Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 KNATTSPYRNA mmm ■ tiP 1 MRHl Wm-1 • W ■> ’Mí »■ 4 JB Hjr ijsgg ' m \i W í b vl l. 3 I li ' r 1 **&fíbÍsi&6&Siý.w.. Jj Hr Jj Morgunblaðiö/Börkur LandsliAshópurlnn á æfingu í fyrradag. Lengst til hægri er Atli Helgason, drengjalandsliðsmaður, Lárus Loftsson við hlið hans, og hinum megin standa þeir Helgi Þorvaldsson og Gylfí Orrason, sem sæti eiga í drengjalandsliðsnefnd. Drengjalandsliðið keppir á Norðurlandamótinu VALDIR hafa verið 16 leik- menn, sem munu keppa fyrir íslands hönd á Norðurlanda- móti drengjalandsliða, sem fram fer í Rönneby í Svíþjóð dagana 25.-29. júlí næstkom- andi. Amótinu leikur Island í riðli með Dönum, Færeyingum og Svíum, en þar sem Englendingar hafa bæzt í hóp þátttökuþjóða verð- ur þjóðunum skipt í tvo riðla. í hinum riðlinum leika Englendingar, Norðmenn, Finnar og b-lið Svía. Undirbúningur fyrir val liðsins hófst með knattspymuskóla KSI, sem fram fór á Laugarvatni í ágúst í fyrra. Þangað komu 25 efnilegir leikmenn úr 4. flokki víðsvegar að af landinu. Mynda drengir úr þeim jr.-* Nokkrir landsliðsstrákanna leika sér með knöttinn á æfíngunni á Framvellin- um í fyrradag. hópi uppistöðuna í drengjalandslið- inu. Athygli vekur að af 16 leikmönnum eru einungis 6 frá Reykjavíkur- félögunum, en það bendir til þess að mikil gróska sé í yngri flokka starfinu úti á landsbyggðinni. Eftir- taldir leikmenn skipa annars liðið: Arnar Grétarsson.................UBK Atli M. Rúnarsson.............Þór Ak. Axel G. Vatnsdal .............ÞórAk. Gunnar Þ. Pétursson...........Fylkir Halldór P. Kjartansson...........UBK Huginn Helgason .................Týr Kjartan Gunnarsson...........Selfoss Magnús Schram...............Stjarnan Nökkvi Sveinsson ................Týr Sigurður Þ. Sigursteinsson .......IA Sigþór M. Kjartansson.......ReynirS. Steinar Þ. Guðgeirson ..........Fram Vilberg Sverrisson..............Fram Vilhjálmur H. Vilhjálmsson .....Fram Þorsteinn F. Bender.............Fram Þórhallur D. Jóhannsson .:...Fylkir. FRÆÐSLUMAL / ISI IMý bók fyrir leiðbein- endur barna og unglinga FRÆÐSLUNEFND íþrótta- sambands íslands (ISÍ) hefur gefið út bók fyrir leiðbeinend- ur barna og unglinga í íþrótt- um. Er hún gefin út í tilefni 75 ára afmælis ÍSÍ, sem var á þessu ári. Innan íþróttahreyfingarinnar fást þúsundir manna við leið- beinendastörf. Hreyfingin hefur ekki verið í stakk búin til að sjá þessu fólki fyrir fræðsluefni. Nokkuð hefur miðað með náms- efni sérsambandanna og sérritum Fræðslunefndar ÍSÍ, en hér er um langtímaverkefni að ræða og áfram verður haldið á þessari braut," sagði Hannes Þ. Sigurðs- son, formaður Fræðslunefndar ISI, þegar nefndin kynnti leið- beinendabókina á blaðamanna- fundi. Hannes sagði að nefndin hefði verið þeirrar skoðunar að fræðslu- starfið ætti fyrst og fremst að vera í höndum sérsambandanna. Engu að síður hefur nefndin á undanfömum ámm gefíð út bækl- inga, sem notaðir hafa verið m.a. á námskeiðum sérsambandanna og við íþróttabrautir framhalds- skólanna. Gat Hannes um sex bæklinga, sem nefndin hefur gef- ið út á undanfömum missemm. Em þeir um meiðsli, þolþjálfun, kraftþjálfun, hraðaþjálfun, undir- búning undir þjálfun og keppni og um næringu íþróttafólks. Eru þeir sniðnir að þörfum allra íþróttagreina. Leiðbeinendabókin er eftir fremstu sérfræðinga Svía um upp- byggingu bamaíþrótta, menn sem em kunnir og virtir fyrir rann- sóknir sínar, að sögn Karl Guðmundssonar, íþróttakennara J.iVÍ Ohzthújíil í biiJ j 'Aí 'J 'J imjtimju í fyrúiíim ForsíAa bókarinnar. og fræðslustjóra ÍSÍ, sem þýddi bókina. „Bókin er valin að vel athuguðu máli og við gemm okkur vonir um að hún komi að miklu gagni. Ég er viss um að ef leiðbeinend- ur, þjálfarar og kennarar nýttu sér þann sæg af upplýsingum, sem bókin hefur að geyma, þá minnkaði brottfall úr íþróttun- um,“ sagði Karl. Efnisyfirlit bókarinnar gefur til kynna hvað hún spannar. Þar er meðal annars að finna aðalkafla um vöxt bama og unglinga, um hreyfíþroska, meiðslaáhættu, fæðu, sálrænan þroska og félags- legan þroska. Bókin verður til sölu á skrifstofu ÍSÍ í íþróttamið- stöðinni í Laugardal, en þar em önnur rit Fræðslunefndar einnig fáanleg. Auk Hannesar Þ. og Karls skipa nefndina Reynir Karlsson íþróttafulltrúi, Hildi- gunnur Gunnarsdóttir og Lovísa Einarsdóttir. SUND Þorlákshöfn: Afreks- fólk verð- launað HREPPSNEFND Ölfushrepps sýndi það í verki að hún og aðrir íbúar Ölfushrepps kunna að meta frábæran árangur af- rekskrakka okkar í sundíþrótt- inni. Nú fyrir stuttu veittu þeir þrem unglingum sem skarað hafa framúr höfðinglegan styrk eða viðurkenningu fyrir þegar unnin afrek, einsog Einar Sig- urðsson oddviti Ölfushrepps orðaði það þegar hann afhenti þeim Magnúsi Má Ólafssyni og systrum hans, Bryndísi og Hugrúnu, 100.000 kr. hverju um sig, fyrir frábæran árangur í sundi. Með viðurkenningunni fylgdi eftirfarandi gjafabréf: „Hreppsnefnd Ölfushrepps ákvað á fundi sínum 20. janúar 1987 að ■mi veita þér styrk að FráJóniH. upphæð kr. Sigmundssyni 100.000. Þessi á Þoriákshöfn styrkur er veittur sem viðurkenning fyrir frábæran sundárangur á und- anfömum ámm, sem hvarvetna hefur vakið mikla athygli og hvetur um leið annað ungt fólk til áhuga og árangurs á íþróttasviðinu, sem mun án efa skila betri þegnum til þjóðfélsgsins. Hreppsnefnd svo og aðrir íbúar Ölfushrepps vilja með þessum styrk undirstrika að við emm stolt af þér og fylgjumst vel með árangri þínum. Við óskum þér alls hins besta um alla framtíð. Oddviti Ölfushrepps, Einar Sig- urðsson." GOLF Opið mót í Eyjum á morgun Á laugardaginn fer fram opið golfmót í Vestmannaeyjum fyr- ir sjómenn og útgerðarmenn á vegum GV og hefst það klukk- an 13. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og em glæsileg verðlaun í boði. Drengjamót á Nesinu Opna Adidas-drengjamótið í golfi verður haldið á Nesvellinum á sunnudag. Keppt verður með og án forgjafar. Rástími er frá kl. 8-10. Opna GK-mótið OPNA GK-mótið í golfi verður haldið á morgun, laugardag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 9 f.h. Skráningar þurfa að berast símleiðis í skála Keilis. Hjóna- og para- keppni hjá GS Opin hjóna- og parakeppni verð- ur haldin í dag hjá Golfklúbbi Suðumesja. Keppni hefst kl. 14.00 og verður ræst út alveg til kl. 18.00. -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.