Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 ísrael: Místök eínkenndu með- f erð Pollard-málsins Tel Aviv, Reuter. ISRAELSKIR leiðtogar gerðu mörg mistök, sem urðu til að auka enn á það tjón, sem njósnamál Jonathans Pollard hefur valdið á samskiptum Bandaríkjanna og Israels. Var þetta haft eftir háttsettum heimildarmönnum á sviði sjórn- mála og varnarmála í Israel í gær. Þessi mistök fólust m. a. í því að villa um fyrir Bandaríkjamönnum en umbuna þeim Israelum, sem stóðu að baki Pollard. „Eftir að upp komst um Poll- ard, voru hver mistökin af öðrum gerð í tómri skyndihræðslu," sagði embættismaður einn í ísrelska vamarmálaráðuneytinu ennfremur og Isser Harel, sem um langt skeið var yfirmaður „Mossad", leyniþjónustu ísraels, komst svo að orði: „Ef nokkm sinni var þörf á því að skipa rann- sóknamefnd í einu máli, þá er það nú.“ Yitzhak Rabin varnarmálaráð- herra bar í fyrradag opinberlega fram afsökun við bandarísk stjórnvöld vegna þess, sem hann nefndi „óleyfílegar aðgerðir" og hét því, að ísrael myndi aldrei framar njósna um sitt nánasta bandalagsríki. Talið er þó, að bæði Rabin, Yitzhak Shamir forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráð- herra séu mjög hikandi við að grípa til aðgerða gegn þeim ísra- elum, sem flæktir eru í málið, enda njóta þeir síðastnefndu vemdar áhrifamikilla aðila á vett- vangi ísraelskra stjómmála. Pollard, sem er 32 ára gamall og starfaði fyrir bandaríska flot- ann, var í vikunni dæmdur í ævilangt fangelsi af dómstóli í Washington, eftir að hann hafði játað að hafa látið mörg hundruð bandarísk leyniskjöl varðandi hernaðarmátt Sovétríkjanna og Arabaríkjanna í hendur Israelum. Shultz ræddi við Chun og Nakasone Reuter Tókýó, Reuter. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom við i Suður-Kóreu og Japan í gær, á heimleið úr sex daga opinberri heimsókn til Kína. Ræddi hann við Chun Doo Hwan, forseta Suður-Kóreu, í Seoul og Yasuhiro Naka- sone, forsætisráðherra Japan, í Tókýó. Shultz ræddi einkum um fyrir- hugaðar pólitískar umbætur í Olían hækkar London, Reuter. VERÐ á olíu á frjálsum mark- aði hækkaði enn í gær, föstudag, og nálgast nú 18 dollara tunnan. Hefur það ekki verið hærra í mánuð. Þannig kostaði hver tunna af Brentsvæðinu í Norðursjó 17,55 dollara í gær á olíu, sem afhenda á í apríl og var það 30 sentum hærra en síðdegis daginn áður. Rilwanu Lukman, olíumálaráð- herra Nígeríu og forseti OPEC, hefur látið hafa eftir sér, að sum aðildarríki OPEC sættu nú mikl- um mótþróa á meðal kaupenda, sem ekki vildu sætta sig við hækkað verð. Þessi OPEC-ríki hefðu samt ákveðið að láta hvergi undan og neituðu að lækka verðið, hvort sem það væri gert í formi aukins afslátt- ar eða með öðrum hætti. Suður-Kóreu á hádegisverðar- fundi með Chun. Lagði Shultz að forsetanum að hnútana að ganga til samninga við stjórnar- andstöðuna um fyrirkomulag á forsetakjöri svo að þjóðin verði sátt við væntanlegan arftaka hans. Stjórnarandstaðan í Suður- Kóreu hefur krafizt þess að forseti verði kosinn beinni kosn- ingu, en því er Chun andvígur. Chun mun þó hafa tjáð Shultz að vænta mætti þess að sæzt yrði á málamiðlun í deilunni. Shultz kvaðst ánægður með við- ræðurnar við Chun og bjartsýnn á að lausn fyndist í deilunni. í Japan ræddu Shutlz og Naka- sone einkum og sér í lagi um viðskiptamál og þá einkum við- skipti Bandaríkjanna og Japan. Lagði Shultz áherzlu á að Japan- ir ykju kaup á vörum og þjónustu frá Bandaríkjunum. Hagnaður Japana af viðskiptum við Banda- ríkin nam 50 milljörðum dollara í árslok. Vill Bandaríkjastjórn að meiri jöfnuður komist á í þeim efnum. Synir Knuts Frydenlund, þeir Thomas, Jens og Hans Jakob, flytja minningarræðu um föður sinn í dómkirkjunni i Osló í gær. Útför Knuts Frydenlund r~\n I n Dn..4 am Osló, Reuter. FJÖLMARGIR stjórnmálaleið- togar voru viðstaddir útför Knuts Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, sem fram fór frá dóm- kirkjunni í Osló í gær. Tæplega 700 manns voru við- staddir athöfnina, þeirra á meðal Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra og starfsbræður hans á hinum Norðurlöndunum. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, flutti ávaip og sagði m.a. að Frydenlund hefði unnið ómetanlegt starf í þágu friðar og aukins skilnings þjóða í millum. Frydenlund hafði gegnt emb- ætti utanríkisráðherra um átta ára skeið. Hann fékk heilablóðfall á Fomebu flugvelli í Osló á mið- vikudag í síðustu viku og lést sólarhring síðar. Hann var 59 ára að aldri. Uggur í Vestur-Evrópu: Veikir íransmálið samnings- stöðu Reagans gagnvart Rússum? London, Reuter. FJÖLDI fólks í Vestur-Evrópu er talinn efast um það, að Reag- an Bandaríkjaforseta hafi með sjónvarpsræðu sinni um vopna- sölumálið tekizt að endurvekja traust sitt og áhrif þrátt fyrir þær vonir margra rikisstjórna i Vestur-Evrópu, að þetta mál sé úr sögunni og heyri nú fortíðinni til. Bonn: Sovéskur sjónvarpsmað- ur flýr til Bandaríkjanna Fréttaskýrendur í mörgum höf- uðborgum Vestur-Evrópu hafa undanfarna daga horft á þetta mál frá þeim sjónarhóli, hvaða áhrif það geti haft á samningauviðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um afvopnun og þá einkum, hvað varðar útrýmingu meðaldrægra eld- flauga í Evrópu. Opinberlega styðja ríkisstjórnir ailra aðildarríkja NATO Banda- ríkjastjóm en þeir eru til, fyrst og fremst utan stjórna, sem halda því fram, að þessar viðræður geti leitt til þess, að Vestur-Evrópa standi eftir hættulega berskjölduð og að uppnámið út af íransmálinu hafi valdið því, að Reagan hafi nú veik- ari samningsaðstöðu gagnvart Sovétríkjunum en áður. „Evrópumenn óttast, að vegna þess hve Réagan hefur nú mikla þörf á einhvers konar samkomulagi til þess að bæta upp það álit, sem hann hefur misst, þá kunni hann að ganga of langt,“ sagði Sir Ant- hony Kershow, formaður utanríkis- málanefndar neðri málstofu brezka þingsins í gær, en hann tilheyrir Ihaldsflokknum. Bonn. Reuter. SOVÉSKUR sjónvarpsmynda- tökumaður, sem var við störf í Bonn í Vestur-Þýskalandi, er horfinn. Að sögn heimildar- manna innan vestur-þýsku öryggislögreglunnar flúði mað- urinn til Bandarikjanna. Talsmaður sovéska sendiráðsins í Bonn staðfesti, að maðurinn, sem heitir Vladimir Kovnat, hefði ekki látið vita af sér í nærri vikutíma. Talsmaðurinn sagði, að lagt yrði að yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi að finna manninn. Talsmaður vestur-þýska utanrík- isráðuneytisins kvað beiðni hafa borist frá sovéskum embættismönn- um um, að Kovnat yrði leitað, svo og eiginkonu hans, en ráðuneytið hefði ekki minnstu hugmynd um, hvar þau væru niður komin. Heimildannenn innan öryggis- lögreglunnar sögðu, að Kovnat hefði beðið um pólitískt hæli í Bandaríkjunum og gengist undir yfirheyrslu hjá embættismönnum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Dagblaðið Bild hafði eftir starfs- mönnum öryggisþjónustunnar, að Kovnat hefði verið tvöfaldur í roð- inu og njósnað fyrir Bandaríkja- menn. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars var óstöðugt í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði brezka pundið 1,5885 dollara í London (1,5775), en annars var gengi doll- arins þannig, að fyrir hann fengust 1,8375 vestur-þýzk mörk (1,8315), 1,5485 svissneskir frankar (1,5437), 6,1200 franskir frankar (6,0950), 2,0775 hollenzk gyllini (2,0795), 1.304,50 ítalskar lírur (1.308,75), 1,3323 kanadískir doll- arar (1,3342) og 153,60 jen (153,00). Gull lækkaði og kostaði hver únsa 407,00 dollara (411,00).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.