Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, /IÞROTTIR ÞMÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987 TENNIS / WIMBLEDON-MOTIÐ Ótmlega auð- veldur sigur Cash á Lendl Graf var Navratilovu engin fyrirstaða Simamynd/Reuter Sigurvegarinn! Pat Cash veifar hér til aðdáenda sinna í úrslitaleiknum gegn Lendl á sunnudag- inn. Cash stóð sig frabærlega vel, enda feykigóður á grasvöllum, sem hann er vanur neðan frá Astralíu. PAT Cash frá Ástralíu sigraði í einliðaleik karla á Wimble- don-mótinu á sunnudaginn. Hann sigraði Ivan Lendl, sem er númer eitt á styrkieikalista alþjóða-tennissambandsins, örugglega 7:6,6:2,7:5, í úr- slitaleiknum. I kvennaflokki sigraði Martina Navratilova, Bandaríkjunum, vestur þýsku tennis-prinsessuna Steffi Graf í úrslitaleik á laugardag, 7:5, 6:3. að kom mörgum mjög á óvart að Cash næði að sigra Lendl. Þó var vitað að Cash er gífurlega góður á grasvöllum og hafði leikið frábærlega allt mótið. Hann tapaði aðeins einu setti á öllu mótinu; og varð þar með sá þriðji í sögunni til að ljúka Wimbledon-móti án þess að tapa meira en einu setti. John McEnroe varð meistari 1983 og 1984 og tapaði aðeins einu setti hvort ár, og Svíinn Björn Borg sigr- aði á mótinu 1976 án þess að tapa einu einasta setti. 54. sigurvegarinn Pat Cash varð um helgina 54. sigur- vegari í einliðaleik á Wimbledon- mótinu. En hann er sá fyrsti sem leyfir sér að klifra upp í heiðurs- stúkuna til þess að fagna með sínum nánustu! Eftir að hafa tekið í hönd mótheija síns eftir leikinn tók hann á rás, klifraði upp í stúk- un og fagnaði ásamt foreldrum sínum og unnustu, norsku stúlkunni A-me-Britt Kristiansen. Cash, _sem er 22 ára að aldrei, er fyrsti Ástralinn sem sigrar í einliða- leik á Wimbledon síðan John Newcombe gerði það árið 1971, fyrir 16 árum. Cash sagði eftir sig- urinn að hann óskaði þess að sigurinn yrði ekki til þess að líf hans breyttist. „Ég vil vera ham- ingjusamur, en ekki hundeltur. Frekar vil ég fá að vera í friði,“ sagði hann. Lendl hafði einmitt lífsvenjum sínum mikið á þessu ári vegna und- irbúnings undir Wimbledon. Hann hefur unnið öll stærstu tennis-mótin nema þetta og eftir að hafa enn einu sinni misst af sigri nú, var hann mjög dapur í bragði. yÞetta eru mér gífurleg vonbrigði. Ég hef lagt svo mikið á mig til að ná sigri hér,“ sagði hann. Urslitaleikur Cash og Lendl tók tvær klukkustundir og 45 mínútur og sigraði Cash í þremur settum. Hann hafði undirtökin allan tímann, og virkaði mun afslappaðri en Tékk- inn. í fyrsta settinu þurfti aukaleik til að ná fram úrslitum en þar sigr- aði Cash 7:6. Hann vann aukaleik- inn 7:5. I lok þriðja settsins átti Lendl uppgjöfina og hafði mögu- leika á að sigra. Hann leiddi þá 5:3 en náði ekki að nýta sér uppgjafir sínar. Honum leið greinilega illa eftir þau dýrmætu mistök og Cash jafnaði 5:5 og leiddi 6:5 er hann fékk réttinn til að gefa upp, og þá tryggði hann sér sigur.. Sem fyrr segir hafði Cash yfir- höndina allan tímann, sigur hans var í raun aldrei í virkilegri hættu. Hann sýndi enn einu sinni að hann getur leikið mjög vel á grasi — en hann sigraði Lendl einmitt fyrr á þessu ári á grasvelli, í undanúrslit- um opna ástralska mótsins. En þrátt fyrir næsta auðveldan sigur á Lendl sagði Cash að úrslitaleikur- inn hefði ekki verið besti leikur sinn á mótinu. „Það var sigurinn á Mats Wilander í átta manna úrslitunum. Þetta var heldur ekki stærsta stund lífs míns; það var þegar Daníel son- ur minn fæddist," sagði hann. Verður aldrei nertt úr honum Þjálfari Pats Cash, Ian Barclay, sagði í samtali við fréttamenn eftir að mótinu lauk að eitt sinn hefði verið sagt við sig: þú átt aldrei eft- ir að gera tennis-leikara úr Pat Cash. „Mér hefur aldrei liðið eins vel og í dag, þegar ég horfði á Cash sigra. Mér hafði verið sagt að ég gæti aldrei gert úr honum góðan leikmann. Margir sögðu þetta vegna þess að ég hafði aldrei komist í Davis-Cup lið eða sigrað á Wimbledon. Við fengum að heyra mikið rugl frá fólki — og nú höfum við sannað að það hafði rangt fyrir sér. Ég man eftir því að ég sagði einu sinni við konuna mína: þessi Símamynd/Reuter Cash á fullri ferð í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þessum bolta náði hann ekki en sá hlær best... drengur á eftir að verða Wimble- don-meistari!“ Barclay var einn þeirra sem Cash faðmaði að sér í heðiursstúkunni eftir að leiknum lauk. Þjálfarinn var mikið spurður hvað hefði verið það fyrsta sem meistarinn nýkrýndi hefði sagt þeg- ar hann kom. Fyrst í stað vildi hann ekki Ijóstra því upp, en sagði svo. „Hann sagði: við sýndum þeim það...“ „Ég var heppin" „Ég var heppin,“ sagði Martina Navratilova eftir að hafa sigrað Símamynd/Reuter Navratilova fagnar sigri. Attundi sig- ur hennar í einliðaleik í höfn og sigurgleðin leynir sér ekki. Graf í úrslitaleik kvenfólksins á laugardaginn. Fjórum sinnum í leiknum gerðist það að hún þrum- aði í efsta hluta netsins í uppgjöf og boltinn datt í öll skiptin niður á vallarhelming vestur-þýsku stúlk- unnar! Navratilova sigraði sem fyrr segir 7:5, 6:3. I byijun leiksins var mjög áberandi hve sú sem gaf upp vann stig. Þegar líða tók á var aldr- ei spurning um hvor þeirra væri betri, Graf gekk illa að ráða við hinar frægu uppgjafir Navratilovu, sem eru firnafastar, og hnitmiðuð skot hennar. Símamynd/Reuter Það tókst! Martina Navratilova fagnar eftir að hafa unnið síðasta stigið í leiknum gegn Steffí Graf á laugardaginn. Sigurinn var auðveldari en búist hafði verið verið. Það tók Martinu aðeins 69 mínútur að sigra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.