Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 Gríska eyjan CASTELORIZO Blái hellirinn. BARtSTVl Er leyndarmál í þögninni? sjálfsögðu nóg áð gera. Þú verður bara að gera það sjálfur. Það er hægt að lesa og skrifa, kynnast fólki og kafa undirdjúpin. Blái hellirinn er Akróólis eyjunn- ar. Þangað eru ferðir oft á dag, sem er tíu mínútna sigling á hraðskreið- um gúmbát. Blái hellirinn er hinu megin á eyjunni. Há björg rísa hom- strandaleg fyrir ofan þig og þú svipast forvitin um eftir Bláa hellin- um. Svo er slökkt á utanborðsmót- omum og þú sérð ekki neitt. Öllum er sagt að beygja sig niður í bátinn og siglt er í gegnum ofurlítið gat, sem er eins og auga á stórum risa. Þegar inn er komið blasir dýrðin við. Þú hefur aldrei á ævinni séð annað eins blátt. Blátt í öllum lit- TYRKLAND 0 20, km brigðum. Hellirinn er gífurlega stór og niður úr hvelfíngunni hanga klettahrönglar, og þér fínnst að í hinum ýmsu kimum hljóti að leyn- ast skrímsl og fomaldardýr. Kannski ígúnur, eins og Unnur systir sér í Karabíska hafínu. Hellirinn er eins og heili og þú ert agnarsmá heilafruma. Stingur þér til sunds í þessum óskaplega bláa sjó og fínnst að hér sé hægt að vera til eilífðamóns. Hér ríkir dularfull kyrrð, full af bergmáli. Þegar ég kom upp úr gáði ég vandlega að því hvort ég væri ekki orðin svolítið blá. Þess vegna verður þetta andartak Uppi í þorpinu, á leið á kletta- ströndina eða til Mandrakis, þar sem ljóðrænasti kirkjugarður í heimi er, þar á leiðinni er torg. Kringum torgið eru stórhýsi þorps- ins sem sluppu við eyðilegginguna. Stór höll, sem hlýtur að hafa verið ráðhús, skrautleg orþódoxkirkjan, bamaskólinn, sem styrktur er með súlum, sem vel mundu sóma sér á Akrópólishæðinni í Aþenu, og „gymnasium". Þegar gægst er inn um gluggana þar, sést hart stein- gólf og fomfáleg líkamsræktar- tæki. Þama á torginu er uppáhalds- kaffíhúsið mitt. Það er mjög fábrotið; lítill skúr, þar sem uppá- helling fer fram og greinum af pálmatijám er raðað kringum borð- in úti fyrir. Þar er hægt að sitja og vera einn í heiminum. Nú er ég órafjarri ys og þys bæjarins. Stund- um eru berfætt böm að leika sér í rólum fyrir framan húsið, þar sem hátíðahöld þorpsins fara fram. Stundum stenst ég ekki mátið og róla mér eins hátt og ég get. Konan sem færir þér kaffíð hefur innilegt bros íslenskrar sveitakonu. Dóttir hennar er líka oft við söluna, mér er sagt að hún sé eina konan á eyjunni sem starfí i pólitík. En móðirin er eins og stórt bam. Hún ber fram kaffíð í rósóttum og gyllt- um, stórum bollum. Castelorizo orea? spyr hún mig og heldur áfram að brosa. Orea, segir ég og brosi. Orea, segir hún sannfærð og sest niður á næsta borð og fer að horfa út í loftið. Grikkjum er sérstaklega lagið að horfa út í loftið. Þeir geta setið þannig tímunum saman. Hvort þeir em að hugsa, eða hvað þeir em að hugsa, veit ég ekki. Kannski era þeir að horfa á tímann líða. Kannski er það hin alræmda, stóíska ró. TEXTI OG MYNDIR: ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Hvað er svo hægt að gera á eyju, þar sem aldrei gerist neitt? Eyju, sem er þrungin svona mikilli fortíð og óljósri framtið? Hvemig er daglegu lífi háttað? Þú drekkur morg- unkaffið þitt og þeir sem ganga framhjá, brosa til þin, kinka kolli og bjóða góðan daginn. Ég sit með stilabókina mina og bý til setningar í leikritið mitt. Það er gott að vera leikritaskáld á Grikklandi, hugsa ég. Hér er hægt að sitja í sól og kyrrð og lofa andanum að fara hamförum. Ttitvélin er hins vegar geymd upp á herbergi á Pensjón Appollon. Þegar Panormitis kemur Á morgnana má sjá fólk með eitt eða tvö nýbökuð brauð undir hendinni. Nema þeir sem eiga veit- ingastað. Þeir aka brauðunum í hjólbömm. Hjólbömr em eiginlega eina farartækið hér um slóðir. Kannski ein eða tvær vespur, nokk- ur reiðhjól, eitt stórt töffaramótor- hjól og þrír bílar. Enda er kominn steinsteyptur vegur út á flugvöll, sem stingur óneitanlega í stúf við umhverfí sitt. En flugferðimar skipa ekki máli. Það em skipakomur sem skipta ^tórfjölskyldan að reyta hænur. Blái hellirinn Hér vantar vissulega sandströnd; þó er klettaströndin skemmtileg. Svo er alveg hægt að stinga sér í sjóinn hvar sem er. Og það er að Presturinn gengur um í síðum kufli, sem ýmist er hvítur eða fjólublár, en oftast svartur. Hann er hávaxinn og léttur á fæti. Með sítt, svart skegg og stundum með prestahatt. Ekki mik- ið eldri en fertugur, giska ég á, hann er ekki mjög hátíðlegur og í augum hans er vottur af stríðni. Hann drekkur líka og allt það, segir Lazams mér, hinn bróðirinn á Lazarakis, þegar ég spyr hvort íiann messi í orþódoxkirkjunni og lýsi því yfír um leið, að mér fínnist hann ekki líklegur til þess. Svo á hann að hafa vélað túristapíur und- ir lögaldri, í fyrra, bætir Lazarus við og glottir. Svo sýnir hann mér ljósmynd af sér og prestinum að dansa undir tré í tunglskini. Kannski hefur presturinn svona miklar mætur á Lazamsi nafnsins vegna. Presturinn er auðvitað kallaður papa og talar varla orð í ensku. Þannig að þegar við ræddum eitt sinn gríska heimspeki og almennan gang tilvemnnar, fór það fram eitt- hvað á þessa leið: — Kaos. — Nús. — Kosmos. — Nemesis. — Aristóteles. — Zenon frá Elea. — Aha. Kosmos. — Díónýus. — Kosmos. — Platon. — Kaos. — Kosmos. — Nús. — Úsó. — Orea. Yssigia. Það eru skipakomur sem skipta máli. máli og em viðburður í hvert sinn. Báturinn heitir Panormitis og flytur fólk og matvæli og póst og ávexti og grænmeti og vatn. Þegar bátur- inn kemur þyrpast allir á svæðið, heilsast og kveðjast; koma til að sjá hverjir em að fara og hverjir em að koma. Stuttu eftir að báturinn er kom- inn hefst markaður. Ávextir, grænmeti og jógúrt renna út á tveim tímum. Svo er hvorki hægt að fá ávexti né jógúrt fyrr en bátur- inn kemur aftur. Það er verið að byggja eyjuna upp. íbúamir borga enga skatta. Það kostar ekkert að ferðast með bátnum og fyrir tveim ámm gaf ríkisstjómin íbúum eyjarinnar flug- völl. Hingað á auðvitað að reyna að seiða ferðamenn eins og til ann- arra staða á Grikklandi. En það er ýmislegt sem þarf að gera áður. Unga fólkið er að snúa heim eftir að hafa svalað útþránni og vill búa sér til framtíð hér. Það hefur tekið við rekstri veitingastaða og hótela eða starfar með foreldmm sínum. Mizimiki er ung stúlka rétt yfír tvítugt sem rekur krá og diskótek á eyjunni. Það er í pínulitlu kastalavirki, við innsiglinguna, þar sem ég fer alltaf í sjóinn. Ég fer í sjóinn tvisv- ar á dag. Fyrst á morgnana til að vakna og svo á kvöldin til að horfa á stjömumar. Ég syndi 1 og 2 kíló- metra á dag, fram og aftur milli kastalavirkisins og lúxushótelsins, sem em um 200 metrar og er spurð. að því hvort íslendingar séu sund- elskir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.