Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 17 Nýgræðingurinn er viðkvæmur og hjólför eins og hér má sjá geta verið mörg ár að gróa aftur upp. rikssonar er frá „frumbýlingsárun- um“ í Baldurshaga og því göfugri en aðrar. „Lionsbræður bera á- burð og fræ með aga- legum krafti sem þeir sá svo í Baldurshaga." Að veisluhöldum loknum var safnast saman við mikinn stein skammt frá skálanum en á steininn hefur verið festur skjöldur til minn- ingar um frumkvöðla ræktunarinn- ar í Baldurshaga. Séra Ólafur Skúlason, sem er félagi í Baldri, blessaði steininn og minntist látinna Baldursfélaga með nokkrum orðum. Hann sagði einnig að í Baldurshaga væru menn vitni að einu þeirra mörgu kraftaverka náttúrunnar sem alltaf væru að gerast í kringum okkur og við gætum öll séð ef við aðeins opnuð- um augun. Síðan lýsti nýkjörinn formaður Baldurs, Olafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri, í stuttu máli starf- inu á staðnum allt frá 1962 og þakkaði ótaldar vinnustundir og fjárframlög sem einstakir klúbb- félagar hafa lagt fram, sömuleiðis aðstoð Landgræðslunnar. Allt skógi vaxið til forna? Dr. Sturla Friðriksson sagði nú frá fyrstu ferðum Baldursmanna á staðinn, lýsti gróðurfari eins og það var þegar ræktunin hófst og þróun- inni undanfama tvo áratugi. Síðan 1967 hefur Sturla mælt gróðurfar árlega á spildunni. Að- ferðin er sú að settar eru niður stikur, um fet að lengd, í beina línu, alls tvö hundruð metra vegalengd, með tíu metra millibili. Við mæling- una er ferhymdur trérammi, 50 sm á hvom veg, lagður á jörðina þann- ig að stikan sé í miðju og ramminn homréttur á beinu línuna áður- nefndu. Síðan er plöntufjöldinn innan trérammans talinn nákvæm- lega og útbreiðsla hverrar tegundar. Með samanburði við talningu fyrri ára er hægt að fylgjast með þróun einstakra tegunda og breytingu á gróðurhulunni í heild, þ.e. hvemig gróðurinn nær smátt og smátt yfir- höndinni. Samkvæmt niðurstöðum mæling- anna hefur gróðurhulan nær þre- faldast á 19 ámm og þekur nú að meðaltali tæpa tvo þriðjuhluta yfir- borðsins. Grös og víðir, einkum loðvíðir, hylja liðlega helming svæð- isins. Víða er gróðurhulan samfelld en að sjálfsögðu em aðstæður nokk- uð mismunandi með tilliti til vinds, vatns og fleiri atriða. Tilraunir sem Baldursmenn eitt sinn gerðu til að planta birki og fum á spildunni mistókust en Sturla taldi rétt að gera tilraun til skóg- ræktar á ný þegar víðirinn væri orðinn hærri og þéttari, þá gæti hann skýlt græðlingunum fyrstu árin. Fraeðilega taldi hann ekkert því til fyrirstöðu að skógur gæti þrifist þama og benti á að í Fróðár- dal og Karlsdrætti skammt frá, þar sem nokkuð skýlla væri en í Svartár- torfum, væm nokkrar leifar af birkikjarri og hæstu birkihríslurnar allt að tveir metrar að hæð. Á þess- um slóðum em líklega einhver hæstu skógarmörk á öllu landinu. Allur gróður þar er þó mjög á und- anhaldi vegna uppblásturs. Frá Svartártorfum grillir í síðustu gróð- urtorfumar sem enn halda velli við rætur Leggjabijóts handan Hvítár- vatns. Sturla benti einnig á að í ferða- bókum og öðmm gömlum heimild- um væri sagt frá því að fólk hafi stundað hvannatöku þama og senni- legt mætti telja að við landnám hafi allt svæðið verið skógi vaxið. Mikilvægasta skilyrðið fyrir því að veruleg breyting yrði til batnaðar á gróðurfarinu væri að friða og girða fyrir ágang sauðfjár. Lömb gegn ljónum Girðingin, sem reist var fyrir rúmum tveim áratugum, er orðin nokkuð lasleg en hefur reynst nokk- um veginn fjárheld. Gunnar Hauksson úr grasanefnd gat þess þó að Baldursmenn hefðu undan- farin sumur ailtaf þurft að reka sömu svörtu ána með lambi eða lömbum burt af spildunni en ekki hefði þeim tekist að fínna inngöngu- leið Surtlu. Að sögn dr. Sturlu er jarðvegur á Kili víða orðinn rýr og fátækur af fijómagni eftir aldagamla ofbeit. Þrátt fyrir algjöra friðun getur það tekið hann alllangan tíma að jafna sig, jafnvel mörg ár. Lækningin verður fyrir tilstuðlan flókinnar víxlverkunar margra þátta og má nefna örverugróður, fijósemi jarð- vegsins og æðri plöntutegundir á svæðinu. I reynd vita menn ekki ávallt nákvæmlega hvað hefur gerst þegar tijágróður skyndilega nær að dafna eftir að fyrri tilraunir hafa mistekist. Einn grasanefndarmanna, Har- aldur Þórðarson, sýndi blaðamanni hvemig Baldursmönnum hafði tek- ist að rækta upp fjölmörg rofabörð, einkum við Svartá, sem kemur upp í Svartárbotnum og rennur um Bald- urshaga í Hvítárvatn. Fyrir neðan há rofabörð verður oft mikið jarð- rask. Þegar leysingavatn fellur niður úr barðinu geta myndast straumhvirflar fyrir neðan barðið og vatnið grefur sér holrúm langt undir grassvörðinn. Fyrr eða siðar kemur að því að stór gróðurtorfa fellur niður í holrúmið og sáum við mörg dæmi þess. Með því að festa þéttriðin net fyrir rofabörðin, bera í þau tilbúinn áburð eða loðnu, fyrir utan grasfræ, hefur tekist að græða þama mörg jarðvegssárin. Svört loðnunet hafa reynst sérlega heppileg til þessara hluta., þau drekka í sig mikinn hita og undir þeim getur myndast sér- stakt, hlýtt „loftslag" sem hentar nýgræðingnum vel. Ef spímn heppnast vel lokast barðið yfirleitt á þrem ámm. Haraldur sagði að ferðafólk mætti að vísu skoða nýræktina í Baldurshaga en gæta þyrfti mikillar varúðar þar sem gróðurinn þyldi illa átroðslu. Bílaumferð annarra en Baldursfélaga er bönnuð. Hann sagðist eiga sér þann draum að Kjölur allur yrði friðaður og gerður að stómm þjóðgarði svo að fáar og dreifðar gróðurperlur svæðisins fæm ekki forgörðum. Minningar og framtíðarsýn Hjónin Geir og Kristín Fenger tóku þátt í fyrstu fjölskyiduferðun- um í Baldurshaga. Gróðurvemd hafði ekki verið þeim neitt sérstakt áhugamál áður en þau ákváðu samt að kynnast þessu af eigin raun. Þegar fmmkvöðlamir komu að gömlu brúnni sem þá var yfir Hvítá urðu allir að stfga út úr rútunni meðan henni var ekið yfír þar eð varlegt þótti að treysta á hrörlega brúna. Oft var rysjótt veður þama uppi á reginfjöllum og jafnvel nauð- synlegt að treysta tjaldhælana með gijóti. í þessari fyrstu ferð hafði dr. Sturlá meðferðis trérammann sem áður var lýst og segjast þau hjón ennþá muna hve fáar og vesaldar- legar þeim þóttu plöntumar í fyrsta rammanum sem talið var í. „Strax næsta sumar sáum við samt nokkum mun og sannfærð- umst um að ekki hafði verið erfiðað til einskis. Það sem ef til vill skiptir mestu máli em þau ómetanlegu áhrif sem það hefur á böm og ungl- inga að taka þátt í svona starfi, komast í nána snertingu við náttúr- una og vinna með fullorðnum að sameiginlegu takmarki," sagði Geir að lokum. Þegar degi tók að halla kvöddum við Baldurshaga og ókum í einum áfanga til Valhallar á Þingvöllum þar sem m.a. var snætt dýrindis fjallalamb sem vonandi var saklaust af spellvirkjum í Baldurshaga á sinni stuttu ævi. í lok ferðarinnar upplýsti Þór- hallur Arason, annar umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á íslandi, að hann myndi á þessu ári leggja fram tillögu um að unnið yrði skipulega að því að allir klúbbamir í umdæm- inu, einn eða fleiri í sameiningu, gróðursettu hæfílega stóran tijá- lund á svæði sínu. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði í samtali við blaðamann að Landgræðslan reyndi alltaf að leggja áhugamannafélögum til áburð, grasfræ og girðingarefni þar sem þess væri þörf. Hann sagði spildur þeirra Lionsmanna þær einu uppi á hálendinu og sagðist vona að dugnaður þeirra yrði öðram til eftirbreytni. Á láglendi væra all- mörg svæði þar sem ýmis félög ynnu að margs konar uppgræðslu, oft í samvinnu við samtökin Land- vemd og Landgræðslu ríkisins. ALPRÓFÍLAR OG TENGISTYKKI Álsamsetningarkerfið frá system Standex býður upp á marga möguleika og hentar t.d. í INNRÉTTINGAR AFGREIÐSLUBORÐ HILLUR ÚTSTILLINGAR o.fl. Önnumst sérsmíði eða sögum niður eftir máli. systeni standex ogpDígj Siðumúla 32. Simi 38000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.