Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 + Sumardagurinn fyrsti: Urturnar með kaffi- sölu í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar var stofnað áríð 1946 og- er eitt elsta æskulýðsfélag Kópavogs. Skáta- starfsemi hefur ávallt veríð mikil í bænum og notið skilnings bæj- aryfirvalda jafnt sem bæjarbúa. Árið 1969 stofnuðu nokkrir skát- ar úr Kópum Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sem er nú ein öflug- asta og best búna björgunarsveit landsins. I Kópum starfar mömmuskáta- .sveitin Urtur. Þetta er hópur skátamæðra, sem vinnur að því að efla og styðja það starf sem unnið er í skátafélaginu og hjálparsveit- inni. Mikilvægur þáttur í starfí Urt- anna er kaffisalan sem jafnan er haldin fyrsta sumardag. Að vanda verður efnt til hennar í Félags- heimili Kópavogs, 2. hæð, og hefst hún kl. 3. Einnig verða skátamir með kaffísölu í Digranesi á meðan á skemmtiatriðum sumardagsins fyrsta stendur. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Garðakirkju KÓR Fjölbrautarskólans í kirkjuleg og veraldleg verk. Ein- Garðabæ heldur tónleika í söngvarar með kómum eru Halldór Garðakirkju í kvöld, 23. apríl, Vilhelmsson og Marta Halldórsdótt- kl. 20.30. ir. Orgelleikari er Oddný Þorsteins- dóttir. Stjómandi kórsins er Á efnisskrá kórsins eru bæði Guðlaugur Viktorsson. Innbrot og ölvun um páskana: Brutust inn um hábjartan dag og stálu fermingargjöfinni MIKLAR annir voru hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu yfir páskahelgina vegna innbrota. Þá varð lögreglan einnig að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar, bæði i heimahúsum og á almannafæri. Á annan í páskum barst lögregl- unni tilkynning um innbrot í íbúðarhús við Heiðarsel. Innbrotið var framið um miðjan dag á meðan heimilisfólkið var að heiman og höfðu þjófamir farið inn um glugga á fyrstu hæð. Þeir höfðu á brott með sér um 25 þúsund krónur í peningum. Hluti af fénu var gjöf til fermingarbams. Innbrotið var óupplýst er Morgunblaðið fregnaði síðast. Tveir ungir menn vom hand- teknir aðfaranótt páskadags þar sem þeir vom að bijótast inn í versl- unarhús við Álfheima. Þá sömu nótt vora tveir utanbæjarmenn handteknir í Kópavogi þar sem þeir vom að stela bensíni og hjólkoppum af bifreiðum í Hólmahverfí. Fyrirlestur um málfræði MARGRÉT Jónsdóttir cand. mag. flytur í dag, 23. april, fyrir- lestur á vegum Mímis, félags stúdenta í islenskum fræðum. Margrét mun §alla um fleirtölu o-stofna kvenkynsorða. Fyrirlestur- inn hefst kl. 16.30 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Is- lands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Brotist var inn í Hólabrekkuskóla og Fellaskóla í Breiðholti aðfara- nótt laugardagsins. Litlu sem engu var stolið en talsverðar skemmdir unnar á hurðum og dyraumbúðum í skólunum. Þá var brotist inn í verslunarhús við Síðumúla um pá- skana þar' sem lítið hafðist upp úr BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur áfrýjað til Hæstaréttar dómi í svonefndu „Sæbólsmáli", sem dæmt var í 17. desember síðast- liðinn. Samkvæmt þeim dómi var ógiltur samningur um sölu á Sæbólslandi i Kópavogi frá 10. september 1980. Vegna villandi frásagnar i frétt blaðsins á sinum tíma fara dómsorð bæjarþings Kópavogs hér á eftir: „Stefndu, Guðmundur Marinó Þórðarson, Halldóra Þórðardóttir, Þórður Öm Guðmundsson og Kópa- vogskaupstaður, skulu vera sýkn af kröfum stefnendanna, Sveins Þórðarsonar, Sigríðar Lúthersdótt- ur og dánarbús Helgu Sveinsdóttur, en málskostnaður falli niður. Stefndu, Þórður Öm Guðmunds- son og Halldóra Þórðardóttir, skulu krafs^u. Ennfremur var brotist inn í nokkrar einkaflugvélar í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli um páska- helgina og höfðu þjófamir á brott með sér slökkvitæki úr nokkmm vélanna. Rannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur að rannsókn þessara mála. vera sýkn af kröfum stefnanda, dánarbús Þórðar Þorsteinssonar, og falli málskostnaður niður. Viðurkennd er krafa stefnanda, dánarbús Þórðar Þorsteinssonar, á hendur stefndu, Guðmundi Marinó Þórðarsyni og Kópavogskaupstað, um ógildi samnings þeirra frá 10. september 1980. Málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnend- anna, dánarbús Þórðar Þorsteins- sonar og dánarbús Helgu Sveinsdóttur, ákveðst kr. 462.643 og greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns þeirra, Gunnars Guðmundssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 400.000. Olafur St. Sigurðsson Hannes Pétursson Stefán Már Stefánsson Sæbólsland í Kópavogi: Dómi vísað til Hæstaréttar ^ t CITROEN BX: RID CITROÉN BX CITROÉN BX NÝ KYNSLÓÐ MEÐ GOTT VEGANESTI Viö köllum hann riddara götunnar eða fjölskyldubílinn meö sporthjartað. Hvorttveggja á vel viö. CITROÉN BX er einn af glæsilegustu fulltrúum ungu bílakynslóöarinnar. Hann er byggður á reynslu og hugmyndaríkri þróunar- starfsemi Citroén verksmiöjanna og hefur þegiö í arf kraft, smekkvísi og tæknilega fullkomnun Citroén ættarinnar. Enginn bíll fær betra veganesti. REYNIST VEL HVAR SEM HANN FER CITROÉN BX hagar sér eins og á heimavelli hérlendis. Honum eru nánast allir vegir færir. Framhjóladrif, vökvafjöðrun, kraftur og þægindi eru kostir sem þú kannt fyrst aö meta til fulls þegar þú líöur áfram eftir íslenskum vegum eöa vegleysum í CITROÉN BX. CITROEN BILASYNING UM HELGINA Riddari götunnar, CITROÉN BX og nýi smábíllinn sem fékk Gullna stýriö, CITROÉN AX, sýna á sér nýjar hliðar nú um helgina. Opið frá kl. 10-6 laugardag og 1-6 sunnudag. KOMDU OG FÁÐU NÁNARI ÚTLISTUN Á KOSTUM CITROÉN BX OG TAKTU í EINN SEM ER TJÓÐRAÐUR ÁSTAÐNUM! Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.