Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 56

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 56
SIERKTKDRT Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Kjaradeilurnar: Múrarar sömdu Inótt SAMNINGAR tókust í deilu Múrarafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda þeirra I nótt. Bankamenn boðuðu verkfall í gær frá og með 8. maí nk. til að leggja áherslu á kröfur sínar um breytingu á launakerfi. Bankamenn lögðu fram kröfur sínar á fundi hjá sáttasemjara í gær og frestuðu þá viðsemjendur þeirra fundi fram til föstudags. í gær boðaði ófaglært starfsfólk ^•Ííjúkrahúsinu á Húsavík og dvalar- heimilinu Hvammi verkfall 29. og 30. apríl og síðan ótímabundið frá 11. maí. Rafvirkjar og línumenn hjá ríkinu komu til fundar við viðsemjendur sína hjá ríkissáttasemjara í gær og var annar fundur boðaður á morg- un. Þá funduðu leiðsögumenn og viðsemjendur þeirra hjá sáttasemj- ara í gær og hefur annar fundur verið boðaður kl. 11.30 í dag. "Alþingiskosning-- arnar á laugardag: Rúmlega 171 þús- und eru á kjörskrá ÁÆTLAÐ er að kjósendur á . kiörskrá í alþingiskosningunum á laugardaginn verði um 171.400. Þar af verða kjósendur í Reykja- vík um 67.400. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar er kjörskrárstofn í Reykjaneskjördæmi 39.200, í Vest- urlandskjördæmi 10.100, í Vest- fjarðakjördæmi 6.800, í Norður- landskjördæmi vestra 7.300, í Norðurlandskjördæmi eystra 17.900, í Austurlandskjördæmi 9.000 og í Suðurlandskjördæmi 13.600. Búast má við einhverri fjölgun á kjörskrá á kjördag, þegar kjör- stjómir hafa lokið við að kveða upp úrskurði vegna kærumála. Morgunblaðið/Júlíus Hannes Snorrí Helgason farþegi í TF-KEM, á heimili sinu á Egils- stöðum í gærkvöldi. Giftusamleg nauðlending í Smjörfjöllum: Tveir komust af „Enginn tími til að verða hræddur,“ segir farþeginn Egilsstöðum, frá Helga Bjamasyni blaðamanni Morgunblaðsins. TVEIMUR mönnum var bjargað úr flaki eins hreyfils flugvélar sem nauðlenti á austanverðri Smjörfjallsheiði miili Vopnafjarðar og Hér- aðsflóa á áttunda tímanum í gærkvöldi. Mennina sakaði ekki. Ahöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF tók mennina um borð þar sem þeir voru á gangi til byggða, tæpa þijá kílómetra frá lendingarstaðn- um og flutti þá til Egilsstaða. Flugvélin er talin lítið skemmd og mun áhöfn þyrlunnar freista þess að ná henni niður af fjallinu í dag. Flugvélin sem er af gerðinni Cessna 152 og ber skrásetningar- stafína TF-KEM var á leiðinni frá Vopnafirði til Egilsstaða. Um kl. 19.33 tilkynnti flugmaðurinn til Flugmálastjómar í Reykjavík að hann ætti við hreyfílbilun að stríða. Fjórum mínútum síðar heyrði Fok- ker Friendship flugvél sem var á Hátíð í tilefni afmæl- is Halldórs Laxness í TILEFNI af 85 ára afmæli Halldórs Laxness efnir mennta- málaráðherra tíl afmælishátíð- ar I Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi skáldsins í dag, sumardaginn fyrsta. „Að þessu sinni verða þau hjón- in bæði viðstödd hátíðardag- skrána í Þjóðleikhúsinu, en oft hefur staðið þannig á að þau hafa verið erlendis á stórhátíðum sem þessum," sagði Sveinn Einarsson leikstjóri sem sér um undirbúning hátíðarinnar. Hátíðin hefst með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Sfðan mun Matt- hías Johannessen fjalla um skáldskap Halldórs og Sigurður Pálsson flytur honum kveðjur frá Rithöfundasambandi íslands. Einsöngvaramir Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kristinn Sigmunds- son syngja lög eftir sjö tónskáld við ljóð Halldórs. Undirleik annast þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Jónas Ingimundarson. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les kafla úr íslandsklukkunni. Leikaramir Gísli Halldórsson, Jón Sigur- bjömsson og Jakob Þór Einarsson flytja stuttan kafla úr Krístnihaldi undir jökli, undir leikstjóm Sveins Einarssonar. Hátíðin hefst kl. 14 og er öllum heimiil ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. TF-KEM er eins hreyfils vél af gerðinni Cessna 152. leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur merki frá neyðarsendi. Leit hófst umsvifalaust. Flugmaðurinn Halldór Bergsson starfsmaður í flugtuminum á Egils- stöðum og farþeginn Hannes Snorri Helgason fjármálafulltrúi hjá RA- RÍK eru báðir í hópi eigenda vélarinnar. Hannes Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að mótor vélarinnar hefði drepið á sér yfir heiðinni. Flugmaðurinn hefði gert viðeigandi ráðstafanir og tilkynnt til Flugmálastjómar að hann yrði að nauðlenda. Hannes lýsti aðdraganda nauð- ' lendingarinnar og lendingunni þannig: „Við leituðum að lendingar- stað og höfðum nokkuð rúman tíma til þess. Þegar flugmaðurinn taldi sig hafa fundið nokkuð góðan stað lenti hann vélinni og tókst það vel. rÍörðu VOPNAFJÓRBUR' 1 -j ? Hér nauðlenti TF-KEM J/Héraðs- mh/fiói f 20 km [I 'H j>\ \ oi Þetta er efst á heiðinni og flatt e nokkuð grýtt þannig að véli skemmdist mikið í lendingunni. Þa var nóg að gera á meðan á þess stóð, þannig að ekki var tími til a vera hræddur. Ég reyndi þó a undirbúa mig sem best undir nauc lendinguna. Vélin stöðvaðis snögglega en við algerlega ómeidd ir.“ Sagði Hannes að hægra hjí vélarinnar hefði rifnað af í lending unni og framhjólið. Einnig hefi komið gat á skrokk vélarinnar fyri aftan hægra hjólið. Hannes Snorri bað sérstakleg fyrir þakkir til þeirra sem tóku þál í leit og björgun þeirra félaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.