Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987 J Ó N R. RAGNARSSON Rallsigrar Jóns 1977 ...................................Næturrall 1978 ...................................Vísisrall 1979 .....................Finlux- og Bandagrall 1980 ............Borgarfjarðar- og Húsavíkurrall 1981 .....................Auto-, Borgarfjarðar-, ...........Húsavíkur-, Ljóma- og Haustrall 1982 ...........................Borgarfjarðarrall 1983 ....Eikagrills-, Húsavíkur- og Bridgestonerall 1984 ...................................Ljómarall 1985 .................................Afmælisrall 1986 ...........Nes-, Húsavíkur- og Norðdekkrall 1987 ..........................Nes- og Skagarall Auk þessara sigra hefur Jón tvívegis unnið í rallykross- og íscrossmótum og þá hefur hann keppt bæði í torfæru og kvartmílu. Djöfulgangurinn í rallinu fær hárin til að rísa — segir rakarinn og rallarinn Jón Ragnarsson, sem unnið hefur fleiri rallmót en nokkurannar íslendingur, „verstaðég ersköllóttur.. Þegar hann byrjaði að aka sjálfur töldu margir hann ekki nógu góðan. Hvað gat maður sem alla tíð hafði setið við hliðina á Omari Ragnarssyni, sem aðstoðarökumaður í keppni, gert sjálf- ur? Sannarlega ekki ekið almennilega! En Jón Ragnarsson lét allar hrakspár sem vind um eyru þjóta, safnaði saman harð- snúnu viðgerðaliði, kippti syni sínum Rúnari með í aðstoðaröku- mannssœtið og hélt af stað. Fyrsta árið náðu þeir feðgar tvívegis öðru sætij en unnu aldrei, nokkuð sem Jón sætti sig ekki fullkom- lega við. Arið eftir með reynslu í veganesti og hörku keppnisskap komst allt á fullan skrið. Jón og Rúnar unn þrjú rallmót og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn. Þegar keppnistímabilið í ár er rétt hálf nað stef nir allt í það að þeir tryggi sór titilinn að nýju. Gagn- rýnisraddirnar eru löngu þagnaðar. Enginn hefur oftar unnið rallkeppni en Jón, 22 sigra hefur hann í handraðanum, myndar- legt bikarasafnið í einbýlishúsi hans á Akraseli í Reykjavík ber vott um það. að er sérstök tilfinning að keyra öflugan rallbíl og ráða við hann. Maður fínnur svakalega orku leysast úr læðingi þegar 260 hestöflin í vélarsaln- Gunnlaugur um öskra undan Rögnvaldsson ástigi bensíngjafar- skrífar: innar, afturdekkin ausa jarðveginum burtu og bíllinn æðir áfram. Það fer einkennilegur straumur um mann þegar bíllinn rennur af krafti gegnum beygjurnar á ofsahraða. Bíllinn dansar kannski á milli vegar- kantanna mitt á milli þess að vera á veginum eða útaf. Þetta ólýsanleg tilfinning, vellíðan. En þessi vellíðan er fljót að breytast í gæsahúð, ef maður hefur ekið of hratt og ræður ekki við bílinn! Það er einmitt mál- ið við rallið, spennan við hraðann og að geta haldð sér sem næst hættumörkunum. Það þarf hraða, kraft og áræðni til að vera í fremstu röð! Djöfulgangurinn í rallinu fær hárin til að rísa. Verst að ég er sköllóttur. . .! Þannig lýsir Jón Ragnarsson, sigur- sælasti rallökumaður landsins, því hvemig er að aka öflugum Ford Escort RS keppnisbíl hans. Bíllinn er sérútbúinn og styrktur með rall- akstur í huga. Hröðun frá kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða er 5,3 sekúndur, þvisvar sinnum sneggri en í meðalfjölskyldubíl! Gæsahúðin er því alltaf skammt undan í keppni. „Sætti mig við úrslitin, þó ég vinni ekki“ Jón er þekkutr sem grimmur keppn- ismaður og virðist oft eiga auka- orku í pokahominu, þegar aðrir láta undan. Oft hefur keppnisharkan fleytt honum í efsta sætið. Hann var á ámm áður að dútla í knatt- spymunni og er eldheitur stuðn- ingsmaður knattspyrnuliðsins Fram. „Ég æfði með fyrsta flokki og var feiknagóður í fótbolta. Þjálf- arinn sá það bara aldrei,“ sagði Jón í gamansömum dúr. í staðinn var Jón bæði gjaldkeri og formaður félagsins í nokkur ár. Þó þau störf séu nú í annarra höndum og Jón sé upptekinn af eigin fýrirtæki styð- ur hann liðið sitt enn. „Ég verð hrikalega svekktur þegar Fram tap- ar, tek það mjög nærri mér. Hinsvegar sætti ég mig strax við úrslitin í rallinu, þó ég vinni ekki. Ákveð bara að gera betur næst. Ég vinn bara svo oft,“ segir Jón glettinn. Það er mesta furða að Jón skuli yfirleitt hafa byijað keppni í rall- akstri, því hann er á þönum kring- um fyrirtækið sitt, Bílaryðvörn í Myndarlegt bikarasa Jón Ragnarsson á myndarlegt bikarasafn e hefur ætíð staðið að baki Jóni, sem á stóru n eru eiginkonan, böm þeirra, bamaböm og tei ina Brynju Björk, eiginkonan Petra með d< Engilbertsson maður hennar, Rúnar og Balc Skagarallinu á dögunum. Rúnar fylgist með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.