Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 39

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 39 Morgunblaðið/Theodór Hval rekur inn Borgarfjörð Borgaraesi. Á SKIRDAG rak dauðan hval inn Borgarfjörð. Kom nokkur fjöldi fólks út á Borgarfjarðarbrú til að fylgjast með því er hvalinn rak undir brúna. Um kvöldið rak hvalinn aftur undir brúna og út Borgarfjörð. Um páskana raka hvalinn siðan upp í fjöru undan bænum Lambastöðum á Mýrum og reyndist þarna vera 9 metra löng hrefna. Ný verslun með barna- og unglingafatn- að opnar í Kópavogi VERSLUNIN Hans og Gréta opnaði nýlega í Hamraborg 1 í Kópavogi. Eigendur versl- unarinnar eru Magdalena Gestsdóttir og Pétur Helga- son. Verslunin selur tískufatnað fyrir böm og unglinga frá 0 til 14 ára ásamt tilheyrandi smá- hlutum. Fatnaðurinn er aðal- lega frá Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. Verslunin er opin virka daga kl. 09.00-18.00 og laugardaga kl. 10.00-13.00. 1 Eigandinn Magdalena Gestsdótt- ir ásamt dætrum sínum í nýju versluninni. Keflavik. SUMARDAGURINN fyrsti verð- ur haldinn hátíðlegur í Keflavík í dag eins og undanfarin ár og mun skátafélagið Heiðarbúar standa að hátíðarhöldunum. Skrúðgangan verður fyrsti liður hátíðarhaldanna, safnast verður saman við skátahúsið við Hring- braut kl. 10.00, en kl. 10.30 verður Eyðing minks við Breiðafjörð Stykkishólmi. f VOR hefir verið leitað að mink hér um slóðir bæði í landi og eyjum. Er þetta gert á hverju vori. Æðarræktarfélagið hér hefir eins og áður forgöngu um þetta. Hafa fundist minkar bæði í eyjum og eins í landi og verður ábyggilega haldið áfram að leita því minkurinn er einn skæðasti bölvaldur æðarvarpsins. Meðal annars náðist minkur í Elliðaey sem er langt undan og hefir hann ábyggilega synt milli eyja, en það er ótrúlegt þol sem minkurinn hefir og langar þær leið- ir sem hann kemst. Það er ekki lítill sá kostnaður sem af þessu dýri leiðir og öll sú fyrir- höfn og fjármunir eru miklir. Það er ekki búið að sjá fyrir endann á þeim skaða og líklega verður erfítt að uppræta hann. — Árni ióaf meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 svo gengið undir leik lúðrasveitar um bæinn og að kirkjunni þar sem skátaguðsþjónusta hefst kl. 11.00. Skátamir verða svo með skemmtun fyrir yngstu bömin í Félagsbíói kl. 14.00 og er verð aðgöngumiða 50 krónur. Á föstudagskvöldið verður svo diskótek í Holtaskóla sem skátamir standa að. - BB INNLENT Morgunblaðið/Jón Sveinsson Gönguklúbbur „Hana nú“ staldrar við lyá útsýnisskífunni í vetrarsólu 28. mars sl. Kópavogur: „Hana nú“ boðið á kosninga- skrifstofur flokkanna Á KJÖRDAG, laugardaginn 25. apríl, bjóða allir stjómmála- flokkarnir í Kópavogi frístundahópnum „Hana nú“ að koma í heimsókn á kosninga- skrifstofur flokkanna i Hamraborg og þiggja þar hressingu. Boð þetta tengist laugardags- göngu frístundahópsins, en laugardagsgangan hefst alla laugardaga kl. 10.00 og er lagt af stað frá Digranesvegi 12. Þátt- taka í laugardagsgöngunni er öllum heimil. AMC Það er ekki einungis á íslandi sem AMC Jeep7 Cherokee og Wagoneer eru stöðutákn ► ► ► ► AMC Þeir eru orðnir að stöðutákni á tímum þar sem stöðutákn er það sem máli skiptir. Framafólk sækist eftir þeim. Kvikmynda- stjömur í Hollywood hringja úr þeim á meðan þeir þjóta um hraðbrautir Suður-Kalifomíu. Skoðanakannanir sýna að þeir eru vinsælustu bifreiðirnar í Bandaríkjunum í dag. „Þeir munu alltaf seljast betur en hvaða innfluttur bíll sem er," segir sérfræðingur um málefni bílaiðnaðarins. F1 JeeD EGILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kóp. ■ s. 77200 - 77202. Sumardagurinn fyrsti í Keflavík: Skátarnir sjá um hátíðarhöldin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.