Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 33 Mikhail Shirman látinn: Læknir hans kennir Sovétmönnum um Tel Aviv, AP, Reuter. GYÐINGURINN Mikhail Shirman, sem varð fórnarlamb pólitískra átaka milli austurs og vesturs, lét í gser lifið á sjúkrahúsi, að því er læknir hans, Alan Bereby, sagði. Shirman var með hvítblæði og var eina von hans að fá beinmerg úr systkini. Bereby sagði í gær að Shirman væri likast til enn á lífi ef systur hans, Inessu Fleurovu, hefði verið leyft að fara frá Sov- étríkjunum í tæka tíð. „Ef við hefðum getað gert aðgerðina í apríl í fyrra, hefðu lífslíkur hans verið 50 prósent. Þegar við loks gátum skorið hann upp í janúar á þessu ári var Shirman orðinn svo veikur að hann gat ekki gert sér miklar vonir um að lifa af,“ sagði Bereby. Shirman lést í Kaplan-sjúkrahúsi í Tel Aviv og var fjölskylda hans hjá honum við banastundinni, sagði Bereby. Að hans sögn náði Shirman sér aldrei eftir beinmergsaðgerð fyrir tveimur mánuðum. „Undanfarnar vikur hafði Shirman þjáðst af nýrna- sjúkdómi og hrakandi sjón. Einnig lagaði beinmergurinn, sem græddur var í Shirman sig ekki að sjúklingn- um,“ sagði Bereby í útvarpsviðtali. Shirman flutti frá Sovétríkjunum til ísraels árið 1980. í október 1985 komst hann að því að hann væri haldinn hvítblæði. Læknar mæltu með því að græddur yrði í hann bein- mergur. Fleurova, systir hans, sótti þá um brottfararleyfi, en fékk ekki að fara fyrr en í nóvember, þrátt fyrir alþjóðlega herferð. Shirman kom til Reykjavíkur þegar leiðtogafundur- inn var haldinn til að beijast fyrir því að systir hans fengi að fara og sagði hann þá að Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokks- ins, væri „morðingi". Jafntefli í fimmtu skákinni Linares, Reuter. FIMMTU skákinni í einvígi þeirra Anatolys Karpov og Andreis Sok- olov, sem tefld var á fimmtudag, lauk með jafntefli eftir 38 leiki. Staðan í einvíginu nú, er tefldar hafa verið 5 skákir, er þannig, að Karpov er með 3 vinninga en Sok- olov með 2. Skákin tefldist eins framan að og þriðja skákin, sem tefld var sl. laugar- dag. í 7. leik breytti þó Karpov, sem tefldi á svart, út af og virtist það koma Sokolov talsvert á óvart, því að hann hugsaði sig um í 20 mínút- ur, unz hann lék leik, sem var nýjung í stöðunni. Drottningaskipti urðu svo skömmu síðar og skákin virtist jafn- teflisleg. Sömdu þeir síðan um jafntefli eftir 38 leiki. Sjötta skák einvígisins verður tefld í dag og hefur Karpov þá hvítt. Reuter Brezkur hermaður skoðar áætlun almenningsvagna fyrir utan brezka hersjúkrahúsið í Vestur-Berlín. Striðsglæpamaðurinn og nasistafor- inginn Rudolf Hess, sem er 92 ára, var lagður inn á sjúkrahúsið um helgina og er hann sagður þjakaður af lungnabólgu. Hess þjáist úr lungnabólgu Berlín, AP. RUDOLF Hess hefur verið flutt- ur á brezkt hersjúkrahús í Vestur-Berlín og þjáist hann af lungnabólgu, að sögn Alfreds Seidl, lögfræðings Hess-fjölskyl- dunnar. Hess er eini núlifandi nasistaleið- toginn sem situr í fangelsi. Hann var hægiá hönd Adolfs Hitlers, nas- istaleiðtoga. Hess er 92 ára gamall og hefur hann verið eini fangi Spandau-fengelsisins í Vestur- Berlín í áratugi. Að sögn lækna stafar öldruðum jafnan mikil hætta af lungnabólgu. Bandarískur herlæknir sagði að stundum væri talað um lungna- bólgu sem „bezta vin gamla mannsins" því hún bindur venjulega endi á þrautir aldraðra. Níræðir væru í mun meiri hættu en fimm- tugir eða sjötugir og því væri ástæða til að óttast um líf Hess, ef hann væri með slæma lungna- bólgu. Talsmaður brezku ræðismanns- skrifstofunnar í Berlín sagði að Hess hefði verið fluttur í sjúkrahús- ið á sunnudag. Neitaði hann að staðfesta hvað amaði að Hess og sagði aðeins að hann hefði verið lagður inn til rannsóknar. IlQlCi Reuter KREFJAST STYTTRIVINNUVIKU Iðnaðarmenn í Gelsenkirchen í Vestur-Þýska- landi fóru í gær í tveggja klukkustunda verkfall til að þrýsta á að kröfum þeirra um 35 klukku- stunda vinnuviku verði sinnt, að því er talsmenn stéttarfélaga og og fyrirtækja sögðu. Stéttarfé- lag verkamanna í málmiðnaði (IG Metall) sagði að 2100 manns frá sextán verksmiðjum hefðu tekið þátt í vinnustöðvuninni og bætti talsmaður þess við að búast mætti við skæruverkföllum um allt Þýskaland á mánudag. IG Metall fer fram á að vinnuvikan verði stytt um 3,5 klukkstundir og fimm prósenta launahækkun í samningum, sem nú standa yfir. Um fimmtán hundruð manns komu saman til að berjast fyrir styttri vinnuviku í Frankfurt og var myndin af hettuklæddu mönn unum tekin þar. Stéttarfélagið stöðvaði alla bifreiðaframleiðslu í sjö vikur árið 1984 til þess að knýja fram styttri vinnuviku. Ratsjárstöðin í Thule: Þingmenn sammála Uffe Ellemann Jensen Kaupmannahöfn, frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL meirihluti danskra þing- manna lýsti á fimmtudag yfir fullum stuðningi við það sjónar- mið Uffe Ellemann Jensens utanríkisráðherra að bygging nýrrar bandarískrar ratsjár- stöðvar í Thule á Grænlandi bijóti ekki i bága við ABM- samning risaveldanna frá árinu 1972. Vinstri flokkarnir tveir, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Sósíalíski þjóð- arflokkurinn, höfðu gagnrýnt fyrir- hugaða byggingu ratsjárstöðvar- innar þar eð hún væri í andstöðu við sáttmálann sem kveður á um takmarkanir varnarkerfa á jörðu niðri. Þrátt fyrir að meirihluti næðist um sjónarmið utanríkisráðherrans var samþykkt tillaga frá Jafnaðar- mönnum þar sem ríkisstjómin er skylduð til að tryggja að ratsjár- stöðin verði ekki notuð sem liður í geimvarnaráætlun Bandaríkja- stjórnar. Þá er stjórnvöldum gert að tryggja að þingheimur fái upp- lýsingar um umsvif Bandaríkja- manna á Grænlandi og beita sér fyrir því á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins að stórveldin nái samkomulagi um hina svonefndu „þröngu túlkun“ á ABM-samningn- um. Við f lytj u m í Síðumúla 8 Laugardaginn 7. mars nk. flytja verslunin Málarameistarinn og Heildverslun Þorsteins Gíslasonar, Nordsjö-umboðið á íslandi, sem verið hafa á Grensasvegi 50, í nýtt og betra húsnæði í Síðumúla 8, Reykjavík. Nordsjö-málningin og -lökk eru sænskar gæðavörur. Tintorama-litakerfið býður upp á þúsundir lita jafnt úti sem inni. Verið velkomin á nýja staðinn og sannfærist um að góð þjónusta getur orðið enn betri. Verslunin Málarameistarinn, Heildverslun Þorsteins Gíslasonar, Síðumúla 8, 108 Reykjavík. Símar 689045 og 84950.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.