Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 48
-48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 t Guðrún Eyjólfsdóttir, frá Stakkhamri, Hringbraut 115, andaöist aö Elliheimilinu Grund 22. september. Áslaug Þorsteinsdóttír, Pétur Guójónsson. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA F. JÓHANNESDÓTTIR, Nóatúni 31 (áóur Öldugötu 11), lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans laugardaginn 21. september. Anna Guðnadóttir, Páll Stefánsson, Sunna Guðnadóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Guönadóttir, Björn Ólafsson og barnabörn. t BJÖRN MAGNÚSSON, Álfheimum 34, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði21. september. Kristín Þórðardóttir, Málfríöur Björnsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Margrét Björnsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir, HALLDÓRJENSÓSKARSSON, andaöist aöfaranótt 22. september. EmmaHolm, Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Óskar Halldórsson, Emil Holm Halldórsson, Helga J. Jensdóttir, Óskar Halldórsson og systkini hins látna. + Faöirminn, LÁRUS INGIMARSSON, fyrrverandi heildsali, andaöist 22 september. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Elínborg Ingimarsdóttir. + Faðir minn, tengdafaöirog afi, 4 SKARPHÉDINN GUÐNASON 1 trésmiður, Glerárgötu 16, Akureyri, \ andaöist að morgni 23. september á öldrunarlækningadeild Land- spitalans. Siguröur Ingi Skarphéðinsson, Emilía Martinsdóttir, Drífa Kristín Siguröardóttir, Martin Ingi Sigurösson. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUOMUNDUR VILHJÁLMSSON, Efstasundi 97, sem andaöist 16. september, veröur jarðsunginn frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 26. september kl. 15.00. Kristrún Sigurðardóttir, Anna Sigrún Guömundsdóttir, Friörik Halldórsson, Vilhjálmur Guömundsson, Hugrún Guðmundsdóttir og barnabörn. + Útför móöur minnar, tengdamóöur og systur, GUÐRÚNARRÚTSDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. september kl. 10.30. Anna Margrét Jafetsdóttir, Hálfdán Guömundsson, Halldóra Rútsdóttir, Bergljót Lára Walsh. Minning: Olafur R. Ragnars kaupm. Siglufirði Fæddur 27. apríl 1909 Dáinn 6. september 1985 í dag verður jarðsunginn Ólafur Ragnars, traustur drengskapar- maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Ólafur var sonur þeirra merk- ishjóna Ragnars Ólafssonar kaup- manns og ræðismanns á Akureyri og Guðrúnar Ólafsson, sem fædd var Johnsen. Ragnar var umsvifa- mesti athafna- og kaupsýslumað- ur norðanlands á sinni tíð. Þau hjón áttu 11 börn og komust 10 þeirra til fullorðinsára, 6 synir og 4 dætur, og er Ólafur fjórða í röð- inni. Æskuheimilið stóð í hjarta bæjarins og hefur því áður verið lýst á prenti hver höfðingsbragur var þar á öllu. Það var ekki að undra þótt Ólafur hneigðist til kaupmennsku en að loknu námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1926 stundaði hann nám í Verzl- unarskóla íslands og síðan hálft annað ár í Lundúnum. Hann var því vel búinn undir að takast á hendur kaupmennsku og atvinnu- rekstur þegar hann settist að á Siglufirði 1932 en þar rak hann byggingavöruverslun og var um- svifamikill sildarsaltandi á blómaskeiði síldarútgerðar þar. Þeir sem gerst þekkja til rekstrar hans bera honum þá sögu að hann hafi verið sérstaklega heiðarlegur og orðheldinn. Tvö kjörtímabil, árin 1950—’58, var Ólafur bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Siglufirði og þótti gott að eiga við hann sam- starf. Þá sat hann lengi í stjórn Vinnuveitendasambands Siglu- fjarðar og var formaður þess um árabil, svo og stjórnarmaður og um tíma formaður í stjórn Spari- sjóðs Siglufjarðar. Vararæðis- maður Svía var Ólafur hin síðari ár sín á Siglufirði. Eftir að forsendur atvinnulífs á Siglufirði höfðu breyst flutti ólaf- ur árið 1964 til Reykjavíkur og gegndi trúnaðarstarfi á skrifstofu bæjarfógetaembættisins í Hafn- arfirði uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir er hann stóð á sjötugu. Allra síðustu árin átti hann við erfiða heilsu að stríða. I einkalífi sínu eins og í starfi var Ólafur mjög farsæll. Hann kvæntist 16. maí 1936 Ágústu Ág- ústsdóttur J. Johnson bankafé- hirðis í Reykjavík og fyrri konu hans, Guðrúnar Tómasdóttur Johnson, mikilli mannkostakonu. Hún var honum svo einstök eig- inkona að varla verður með orðum lýst, frábær húsmóðir, listræn með afbrigðum sem gaf heimili þeirra þann ljúfa blæ sem margir þekkja. Ólafur og Ágústa eignuðust fjögur börn: Ragnar Friðrik f. 1937, sem lést í flugslysi skömmu eftir að hann hafði hafið nám í læknisfræði við Háskóla íslands, Gunnar Sverri f. 1938, viðskipta- fræðing og forstjóra Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri, nú kvæntan Guðríði Eiríksdóttur, Karl Ágúst f. 1941, verkfræðing og forstöðu- mann Jarðborana ríkisins, kvænt- an Emilíu Jónsdóttur, og Guðrúnu f. 1953, hjúkrunarfræðing, gifta Jens Helgasyni. Barnabörnin eru orðin 10 talsins og langafabörnin tvö. Hafa þau systkinin getið sér hið besta orð. Hlýhugur streymir nú til þeirra allra frá vandamönn- um og vinum. Þeir sem kynntust Ólafi minn- ast nú með þakklátum huga hve viðmótsþýður, sanngjarn og traustur hann var — og vilja hans til að leggja aðeins gott eitt til mála verður lengi minnst. Ragna og Ólafur Egilsson Kveðja frá barnabörnum Þann 6. september sl. lést afi okkar, Ólafur Ragnars, í Landa- kotsspítala eftir rúmlega 3ja mán- aða legu. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 24. september. Elskulegur afi okkar er dáinn. Við viljum kveðja hann með örfáum orðum og þakka hon- um fyrir allar þær góðu stundir, sem hann átti með okkur. Við eldri + Eiginmaöur minn, EINAR CARLSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. sept. kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö Leons Carlssonar hjá Slysavarnafé- lagi fslands. Grethe Carlsson. + Þökkum innilega auðsýndan hlýhug viö fráfall og útför systur okkar og mágkonu, HULDUHALLDÓRSDÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Arnarholti og Borgarspítalan- um fyrir veitta umönnun. Hafliöi Halldórsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Petrína Halldórsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir. Lokað Lokaö ídag vegnajaröarfarar MARGRÉTAR BERNDSEN. Híbýli og skip. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. barnabörnin munum eftir honum frá því við vorum að heimsækja afa og ömmu til Siglufjarðar, en þau sem yngri eru muna eftir afa á Fálkagötu og þau skilja ekki að nú sé afi á Fálkagötu farinn, þau vita aðeins að nú líður afa vel hjá Guði. Afi okkar var góður og elsku- legur maður, sem okkur þótti öll- um svo innilega vænt um, og við biðjum góðan Guð að vernda hann og varðveita í nýjum heimkynnum. Guð styrki ömmu Ágústu sem var hans stoð í erfiðum veikindum. Við munum varðveita minningu afa í hugum okkar og kveðjum hann með ljóðlínum, sem hann hélt mikið uppá. Þó að fornu björgin brotni bili himinn og þorni upp mar, allarsortnisólirnar, aldrei deyr, þótt alt um þrotni, endurminningþesssemvar. (Gr.T.). Minning: Andrés Þór Andrésson Fæddur 29. mars 1963 Dáinn 15. september 1985 Sú sorglega frétt barst okkur þriðjudaginn 17. september að vinur okkar og vinnufélagi, And- rés Þór, væri látinn. Erfitt er að sjá á bak svo góðum og traustum vini, sem var í blóma lífsins og virtist eiga allt lífið framundan. Andrés Þór Andrésson var fæddist 29. mars 1963, sonur hjón- anna Andrésar Andréssonar og Pálínu Björnsdóttur. Okkar kynni hófust í Vogaskóla og voru þau mjög ánægjuleg allt fram á síð- asta dag. Hann var mikið í félags- lífi, meðal annars liðtækur leikari, söngvari, hljóðfæraleikari og grín- isti svo eitthvað sé nefnt. Hann var hjálpsamur við okkur félag- ana og alltaf var hægt að leita til hans um hjálp ef hann mögulega gat veitt hana. Andrés réðst til starfa hjá Sanitas haustið 1984 og var við útkeyrslu á öli og gosi fram á síðasta dag. Þar var hann góður starfsfélagi með góða kímnigáfu og gat alltaf séð björtu hliðarnar á öllum vandamálunum sem komu upp í starfi hans. Að lokum viljum við þakka fyrir þann tíma sem Andrés var á með- al okkar og vottum móður hans, Pálínu, og Rósu systur hans okkar dýpstu og innilegustu samúð. Siguróur Heimir og Gerður, Leifur, Vilborg, Hafþór og Linda, Jóhann Dagur og Soffía Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.