Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTTIR ÞRSXJUDAGUR 7. JUU 1987 B 9 ur stutt við bakið á okkur. Þegar ég var með Ómari í sumargleðinni, rallinu og með ryðvörnina gekk oft mikið á, það var erfitt að finna tíma fyrir sjálfan sig. Núna er þetta skárra!" „Erum svolrtiö hjátrúarfullir í keppni“ „Konan hefur alltaf séð um nesti fyrir okkur í rallið, bæði þegar ég var með Ómari og núna með Rúna- ri. Það má ekki klikka, þá mundi ganga illa! Við erum svolítið hjátrú- arfullir. Þess vegna tek ég alltaf með mér gömlu keyrsluskóna í plastpoka og hef þá í keppnisbílnum eða í næsta viðgerðabíl. Svo klippir Rúnar sig alltaf fyrir keppni og er í sömu fötunum ...“ Verk Rúnars sem aðstoðaröku- manns er miklu viðameira en mitt þegar ég var með Ómari. Hann les á fullri ferð fyrir mér leiðarlýsingu, RÚNARJÓNSSON UM FÖÐURSINN: MT Eg var skíthræddur til að byija með, var alltaf að spá í um- hverfið og hraðann. Núna vil ég alltaf auka hraðann. Segi pabba stundum að beygjumar séu auð- veldari en þær em til að plata hann hraðar; hann getur oft meira en hann heldur! Það er oft hrikalega erfitt að keppa með pabba, hann vill helst vera með puttana ofan í öllu, líka því sem ég á að gera. Hann stressar sig stund- um of mikið. Á sérleiðum þar sem ekið er á fullu urgar stundum í pabba. Það heyr- ast stunur frá honum í erfíðum beygjum þegar það heppnast vel að keyra hratt. Þegar stunur heyr- ast er pabbi í fínu formi.. :ftir 22 rallsigra á 13 ára ferli. Fjölskyldan lyndinni virðir fyrir sér bikarana. Með honum igdasonur. Frá vinstri: Jón með dótturdóttur- Stturdótturina Bertu Björk, Sveinbjörg, Öm lur. Á neðri myndinni slaka þeir feðgar á í í i foður sínum sposkur á svip. Strákurlnn veitir mér mikinn stuðning í keppni, segir Jón. Hér eru þeir feðgar í Escort-bíl þeirra. Skeifunni, alla daga. „Ég hef alla tíð unnið tvöfalda vinnu. Var í sveit á mínum unglingsárum og byijaði svo að vinna sextán ára gamall. Þá kynntist ég eiginkonu minni, Petru Baldursdóttur, og við giftum okkur ári síðar. Ég vann ég hörðum höndum til að koma þaki yfir höfuð- ið. Ég lærði til rakara á þessum árum og varð hárskerameistari. Villi Þór var m.a. nemi hjá mér á rakarastofu, sem ég var með á Suðurlandsbraut. En eftir tíu ár í faginu varð ég leiður á þessu og stofnsetti Bílaryðvörn uppúr 1970 ásamt Birni Jóhannesson. Þetta fyrirtæki höfum við rekið síðan ásamt bílaleigu," sagði Jón. Rallið tekur svo mikinn tima að ef ekki hefði verið samstaða í fjöl- skyldunni þau þrettán ár, sem ég hef verið í þessu, þá væri ég ekki í rallinu núna. Ég tek mér sjaldan frí, á aldrei raunverulegt sumarfrí. Tvær helgar í mánuði fara í rallið þegar keppnistímabilið er en ég er blessunarlega laus við að hugsa um þetta daginn út og inn, eins og margir. En það hefur verið mikið álag á fjölskylduna, sem alltaf hef- hveija beygju með ákveðnum tákn- um. Blindhæðir eru því oft teknar á fullu. Hraðinn hefur aukist mikið á undanförnum árum og maður nær ekki toppsæti nema með góðan aðstoðarökumann, það eru hreinar llnur. Nú er svo komið að manni finnst nær 200 km hraði á sérleiðum nánast ekkert, þó að um malarvegi sé að ræða. Stundum finnst manni þó hraðinn dálítið skuggalegur, t.d. á köflum I síðustu keppni, sem var mjög hörð og spennandi. Sam- keppnin er orðin það mikil að þar verður að velja leiðir, sem eru krók- óttar, hámarkshraðinn má ekki vera úrslitapunkturinn. Hraðaaukningin hefur verið það mikil undanfarið, að ég held að við þurfum ekki að óttast útlendinga í Ljómarallinu. Finnarnir komu héma um árið og rassskelltu okkur, þeir færu ekki svo létt með okkur núna.“- „Margir góöir hsatta meö flár- haginn í molum" Aðstaðan, sem Finnar hafa yfír að ráða, gerir þá að bestu ökumönnum heims. Ég tel okkur hafa efnivið, Smáskot! Fyrstu kynni mín af rali- akstri voru í fyrsta rallinu á íslandi 1975. Þá fór ég með Ómari og við vissum ekkert út á hvað þetta gekk. Við lentum í árekstri í keppninni og enduðum í 42. sæti af 56 bílum... ...ég á margar góðar minn- ingar frá Renault-bil okkar Ómars; það voru margir hræddir við þetta franska villidýr, ekki síst ef við vor- um fyrir aftan þá. Ómar gerði oft ómögulega hluti á þessum bíl og við unnum marga skemmtilega sigra. Stundum gekk þá ekki allt eins og í sögu eins og einu sinni á Húsavík. Við veltum bílnum, fórum 3-4 veltur. Bíllinn stöðvaðist á hjólun- um og við ætluðum að halda áfram, en vorum ekki sam- mála um I hvaða átt ætti að aka og rifumst stundar- kom. Þá kom Eggert Sveinbjörnsson á fullri ferð á sínum bíl, úr öfugri átt miðað við það hvert ég vildi fara! Við biðum smátíma og þá kom annar. Þá vissi ég að Ómari hafði rétt fyrir sér... ...hræðilegasta upplifun mín með Ómari var í sænska rallinu. Á einni leið- inni vomm við nær bensín- lausir, komnir fleiri þúsund kílómetra frá íslandi. Sam- tal okkar Ómars var hroðalegt, formælingamar miklar, en leiðin var 22 kíló- metra löng og bensínmælir- inn alltaf á núlli. Víð sluppum fyrir horn, en í enda leiðarinnar dó á bílnum. Sem betur fer var viðgerðarþjónusta skammt undan... ...ég veit að ég er bölvaður nöldrari í keppni, röfla og röfla og tvítékka á öllu sem viðgerðarstrákarnir gera. Annars væri ég ekki I rónni, strákarnir vita það. Ég hef haft toppmenn með mér, sem hafa átt stóran þátt I velgengninni. Kannski nöldra ég því of mikið. Sömu strákar hafa verið bakhjarlar mínir í mörg ár, ómetanlegir menn. Þór Garðarsson er sá sem hefur fylgt mér frá byijun, síðan em Kristján og Bragi Bragasynir, Halldór Jó- hannesson, Hreggviður Óskarsson, Guðbrandur Elíasson, Sigurður Vil- hjálmsson og Ólafur J. Sigurðsson; hörkukallar, sem ég hef ekki náð jafn- langt án... ...ég held, eins og rallið hefur þróast í ár, að hinir keppendumir ætli að gera mig að ísiandsmeistara. Eftir Nesrallið sagði ég að þeir ætluðu að færa mér titilinn á silfurfati, þá vann ég aftur og helstu keppina- utarnir féllu út... ...ég er búinn að aka í nokkmm rallbílum. Fyrst Simca, svo Renault og Toy- ota og nú Ford Escort. Allt hafa þetta reynst traustir bílar og öflugir á sínu skeiði. En Renaultinn situr lang sterkast í manni; hann var svo djöfull kenjóttur og skemmtilegur... sem gæti náð langt á erlendum gmndvelli. Vandamálið er peninga- leysi. Á meðan Finnar aka 2—3 mánuði í keppni keppum við ■ kannski á 1—2 mánaða fresti, svip- að og munur á knattspyrnumanni, sem æfir þrisvar í viku eða einu sinni í mánuði. íslenskir ökumann hugsa líka alltof lítið um líkamlegt ástand, égtel 99% íslenskra rallöku- manna í slöku líkamsástandi. Sjálfur er ég ekki nema í rétt þokka- legu formi, spila fótbolta 2—3 í viku. Enda er ég oft útkeyrður eftir eina rallkeppni. Það sem margir frambærilegir öku- menn hafa brennt sig á hérlendis er það að þeir hafa viljað gleypa heiminn í einum vetfangi. Ætlað sér toppárangur strax og hafa ekki viljað þróast með rallinu eða haft þolinmæði. Margir hafa lagt allt I sölurnar peningalega og hætt með fjárhaginn í molum. Það er einstök heppni ef menn komast á toppinn strax og dýrt að miða árangurinn strax við þá bestu. Ég lenti í þessu á mínu fyrsta ári sem ökumaður, en hafði bakhjarlinn til að takast á við peningahliðina. Árangurinn kom svo síðar með reynslunni. Aðalmálið fyrir þá, sem ætla að byija að keppa í rallakstri, er að flýta sér hægt. Aflmikill bíll er ekki endilega málið heldur traustur og bilanafrír bíll. Menn mega ekki fara ’ framúr sjálfum sér, hvorki í akstri eða útgjöldum. Því fyrr sem menn byija að keyra, því meiri möguleik- ar á að ná árangri. Ég byijaði seint að keyra sjálfur, 39 ára gamall, en hafði þá lært mikið af Ómari. Hall- dór Ulfarsson hjálpaði mér líka mikið í byijun, en þessir tveir kapp- ar ásamt Hafsteini Haukssyni hafa borið af öðrum rallökumönnum gegnum tíðina. Hvað framtíðina varðar eru margir, sem gætu náð langt með réttum - undirbúningi. Ég nefni t.d. Steingrím Ingason, sem er hörku- keyrari, en hefur verið óheppinn, Guðmund Jónsson, Daníel Gunnars- son og Hjörleif Hilmarsson. Svo eru EIGINKONAN UM JÓN: mr Eg hef alltaf verið hrædd um strákana, ekki síst eftir að Rúnar byijaði líka, og oft hef ég setið titrandi heima á meðan þeir hafa ekið um heiðar landsins. Ég hef alltaf fylgst með gangi mála gegnum síma en aðeins tvisvar eða þrisvar farið að horfa á keppni. Fyrst þeir eru í þessu þá vil ég að þeim gangi sem best. Ég vil hafa bílinn sem bestan og öflugastan, annars er ekkert gaman að þessu og vissulega er ég stolt þegar þeir vinna. Jón var miklu stressaðri á árum áður, nú hefur hann meira gaman af rallinu. Hann væri samt ekki í þessu ef enginn árangur næðist. það gömlu kempumar, Hafsteinn Aðalsteinsson og Jón S. Halldórs- son. Jón gerir oft hluti í akstri, sem mig myndi ekki dreyma um að gera, er rosalega kaldur — góður.“ „Er sama um titillnn, vil bara vinna" „Ég er búinn að vera í rallakstri I 13 ár, í fyrra fannst mér kominn tími til_ að hætta, en þetta er spenn- andi. Ég klára árið í ár örugglega, ætla að vinna eins mörg röll og hægt er. Mér er sama um íslands- meistaratitilinn, stressaði mig á honum hér áður fyrr. Nú tek ég hveija keppni fyrir sig — til sigurs. Áður fyrr kveið ég fyrir sérleiðun- um, áhyggjur af velgengni sáu fyrir því. Nú hlakka ég til að æða af stað og takast á við hið óvænta. Mest langar mig að vinna Ljómaral- lið sem ökumaður. Þá væri ferillinn fullkominn. Svo væri gaman að vinna í hinum mótunum líka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.