Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Ríkisstjómin í aðalhlutverkinu eftir Vilhjálm Egilsson Sígilt markmið ríkisstjóma á ís- landi hefur verið stöðugt verðlag og jafnvægi í viðskiptum við út- lönd. Núverandi ríkisstjóm er engin undantekning að þessu leyti og ber fyrsta fjárlagafrumvarp hennar merki um það. Um hinn höfuðþátt efnahagsstefnunnar, peningamálin, má hins vegar-segja að ríkisstjómin hafí boðað óvenjudjarfa stefnu- brejdingu. Við emm hér til að gera okkur grein fyrir hversu líklegt það er að ríkissljómin nái árangri, hvort verð- bólgan lækkar og hvort sæmilegt jafnvægi verður í efnahagslífínu. Aðgerðir ríkisstjómarinnar eiga þátt í að móta starfsskilyrði atvinn- ulífsins og því þurfum við að velta fyrir okkur mögulegum afleiðingum þess sem stjómin hefur gert eða boðað að gera. Við verðum að líta á aðgerðir ríkisstjómarinnar í heild, skoða saman fjármálin og peningamálin. Fjárlagafrumvarpið hefur tvö meg- ineinkenni. Annars vegar er stefnt að því að reka ríkissjóð án rekstrar- halla hins vegar að ná því markmiði fyrst og fremst með skattahækkun- um. Stefnan í peningamálum einkennist af tilraunum til að auka spamað og því að beina spákaup- mennsku með erlenda gjaldmiðla í farveg sem styrkir krónuna. Við skulum fyrst velta því fyrir okkur hvaða líkur em til þess að verðbólgan á næsta ári geti orðið á þeim nótum sem ríkisstjómin stefnir að. Síðan skulum við fjalla um nokkra aðra þætti efnahagsmál- Gengid ræðst ekki af yfirlýsingum Það er stefna ríkisstjómarinnar að verðbólgan á næsta ári verði um 10%. Er þá miðað við hækkun fram- færsluvísitölu frá upphafí til loka ársins. Þessi stefna eða von byggir á því að unnt sé að halda gengi krónunnar stöðugu og að kjara- samningar á næsta ári verði á lágum nótum eða feli í sér svipaðar launahækkanir og um samdist við opinbera starfsmenn. Umræður um gengi krónunnar hafa mjög einkennt umflöllun um verðlagsmálin. Ríkisstjómin hefur gefíð út miklar yfírlýsingar um að hún ætli að halda genginu stöðugu og að það eigi að verða gildasta haldreipið til að verjast verðbólg- unni. Þessi umræða um gengið og yfírlýsingar stjómarinnar skipta hins vegar ekki höfuðmáli. Gengi krónunnar ræðst af efnahagslegum forsendum en ekki yfírlýsingum. Gengi krónunnar getur einungis verið stöðugt ef aðstæður leyfa. í stað yfirlýsinga ætti ríkisstjóm- in að gera grein fyrir þeim efna- hagslegu forsendum sem hún ætlar að skapa fyrir lágri verðbólgu og stöðugu gengi. Maður fær það nefnilega á tilfínninguna að allt talið um stöðugt gengi og skilaboð til aðila vinnumarkaðarins í því sambandi sé fyrst og fremst til þess ætlað að geta bent á söku- dólga ef ekki tekst að ná verð- bólgunni niður. Verður verðbólgan 10% eða 30% Við skulum líta á tvo möguleika um þróun verðlags á næsta ári, annan þar sem stefna ríkisstjómar-. innar gengur upp og hinn þar sem verðbólgan verður um 30%. Þessum möguleikum er lýst hér á myndinni (mynd 1) þar sem forsendumar koma fram. Við skulum velta því fyrir okkur hvor möguleikinn er Vilhjálmur Egilsson „Við verðum að líta á aðgerðir ríkisstjórnar- innar í heild, skoða saman fjármálin og peningamálin. Fjár- lagafrum varpið hefur tvö megineinkenni. Annars vegar er stefnt að þvi að reka ríkissjóð án rekstrarhalla hins vegar að ná þvi mark- miði fyrst og fremst með skattahækkunum. Stefnan í peningamál- um einkennist af til- raunum til að auka sparnað og því að beina spákaupmennsku með erlenda gjaldmiðla í farveg sem styrkir krónuna.“ miðlum hækki svipað eða um 28%—29%. Þá kemur út úr hefð- bundinni verðbólguspá að fram- færsluvísitalan hækkar um nálægt 31% frá upphafí til loka ársins. Kaupmáttur launa reiknast nánast sá sami í báðum dæmunum eða óbreyttur kaupmáttur frá þessu ári. Verðbólgan á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs verður líklega yfír 30%. Búast má við því að vísitala framfærslukostnaðar hækki milli 3% og 4% nú um mánaðamótin en síðan er nokkur óvissa um fram- haldið. Málið snýst um hvort og með hvaða hætti frestun á álagn- ingu söluskatts á landbúnaðarvörur kemur út f annarri skattlagningu. Verðlagshækkanimar eftir 1. nóv- ember skipta að mínu mati mestu máli um hvort tekst að ná kjara- samningum á hóflegum nótum á næsta ári. Ef þessar hækkanir verða á bilinu 1,5%—2% í byrjun desember, janúar og febrúar sýna Skattahækkanir kveikja að víxlgengi kauplags og verðlags Forsenda þess að unnt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum á næsta ári er að hægt verði að fá samningsaðila til þess að horfa til framtíðarinnar og vega og meta afleiðingar gerða sinna. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk fái trúað því að verðbólgan geti yfírleitt lækkað. Ef fólk trúir því ekki að verðbólgan fari lækkandi munu kjarasamningar fyrst og fremst snúast um að gera upp reikninga úr fortíðinni óháð afleiðingunum. Ríkisstjómin hefur hækkað skatta í tvígang, fyrst í sumar þeg- ar hún tók við völdum og síðan aftur nú í haust. Hækkun skattanna hefur sagt til sín í hærra verðlagi og samtals em áhrifín á fram- færsluvísitöluna milli 3% og 4%. Ennfremur hafa ýmsar ríkisstofn- anir hækkað verð á þjónustu sinni umfram það sem rætt var um við gerð desembersamninganna. Mikil hætta er á að þessar skatta- hækkanir verði kveikja að nýju víxlgengi kauplags og verðlags. Við sáum að Alþýðusambandið mkkaði kauphækkun hinn 1. október m.a. fyrir verðhækkunaráhrif aukinna skattaálaga frá í sumar. Og spum- ingin er hvort gerðar verða kröfur að því er virðist, að það sem skipt- ir höfuðmáli er ekki hver það er sem borgar skatta, heldur hver ber þá. Skattgreiðendur reyna ávallt að velta sköttunum af sér yfír á aðra. Hækkun á óbeinum sköttum hækk- ar verðlag og leiðir þannig til kröfu um launahækkanir. Hækkun' á tekjuskatti er áhrifamesta tækið til þess að koma launaskriði af stað. Þannig má halda áfram. En þegar öllu er á botninn hvolft em skatt- amir greiddir úr einum potti, þeirri verðmætasköpun sem verður í at- vinnulífínu og er skipt upp á milli landsmanna með einum eða öðmm hætti. Þegar skattar em hækkaðir skiptir mestu máli að ríkið er að taka meira til sín af þessari verð- mætasköpun en áður. Og málið snýst um það hvort einstaklingamir sætti sig við aukna skattheimtu og að þeir gefí eftir af eyðslu sinni til ríkisins. Það markmið að reka ríkissjóð án rekstrarhalla er mikilvægt og verður til þess að draga úr láns- fjáreftirspum ríkissjóðs, sérstak- lega eftirspum eftir erlendum lánum. Þetta dregur vissulega úr þenslunni. Hins vegar er með þeim tekin mikil áhætta. Það má nefni- lega nokkum veginn reikna með því að þeir sem tala hæst um nauð- syn skattahækkana séu ötulastir við að velta af sér auknum álögum yfír á aðra. MYND 2 ÞJÓÐHAGSÁÆTLUN '88 MEÐ MEÐALFRÁVIKUM (magnbreytingar milii ára f %) -1 MYND 1 VERÐBÓLGA OG KAUPMÁTTUR 1988 (SPÁ) DÆMI 1 (ÞJHÁÆTL.) 10 LAUNAFORSENDUR: GENGISFORSENDUR: 4t’/ 2 0 ll I 1 DÆMI 2 ULX J. FMAMJJftSOND STÖÐUGT GENGI JFMAMJJAS0ND GENGISSIG 25°/o—30% HÆKKUN FRAMFÆRSLUVÍSITÖLU FRÁ UPPHAFI TIL LOKA ’88: MEÐALKAUPMÁTTUR UMSAMINNA LAUNA (1987: 100): 10% 100 31% 100 KAUPMÁTTUR UMSAMINNA 1132 LAUNA ETIR ÁRSFJÓRÐ- 10ö UNGUM (1987: 10Ó): 98 87/4 88/1 88/2 88/3 88/4 87/4 88/1 88/2 88/3 88/4 líklegri til þess að verða að vem- leika. Dæmi 1 gengur út frá því að niðurstöður kjarasamninga verði svipaðar og forsendur þjóðhags- áætlunar ganga út frá og að gengi krónunnar verði stöðugt. Þetta á að ganga upp með um 10% hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka 1988. Dæmi 2 byggir á því að launahækkanir verði 27%—28% á árinu og að verð á erlendum gjald- þær verðbólguhraða milli 20% og 30%. Þá, og svo ekki sé talað um ef þær verða hærri, verður ákaflega erfítt að sannfæra almenning um að verðbólgan sé yfírleitt á niður- leið, hvort heldur kjarasamningar kveða á um 7% eða 27% launahækk- un. Við skulum minnast þess að í desember fyrir ári síðan var samið um 5% almenna hækkun launa á þessu ári og nú gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyrir 25% verðbólgu. um launahækkanir eftir áramótin vegna þeirra hækkana sem em að koma fram þessa dagana. Þá kem- ur í ljós hvort þjóðarsátt hefur náðst um skattahækkanir. í umræðum um skattamál kemur oft fram töluverður tvískinnungur. Sumir þeirra sem telja nauðsynlegt að hækka skatta vilja þyngja álögur á munaðarvöm, fyrirtæki, eignafólk og hátelg'ufólk. Þeir hinir sömu horfa fram hjá því, oft meðvitað Verðbólgan verður að lækka fljótt Þegar litið er á skattahækkanir og þá ólgu sem þær skapa hlýtur það að skipta höfuðmáli að fólk hafí trú á því að þær ásamt öðm því sem ríkisstjómin hefur boðað skili árangri. Ef verðlagshækkanir í desember, janúar og febrúar nást niður fyrir 1% á mánuði er miklu líklegra að sannfæra megi almenn- ing um að verðbólgan sé raun- vemlega á niðurleið og að hóflegir kjarasamningar séu raunhæf leið til kjarabóta. Því kemur það á óvart hversu lítil áhersla virðist lögð á þær að- gerðir stjómarinnar'sem líklegastar em til þess að hjálpa mest til við að draga úr þenslu og skapa skil- yrði fyrir stöðugleika, en þetta em peningamálaaðgerðimar. Nauðsyn- legt er að stórauka kynningu og markaðssetningu á hinum nýju spamaðarkostum. Ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að vera búið að koma á markað gengistryggðum ríkisskuldabréfum og söluherferð hefði þurft að vera farin I gang. Ennfremur þarf að hvetja bankana til að koma gengistryggingu spari- flárins í verk og þeir verða að fá rúmar heimildir til þess að gengis- tryggja lán sín á móti. Ríkið ætti m.a. að geta boðið þeim úrval af gengistryggðum verðbréfum á móti innlánum. Opnunin til útlanda þarf að vera sem víðtækust og hefði átt að vera komin til framkvæmda. Möguleika manna til að fjárfesta í erlendum verðbréfum á ekki að skerða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.