Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 41

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 41 t Sigurður Örn Brynjólfsson með eitt af verkum sinum. Sýnir myndir frá Ung- veijalandi í Gallerí Borg SIGURÐUR Öm Brynjólfsson opnar sýningu í dag kl. 17.00 í Galleri Borg við Austurvöll. Sig- urður sýnir þar 40 myndir unnar í olíu og þurrpastel í september- mánuði síðastliðnum i Ungveija- landi. Sigurður er fæddur í Reykjavík 1947. Hann lauk námi frá auglýs- ingadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1968 og stundaði framhaldsnám í myndlist 1969-70 á Academie von Beeldende Kunsten í Rotterdam í Hollandi. Þetta er sjötta einkasýning Sig- urðar en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. Sigurður hefur unnið við gerð teiknimynda og má þar nefna „Þrymskviðu" sem frumsýnd var árið 1980 og er hann nú að vinna við stuttar teiknimyndir fyrir Sænsku kvikmyndastofnunina. Einnig hefur hann fengist við að myndskreyta bamabækur og náms- bækur. Sigurður vinnur nú á eigin auglýsingastofu og er deildarstjóri auglýsingadeildar MHÍ. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 nema mánudaga kl. 12.00-18.00, laugardaga og sunnu- daga kl. 14.00-18.00. Sýningin stendur til 5. maí nk. BÍLALEIKUR Úr myndinni Tvífarinn. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Tvífarinn (The Wraith). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: it Bandarísk. Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Mar- vin. Framleiðandi: John Kemeny. Tónlist: Michael Hoenig og J. Peter Robinson. Kvikmyndataka: Reed Smoot. Helstu leikendur: Charles Sheen, Nick Cassavetes, Sherilyn Fenn og Randy Quaid. Þeir sem hafa gaman af að horfa á kraftmiklar sjálfrenni- reiðar eigast við á sveitavegum Arizona gætu haft yndi af mynd- inni Tvífarinn (The Wraith), sem sýnd er í Laugarásbíói. Ef þeir eru svo heppnir að eiga bfla sjálf- ir gætu þeir látið þá leika Corvéttu á leiðinni heim. Myndin er nefnilega meira um bfla en fólk og er varla við öðru að bú- ast þegar meira að segja fram- leiðslufyrirtæki hennar heitir Turbo Productions. A milli þess sem bflamir springa í loft upp hver á fætur öðram í miklum eldglæringum og reyk eins og siður er í svona bflamyndum er sögð sagan um hinn yfirnáttúralega Turbo Int- erceptor en það er bfll, einstakur í þessum heimi. Hann er miklu sportlegri en sjálfrennireiðin í hryllingsmynd- inni The Car, sem kemur í hugann af því hún er á svipuðum nótum nema að þegar bfllinn í The Car myrti var það af hrein- um illindum en Turbo Intercept- or er að hefna sín. Sumir bflar hafa sál eins og þið vitið. Og á hveijum er Turbo að hefna sín? Það er bófagengi sem Nick Cassavetes stýrir en með- limirnir heita eitthvað eins og Rennusteinn og Fnykur og virð- ast lifa mest á bflaolíum. í ljós kemur að bófagengið myrti ung- an mann, sem nú hefur snúið aftur frá Paradís í lflri ökumanns Turbosins. En hann er líka Jake, nýi gæinn í bænum. Enginn veit um tengsl þama á milli og allra síst áhorfendur fyrr en rétt í lokin að hann hrifsar með sér stelpuna sem allt snýst um og hverfur í myrkrið. Það era helst leikaramir sem gera þessa mynd áhorfanlega nema auðvitað fyrir bflafræðing- ana. Charles Sheen vakti nýlega athygli fyrir leik sinn í Platoon en fer hér með hlutverk Jake og feigðarboðans, Cassavetes er talsvert góður í hlutverki ill- mennisins og Randy Quaid, sem leikur í hveiju smáhlutverkinu á fætur öðra eins og hann fái ekk- ert betra að gera, er skemmti- lega svalur í hlutverki lögreglu- foringja er rannsakar málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.