Morgunblaðið - 14.02.1987, Page 61

Morgunblaðið - 14.02.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 61 IÞROTTIR UNGLINGA r • Besti maður mótsins, Matthías Friðriksson, brýst hér inn fyrir varnir andstæðingsins og vinnur stig. Morgunblaöið/RAX Unglingameistaramót íslands í karate 1987: Mikil gróska í unglingastarfinu FYRSTA unglingameistara- mótið í karate var haldið laugardaginn 7. febrúar síðastliðinn í íþróttahúsi Seljaskóla. Keppendur voru yfir 100 úr 8 félögum og sýnir það svo ekki verður um villst að mikil gróska er í unglinga- starfi hjá mörgum karatefé- lögum. Mótið fór vel fram, en dróst þó nokkuð á langinn enda fjölmennasta karatemót sem haldið hefur verið. Breiddin á mótinu var mikil og dreifðust verðlaun mjög jafnt milli félaga en við því hafði ekki verið búist fyrir mó- tið. Stjarnan og Þórshamar, sem hafa verið meðal sterk- ustu unglingasveita undanfar- in ár, náðu ekki eins góðum árangri og búist hafði verið við. Karatefélag Reykjavíkur stóð sig mjög vel á mótinu og eins vöktu athygli lið Hvolsvell- inga og Breiðabliks, en Blikinn Matthías Friðriksson var mað- ur mótsins. Hann sigraði í kumite og varð annar í kata. Unnar Snær Bjarnason KFR hlaut tvö gull í kata barna og hópkata og sýndi það og sann- aði að menn þurfa ekki að vera orðnir mjög gamlir til að hafa náð mikilli færni í íþróttinni. Skemmtilegan svip á mótið setti hve margir áhorfendur voru á því eða um 200. Ekki þarf að fjölyrða um hve mikill stuðningur það er ungu íþróttafólki þegar íþróttaiðkun þeirra er sýndur slíkur áhugi. Aðaldómarar mótsins voru þeir Atli Erlendsson og Karl Gauti Hjaltason. MorgunblaóiÖ/RAX • Það er ekkert gefið eftir f karate eins og sést á þessari mynd, þó eru slys ekki algeng einda strang- ar reglur í íþróttinni. MorgunblaÖlð/RAX Margur er knár þó hann sé...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.