Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 16
88 V ífT >r t.TT ininTiT.fTT.fT4 0TCTAJfTKTJOHOM FRJALSAR Aouita nálægt eigin heims- metií 1.500 SAID Aouita frá Marokkó náði besta tíma ársins í 1.500 metra hlaupi á Bislet- leikunum í Osló á laugar- dagskvöldið. Aouita hljóp á 3.30,69 mín. Hann hljóp mjög vel og ekki munaði miklu að hann næði að bæta eigið heimsmet (3.29,46) en endaspretturinn var ekki nógu góður — Aouita gaf efstir síðustu 300 metrana. Aouita, sem einnig var nærri því að bæta heimsmetið í míluhlaupi í Helsinki tveimur dögum fyrir Bislet-leikana, sagðist á laugardaginn hafa ætlað að bæta metið í 1.500 m hlaupinu, „en aðstæður voru ekki nægilega góðar í kvöld. Það var of kalt og hvasst," sagði hann. Steve Cram, Bretlandi, sigraði auðveldlega í mílúhlaupinu á Bislet; fékk tfmann 3.50,08 mín. sem er næst besti tími sem náðst hefur í ár. Aðeins Aouita hefur hlaupið betur. Fatima Whitbread frá Bretlandi kastaði spjótinu 76,34 metra þegar í fyrstu tilraun og bjugg- ust menn jafnvel við að hún bætti eigið heimsmet. Svo fór þó ekki, en Whitbred var engu að síður ánægð enda kastið það næst lengsta í sögunni — aðeins heimsmet hennar (77,44 m) er lengra. „Ég er auðvitað himinlif- andi. Og áhorfendur hér voru frábærir. Norðmenn þekkja greinilega vel inn á spjótkast kvenna," sagði hún. Annar Breti, spretthlauparinn snjaili Linford Christie, sem ver- ið hefur ósigrandi að undanf- ömu, vann sannfærandi sigur í 200 m hlaupinu. Fékk tímarn 20,48 sek. sem er hans besti tími frá upphafí í greininni. Öllum á óvart sigraði Sovétmað- urinn Sergei Bubka ekki í stangarstökkinu; lenti í öðru sæti með því að stökkva 5,65 metra en sigurvegarinn Niklai Nikolov frá Bulgaríu stökk 5,70 m. Eftir að hafa farið yfir 5,65 mistókst Bubka þrívegis við 5,85 m. ■ Úrslit/B 15 FRJALSAR íslands- met Erlings Í800m hlaupi, 1.48,83 ERLINGUR Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt íslandsmet í 800 m hlaupi á Bisiet-leikvangin- um fræga í Osló að við- stöddum 22.000 áhorfendT um á laugardaginn; á Bislet-leikunum. Hann fékk tímann 1.48,83 mín. Gamla metið, 1.49,2, sem Jón Dið- riksson átti, er þar með fallið. Erlingur hljóp fyrstu 400 m á 52,5 sek. og fyrstu 600 m á 1,20 mín. í viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins sagði hann ^■■■■i um hlaupið: „Ég FráJóni hljóp frískt út og Óttarri náði að „bíta mig Karissym fastan" í fremstu lNore9‘ menn og síðan var bara að halda út í gegnum hlaupið. Tæknilega séð var hlaupið mjög vel útfært frá fyrsta til síðasta metra og stemmningin á Bislet var ólýs- anleg." Erlingur segist hafa æft mjög vel í vetur og það sem af er keppnistímabilinu. Hann nefnir einnig að hann hafi valið að ein- beita sér algjörlega að íþrótt sinni til að ná sem bestum ár- angri. Að stunda atvinnu samhliða æfingum og keppni hefur ekki verið til umræðu hjá Erlingi, „íþróttin krefst allrar minnar orku," segir Erlingur. Erlingur sagði ennfremur að 800 m hlaup væri aukagrein hjá honum og öll hans æfingaáætl- un miðaðist við hans aðalgrein, 400 m, þar sem hann á best 48,40 sek. frá 1985. Erlingur, sem nemur við íþróttaháskólann í Noregi, er nú á leiðinni heim til Íslands, þar sem hann mun keppa fyrir félag sitt, Breiða- blik, á landsmóti Ungmennafé- lags íslands á Húsavík 10. til 12. júlí. Á landsmótinu mun Erlingur sennilega hlaupa bæði 400 og 800 m og að eigin sögn mun hann ekkert gefa eftir. Árangur Erlings I 800 m á Bi- slet er annar besti árangur í greininni í Noregi í ár. Þjálfari Erlings er Englendingurinn Bruce Londgen, en hann er jafn- framt þjálfari norska frjálsí- þróttalandsliðsins. Fyrir keppnistímabilið var besti árangur Erlings í 800 m hlaupi 1.53,33 og af þessu má sjá að framfaramir hafa verið ótrúlega mikilar á skömmum tíma. Þrátt fyrir að Erlingur hafi sett ís- landsmet í 800 m hlaupi verða 400 metrarnir áfram hans aðal- grein, að minnsta kosti í sumar. Erlingur var eini íslenski þátt- takandinn á Bislet-leikunum í ár. Eftir spjallið kvaddi Erlingur og stökk af stað til enn einnar æfingarinnar. Því það sem hann hugsar um er að æfa, æfa og æfa til að ná sem bestum ár- angri. ■ Úrsllt/B 15 IPROmR Morgunblaðið/RAX Lengra - lengra! Einar horfir á eftir spjótinu á Flugleiðamótinu á dögunum. Þar kastaði hann 79,24 m en spjótið flaug enn lengra í Laugardalnum um helgina, og íslandsmetið var slegið! FRJALSAR / SPJOTKAST íslandsmet Einars: 82,10 m Kastaði 83,30 m á æfingu fyrir skömmu EINAR Vilhjálmsson bætti eigið íslandsmet í spjótkasti um 1,82 metra á innanfélagsmóti iVrmanns er hann kastaði 82,10 metra. Gamla metið var 80,28. Það er ljóst að Einar er í góðri æfingu, hann átti nokkuð jafnlöng köst á þessu móti — kastaði þrívegis yfír 80 metra markið. Fyrsta kast hans var ógilt, en síðan mældus köstin, í réttri röð: 80,26 m, 80,06 m, 78,46 m, 78,96 m, 82,10 m. Mjöggóð kasts- ería sem bendir til þess að Einar eigi jafnvel að geta kastað enn lengra á næstunni. Hann kastaði reyndar 83,30 metra á æfingu um daginn — sem or vel yfir núgildandi Norðurlandameti Svíans Dags Wenlund, 82,60 m. Sigurður Einarsson tók einnig þátt í mótinu og kast- aði lengst 76,40 metra. Pétur Guðmundsson kastaði kúlú 17,20 metra og Helgi Þór Helgason 15,77, sem er hans besti árangur í tvö ár. Einar og Sigurður fara í dag áleiðis til Austur-Þýska- lands en á morgun keppa þeir á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Grand-Prix móti, í Berlín. Mótið er haldið í tengslum við 750 ára afmæli borgar- innar á þessu ári. L OTT O 5 14 15 20 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.