Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 Siglufjörður: Messa í Héðinsfírði $ Siglunrði. SUNNUDAGINN 26. júlí ætla sóknarprestur og kirkjukór Siglu- fjarðar að halda guðsþjónustu í HéðinsSrði. Eins og kunnugt er þarf að fara sjóleiðina til HéðinsQarðar og ætla bátaeigendur í Siglu- firði að flytja messugesti á áfangastað. Að vísu er hægt að fara landleiðina tii Héðinsfjarðar og þá m.a. yfir Hestsskarðið, en það er allmikil ganga. Hugmyndin um að messa út í Héðinsfirði kom upp þegar efnt var til messu á Siglunesi fyrir þremur árum, en á Siglunesi var fyrsta kirkja Sigluijárðar. Þegar messað var þar, hafði ekki farið þar fram guðsþjónusta í nærri þijú hundruð ár._ I jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1709, segir um Vík í Héðinsfirði: „Hálfkirkja er hjer og embættis- gjörð framin inn til bólunnar, þegar að heimamenn og aðrir búendur í Héðinsfirði voru til sacramentis og betöluðu allir bændumir í firðinum til jafnaðar, prestinum að Hvann- eyri 6 álna virði fyrir hvöija messu." Hálfkirkjan í Vík mun líklega hafa staðið eitthvað fram eftir átj- ándu öldinni, sú hin sama sem jarðabókin getur um árið 1712. Ein heimild telur fullvíst að þar hafi verið grafreitur mjög lengi, allt til ársins 1760. Eins og áður sagði munu bátaeig- endur á Siglufirði feija messugesti til Héðinsfjarðar, en björgunarsveit- in Strákar mun aðstoða á leiðinni og við landgöngu. Fólk er beðið að hafa með sér nesti og vera vel búið, en eðlilega ræður veðrið hvort af ferðinni verður, en ekki þarf að geta þess að allir em velkomnir á meðan skipsrúm leyfír. Lagt verður af stað kl. 10 frá smábátahöfninni. Matthías Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bústaðurinn alelda og varð ekki við neitt ráðið. Grímsnes: Námskeið í sjálfsvitund SJÁLFSVITUND er yfirskrift- in á helgarnámskeiði Sri Chinmoy íriðarsamtakanna sem hefst í kvöld. Leiðbeinand- inn er Kangal Ben Spector, 38 ára gamall Kanadamaður. í samtali við Morgunblaðið sagði Kangal Ben að hann hefði stundað nám við Mcgill háskolann í Montreal og lokið þaðan B.S. námi í stærðfræði. Að auki hefði hann sótt tíma í stjómmálafræði, verkfræði og lögfræði. Hann kvaðst þó aldrei hafa fundið lífsfyllingu í háskólanáminu. „Fólkið í kringum mig var alltaf að spá í lífsgæðin en ég var viss um að lífið hefði upp á meira að bjóða en endalaust kapphlaup um stærri íbúð, fleiri bfla og sólar- landaferðir. Mig langaði til að hjálpa fólkinu í kringum mig og fór því að stunda hugleiðslu sem leið til sjálfsvitundar. Hugleiðslu hef ég stundað í 15 ár og flutt Kangal Ben Spector fyrirlestra um hana víða um heim í 7 ár.“ Námskeiðið fer fram í Tónabæ og því lýkur á sunnudaginn. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 23. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 35,40 25,0 31,85 51,4 1.637.190 Ýsa 33,90 39,21 10,5 410.277 Karfi Grálúða 16,00 3 48.000 Koli 18,40 15,00 17,79 1,2 21.581 Ufsi 25,40 15,00 24,07 3,4 80.945 Annað - - 31,87 1,5 49.232 Samtals 30,37 63,4 1.925.307 í dag verða seld 40 tonn af þorski úr Aöalhildi KE. Einnig verður seldur bátafiskur. 3,5 tonna af ýsu o.fl. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,00 33,50 43,62 4,2 181.368 Ýsa 43,50 38,50 41,07 15,975 656.166 Karfi 18,00 14,00 16,73 21,687 362.820 Koli 31,00 29,00 29,86 9,910 295.901 Samtals 28,93 52,229 1.510.995 Til sölu verða í dag 50-60 tonn af fiski, 30 tonn af þorski úr Sigur- borgu AK og 3 tonn af ýsu og koli og þorskur af þremur dragnóta- bátum. Sumarbústaður fiiðraði upp Selfossi. NYR sumarbústaður í Kiðja- bergslandi í Grímsnesi brann til grunna á miðvikudagsmorgun- inn. Eldurinn kviknaði út frá gasi við kæliskáp og bústaðurinn bókstaflega fuðraði upp. Ekkert fólk var í bústaðnum þeg- ar eldurinn kom upp. Tveir menn, sem dvöldust þar, voru að vitja um net þegar þeir heyrðu sprengingar og sáu bústaðinn brenna. Sjónar- vottar sunnan Hvítár heyrðu sprengingar eftir að kviknaði í og sáu bústaðinn verða alelda á skömmum tíma. Þegar lögreglan á Selfossi kom á staðinn var bústað- urinn rústir einar. — Sig. Jóns. I bústaðnum brann allt sem brunnið gat. Norræn hönnunarsýn- íng á Kjarvalsstöðum Sýning á verkum höfunda sem hlotið hafa Lunn- ing verðlaunin NORRÆN hönnunarsýning hefst á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag. Sýning þessi er að því leyti sérstök að um er að ræða sýnishom af verkum þeirra hönnuða sem á sínum tíma hlutu hönnunarverðlaun sem kennd em við Frederik Lunning eig- anda umboðsverslunar Georg Jensen í New York. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum verða kynnt verk 40 norrænna hönnuða sem hlutu Lunning verð- launin þau ár sem þau voru veitt þ.e. frá 1951 til 1970. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum sýningarinnar segir að þessir hönnuðir séu enn í dag með- al þeirra sem skari fram úr og komi stöðugt á óvart með nýjum hug- myndum í glímunni við efni og tækni. Þar segir einnig að það sé skoðun margra að Lunning verðlaunin hafi haft mikla þýðingu fyrir þróun nor- rænnar hönnunar og orðið þess valdandi að hugtakið Scandinavian Design varð til sem eins konar vöru- merki eða gæðastimpill. Lunning verðlaunin voru fyrst veitt árið 1951 Dananum Hans J. Wegner og Finnanum Tapio Wirkk- ala. Þeim var síðan úthlutað árlega Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Á sýningunni verða verk eftir 40 norræna hönnuði. til tveggja hönnuða í senn allt til ársins 1970. Að sögn Einars Hákonarsonar listráðunautar • Kjarvalsstaða er sýningin fyrst og fremst söguleg yfirlitssýning sem ætlað er að lýsa ákveðnu tímabíli í sögu norrænnar hönnunar. Einar sagðist jafnframt vonast til þess að sýningin yrði til þess að vekja áhuga íslenskra hönn- uða og almennings á norrænni hönnun. Að sýningunni standa listiðnað- arsöfn í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og hefur Jamo Peltonen forstjóri listiðnaðarsafns- ins í Helsinki jrfirumsjón með samsetningu hennar. Davíð Oddsson borgarstjóri opn- ar sýninguna laugardaginn 25. júlí n.k. og Jamo Peltonen flytur ávarp. GENGIS- SKRANING Nr. 136 - 23. iúlí 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,070 39,190 39,310 Stpund 63,370 62,824 63,016 Kan.dollari 29,600 29,643 29,734 Dönskkr. 5,5834 5,5664 5,5834 Norskkr. 5,7989 5,7866 5,8044 Sænskkr. 6,0309 6,0713 6,0899 Fi.mark 8,7434 8,7176 8,7443 Fr.franki 6,3642 6,3471 6,3665 Belg.franki 1,0216 1,0190 1,0221 Sv.franki 25,4312 25,4646 25,5426 HoU.gyUini 18,8198 18,7647 18,8221 V.-Þ.mark 21,1848 21,1267 21,1914 Ít.líra 0,02928 0,02920 0,02929 Austurr.sch. 3,0141 3,0046 3,0138 Port. escudo 0,2713 0,2705 0,2713 Sp.peseti 0,3085 0,3082 0,3092 Jap.yen 0,25772 0,25919 0,25998 írsktpund 56,763 56,604 57,777 SDR (Sérst.) 49,6908 49,4832 49,6346 Ecu, Evr. 44,0241 43,8693 44,0036 Belg. fr. Fin 1,0158 1,0189

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.