Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTÍ1R ÞFUÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987 J Ó H A N N I N G GUNNARSSON „Mjög metnadar qiam“ JÓHANN INGI GUNNARSSON er aðeins 32ja ára gamall en hefur engu að síður verið atvinnuþjálfari í handknattleik í einn áratug. Hann byrjaði að þjálfa af fullum krafti þegar hann var 22ja ára og hefur síðan starfað sem handboltaþjálfari. Hann lék handbolta með Val á sínum tíma og þjálfaðiþá jafnframt yngri flokka félagsins. Fyrsta Islandsmeistaratitilinn nældi hann í með kvennalið Vals utanhúss. Hann hefur þjálfað unglingalandslið íslands, A-landsliðið, Kiel íVestur-Þýskalandi og nú síðast tókst honum að verja meistaratitilinn með Essen þar í landi. Jóhann Ingi er eflaust einn best menntaði handknattleiksþjálfari sem ísland hefur átt og gífurleg reynsla hans, þrátt fyrir ungan aldur, á eflaust eftir að koma land- anum til góða sðar meir, þegar hann snýr heim eftir glæsilegan feril í einni erfiðustu handknattleiksdeild heims. Jóhann Ingi lauk magistergráðu í sálarfræði við háskólann í Kiel nú í vor en BA-prófi lauk hann hér heima áður en hann fór utan sem þjálfari. Sálfræðing- Skúli Unnar ur og handbolta- Sveinsson þjálfari, fer það skri,ar saman? „Já, ég tel það fari vel saman,“ svaraði Jóhann Ingi, er undirritaður spjallaði við hann á heimili hans í Essen eftir að lið hans tryggði sér Þýskalandsmeist- aratitilinn í vor. „Það er mikið um kenningar í sálarfræði en minna um verklega þætti og með því að þjálfa hef ég fengið verklega hlut- ann. Þetta jafnar hvort annað upp og fer vel saman. Þjálfun hópa snýst mikið um að fá það besta út úr hveijum og einum og það er ekki ósvipað sálarfræðinni. Námið hjá mér hefur tekið dálítið langan tíma því ég hef alltaf fjár- magnað mitt nám sjálfur og án námsstyrkja nema hvað ég tók einu sinni námslán þegar ég var heima. Ég sé ekki eftir þessum langa tíma, ég held að maður hafi á vissan hátt gott af því að fara sér hægt og reyna það sem maður er að læra." Vildijgera eitthvað sem enginn Islendingur hafði gert Þegar Jóhann Ingi hafði lokið stúd- entsprófi 1975 ákvað hann að reyna eitthvað nýtt. „Ég ákvað að gera eitthvað í eitt ár sem enginn íslend- ingur hafði gert áður. Júgóslavinn Mile, sem verið hefur á íslandi í mörg ár og þjálfað í handbolta og fótbolta, hjálpaði mér við að kom- ast til Júgóslavíu til að fylgjast með handboltaþjálfun þar. Ég æfði í nokkra mánuði með Dinamo Pancevo tvisvar á dag og fékk auk þess að fylgjast með öllu hjá þeim ogjúgóslavneska landsliðinu í sam- bandi við undirbúning fyrir leiki og mót. Þama opnaðist nýr heimur fyrir mér, þeir æfðu miklu meira en ég hafði kynnst áður og þama lærði ég mikið. Eftir þetta fór ég til Vestur-Þýska- lands og fylgdist með æfíngum hjá Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson Líflegur á bekknum Jóhann Ingi Gunnarsson er mjög líflegur á varamannabekknum, eða réttara sagt við bekkinn, þvi hann sest sjaldan á hann. Hann fylgist vel með öllu sem fram fer, kallar stöðugt kvatningarorð til sinna manna og virðist þá gleyma stund og stað. Hér má sjá hann hvetja sína menn til að berjast, en á myndinni hér efst á síðunni er hann þungt hugsi og líst greinilega ekkert á gang leiksins. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.