Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 11

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 11
0* 11 ____ MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987__ Metsölutímaritið er komið út ■. - ■ _■ > „Ég var valinn" nefnist einstakt viðtal Mannlífs við Einar Jónsson á Einarsstöðum, frægasta læknamiðil íslendinga, sem á þrjátíu ára ferli hjálpaði tugþúsundum manna um allan heim. Viðtal þetta er hið síðasta sem tekið var við Einar á Einarsstöðum. Það fór fram rúmum mánuði fyrir andlát hans í síðustu viku, en birt- ist nú með samþykki aðstandenda. Jafnframt ræðir Mannlíf við tvo aðra læknamiðla, þau Guðmund Mýrdal og Unni Guöjónsdóttur, sem nú halda áfram því starfi að vera tengiliðir fram- liðinna lækna og lifandi sjúklinga. Sýning sænska þjóðleikhússins á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness í söngleiksgerð Hans Alfredson hefur vakið mikla forvitni hérlendis. í viðtölum við Mannlff segja höfundur leik- gerðarinnar Hans Alfredson og aðalleikonan Lena Nyman, sem flestir þekkja fyrir leik sinn í hinum „djörfu" myndum Ég er forvitin gul og blá, frá verkinu og sjálfum sér. Þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta er komin í fremstu röð kvikmyndagerðar- manna í heiminum. í einkaviötali við Mannlíf segir hún frá ást sinni á kvikmyndum, körlum, konum, — og íslandi. „Góðæri" er hugtak sem hent hefur verið á lofti í stjórnmálaumræðu vetrar- ins og verður án efa áberandi í þeirri kosningabaráttu sem nú fer í hönd. í fróðlegri grein, sem nefnist Draumar faraós fjallar Sigurður Snævarr, hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun, um þetta hugtak og spáir í það hvort unnt sé og æskilegt að hafa stjórn á „góðæri" til frambúðar. Erótík er stundum ruglað saman við klám. Nakinn líkama er unnt að túlka í mynd á fjölmargan hátt. Á Ijósmyndasíðum glímir annar af Ijósmyndurum Mannlífs, Gunnar Gunnarsson, við það viðkvæma Ijósmyndaform sem erótískar myndir eru og við birtum myndir hans af fyrirsætunum Dröfn Jóns- dóttur, Nanette, Hrafni Friðbjörns- syni og Vilborgu Halldórsdóttur, ásamt Ijóðum sem eitt af yngri Ijóðskáldunum, Bragi Ólafsson orti við þær. VERÐ kr. 299 tínkQviótö! Mq nnlffs Hcins Alfredsön tsna Nyman’ Margarethe von Trofta Spáð í góðœrið Mk í Ijósmyndum Sfuðmaðurinn sem hvarf Allir kannast við hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna og Stuðmenn, sem báðar eru mikilvægar stærðir í íslensku popptónlist- arlífi. Sigurður Bjóla var lykilmaður í báðum þessum sveitum á sínum tíma, einkum þeirri fyrrnefndu, en fyrir allmörgum árum dró hann sig út úr sviðsljósinu. I skemmti- legu viðtali rifjar Sigurður Bjóla upp gamla tíma og rýnir í nýja. Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í íslenskum stjórnmálum í vetur en þeir atburðir sem leiddu til þess að Stefán Benediktsson, alþingismaður, ákvað að hætta við þátttöku í prófkjöri Alþýöu- flokksins í Reykjavík og draga sig í hlé frá stjórnmálum. í viðtali viö Mannlíf, sem án efa á eftir að verða mikiö umtal- að gerir, Stefán Benediktsson upp stjórn- málaferil sinn og Bandalags jafnaðar- manna, hreyfingarinnar sem Vilmundur Gylfason stofnaði og leystist smám sam- an upp á einu kjörtímabili. Hann fjallar um brottför sína úr stjórnmálunum sem telja verður pólitíska aftöku sem á sér engin fordæmi á íslandi. MeAal fjölmargs annars efnls: Forvitnileg grein um vanda íslenska dómkerfisins og Hæstarétt íslands, sem undanfarið hefur æ meir verið kallaður til að skipa „dóm- nefndir" í pólitískum hitamálum og umdeilt hefur orðið; sagt er frá vinsælustu leiksýningunni i London, Les Liai- sones Dangereuses og aðalleikarinn, Alan Rickman, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum um the Barchester Chronicles, segir Mannlifi frá lífi sinu og list; grein er um nýlegan landvinning kvenna á vinnu- markaönum, þar sem eru kvenleigubílstjórar og fjallað um þróunina í hasarblaöasögum og rætt við Alan Moore, höfund hasarblaðasagna. Mannlít\ metsölutímarit. Áskriftarsími: 91-687474.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.