Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Eyðniumræðan eftir Ólaf Odd Jónsson I. Nokkur viðbrögð hafa orðið við prestastefnusamþykktinni um eyðni. Annars veguar finnst mönn- um að gengið hafi verið of langt og hins vegar of stutt. Það er ekki ætlun mín að fara að munn- höggvast við fólk sem tekur ekki rökum, en ég finn mig knúinn til þess að greina frá þeirri forvinnu sem býr að baki ályktuninni. Siðferðileg hræðsla fyrr á tímum leiddi af sér ofsóknir og í kjölfarið fylgdi löggjöf í einni eða annarri mynd. Frá síðari heimsstyrjöldinni hefur mátt greina endalausa röð slíkra tilfella, sem mörg hver snerta siðferðileg og kynferðisleg málefni t.d. kynlífssjúkdóma, vændi, sam- kynhneigð, kynferðislega misnotk- un bama, kynlíf unglinga, klám, klámmyndir o.s.frv. Sumt af þessu hefur komið upp á yfirborðið hér heima undanfarið. Það sem einkennir margt af þessu eru tengslin milli kynlífs og sjúk- dóma og sjúkdómur afbakast þannig í eitthvað sem er óhreint. Það er ekki undarlegt að hræðslan nýverið hefur sprottið upp í tengsl- um við kynsjúkdóma, og nú síðast alnæmi eða eyðni (AIDS-Acquired Immune Deficiency Syndrom). Eyðni hefur borið með sér einkenni siðferðilegrar hræðslu. Það sem er ólíkt fyi;ri tíma fyrirbrigðum er að eyðnikreppan er þess eðlis að fóm- arlömbin hafa verið ásökuð um að valda sjúkdómnum vegna kynlífs- hegðunar sinnar. Þar sem flestir sem þjást af sjúkdómnum á Vest- urlöndum eru samkynhneigðii- karlar, þá segir það talsvert um afstöðuna til þeirra. Er sjúkdómur- inn kom fyrst fram í Bandaríkjun- um 1981—1982 var talað um eyðni sem sjúkdóm sem hrjáði kynhverfa og sjúkdómnum var lýst sem plágu samkynhneigðra („the gay plague") í fjölmiðlum. En það var raunar ljóst að allt frá upphafi vom aðrir hópar inn í myndinni þar á meðal Haitii- búar, eiturlyfjaneytendur og blæðarar. Það varð brátt Ijóst að í Mið-Afríku þar sem sjúkdómurinn er útbreiddastur og þar sem hann kann að eiga upptök sín, var það kynvísa fólkið sem hijáðist af sjúk- dómnum og smit átti sér stað við kynmök. En tengslin milli samkyn- hneigðar og sjúkdómsins hafa vakið ótta á Vesturlöndum. Þegar þess háttar hræðsla (panic) kemur upp er einkenni hennar fastmótaðar hugmyndir um aðalleikarana sem oftast taka á sig gerfi ófreskjunn- ar. Eru tígrisdýr í Kongó? Með vaxandi hræðslu verða þeir að ógn og menn fara að koma með ímynd- aðar lausnir eins og að loka menn af. Svipaðar hugmyndir komu upp í sambandi við sárasótt (sýfilis) í Bretlandi 1860. Um mitt ár 1985 var eyðni orðin algengasta dauðaorsök meðal karla í New York borg, en sjúkdómurinn er útbreiddur víða annars staðar. Ottinn er réttlætanlegur, en hann tók á sig mynd leitarinnar að blóra- böggli og í þeim efnum liggja kynhverfir vel við höggi. Þeir áttu að vera nær einir valdir að út- breiðslu sjúkdómsins. Þess vegna var stutt bil milli þess að tala um að þeir hafi valdið plágunni og segja að samkynhneigðir væru plágan. Susan Sontag hefur talað um aðferðir sem menn nota til þess að smitast ekki („praetices of decont- amination") í þessu sambandi. Slikir verknaðir áttu að koma í veg fyrir pláguna og voru fólgnir í því að veitingahús neituðu að þjóna kvn hverfu folki, kynhverfum þjónum var sagt upp, tannlæknar neituðu að gera við tennur þeirra, þeir sem unnu við sorpeyðingu notuðu grímur við að safna rusli frá fórn- arlömbum, fangaverðir neituðu að færa fanga á milli staða, starfsfólk í leikhúsum neitaði að starfa með kynhverfum leikurum, læknar neit- uðu að rannsaka eyðnisjúklinga og jafnvel útfararstjórar neituðu að annast útför þeirra. En um mitt ár 1985 lágu vísinda- legar staðreyndir fyrir. Eyðni orsakaðist af veiru, sem er ekki mjög smitandi. Það var aðeins hægt að smitast við náin kynmök og blóð- blöndun. Þetta var ekki sérstakur sjúkdómur kynhverfra og flest fólk sem hafði sjúkdóminn var kynvíst. Að öllum líkindum verður hægt að hindra útbreiðslu sjúkdómsins með breyttum lífsstíl fólks og notkun smokka. Smokkurinn hefur verið feimnismál hér heima. Það er óraunsæi að ætla sér að göfga alla einstaklinga og þegar hús er farið að brenna þá eru notuð öll tiltæk ráð til að slökkva eldinn. Með um- ræðunni um smokkinn er ekki verið að boða lauslæti. Menn setja sér einfaldlega það markmið að ná til sem flestra. Þessi aðferð landlækn- isembættisins og nemanna í Breið- holti á fyliilega rétt á sér, um leið og reynt er' að kalla gagnkyn- hneigða og samkynhneigða til ábyrgðar. Samkvæmt kynlífskönn- uninni sem gerð var í Menntaskól- anum í Reykjavík virðist ekki síður þörf á að ná til fyrrnefnda hópsins. Allt þetta gefur sem sé til kynna að þörf er á almennri uppfræðslu sem dregur úr hræðslu og hvetur til öruggara kynlífs. Það er af og frá að tengja saman synd og sjúk- dóma í þessu sambandi eða tala um eyðni sem guðlega refsingu sam- kvæmt kristnum viðhorfum. En án efa er heillavænlegast að siðferði- sviðhorfín mótist í samráði við lækna og heilbrigðisstéttirnar. II. Að baki prestastefnusamþykkt- inni um eyðni var mikil vinna og m.a. fjallaði ráðgjafamefnd kirkj- unnar um siðfræðileg máiefni um afstöðu til samkynhneigðar. Megin sjónarmið kristinna manna hafa verið fjögur. [Hvers vegna sýkjast sumir| af a Wmi en ekki? BaráttangegHSl- - -• Sömuvan^ Aðeins mótefnamæling allra kemurtUgreisa 1Heilbrigðisráðherra Svibióðar um ajnænu:: „Ekki ómaksins vert að mót-' efnamæla alla b.ióðina.. • „Guð forði okkur frá því að reisa múra for- dóma. Minnumst þess að máttarverkum Krists var m.a. ætlað að sýna að sjúkdómar væru ekki refsing Guðs. Alnæmi er ekki refsing Guðs fremur en aðrir sjúkdómar.“ 1) Lögð er áhersla á að af- neita og refsa. Sá sem hefur þetta viðhorf hafnar því að samkynhneigð sé réttlætanleg, kristilega séð, og vill beita samkynhneigða refsing- um. Þessi afstaða hefur til allrar óhamingju verið áhrifamikil í sögu kristninnar. Það er ekki af .ástæðu- tausu að við erum fáfróð um þær ofsóknir. Samsæri þagnarinnar hef- ur ríkt. Eftir sem áður liggja staðreyndimar fyrir. Öldum saman voru kynhverfir grýttir, brenndir, þeim misþyrmt eða þeir teknir af lífi á annan hátt. Þótt kirkjan legði oft blessun sína yfir borgaralegar ofsóknir, þá beitti hún sjálf ekki eins miklu líkamlegu ofljeldi. Á andlega sviðinu var hún enn harð- ari, neitaði mönnum um sakramenti og útilokaði þá frá almennum sam- skiptum. Nú hefur enginn af helstu guðfræðingum samtímans þetta hafnandi og refsandi viðhorf og flestar kirkjudeildir afneita því. Samt sem áður kann þetta að vera algengasta viðhorfið meðal krist- inna manna og í samfélaginu. Guðfræðin að baki hvílir á biblíu- legri bókstafstrú sem velur úr, en að önnur málefni eru ekki með- höndluð eins bókstaflega. Ref t.ing- in er ekki tjáð jafn opinskátt og áður. Stöðnuð viðhorf þessa fólks birtast í því að allar lesbíur séu harðneskjulegar og allir hommar kvenlegir, haldnir þráhyggju og losta og lauslátir að eðlisfari og hafa tilhneigingu til að misbjóða bömum. Þessar stöðnuðu ímyndir hafa verið hraktar með ábyrgum rannsóknum, en lifa í hugum fjölda manns. Aðal gagnrýnin á þetta við- horf fyrir utan að um er að ræða óveijandi biblíutúlkun, er ósam- ræmið milli refsingar og fagnaðar- erindis. Ungur danskur guðfræðingur, sem lauk námi frá Háskóla íslands nú í vor telur að ef við lesum Biblí- una eins og Ayatolla Khomeini les Kóraninn og leitum þar að dómsorð- um um náunga okkar, þá gætum við lent í því að segja A með Róm- veijabréfinu (og talað um „svívirði- legar girndir"). B með Korintubréf- inu (og sagt að „kynvillingar muni ekki erfa Guðs ríki“) og C með Móselögunum (en þar eru fyrir- mæli um að lífláta kynhverfinga). Hann er hræddur um „að við höfum aðeins séð byijun þeirra viðbragða sem koma frá mönnum, sem taka ferköntuð brot úr Pálsbréfunum fram yfir hjaitalaga heildarboðskap Nýja testamentisins“. 2) Afneitun sem er fráhverf refsingu. Karl Barth var talsmaður þeirra sjónarmiða. Þar sem mennskan er alltaf sam-mennska, þá telur Barth að karlar og konur nái aðeins fyllingu sinni í sambandi við einstaklinga af gangstæðu kyni. Að leita eftir staðgengli af sama kyni er „líkamlegur, sálfræðilegur og þjóðfélagslegur sjúkdómur, af- brigðilegt og merki um úrkynjun". (Karl Barth.) Samkynhneigð er óeðlileg og brýtur boð skaparans. En Barth flýtir sér að bæta við að megininntak fagnaðarerindisins sé yfirgnæfandi náð Guðs í Jesú Kristi. Fordæma ber samkynhneigð en í ljósi náðarinnar ber ekki að for- dæma hinn kynhverfa þ.e,. syndinni er hafnað en ekki syndaranum. Það var athyglisvert að læknar sem sátu fundinn um eyðni á Hótel Borg 11. des. 1986 neituðu allir að svara þeirri spurningu hvort sam- kynhneigð væri læknanleg. Kaþ- ólski siðfræðingurinn Bernard Haring telur hana læknanlega í flestum tilvikum innan þrítugs fái viðkomandi rétta meðhöndlun (sex therapy). Ég mun víkja að andstæð- um viðhorfum síðar. Þetta leiðir hugann að því hvort samkynhneigð þróist í bernsku eða hvort hún sé arfbundin. Án efa er dæmi um hvort tveggja. Barth telur einnig að samkyn- hneigð sé hjáguðadýrkun vegna þess að í henni felist sjálfs-dýrkun (narcissismi). Hinn samkynhneigði elski aðeins spegilmynd sjálfs sín í hinum aðilanum. En það gerir sjálf-gefandi kærleika samkyn- hneigðra rangt til. Rannsóknir sýna að engin sýnileg aukning hefur orðið á samkyn- hneigð á þeim aldarfjórðungi síðan rannsókn Kinseys fór fram í Banda- ríkjunum, þótt dregið hafi úr refsandi viðhorfi. Þetta er heldur ekki spuming um meðvitað val fyr- ir allan fjöldann. Enginn almenn samstaða er um orsakir samkynhneigðar. Tvær meginkenningar snúast um hið sál- líffræðilega og arfbundna en báðar eru umdeilanlegar. En eitt er ljóst eftir sem áður: Kynhneigð ákvarð- ast að verulegu leyti í frumbemsku vegna þróunar sem einstaklingur- inn hefur ekkert meðvitað val um. Ef ekki er um að ræða fijálst val, þá er heldur ekki auðvelt að snúa þessari þróun við. Jákvæðar niður- stöður meðferðar samkynhneigðra em í lágmarki. Tekist hefur að koma í veg fyrir að menn laðist að sama kyni, en ekki hefur tekist að vekja áhuga á hinu kyninu. Sumir meðferðaraðilar hafa hætt meðferð vegna þess að hún hafði skaðvæn- leg áhrif á persónulega einstakl- ingsins. 1974 tók bandaríska geðlækna- félagið samkynhneigð af listanum yfir andlegt ójafnvægi og staðhæfði að „samkynhneigð sem slík dragi ekki úr dómgreind, staðfestu, áreið- anleika eða almennum félagslegum eða starfrænum hæfileikum". Rétt eins og gagnkynhneigðir geta þeir lent í erfiðleikum. Evelyn Hooker taldi sig ekki finna neitt sýnilegt sjúklegt ástand (pathologiu) meðal samkynhneigðra . Taugaveiklunar einkenni (neuvrotísk einkennj), eru nánast þau sömu og hjá öðrum kúguðum minnihlutahópum og þar sem samkynhneigð hefur verið samþykkt koma slík einkenni ekki fram. Það er brýnt að líta þessa ein- staklinga öðrum augum en sem kynferðisverur. Önnur grein mann- réttindasáttmála SÞ áréttar réttindi þeirra: „Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og fijálsræði sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kyn- ferðis, tungu, trúar, stjórnmála- skoðana eða annarra skoðana, þjóðemis, uppruna, eigna, ættemis eða annarara aðstæðna." Ein megin rökin gegn hafnandi afstöðu „án refsingar“ eru þau að hægt sé að hafna samkynhneigðinni sem slíkri án þess að refsa samkynhneigðum. 3. Takmarkað samþykki mætti nefna þriðju guðfræðilegu afstöð- una til samkynhneigðar. Siðfræð- ingurinn Helmut Thielicke er besta dæmið um þessa afstöðu. Líkt og Barth, segir Thielicke: „Grundvallar sköpunarformið og hin tvö sköpuðu kyn virðast réttlæta að talað sé um samkynhneigð sem afvegaleiðingu eða spillingu (perversion), sem að minnsta kosti sé ekki í samræmi við sköpunarformið." En Thielicke er opnari fyrir sálrænum og læknis- fræðilegum rannsóknum samtím- ans um þetta efni. Þess vegna tekur hann annað skref. „Nú sýnir reynsl- an að eðlislæg samkynhneigð er ómóttækileg fyrir læknisfræðilegri og sálrænni meðferð, að minnsta kosti að því er varðar að umskiptin verði algjör." Auk þess segir hann að ekki beri að gera lítið úr eðlis- lægri samkynhneigð, ekki fremur en ýmissi brenglun sköpunarinnar. En hvað með kynlífstjáninguna? Ef samkynhneigður maður getur breytt kynhneigð sinni ber að leita eftir því. Flestir geta það samt sem áður ekki. Þá heldur Thielicke því fram að þeim beri að göfga samkyn- hneigðina og beina henni að æski- legum verkefnum. En sumir geta ekki haldið sig frá kynlífi. Ef því er þannig farið ættu þeir að stofna til kynlífssambanda á siðferðilega ábyrgan hátt, þar sem um er að ræða samþykki fullvaxta einstakl- inga (consenting adult). Rök Thi- elicke eru mikilvæg. Hann tekur meira mið af reynslunni en fyrri sjónarmið sem nefnd hafa verið. Þessi rök tjá einnig afstöðu nokk- urra kirkjudeilda um málið. Þeir sem draga vilja siðferðilega ályktun af fagnaðarerindinu gera sér grein fyrir því að hæfileikinn til siðferði- legrar ábyrgðar er fólginn í því að taka sjálfan sig í sátt. En þetta er um leið háð því hvort aðrir taki mann í sátt og þegar dýpst er skoð- að Guð. Fjölskyldur samkyn- hneigðra hafa sagt þeim að þeir tilheyri ekki fjölskyldum sínum, kirkjan hefur tjáð þeim að þeir séu syndarar vegna kynhneigðar sinnar. Það eru þeir ekki, ekki frem- ur en alkóhólistinn sé syndari vegna drykkjusýkinnar. Eftir sem áður játa allir kristnir menn með Páli postula að þeir hafí syndgað og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.