Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 19 Margeir Pétursson Norð- urlandameistari í skák Skák Bragi Kristjánsson Margeir Pétursson, stórmeist- ari, tryggði sér Norðurlanda- meistaratitilinn í skák er hann bar sigurorð af Norðmanninum Berge Östenstad. Margeir hlaut 8 vinn- inga í 11 skákum, tapaði aðeins einni skák. Hann tefldi af mikilli hörku í mótinu og var vel að sigri sínum kominn. Þessi sigur er mjög ánægjuleg- ur fyrir Margeir, því honum hefur gengið illa á mótum undanfarið og verður Norðurlandatitillinn vonandi byijunin á nýrri sigur- göngu. Önnur úrslit í síðustu umferð: Helgi Ólafsson tapaði fyrir Jon- athan Tisdall frá Noregi og Jón L. Ámason tapaði fyrir Válke- sálmi, Finnlandi, Curt Hansen, Danmörku, vann Ziska frá Fær- eyjum, Máki, Finnlandi, og Schneider, Svíþjóð, gerðu jafn- tefli, en skák Mortensens og Wedbergs var jafnteflisleg. Helgi þurfti að vinna til að ná Mar- geiri. Hann teygði sig of langt og lenti í töpuðu endatafli. Mótið hefur verið martröð fyrir Jón L. Hann tapaði slysalega í byijun og tilraunir hans til að vinna tap- ið upp leiddu einungis til meiri ófara. Finnamir, Wálkesálmi ogMáki, náðu báðir áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í mótinu. Þeir byij- uðu illa en frá og með þriðju umferð vom þeir ósigrandi og vakti góð taflmennska þeirra verðskuldaða athygli. Staðan í úrvalsflokki er þessi, þegar ólokið er jafnteflislegri skák Mortensens og Wedbergs: 1. Margeir Pétursson með 8 vinn- inga. 2.-4. Helgi Ólafsson og Curt Hansen, 7 v. 5. Erling Mort- ensen, 6V2 v. og ólokna skák. 6.-7. Válkesálmi og Máki, 6 v. 8. Tom Wedberg, 5V2 v. v. og ólokna skák. 9.—10. Jonathan Tisdall og Lars-Áke Schneider, 5V2 v. v. 11. Jón L. Ámason, 4 v. 12. Ziska, 0 v. Að lokum skulum við sjá úr- slitaskák Margeirs og Mortensens úr 10. umferð. Daninn var efstur fyrir umferðina og hafði haft ótrú- legan meðbyr fram að því en Margeir lætur hann ekki villa sér sýn. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Erling Mortensen, (Danmörku) Kóngsindversk vörn. 1. d4 - RC6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0, 6. Be3 - e5, 7. d5 - c6, 8. Bd3 — cxd5. Önnur leið er hér 8. — b5!?, 9. Rge2 — bxe4, 10. Bxc4 — c5, 11. 0-0 — Rbd7 o.s.frv. 9. cxd5 — Re8. Svartur getur einnig leikið 9. — Rbd7 og framhaldið gæti orðið 10. Rge2 - Rc5, 11. Bc2 - a5, 12. 0-0 - Bd7, 13. a3 - Rh5, 14. Hbl - b5!? (eða 14. - f5), 15. b4 — axb4, 16. axb4 — Ra4, 17. Bxa4 — bxa4, 18. b5 — Da5! með flókinni stöðu (Knaak— Uhlmann 1984). 10. Rge2 - Bh6, 11. B£2 Hvítur gefur svarti ekki kost á að skipta á svartreitsbiskupum, því sá svarti er vandræðagripur í kóngsindverskri vöm, lokaður inni af eigin peðum. 11. Bxh6 — Dh4+ ásamt 12. —Dxh6 er því svarti í hag. 11. - f5 í þessari stöðu getur svartur einnig leikið 11. — Rd7 og í skák Portisch og Donner 1981 varð framhaldið 12. 0-0 — Rc5, 13. Bc2 - a5, 14. a3 - Bd7, 15. b4 — axb4, 16. axb4 — Hxal, 17. Dxal — Ra6, 18. Hbl — Rec7 (18. - f5), 19. Bb6 - Db8, 20. Da3 með yfírburðastöðu fyrir hvít. 12. exf5 — gxf5, 13. 0-0 — Rd7, 14. Khl - Rdffi Alfræðibók um skákbyijanir telur þessa stöðu tvísýna og vitn- ar f skákina Furman—Suetin 1956. 15. Bh4! - Db6?! Eftir þennan leik verður kóngs- vængurinn vamarlítill hjá svarti. Til greina kom 15. — Rg7, 16. Dc2 — De8, 17. g4, en svartur er einnig í vandræðum í því til- viki. Með leiknum í skákinni vinnur Mortensen skiptamun en hann reynist dýr. 16. Dc2 - e4 Eða 16. - Rg7, 17. g4 - e4, 18. g5 — exd3, 19. Dxd3 með yfirburðastöðu fyrir hvít. 17. 6te4 — Rg4 18. exf5 - Re3,19. Da4 - Rxfl, 20. Hxfl - Rffi Ekki er að sjá, að svartur eigi betri vöm gegn fjölmörgum hót- unum hvíts. 21. Be7, 21. Rd4, 21. f6 ásamt 22. De4. 21. g4 - De3, 22. Bxffi - Hxffi, 23. Dd4 - Dh3? Eftir 23. - Dxd4, 24. Rxd4 - Bd7, 25. Re6 er svarta staðan töpuð, en leikurinn í skákinni styttir þjáningar hans mikið. 24. Rgl - De3 Auðvitað ekki 24. — Dh4, 25. Rf3 — Dh3, 26. og vinnur létt. 25. Dxffi - Dxd3, 26. Hf3 Eftir 26. Hel hefði svartur getað gefíst upp. 26. - Dd2, 27. Dd8+ Sterkara var 27. Re4, en Mar- geir á auðunnið tafl og úrvinnslan er aðeins smekksatriði. 27. - Bf8, 28. g5 - b5, 29. g6 - Bb7?, 30. Dd7 - Bg7, 31. ffi og Mortensen gafst upp, því hann verður mát. Landbúnaðar- sýningin auglýst end- urgjaldslaust „VEGNA 150 ára afinælis Búnað- arfélags íslands var fallist á að leyfa auglýsingu frá landbúnaðar- sýningunni," sagði Oddur Helga- son markaðstjóri Mjólkursamsölu Reykjavikur, en á nýjum nyólkur- umbúðum Mjólkursamsölunnar er auglýsing frá landbúnaðarsýning- unni „bú 87“. Oddur sagði að í ljósi þess að Bún- aðarfélagið og landbúnaðarsýningin varðaði alla mjólkurframleiðendur f landinu hefði auglýsingin verið leyfð á mjólkurumbúðum um allt land. Mjólkurbúin sem sjá um umbúðimar taka ekkert fyrir að birta auglýsing- una en Búnaðarfélagið greiðir fyrir myndamótin. „Ég held að víðast hvar sé farið að birta auglýsinguna, sem verður á umbúðunum þar til sýningunni lýkur eða allt eftir því hvað upplagið er mikið á hveijum stað,“ sagði Oddur. „Mjólkurumbúðir era ekki auglýs- ingamiðill og hefur mörgum verið neitað um auglýsingu nema við höf- um einstöku sinnum f mannúðar eða góðgerðarskyni veitt leyfi." Kór Helgu Anderson fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar á lóð þinghússins í Winnipeg. Kór Helgu Anderson í Winnipeg: Söngför til íslands Frá Margréti Björgvinsdóttur í Winnipeg. ÞAÐ er orðinn snar þáttur i menningarlífi Vestur-íslendinga að taka á móti tónlistarfólki frá íslandi. Nú í vor voru á ferð í Kanada þær Hulda Geirlaugs- dóttir píanóleikari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og héldu tónleika í Winnipeg, Calg- ary og Toronto. í sumar er Blandaður kór Selfoss væntanlegur til að syngja m.a. á íslendingadeginum og einnig mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda hér tónleika í sumar. Aftur á móti er ekki eins títt að vestur-íslenskir listamenn heimsæki ísland. í lok júlí heldur Helga Anderson söngstjóri heim með nýjan kór sem hefur æft saman frá því f vetur með það að markmiði að fara í söng- för til íslands. Flestir þeirra sem syngja í kómum eru Vestur-íslend- ingar þó ekki sé svo um alla. Flest af þessu fólki syngur reglulega með öðrum kórum og nokkuð margir í hópnum eru einsöngvarar. Helga Anderson kórstjómandi, sem er vestur-íslensk, fór fyrir 10 árum til íslands í söngför með kór sem hún hafði þá stjómað um árabil. Helga er söng- og píanókennari og hefur starfað mikið fyrir samtök tónlistar- kennara f Winnipeg auk þess sem hún hefur verið prófdómari við tón- listardeild í vel flestum borgum Kanada. Á efnisskrá kórs Helgu Anderson eru m.a. kanadísk ogíslensk þjóðlög og um helmingur söngskrárinnar er kirkjutónlist. Kórinn kemur til íslands 28. júlí og mun halda tónleika m.a. í Gamla bíói, Skálholti, Laugum, Akureyri, Vestmannaeyjum og í Borgarnesi. Undirleikari með kómum er Stew- art Thomson og Valdine Anderson leikur á fíðlu. Með í ferðinni er einnig kvintett- inn „The Easy T’s“ sem kemur fram ásamt kómum og á sérstökum tón- leikum. Badmintonskóli fyrir börn og unglinga Við starfrækjum badmintonskóla fyrir 9-14 ára börn í sumar. Innanhúss: badmintonkennsla, æfingar, leikreglur, þrautir, leikir, keppnir — mót, myndbönd. Úti: hlaup, skokk, þrekæfingar, sund, leikir. 4vikur ísenn: □ ágúst. 4 tímar tvisvar I viku: □ mánud. og miðvikud. kl. 09.00-13.00, □ mánud. og miðvikud. kl. 13.00-17.00, □ þriðjud. og fimmtud. kl. 09.00-13.00, □ þriðjud. og fimmtud. kl. 13.00-17.00. Verð kr. 2500 pr. mánuð. Stjórnandi skólans: Helgi Magnússon íþróttakennari og badmintonþjálfari. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1, sími 82266 Heimili sími fæðingard. og ár. Klippið út auglýsinguna og sendið í pósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.