Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 7. JUU 1987 B 7 ÁFAMGI I hópi þelrra bestu Ólympíulið íslands er (hópi þeirra bestu i heiminum i dag. Myndin er tekin í Prilep i síðustu viku, þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti í Júgó- slavíumótinu. í síðasta mánuði, en í Prilep og Bitola í Júgóslavíu í síðustu viku, sýndi Bogdan og sannaði að hann veit hvað hann syngur enda nýtur hann ómældrar virð- ingar starfsbræðra sinna hjá hinum toppliðunum. Undirbún- ingurinn í júní miðaðist við Júgóslavíumótið með Seoul í fjarlægð og Bogdan gat verið ánægður í mótslok. Aldrei hefur ísland átt eins sterkt, samæft og samhent landslið í handknattleik og nú. Metnaður strákanna er gífurleg- ur — þeir hafa lagt mjög mikið á sig og eru tilbúnir til að haida því áfram. Að vonum gleðjast þeir þegar vel gengur og að mennirnir hafa vanið sig á að láta utanaðkomandi þætti ekki hafa áhrif á það sem skiptir máli. Löng og erfið ferðalög, matur og umhverfi spilla ekki hugsuninni. í stórmótum getur einn Ieikur ráðið úrslitum um endanlega röð. ísland getur á góðum degi unnið hvaða landslið sem er, en það getur einnig átt slæman dag og tapað óvænt. Hópurinn sýndi í Júgóslavíu að hugarfarið er rétt — HSÍ, landsliðsnefnd, landsliðið og Bogdan eru á réttri leið. Steinþór Guðbjartsson Ólympíulið íslands í handknattleik er í hópi bestu liða heims Undirbúningur liðsins miðast fyrst og fremst við ÓL í Seoul Einstakur hópur og þjálfari sem nýtur mikillar virðingar ikilvægui og merkur áfangi náðist í íslenskum handknattleik í síðustu viku, þegar ólympíulið íslands hafnaði í þriðja sæti á Júgóslavíumótinu, þar sem fimm af sterkustu landsliðum heims tóku þátt auk þriggja annarra liða. Áfangmn var mikil- vægur vegna þess að ólympíulið okkar sannaði tilverurétt sinn á meðal þeirra bestu og merkur fyrir þær sakir að liðið sigraði heims- og ólympíumeistara Júgóslavíu í fyrsta sinn á þeirra heima- velli. Þegar illa gengur í landsleikjum er al- menningur oft fljót- ur að dæma, leikmenn fá að heyra það óþvegið, þjálfarar, lan<lsliðs; nefnd og stjórn HSÍ sömuleiðis. Tónninn er annar og betri þegar árangur næst — sami hópur er hafínn upp til skýja. Bogdan Kowalczyk hefur haft ótrúlega góð áhrif á íslenskan handknattleik siðan hann hóf að þjálfa hér á landi fyrir níu árum og árangur landsliðsins undir hans stjórn er frábær. En það sem skiptir öllu máli núna eru Ólympíuleikamir í Seoul á næsta ári og fólk verður að hafa það hugfast að undirbún- ingur liðsins miðast allur við að ná þar því besta út úr liðinu, sem hægt er. Viðbúið er að á skiptist skin og skúrir á næstu fímmtán mánuðum og því verð- ur að taka. Margir hökkuðu liðið í sig eftir ófarimar gegn Dönum sama skapi eru þeir óánægðir, er dæmið gengur ekki upp. Fyr- ir Júgóslavíumótið var landsliðs- hópurinn raunsær og menn sögðu að gott væri að ná fímmta sæti. Þeir vissu að í keppni Bogdan þakkar Bogdan Kowalczyk er einn besti handknattleiks- þjálfari heims. Hann var mjög ánægður með árangur ólympíuliðs Islands á Júgóslavíumótinu og þakkaði leikmönnum fyrir með handabandi. Á myndinni er Bogdan með Karli Þráinssyni og í baksýn er Geir Sveinsson. þeirra bestu getur enginn verið öruggur með sigur. Þeir sættu sig engan veginn við tapleikinn gegn Spáni og á fundi sama kvöld var ástæðna leitað, and- rúmsloftið hreinsað. Á þeirri stundu voru leikmenn óánægðir með að hafa misst af fyrsta eða öðru sæti, en um leið ákveðnir í að ná þriðja sætinu, þó á brattann væri að sækja — til þess þurfti sigur gegn bronsliði Austur-Þýskalands frá HM í Sviss. Fögnuður ólympíuliðs íslands var mikill í mótslok. Hópurinn hafði fest sig í sessi á meðal þeirra bestu. Aðstæður voru ekki upp á það besta, en leik- ■ Erlingur Kristjánsson, hinn snjalli varnarmaður 1. deildarliðs KA í knattspymu, var rekinn af velli á föstudaginn í leiknum gegn Þór. Knötturinn var sendur fram völlinn, á Kristján Kristjánsson sem var á auðum sjó. En Erlingur stöðvaði knöttinn með höndunum. Gísli Guðmundsson, dómari, hik- aði ekki við að sýna Erlingi rauða spjaldið og voru margir á því að Gísli hefði brugðist rétt við. I fyrra voru fyrirmæli til dómara á þá leið að refsing fyrir brot sem þetta væri rautt spjald en nú mun svo ekki vera lengur. Reglunum var breytt í vor, að sögn dómara sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Sam- kvæmt reglum frá FIFA [alþjóða knattspyrnusambandinu] er hegn- ing fyrir brot sú sama hvar sem brotið er framið á vellinum, sagði hann, en FIFA fór einmitt fram á það í vetur að reglur allra landa yrðu samræmdar. Refsing fyrir brotið sem Erlingur framdi hefði því átt að vera gult spjald, við fyrsta brot, ekki rautt eins og þó hefði verið rétt í fyrra. ■ Tomislav Ivic frá Júgóslavíu hefur tekið við stjórninni hjá Porto, portúgölsku Evrópubikarmeistur- unum í knattspymu. Ivic, sem er 45 ára, þjálfaði ítalska liðið Avelino á síðasta keppnistímabili, en hann hefur þjálfað mörg evrópsk lið, þar á meðal Ascoli og Anderlecht. Hann gerði tveggja ára samning við félagið, en Jorge, fyrrum þjálfari liðsins, tók við Racing París. ■ Halldór Einarsson, Henson, stóð fyrir fjáröflunarleik í knatt- spymu á 17. júní þar sem safnað var fé til uppbyggingar íþróttaað- stöðu á Litla Hrauni. Vel þótti til takast, en leikurinn var ákveðinn með stuttum fyrirvara og því tókst ekki að fá erlendar stjörnur til leiks. Ákveðið hefur verið að bæta um betur á næsta ári — og hefur verið skipuð þriggja manna nefnd til að undirbúa þann leik af kostgæfni. í henni em, auk Halldórs Einarsson- ar, atvinnumennirnir Arnór Guðjohnsen hjá Anderlecht í Belgíu og Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Stefnt er að því að leikurinn fari aftur fram á þjóðhátíðardaginn en ekki hefur verið ákveðið hvaða málefni á að styrkja. Þeir Ásgeir og Amór ætla að reyna að koma með þekkta erlenda leikmenn með sér til landsins. ■ Gordon Milne, fyrrum leik- maður Liverpool og framkvæmda- stjóri Coventry og Leicester undirritaði þjálfarasamning við Be- siktas í Tyrklandi um helgina og stjórnaði fyrstu æfingunni í gær. FOLK Morgunblaöið/Skapti Erlingur óheppinn Erlingur Kristjánsson, miðvörður KA í knattspymu, var óheppinn að vera rek- inn út af í leiknum gegn Þór á föstudaginn. Skv. knattspymulögunum er refsing fyrir þetta brot ekki útafrekstur, að sögn dómara sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Hér er Erlingur í baráttunni f fyrra gegn einum leikmanna Skallagrims, er bæði lið léku f 2. deildinni. Tyrkimir höfðu áður reynt að fá Don Howe, fyrrum framkvæmda- stjóra Arsenal, en samningar tókust ekki. ■ Francis Lee hefur fengið fuli réttindi til að þjálfa keppnishesta í Englandi. Lee er þekktastur sem knattspyrnumaður með Manchest- er City og enska landsliðinu, en hann lék 27 landsleiki og hætti sem atvinnumaður fyrir 11 árum. Fyrir þremur árum fékk hann takmörkuð réttindi, sem þjálfari keppnishesta, en árangur hesta hans hefur verið góður, 12 sigrar á síðasta keppn- istímabili tala sínu máli. ■ Walter Zenga, markvörður ítalska landsliðsins í knattspymu, hefur fengið óskemmtilegar símhringingar að undanförnu. Samningur hans við Internaziona- le Milan rennur út 30. júní á næsta ári og hefur hann ekki náð sam- komulagi við félagið um framleng- ingu. Því kunna einhveijir stuðningsmenn liðsins illa, þeir vilja að hann verði áfram og hafa hringt og hótað honum lífláti, ef svo verð- ur ekki. ■ Glenn Hoddle, og Mark Hat- ely, ensku landsliðsmennirnir í knattspymu, léku um helgina sinn fyrsta leik með liði Mónakó. Það var vináttuleikur gegn júgóslav- neska liðinu Hajduk Split. Leikurinn fór fram í Mónakó og sigruðu heimamenn 2:1. Það var Hoddle sem skoraði fyrra markið strax á sjöttu mínútu, og þótti hann leika frábærlega í þessum fyrsta leik fsínum með nýja liðinu. Hann stjómaði leiknum á miðjunni, en var svo skipt út af á 61. mínútu. Góð frammistaða, en það þótti tíðindum sæta í Englandi að aðeins 1.000 manns fylgdust með leiknum! Arnór GuAjohnsen og Ásgelr Sigurvlnsson eru í nefnd ásamt Halldóri Einarssyni, til þess að skipuleggja ágóða- leik í knattspymu á þjóðhátíðardaginn næsta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.