Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 33 Háskóli á Akureyri: 3 sóttu um stöðu forstöðu- * Utvarp Norðurland hefst í næstuviku manns ÞRJÁR umsóknir bárust um starf forstöðumanns háskóla- kennslu á Akureyri og ein um brautarstjóra í iðnrekstrar- fræði og hjúkrunarfræði. Þeir sem sóttu um starf for- stöðumanns háskólakennslunnar voru Haraldur Bessason, prófess- or við íslenskudeild Manitobahá- skóla í Winnipeg, Hermann Óskarsson, kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri, og Stefán G. Jónsson, doktor í eðlis- fræði og kennari við Verkmennta- skólann á Akureyri. Ein umsókn barst um starf brautarstjóra og óskaði umsækj- andi nafnleyndar. Það er menntamálaráðherra sem skipar í þessar stöður. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gestur Einar Jónasson, útvarpsstjóri, reynir tækin í hljóðstofu nýju stöðvarinnar í gær. NÚ ER ijóst að Útvarp Norður- land hefur ekki útsendingar fyrr en eftir kosningar. Að sögn Gests Einars Jónassonar, útvarpsstjóra, er ástæðan sú að örbylgjusendir fæst ekki að iáni hjá Pósti og síma fyrr en eftir kosningar þar sem hann var lánaðar ríkissjónvarpinu. Gestur sagði að líklega hæfust útsendingar síðari hluta næstu viku en allt er klappað og klárt til að byija. Öll tæki eru til stað- ar, dagskrárgerðarmenn sitja nú í hljóðstofu og æfa sig - en það eina sem vantar í raun að sögn Gests er fréttamaður, sem enn hefur ekki verið ráðinn. Útsendingartími verður frá kl. 6.30 til 19.00 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, en lengri aðra daga. Útvarpað verður fram eftir kvöldi á fímmtu- dögum og næturútvarp verður svo um helgar. Heyrn og tal rannsökuð á Húsavík EINAR Sindrason háls-, nef- og eynarlæknir ásamt öðrum sér- fræðingum Heyrnar- og tal- meinastöðvar íslands verða á ferð á Húsavík dagana 3. og 4. maí nk. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Tekið verður á móti tímapöntunum á Heilsugæslu Húsavíkur og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Kabarett gengnr vel Sýningar í kvöld og á morgun Gunnar Kvaran Martin Berhofsky Gunnar Kvaran og Martin Berkofsky með tónleika JUNNAR Kvaran, sellóleikari, >g Martin Berkofsky, píanóleik- iri, halda tónleika á Akureyri á unnudaginn. Þeir fara fram í al Tónlistarskólans, Hafnar- itræti 81, og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni verða þijú verk eftir Beethoven, sem em tilbrigði um þekkt og vinsæl lög, bæði úr Judas Maccabeus eftir Hándel og Töfraflautunni eftir Mozart. Verkin einkennast af léttleika, gáska og fegurð. Gunnar og Martin fluttu þessa efnisskrá nýverið í Norræna húsinu við góðar undirtektir áheyrenda. Þessir ágætu tónlistarmenn hafa leikið á tónleikum á Akureyri og em áheyrendum að góðu kunnir, en þetta em þeirra fyrstu sameigin- legU tónleikar þar. (Fréttatilkynmng;) LEIKFÉLAG Akureyrar sýn- ir hinn vinsæla söngleik Kabarett í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og á morgun, föstudag. Báðar sýningarnar Vortónleik- ar blásara- sveita Tón- listarskólans VORTÓNLEIKAR A- B- og C- blásarasveita Tónlistarskólans á Akureyri fara fram í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, 26. april, kl. 17.00. Stjórnendur sveitanna eru Atli Guðlaugsson og Roar Kvam. Hljómsveitimar em skipaðar 70 nemendum Tónlistarskólans, sem undirbúa nú þátttöku í landsmóti íslenskra skólalúðrasveita á Akra- nesi 1.-3. maí. Efnisskrá á tónleikunum verður fjölbreytt og aðgangur ókeypis. Radíónaust opnar í Glerárgötunni RADÍÓNAUST nefnist fyrirtæki sem Róbert Friðriksson hefur sett á fót í Glerárgötu 26. Þar verslar hann með alls kyns radíó- vörur, auk þess sem hann rekur myndbandaleigu á staðnum. Róbert þekkja margir úr Ak- urvík, sem er skammt frá, en þar starfaði hann sem verslunarstjóri í tíu ár, en hætti í vetur. „Ég tók við þessu 25. mars. Hér var, og verður áfram, myndbandaleiga kvikmyndahúsanna, sem ég rek líka,“ sagði Róbert er blaðamaður leit við hjá honum. Hann sagðist verða með á_ boðstólum alls kyns radíóvömr. Ég er með mörg jám í eldinum en það er of snemmt að taia um margt af því. Það verður bara að koma í ljós síðar hvað það er.“ Róbert sagðist hafa hætt í Akurvík 7. febrúar eftir nákvæm- lega 10 ára starf. Nú er hann kominn út í sams konar sölu- mennsku á ný. „Já, svona hlutir em orðnir hluti af manni. Það er erfítt að slíta sig frá þessu. Þessu fylgjr viss hasar sem á ákaflega vel við mig,“ sagði Róbert er hann var spurður hvort hann hefði ekki verið orðinn þreyttur á þessu. Róbert er með umboð fyrir TEC- vömr. „Ég verð með ódýrar vömr hér, það verður haft að leið- arljósi að vera með góðar vömr á góðu verði. Ég mun beijast fyrir því eins og ég get,“ sagði hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Róbert Friðriksson í hinni nýju verslun sinni. hefjast kl. 20.30. Sýningar á Kabarett hafa gengið mjög vel að sögn Péturs Einarssonar, leikhússtjóra, og er ljóst að sýningar standa að minnsta kosti út maí — jafnvel lengur. Þegar hefur mikið verið selt af miðum á sýningar í maí og er það áberandi nú hve fyrir- tæki i bænum gera af því að bjóða starfsfólki sínu í leikhús. Segja forráðamenn leikhússins það mjög ánægjulega þróun. Sjónvarp Akureyri Næst Stöð 2 beint norð- ur í dag? ALLAR líkur eru á því að Stöð 2 sjáist í beinni útsendingu á Akureyri og nágrenni á kosn- ingadaginn - jafnvel fyrr, að sögn Bjarna Hafþórs Helgason- ar, sjónvarpsstjóra Sjónvarps Akureyrar í gær. Starfsmenn Pósts og síma unnu af krafti að því í gær að koma málinu í höfn og Bjami sagði ekki loku fyrir það skotið að Stöð 2 næðist jafnvel í gærkvöldi. Ég er sérlega ánægður með vinnubrögð Pósts og síma í þessu máli. Það er fyrir þeirra kraftaverkavinnu að málið er komið þetta langt,“ sagði Bjami Hafþór í gær. Fari svo að Stöð 2 náist beint norður verður það væntanlega var- anlegt ástand. Þetta er að vísu bráðabirgðalausn núna en í fram- haldi af henni verður um varanlega sendingu að raaða," sagði Bjami Hafþór og bætti við að tvisvar í viku myndi Sjónvarp Akureyri senda yfir dagskrá Stöðvar 2, í fullu samráði við forráðamenn þar á bæ. Þar yrði um fréttatengt efni af svæði Sjónvarps Akureyrar að ræða og annað heimatilbúið efni og yrði það í beinni útsendingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.