Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 15

Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 15 Samstarf sjálfstæðismanna getur aldrei orðið í tveimur f lokkum eftirFriðrík Sophusson Reynslan er ólygnust. Sjálfstæðismenn hafa ætíð stjómað Reykjavíkurborg, að einu lq'örtímabili undanskildu, sem Reykvíkingar minnast vegna óstjómar og upplausnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfestan í íslenskum stjómmálum. Það er ekki tilvilj- un, að ríkisstjóm hefur aldrei starfað heilt kjörtímabil hér á landi, nema þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í stjóm. Aldrei hafa flokkamir og flokksbrotin verið fleiri en nú. En þjóðin þarf ekki fleiri flokka. Þvert á móti er ástæða til að efla færri flokka til ábyrgðar. Flokkar, sem em stofnaðir utan um persónu eins manns og efna til framboðs án stefnu, eru ekki líklegir til að stuðla að festu og stöðugleika. Slíkir flokkar liðast í sundur, þegar á reynir. Sagan sýnir, að þeir hafa ekki dugað í stjómarsam- starfí. í kjörklefanum tökum við afstöðu til stjómmálaþróunar næstu ára. Með atkvæði okkar Fríðrik Sophusson leggjum við grunn að framtíð- inni. Ábyrgð okkar er því mikil. Viljum við kljúfa borgaraleg öfl og gefa vinstri flokkunum tæki- færi til að sundra okkur til frambúðar? Viljum við opna leið til að fella meirihluta sjálfstæð- ismanna í Reykjavík? Þessum spumingum hljótum við að svara neitandi. Málefnaleg samstaða okkar er meiri en svo, að við bjóðum hættunni heim. Samstarf sjálf- stæðismanna getur aldrei orðið í tveimur flokkum. Aðeins einn stór og stefnufastur Sjálfstæð- isflokkur er líklegur til að ná árangri. Við skulum ekki taka þátt í þeim ábyrgðarlausa glæfraleik að draga úr áhrifum Sjálfstæðisflokksins. Forsenda þess að komið verði í veg fyrir upplausn og stjórnarkreppu er, w að Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur og verði áfram stór og sterkur. Þetta segir reynslan okkur. Höfundur skipar 1. sæti á fram boðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Sinfóníuhljómsveitin með tónleika á laugardaginn Á FJÓRTÁNDU áskriftartón- leikum Sinf óníuhlj ómsveitar íslands á þessu starfsári á laug- ardaginn kemur, 25. apríl, verða flutt þijú verk: Eftir Hector Berlioz, Gustav Mahler og Oliver Kentish. Tónleikarnir verða að vanda i Háskólabíói og hefjast klukkan 14.30. Sljórnandi verður bandaríski hljómsveitarstjórinn Arthur Weisberg. Verkin sem flutt verða eru Kameval í Róm, forleikur, op. 9, eftir franska tónskáldið Hector Berlioz (1803—1869), Sinfónía nr. 5 í cís-moll eftir þýska tónskáldið Gustav Mahler (1860—1911) og Myrkraverk eftir breska tónskáldið Oliver Kentish. Oliver Kentish er breskur selló- leikari sem kom til starfa með Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1977 og hefur búið hér á landi síðan, lengst á Akureyri sem kenn- ari við Tónlistarskólann. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Kentish hefur frá unga aldri fengist við tónsmíðar. Myrkraverk var samið árið 1983 að ósk Roars Kvam, stjómanda Kammerblásarasveitar Tónlistar- skólans á Akureyri. Verkið var frumflutt á Akureyri vorið 1983, Oliver Kentish, tónskáld og selló- leikarí. en síðan hafa verið gerðar á því smávægilegar breytingar. Stjómandi tónleika Sinfóníunnar á laugardaginn kemur, Bandaríkja- maðurinn Arthur Weisberg, fæddist í New York árið 1931. Hann lauk prófi frá Julliard-skólanum í New York á fagott og var fagottleikari með mörgum viðurkenndum hljóm- sveitum og blásarakvintettum vestra. Á síðari ámm hefur hann í æ ríkari mæli snúið sér að hljóm- sveitarstjóm. Arthur Weisberg stjómaði fyrst á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands í mars 1985 og á þessu starfsári stendur hann oftar á stjómendapallinum en nokkur annar gestur sveitarinnar. kqsta](boda) á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.