Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 60

Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 fclk í fréttum Kabarett geislandi bræðraþeli Hin ýmsu andlit Tommy Hunts. Söngvararnir fjórir, talið frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir, Hemmi Gunn og Tommy Hunt. Bandaríski stórsöngvarinn Tommy Hunt stal hugum og hjörtum gesta á Þórskabarett, þeg- ar höfundur þessa pistils sótti Þórscafé heim föstudagskvöldið ! síðustu viku til að kanna, hvað í boði væri. Auk Tommys komu fram nokkrir af okkar bestu og þekkt- ustu skemmtikröftum, ásamt hljómsveitinni Santos og söng- konunni Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem sáu um dansmenntariðkun gesta. Fremur fámennt var í Þórs- café þetta kvöld. Tommy Hunt lét tamennið ekkert á sig fá, en eitt- livað virtist það draga úr íslenskum koilegum hans. Tekið var á móti gestum með kokteil, bláum að lit, uppistaðan vodka og Bols-Iíkjör. Þjónusta var öll til fyrirmyndar þarna um kvöld- ið; maturinn ágætur og snyrtilega framreiddur, þó ekkert nýtt eða sérlega spennandi væri á matseðlin- um. Þrír réttir voru bomir á borð. Fyrst var sjávarréttur, sem saman- stóð af skelfiski, mestmegnis rækjum. Þá var glóðað lambalæri og í eftirrétt blandaðir ferskir ávextir, bornir fram í súkkulaði- skál. Jarðarberin í eftirréttinum voru ljúffeng og komust nálægt því að vera spennandi, a.m.k. á þessum árstíma. Undir borðum og á meðan gestir dreyptu á kokteilnum léku þeir Hin- rik Bjarnason á gítar og Jón Möller á píanó. Léttir tónar hjálpuðu fólki að ná sér niður úr streitunni utan- dyra, enda augsýnilega margir sem mættu á svæðinu á síðustu stundu yfirhlaðnir verslunar- og umferðar- streitu, fylgifisks helgarinnar. Klukkan rétt rúmlega tíu skokk- aði Hemmi Gunn inn á sviðið og kynnti skemmtikrafta kvöldsins. Fyrstir á vettvang voru Omar Ragnarsson og Haukur Heiðar Ing- ólfsson píanóleikari. Ómar Ragn- arsson er og verður besti skemmtikraftur landsins í mínum huga og ekki er til sá skemmtikraft- ur, nema ef vera skyldi Laddi, sem ætíð hefur kallað fram einlægan hlátur minn. Ómar er sannkallaður sérfræðingur á þessu sviði, sem sagt óumdeilur meistari meistar- anna. I Þórskabarett, a.m.k. þetta föstudagskvöld, var Ómar skemmti- legur að venju, en oftast, eiginlega alltaf, hef ég heyrt honum takast betur upp. Þarna spilaði fámennið kannski inn í. Þeir félagar Ómar og Haukur Heiðar verða áfram hvað sem Þórskabarett líður - efst- ir á mínum lista yfir beztu skemmtikrafta landsins. Þá komu þau fram saman og sitt í hvoru lagi söngvaramir lands- þekktu Ragnar Bjarnason og Þuríður Sigurðardóttir. Ragga Bjarna þekkja allir og þarf ekki að kynna hann, en Þuríður hefur ekki sungið mikið opinberlega í nokkur ár. Gaman var að heyra Þuríði syngja lög af plötu sinni frá því fyrir einum og hálfum áratug, svo sem Iagið „Hvar er mín ást“. Hemmi Gunn sagði í kynningu sinni að Þuríður hefði aldrei verið betri, alla vega var gaman að heyra í henni á ný og þeim Ragnari saman. Eitt var svolítið mislukkað, en það var tilraun þeirra kammerat- anna, Ragga og Þuríðar, að segja brandara, sem fólst í atburði sem mér skyldist að hefði átt að gerast á ferð þeirra um landið með Sumar- gleðinni. Þau skemmtu sér svo vel við að segja „brandarann" að áhorf- endur heyrðu hann hreint ekki. Það var rétt í lokin að heyra mátti, milli hlátursoganna, - að stór fugl átti að vera floginn, en þ' a var „brandarinn" líka floginn fyrir ofan garð og neðan hjá viðstöddum. Bandaríski söngvarinn Tommy Hunt kom inn á sviðið með tilþrif- um, en Tommy hefur skemmt í gegnum tíðina með miirgum heims- frægum skemmtikröftum, enda var enginn viðvaningsbragur á fram- göngu hans. Frá Tommy geislaði jákvæðum straumum og hann heill- aði hreint alla áhorfendur til virkrar þátttöku, jafnt með sviðsframkomu sem góðum söng, - í anda Nat King Cole og fleiri þekktra „bræðra". Tommy fann sér fljótlega eftir að hann kom á sviðið „bróður" í hópi áhorfenda, sem hann ræddi síðan við annað slagið á milli at- riða. Hann útskýrði muninn á litarhætti þeirra á eftirfarandi hátt: „Eini munurinn á okkur er sá að hann er fæddur að degi til en ég á nóttu“. Þátttakendur kunnu vel að meta Tommy Hunt og fékk hann góðar viðtökur, sem og íslenskir félagar hans. Að sögn framkvæmdastjóra Þórscafés voru aðeins á milli 60-70 manns í hópi matargesta að þessu sinni. Eitt fannst mér jákvætt við fámennið, en það var að geta neytt góðs matar án þess að þurfa að innbyrða mikia reykjarsvælu með, enda nýhætt sjálf að spúa slíkri svælu yfir meðbræður og systur. Það kom mér því á óvart, að á meðan á skemmtiatriðunum stóð var heljarmiklum reyk, reyndar skaðlausum, dælt inn á sviðið úr þar til gerðri vél. Líklega er þetta gert vegna ljósabúnaðarins, en ég lái engum þótt hann hafi talið að verið væri að skapa „eðlilegar" kringumstæður fyrir skemmtikraft- ana. Hljómsveitina Santos og söng- konuna Guðrúnu Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir þeim sem sækja skemmtistaði borgarinnar, en hljómsveitin sér vissulega um að engum þurfi að leiðast, sem á annað borð vill skemmta sér og öðrum. Lagaval er fjölbreytt og í hléum er hljómplötum brugðið á grammófóninn. Eftir að opnað var inn á staðinn, að skemmtiatriðunum loknum, þurfti enginn lengur að kvarta yfir fámenni, því hvert sæti var skipað áður en varði. Það má segja um Þórscafé, að þar hljóti flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á neðri hæð er diskó- tek fyrir þá sem líkar betur sá háttur við tjáskipti í danslistinni. Þá er stór kostur að unnt að finna afdrep til að setjast niður og ræða saman, en á mörgum skemmtistöð- um er lífsins ómögulegt að tala við fólk, slíkur er hávaðinn frá hljóm- burðargræjum. í heild var þetta föstudagskvöld í Þórscafé góð skemmtan og fyrirtaks hvíld frá amstri hversdagsins og er öllum þeim sem hlut áttu að máli færðar kærar þakkir. Konungleg sigling að eru ekki margir konungar eftir í heiminum og þeir sem eftir eru eru yfirleitt valdalitlir eða valdalausir. Nokkrir lifa sem útlag- ar og vonast til þess að koma aftur heim og taka við völdum — í orði kveðnu að minnsta kosti. Fæstir þeirra eiga mikla mögulega á því, en þó sanna dæmi, eins og Jóhann Karl Spánarkonungur, að margt getur gerst í heimi stjórnmálanna og Jóhann Karl hefur einmitt tölu- vert meiri völd en nokkur hugði. Einn þeirra konunga, sem lítið hefur farið fyrir er Konstantín Grikkjakonungur. Hann berst ekki mikið á og lifir fremur kyrrlátu lífi. Meðfylgjandi mynd var tekin af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.