega einnig erindi upp á stærra svið en litla sviðið okkar í Þjóðleikhúsinu. Snyrti- og tískunámskeiö sótAyy & Stendhal Húðsnyrting Förðun Hárhirðing Líkamshirðing llmvatnsnotkun Fataval Framkoma Sólnotkun Litaval Stjórnandi: Heiöar Jónsson Sérstök stutt námskeiö (1 kvöld), annars 3 kvöld Kvenfélög, starfshópar, kvennaklúbbar. Sérstök námskeið fyrir veröandi sýningarfólk. Sérstök frúarnámskeiö. Prófskírteini. Upplýsingar og bók- anir í síma 686334 kl. 8—16 virka daga. Kennslustaður GASA Dugguvogi 2, 2. hæö. Inngangur ofanverðu viö húsið. aö DIILUX fráOSRAM Dulux 5w 82 mm m—i Dulux 7w 112 mm m -i Dulux 9w 144 mm =) Dulux 11w 212 mm Dulux frá Osram fer eins og Ijósið um allan heim, vekur athygli fyrir góða hönn- un, sexfalda endingu miðað við venju- lega peru og 80% lægri lýsingarkostnað. Dulux perurnar eru 5w, 7w, 9w og 11w en það samsvarar 25w, 40w, 60wog 75 w miðað við venjulegar perur. ■ JÓHANN 0LAFSS0N & C0. HF. | 43 Sundaborg 13 - 104Reykjavík - Sími8 2644 Þjónusta í öllum helstu raftækjaverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.