Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/GSV Pálmi „Bimbó“ Guðmundsson, Rakel Bragadóttir og Ómar Pétursson í afmælisveislu Hljóðbylgjunnar. Hljóðbylgjan fækkar fólki og færir Grímsey: Börnin þurfa ekki lengur í land á sundnámskeið Sundlaugarbyggingunni í Grímsey miðar hægt áfram og ekki er séð fram á hvenær hægt verður að stinga sér til sunds þar, að sögn Þorláks Sigurðssonar oddvita. Eyjaskeggjar vonast þó til að hægt verði að fara að svamla í hinni nýju sundlaug næsta siunar og þar með yrði hægt að leggja af þá viðteknu venju að senda börnin f land á sundnámskeið, eins og Þorlákur komst að orði. Þau hjón Guðmundur Jónsson og aðra til: Steinunn Sigurbjömsdóttir stofnuðu á sínum tíma minningarsjóð um tvo bræður úr Grímsey, sem drukknuðu fyrir allnokkrum árum, og mun sá sjóður hafa verið upphafið að bygg- ingunni. Þorlákur sagði að unnið væri af krafti við bygginguna enda hefðu rausnarlegar gjafir borist víða frá einstaklingum og fyrirtækjum svo hægt yrði að hraða framkvæmd- um. Erfitt væri fyrir svo smátt sveitarfélag að standa undir slíkum framkvæmdum óstutt. Þessa dagana er unnið við múrverk og rafvirkjar eru væntanlegir á næstunni, en flísar i laugina sjálfa vantar ennþá. Hafist var fyrst handa við sund- laugarbygginguna árið 1984 og hafa framkvæmdir til þessa kostað á milli 8 og 9 milljónir króna. Þorlákur sagð- ist ekki vita hver heildarkostnaðurinn yrði þegar yfir lyki, en giskaði á 15 milljónir króna. Grímseyingar fengu 1,6 milljónir króna frá ríki fyrir árið 1987, en óvíst væri hve mikið fé fengist fyrir næsta ár. Ríkið á jafn- framt að sjá Grímseyingum fyrir sérstökum búnaði til að hita upp vatnið í lauginni svo hægt verði að nýta orkuna frá rafstöðinni. „Þá eig- um við einnig eftir að fá hreinsi-, dælu- og stýribúnað auk einangrunar og klæðningar. Kostnaður við mann- virkið skiptist jafnt á milli ríkis og sveitarfélags. Sundlaugin er 12,5X5 metrar að stærð. Urðum að gera eitthvað til að rétta úr kútnum — segir Ómar Pétursson útvarpsstjóri Hljóðbylgjunnar „ÉG HEF þá trú að stöðin sé á réttri leið eftir þær nauðsynlegu skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrir skömmu,“ sagði Ómar Pétursson, útvarpsstjóri Hljóð- „bylgjunnar, í samtali við Morgun- blaðið og vísaði þeim sögusögn- um alfarið á bug að stöðin væri í andarslitunum. Sex mánaða Stöðin átti sex mánaða afmæli síðastliðinn föstudag og héldu þeir Hljóðbylgjumenn upp á tímamótin á veitingastaðnum Zebra, þar sem gestum og gangandi var boðið að þiggja afmæliskaffí milli 13.00 og 17.00 og boðið að kíkja á andlitin á bak við raddimar. eins og Ómar komst að orði. „Það er ekkert laun- ungarmál að á ýmsu hefur gengið í rekstrinum. Við fórum heldur geyst af stað og jafnframt fórum við heldur seint í þær nauðsynlegu aðgerðir sem þurfti til að rétta úr kútnum eftir að í óefni var komið. Nú finnst mér hinsvegar Hljóð- bylgjan hafa mikinn meðbyr, bæði hjá hlustendum og auglýsendum. Fækkuðum fólki Ómar sagði að fyrirtækið hefði tekið það ráð að fækka fólki og færa aðra til í starfí og allt miðaði þetta að því að gera reksturinn hagkvæmari. Tveimur starfsmönn- um var sagt upp, þeim Friðriki Indriðasyni fréttamanni og Rakel Bragadóttur auglýsingastjóra. Þeim var gefínn kostur á að endur- ráða sig í önnur störf innan fyrir- tækisins og starfar Rakel enn hjá Hljóðbylgjunni. Stuttu áður, eða um miðjan september, hafði þáverandi útvarpsstjóri, Gestur Einar Jónas- son, hætt störfum hjá Hljóðbylgj- unni og starfar hann nú sem fréttamaður hjá RUVAK. Alls eru nú fjórir fastir starfsmenn hjá fyrir- tækinu, aúk Ómars, þau Pálmi Guðmundsson dagskrárgerðarmað- ur og tæknistjóri, Marinó V. Marinósson og Olga Björg Örvars- dóttir sem bæði starfa við dagskrár- gerð. Ómar sagðist alfarið sjá um fréttaflutning og væri fréttum út- varpað þrisvar á dag, kl. 10.00, 15.00 og 18.00. Ómar sér eir.nig um alla auglýsingasöfnun jafnframt útvarpsstjórastarfi og fréttamanns- starfi. „Oneitanlega er mikið að gera og lítið um frístundir nema þá helst á miðjum sunnudögum." Yngsti útvarpsstjórinn Ómar er 23 ára gamall og því mun hann vera yngsti útvarpsstjóri landsins. Hann útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1984 hefur starfað sem dag- skrárgerðarmaður á Hljóðbylgjunni frá fæðingu hennar og hefur síðan haft ódrepandi áhuga á útvarps- rekstri, eins og hann sjálfur segir. Sent er út á Hljóðbylgjunni frá kl. 8 á morgnana til miðnættis alla daga vikunnar nema sunnudaga, en í athugun er að fara að útvarpa einnig þá. Útvarpað er til kl. 4 á nætumar um helgar. Tónlistarútvarp „Við viðurkennum það fúslega að Hljóðbylgjan er fyrst og fremst tónlistarútvarp þó svo að við bjóðum upp á fréttatíma og viðtals- og umræðuþætti stöku sinnum. Við ætlum að bjóða fólki upp á góða tónlist og viljum höfða til heldur eldri aldurshóps en áður, til fólks á aldrinum 20 til 40 ára, þeirra sem vilja fá frið frá kjaftæðinu á hinum stöðvunum," sagði Ómar að lokum. NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR Tvær nýjar bækur Gerist áskrifendur það borgar sig, tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 550. Hringið í áskriftarsíma 96*24966. NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR Sundlaugarbyggingin S Grimsey. Morgunblaðið/GSV Carl, David, Sheila og Mandy S saltfiskvinnu. Þriðja stúlkan, Debbie, lá veik í baki heima og sögðu félagarnir að hún hefði færst of mikið S fang og dottið niður stiga. Lífið er saltfiskur — segja Englendingarnir fimm sem starfa við fiskverkun í Grímsey Óvenjulega léleg aflabrögð hafa verið S Grímsey að undan- förnu og sagði Hannes Guðmundsson verkstjóri hjá Fiskverkun KEA þar að hann myndi ekki svo slæma tið í þau 27 ár sem hann hefði búið og starfað í eynni. Eins og fram hefur komið í fréttum, hófu fímm Englendingar störf hjá Fiskverkun KEA í haust, tveir piltar og þijár stúlkur, öll frá Hull. Þeim líkaði vistin all- sæmilega í Grímsey þegar blaða- maður ræddi stuttlega við þau sl. mánudag. Hinsvegar fannst þeim heldur lítið að gerast þar um slóð- ir fyrir unga fólkið nema vinna. Máltækið „Lífið er saltfiskur" ætti því vel við þau. „Við getum auðvitað farið í gönguferðir um eyna, já og svo auðvitað í kaffi og spilamennsku til verkstjórans, en eitt er víst að hér er ekki brjál- að skemmtanalíf." Þau sögðust hafa komið til ís- lands eingöngu til þess að afla sér meiri peninga en þau áttu kost á heima fyrir. „Við unnum við leið- inleg störf og á lágum launum. Hér eru launin heldur skárri þó ekki sé hægt að segja það sama um matinn, sem þið íslendingar borðið." Englendingamir ætla all- ir til síns heima á jólunum og ætla þijú að koma aftur til Grímseyjar og vera fram á vorið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.