Morgunblaðið - 14.02.1987, Side 38

Morgunblaðið - 14.02.1987, Side 38
4*»| * • • 1 <_•!«(t fv ..‘{r 38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Laus staða Efnatæknifræðing- ar — efnafræðingar Óskum eftir að ráða efnatæknifræðing eða efnafræðing sem yfirmann litrófs-efnagrein- ingarsviðs rannsóknastofu okkar. Við leitum eftir ungum og framtakssömum manni með grundvallarþekkingu á sviði lit- rófs-efnagreiningar og tölvustýrðum búnaði. Starfið felst í þróun efnagreiningarforrita og umsjón með daglegum rekstri mjög fullkom- ins efnagreiningarbúnaðar. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bóka- búð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist eigi síðar en 25. febrú- ar 1987 í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. Sölumaður Óskum eftir sölumanni (konu) til að annast kynningu og sölu á “Gas-vörum“ (Camping) í heildsölu. Viðkomandi þarf að hafa bifreið til umráða. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Sölumaður 1779“. Markaðsþjónustan, pósthólf 5511, Skipholti 19, 105 Reykjavík. Laus er til umsóknar við Kennaraháskóla íslands staða dósents í uppeldisgreinum. Meginverkefni væntanlegs dósents er kennsla og rannsóknir á sviði sérkennslu- fræða. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 12. febrúar 1987. Vestmannaeyjar — f iskvinna Óskum eftir fólki í loðnu og fiskpökkun. Mikil vinna framundan. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 98-2254 og 98-2255. Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum. Hárgreiðslusvein eða meistara vantar strax á Hárgreiðslustofuna á Hótel Sögu. Góð laun fyrir góðan starfskraft. Upplýsingar í síma 21690 og 18568. Laghentur og vandvirkur maður óskast til starfa sem fyrst við ísetningu ökumæla í dieselbíla o. fl. Tilboð merkt: „Vandvirkur — 5109“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. febrúar. Rafvirkjar athugið! Vana menn vantar út á land. Upplýsingar í síma 94-2609 á daginn og 94-2601 á kvöldin. Laus staða Staða framkvæmdastjóra við fóðurstöðina Loðmund hf., Egilsstöðum, er laus til um- sóknar frá og með 1. mars nk. Allar upplýsingar veitir Karl Jóhannsson í síma 97-3859 á daginn og 97-1966 á kvöldin. Loðmundurhf., Egilsstöðum. Innheimta bókhald Óskum eftir ráðsettri konu (karli) (aldur 40—70) í starf fyrir hádegi við innheimtu og bókhald. Viðkomandi þarf að hafa bifreið. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „l.b 1780". Markaðsþjónustan, pósthólf5511, Skipholti 19, 105 Reykjavík. raðáuglýsingar raöauglýsingar raðauglýsingar Heilsugæslustöð á Húsavík Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera spennistöð og bílageymslu nálægt sjúkra- húsinu á Húsavík. Húsið er 2 hæðir, nálægt 93 fm að grunn- fleti. Verkinu skal að fullu lokið 15. okt. 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og hjá Tækniþjónustunni hf. á Húsavík gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju- daginn 3. mars 1987, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Setningartölva óskast til kaups. Fjarðarprent sf., Hafnariirði. Sími 51714. húsnæöi óskast Verslunarhúsnæði fyrir gjafavöru- og húsgagnaverslun ca. 70- 100 fm. óskast til leigu í Reykjavík. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. febrúar merkt: „B — 2087“. Lítil íbúð óskast Þrítug kona með 8 ára gamlan rólyndan dreng óskar eftir íbúð sem fyrst í ca 3-4 mánuði með eða án húsgagna. Algjörri reglu- semi heitið. Upplýsingar í síma 13276. ■ ■ Oldrunarráð íslands Tvær námsstefnur Námsstefna í öldrunarþjónustu föstudaginn 27. febr. í Hrafnistu, Hafnarfirði. Fjallað verður um: Mannleg samskipti. Samvinna og samstarf. Félagsstarf og þjónusta. Viðhorf til aldraðra. Markmið og leiðir, stefna og framtíð. Námsstefnan er einkum ætluð starfsmönn- um á dvalarstofnunum og í félags- og tómstundastarfi aldraðra. Leiðbeinendur: Sævar Berg Guðbergsson og Þórir S. Guðbergsson. Námsstefna um geðheilsu aldraðra föstudaginn 13. mars í Borgartúni 6, Reykjavík. Námsstefnan er einkum ætluð starfsfólki á dvalarstofnunum og í heilsugæslu aldraðra. Námsstefnan er haldin í samvinnu við Sál- fræðingafélag íslands. Báðar námsstefnurnar hefjast kl. 9.00 f.h. og lýkur kl. 17.00. Nánari upplýsingar gefur sr. Gylfi Jónsson í síma 23620. Auglýsing um sjúkraflutninga Sett hefur verið reglugerð um sjúkraflutninga nr. 503 frá 18. nóvember 1987. Skv. ákvæði reglugerðarinnar ber þeim sem annast sjúkraflutninga að sækja um leyfi til áfram- haldandi starfsemi innan þriggja mánaða frá gildistöku reglugerðarinnar. Umsóknir sendist skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 22. mars 1987. Landiæknir. Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- ráðs og endurskoðenda í Verslunarmanna- félagi Hafnarfjarðar fyrir árið 1987. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félags- ins á Strandgötu 33, 2. hæð, eigi síðar en kl. 12.00, þriðjudaginn 17. febrúar 1987. Stjórnin. Verslunarhúsnæði við Laugaveg (Hlemm) Til leigu er ca. 90 fm. verslunarhúsnæði. Laust strax. Upplýsingar í síma 82128.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.