Morgunblaðið - 03.06.1987, Page 46

Morgunblaðið - 03.06.1987, Page 46
T<46 f vser lnCn .£ HuoAauaivaiM .aiaAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Lausar stöður lækna við heilsugæslustöðvar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. Búðardalur, H 2, ein staða frá 1. október 1987. 2. Patreksfjörður, H 2, ein staða frá 1. janúar 1988. 3. Bolungarvík, H 1, staða frá 1. ágúst 1987. 4. Hafnarfjörður, H 2, ein staða frá 1. októ- ber 1987. Ennfremur er laus til umsóknar staða sér- fræðings í kvensjúkdómum við heilsugæslu- stöðina á Akureyri til þess að sinna mæðravernd og krabbameinsleit. Um er að ræða 7 eyktir í viku. Staðan er laus frá og með 1. júlí 1987. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu- neytinu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu og á skrifstofu landlæknis, ásamt upplýsingum um það hvenær umsækj- endur geta hafið störf, fyrir 1. júlí nk. Nánari upplýsingar um stöðurnar fást í ráðu- neytinu og hjá landlækni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, t.júni 1987. Frá menntarála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Staða skólameistara við nýstofnaðan fram- haldsskóla á Húsavík. Þarf hann jafnframt að gegna starfi skólastjóra við 7., 8. og 9. bekk grunnskóla til að byrja með. Kennarastöður í tungumálum, raungreinum og viðskiptagreinum. Kennsla verður bæði á framhalds- og grunnskólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Menntamálaráðuneytið. Vélstjóri Vélstjóra vantar á mb. Arnarborg HU 11, sem er á rækjuveiðum á djúpslóð. Upplýsingar í símum 95-4043, 95-4747 og um borð í bátnum í síma 985-23786. Hólanes hf., Skagaströnd. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann við Ármúla kennara- stöður í efnafræði og hagfræði og viðskipta- greinum. Fullar stöður í báðum greinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastöður í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og rafeindavirkjun. Ennfremur er laus kennarastaða í félags- fraeði. Við Menntaskólann á ísafirði kennarastöður í íslensku, stærðfræði og þýsku, heilar stöð- ur og hálfar stöður í efnafræði og frönsku. Við Menntaskólann í Kópavogi kennara- stöður í stærðfræði og viðskiptageinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni kenn- arastöður í stærðfræði og raungreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Ólafsfjörður Blaðburðarfólk óskast. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 62449. Kennarar — bókasafnsfræðingar Kennara vantar að Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi í myndíð í V2 stöðu. í heimilisfræði sameiginlega með Mýrar- húsaskóla í 2h hluta stöðu. Þá vantar að skólasafni Valhúsaskóla bóka- safnfræðing í V2 stöðu. Upplýsingar gefa: Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri, hs. 30871, vs. 612044. Gísli Ellerup, yfirk., hs. 16910, vs. 612044. Páll Guðmundsson, skólastj. í Mýrarhúsa- skóla, s. 611980. skóíanefnd. Fræðslustörf — viðskiptafræðingar tungumál Samvinnuskólinn á Bifröst auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: Tvenn störf viðskiptafræðinga við fræðslu- umsjón, kennslu og starfsfræðslu, skipulags- störf o.fl. Eitt starf tungumálakennara með aðalgrein ensku. Mjög góð laun og starfsaðstaða. Húsnæði fylgir starfi. Skólastjóri veitir upp- lýsingar í síma 93-5001. Skólastjóri. Handprjónafólk athugið! Kaupum aftur lopapeysur í sauðalitum. Hafið samband við peysumóttökuna að Vesturgötu 2, þar sem prjóna þarf eftir endurbættum uppskriftum. Peysumóttakan verður opin eftirleiðis á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 9.00- 12.00 og 12.30-16.00. Álafoss hf. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða loftskeytamann — símritara — ritsímaritara til starfa í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvar- stjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum. Kennarar - kennarar Kennara vantar að Dalvíkurskóla. Æskilegar kennslugreinar íslenska, danska og stærð- fræði. Upplýsingar gefur Jóhann Antonsson, form. skólanefndar í síma 61318 eða 61460. Skólanefnd. Patreksfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 1234 eða afgreiðslunni í Reykjavík, sími 91-83033. Viltu vinna þar sem dagurinn er einn samfelldur kaffitími? Myllan konditore opnar í Kringlunni 13. ágúst nk. Þess vegna þurfum við að ráða til starfa rúmlega 20 bráðhressa og glaða krafta, til þess að sinna bakstri og annarri matargerð; afgreiðslu og öðrum þjónustustörfum; upp- vaski, þrifum og ræstingu. Við viljum skapgott og skemmtilegt starfs- fólk til þess að vinna í fallegu og hentugu umhverfi í nánum tengslum við viðskipta- vini. Starfsþjálfun hefst 20. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Brauð hf. í Skeifunni 11, þar sem jafnframt fást nánari upplýsingar. Tekið er á móti umsókn- um frá kl. 10-17 daglega fram til föstudagsins 5. júní. RÍKISSPÍTALAR AfV£í%' LAUSAR STÖÐUR Störf á rannsóknastofum Meinatæknar og aðstoðarfólk (m.a. lækna- og meinatækninema) óskast til sumarafleys- inga á rannsóknastofu í meinefnafræði og blóðmeinafræði. Uppl. veitir yfirmeinatæknir, sími 29000. Hjúkrunarfræðingar og aðstoðarfólk (m.a. lækna og hjúkrunarfræðinemar) óskast til sumarafleysinga í Blóðbankann. Uppl. veitir hjúkrunarstjóri, sími 29000. Reykjavík, 2.júní 1987. Forstöðukona ósk- ast fyrir Leikskóla Þorlákshafnar Ölfushreppúr óskar eftir forstöðukonu við Leikskóla Þorlákshafnarfrá og með 1. ágúst. Umsóknir sendist á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 99-3800. Hótel Norðurljós auglýsir Óskum eftir að ráða matreiðslumann í sumar frá 12. júní-10. sept. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur hótelstjóri í símum 51233 og 51232.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.