Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 15
r skorti Guðs dýrð. Læknar hafa sagt þessum mönnum að þeir séu sjúkir og lögin að þeir séu glæpamenn. í ljósi þessara árása er furðulegt hvað margir þeirra eru í tilfinninga- legu jafnvægi og kynferðislega ábyrgir. Ég tel að prestastefnusam- þykktin um eyðni vinni gegn því viðhorfi að menn séu álitnir syndar- ar vegna kynhneigðar sinnar. Hún felur í sér takmarkað samþykki. 4. Pjórða guðfræðilega af- staðan er fullt samþykki. Þeir sem taka undir þetta sjónarmið ganga út frá því að samkynhneigðin sé eðlislæg fremur en fijálst val. Auk þess telja þeir að þessi afstaða hvíli á þeirri sannfæringu að samkyn- hneigð geti tjáð og verið farvegur fyrir mennsku Guðs. Árið 1963 kom fram það sjónarmið Kvekara að ekki beri að harma samkynhneigð fremur en að menn séu örvhentir. Samkynhneigðir menn geta verið óeigingjamir rétt eins og gagnkyn- hneigðir og þess vegna telja Kvekarar að þeir séu ekki verri sið- ferðilega séð. Kaþólikkinn John McNeill heur tekið í sama streng í bókinni sinni „The Church and the Homosexual". Þessi afstaða getur hjálpað mönnum almennt að hafna stöðnuðum viðhorfum og gert þá fijálsari til að þroska persónuleika sinn að mati John McNeill. Norman Piottinger hefur fært að þessu við- horfi ítarleg rök sem ekki verða rakin hér að öðru leyti en því að samkynhneigðir þurfi innileg og varanleg sambönd rétt eins og gagnkynhneigðir og hvorugum beri að neita um viðeigandi kynlífstján- ingu.Ég tel að prestastefnusam- þykktin um eyðni taki undir þetta sjónarmið, þótt hún feli ekki í sér fullt samþykki. III. Siðfræðingurinn Reinhold Niebuhr, sem var einn af raunsæ- justu kristnu mönnum 20. aldar, hélt því fram að kristnir menn verði að lifa við þá spennu „að hafa og hafa ekki sannleikann". Okkar sannleikur er alltaf ófullkominn og getur afbakast. Þótt við höfum sannfæringar, lifum við einnig af fyrirgefningu Guðs og berum virð- ingu fyrir sannfæringu þeirra sem eru á öndverðum meiði. Þetta er mjög mikilvægt og þegar um er að ræða samkynhneigð er það mjög brýnt. En aldrei hefur verið eins brýnt að taka ekki aðeins mið af mannin- um heldur lögmálum Guðs í náttúr- unni. Við verðum að sjá sambandið milli fagnaðarerindisins og lögmáls eða lögmáls og fagnaðarerindis. Við verðum að taka til endurskoðunar ýmislegt í kristinni hefð í ljósi auk- innar reynslu og þekkingar og áframhaldandi opinberunar Guðs. Við eigum samt sem áður hvorki að áfellast kristna menn frá fýrri tíð, né álíta að við höfum allan sann- leikann. Dómar okkar hveijir sem þeir eru eru skilyrtir og ófullkomn- ir. En við höfum upplýsingar nú sem þeir höfðu ekki og það væri ótrú- mennska að nota ekki þau bestu leiðarljós sem við höfum. Við höfum litla áreiðanlega þekk- ingu um orsakir samkynhneigðar. Það er erfitt að skilgreina hana í heild. þar sem samkynhneigt fólk er ólíkt rétt eins og gagnkynhneigt og oft óhamingjusamt. Um er að ræða breytilega hegðun og tilfinn- ingar. Það er því varhugavert að nota einhveija klisju um þetta fólk. Oft gefur klisjan til kynna hræðslu við samkynhneigð (homophobiu) fremur en haldbæra þekkingu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kynhneigðin er samofín hæfi- leikanum til þess að elska. Það ætti einnig að vera öllum ljóst að um er að ræða minnihluta- hóp. Talið er að aðeins 4—5% karla og um 2,5% kvenna í Bandaríkjun- um sé algjörlega kynhverft fólk og svipaðar tölur eru gefnar upp í Þýskalandi. Sálfræðingurinn Sigmund Freud benti á að ein leiðin til þess að glíma við óæskilegar tilhneigingar í eigin fari sé að ráðast á þær í öðrum. Hræðslan við samkynhneigð (homo- phobian) er algengari í körlum vegna öfgakenndra ímynda um karlmennsku og það er skýringin á MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 15 ofsóknum í garð homma fremur en lesbía. Þetta fyrirbrigði finnum við greinilega í Gamla testamentinu og samtímanum. Mannfræðingar hafa tekið eftir því að í ættfeðrasam- félögum er samkynhneigð hræðileg synd, en í mæðraveldismenningu er þessu á annan veg farið. Sumum fínnst samkynhneigt fólk vega að sameiginlegum gildum hjónabands og fjölskyldu. En við skulum ekki skella skuldinni á minnihlutahópa þegar um er að ræða brogað gildismat almennt. Það er afar stutt í fordóma bæði hér heima og erlendis. Nýverið var kannað hvort merkja ætti eyðni- sjúklinga sérstaklega. 4% voru á því og 15% vildu láta tattovera þá. Þetta er enn eitt dæmið um óttann við eyðnismitun. Það er alkunna hvernig skuldinni er skellt á minni- hlutahópa. Þetta er þekkt fyrir- brigði úr sögunni og talandi dæmi um mannréttindabrot og kom t.d. fram í afstöðu nasista til gyðinga og kynhverfra. Alnæmi sem stafar af HlV-veir- unni (nr. 1,2 & 3) verður ekki skrifað á reikning samkynhneigðra. Ef við lítum á söguna hefur pestin alltaf réttlætt ofsóknimar og mað- urinn hefur lítið breyst hvað það varðar. ix Ótvíræður stuðningur kirkjunnar við borgaraleg réttindi samkyn- hneigðra á ekki að velta á því hvort samkynhneigð sé guðfræðilega eða siðferðilega við hæfí. Mannréttindi eru barátta fyrir þjóðfélagslegu réttlæti. Sum ríki hafa sett vemd- arákvæði samkynhneigðum til handa. Lög sem fjölluðu um „óeðli- leg kynmök" hafa verið felld úr gildi á síðari tímum, árið 1957 í Bretlandi en árið 1969 í Þýska- landi. Það sem sumir kristnir menn telja synd á þröngum kenningarleg- um grundvelli, ber ekki að gera að glæp nema sá gildisdómur verði varinn á breiðari gmndvelli al- mennrar velferðar og almennu velsæmi og velferð einstaklingsins sé ógnað. Vísindamenn hafa á seinni tímum hvatt kirkjuna til að taka kyn- hneigðina alvarlega. Það á bæði við um konur og kynhverfa en í báðum tilvikum hefur gengið illa að fá þessa hópa viðurkennda að fullu. Vissulega verður að veita kyn- hverfu fólki sálgæslu við hæfí og það á rétt til þátttöku. Borgaraleg réttindi skipta minnihlutahópa miklu máli. Rannsóknir á þessum málum verða að halda áfram. Það er ljóst að kynhneigðin er mikilvæg virðing hvers og eins. Það snertir reyndar okkur öll. Hvemig getum við lifað óttalausari og öruggari fyrir náð guðs? Menn verða að leita svara við ýmsum spumingum. Það gefur auga leið að í ljósi alnæmis em samkynhneigðir og gagnkyn- hneigðir kallaðir til ábyrgðar. Guð forði okkur frá því að reisa múra fordóma. Minnumst þess að máttarverkum Krists var m.a. ætlað að sýna að sjúkdómar væm ekki refsing Guðs. Alnæmi er ekki refs- ing Guðs fremur en aðrir sjúk- dómar. Ýmislegt er nú gert til að snúast gegn þessum vágesti. Meðal annars hefur Móðir Teresa fengið leyfí hjá Ed Koch borgarstjóra í New York til þess að reka bóndabæ fyrir al- næmissjúklinga, þar sem þeir dvelja síðustu vikumar og dagana sem þeir lifa. Koch benti henni á að það væri erfiðleikum bundið að hafa eyðnisjúklinga sem ekkert þekktu á jarð- og garðræktar. Hún svaraði því til að fingralaust og holdsveikt fólk gæti þetta og varpaði þeirri spurningu til borgarstjórans hvort hann tryði því ekki að fólk sem bæði hefði fingur og tær gæti þetta einnig? Þess háttar sjónarmið er talandi dæmi um þá kristnu lífsafstöðu að lifa upprisumegin við krossinn. Heimildir: James B. Neslon: Embodiment, An Approach to Sexuality and Christian Theology, Augsburg 1979. Jeffrey Weeks: Sexuality, Ellis Horwood, 1986. Tidsskrift for Sjelesorg, Modum Bad, mars/april 1987. Jens Hvidfelt Nielsen: Lokaræða, 30. maí 1987. Höfundur er sóknarprestur í Keílavík. MtlUP* inaHetf^ KWslmakertibtráPhiV^ge^^SS^" óþarfleQa stort- P ^verjUm og einum. Shopho ne sem hentar SophoK12simakertið: Bjóðum mikið úrval vandaðra símakerfaog símstöðva» öllum stærðum og gerðum • ssísassu-v •.S^Wáinnan^- umogeinnibæiarlmu . scmameíaminnimeð milli innanhússlma. Hátalari og hringing an Ftethlaða fóanleg sem neldnr SKganaana.Þ**'*" , Fjartíannanamöguleka Sem vert er að kynna ser hja söiumönnum okkar _ö . Skjásímar, er syna skilaboo. Sop^° KJ ........... _ Litiðenöflugt_--r^TStotuog lítil tyrirtaeki. boðið hingaðtil. He\mi\istóeki tf torgpntdHiifrUt Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.