Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 66
>86 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 U ýcé.5 \yar enghn [s t\L, S\jo 'cg Sc-tt) bc\m. b<ta oJf troslnn) pizza \, í stcu5inr\." •> Ast er... ... að taka henni blíðlega eftir sjúkrahúsvist. TM Re®. U.S. Pat. Off.—all ríghts resarved 01986 Los Angeles Tlmes Synðlcate Ég er kominn til að skila aftur kossi frá henni dótt- ur þinni__ HÖGNI HREKKVÍSI Friðarboðinn Olafur Ragnar Til Velvakanda Ólafur Ragnar Grímsson hefur á undanfömum árum talið sjálfan sig einn mesta baráttumann friðar á alþjóðavettvangi sem innan- lands. Nú hefír hann boðið sig fram til formanns í Aþýðubanda- laginu, sem allir eru sammála um að bráðvanti friðarboða. Það er óneitanlega fróðlegt að fylgjast með vinnubrögðum friðar- postulans. „Ég er búinn að taka þátt í pólitík í 27 ár en hef aldrei kynnst nokkru þessu líku“, segir núverandi formaður Alþýðubanda- lagsins Svavar Gestsson, sem kallar ekki allt ömmu sína í þess- um efnum. Þetta er einkunnar- gjöfín um vinnubrögð Ólafs Ragnars Grímssonar og stuðn- ingsmanna hans. Ólafur Ragnar og félagar fram- kvæma „hreinsanir“ með því að tryggja að andstæðingamir kom- ist ekki á Jandsfundinn. Sjálfur forseti A.S.I. datt út ásamt mörg- um helstu forystumönnum flokks- ins. Ásmundur Stefánsson hefur verið ómyrkur í máli um Ólaf Ragnar Grímsson og stuðnings- menn hans. Friðarpostulinn hefur þó ýmsa trausta flokksmenn sér til stuðn- Kæri Velvakandi Nú á undanfömum árum þykja mér rangar þýðingar í textum bíó- mynda svo og á nöfnum þeirra keyra fram úr hófi. Mér fínnst það reyndar undarlegt hvað sumar þý- ingar eru langt frá því að vera eins og þær eiga að vera. Fólk tekur ef til vill ekki mikið eftir þessum leiðin- legu ávönum þýðendana sem eru kannski orðnir kærulausir í starfí ings m.a. Olgu Guðrúnu, sem lenti í öðm sæti af 100. Ef ég man rétt þá söng hún bamagælu á hljómplötu sem vakti talsverða athygli en þar sagði m.a. „Ryksug- an á fullu, étur alla dmllu". Nú Td Velvakanda. Ég er búsett vestur í bæ og þegar ég kem úr vinnu legg ég bílnum mínum efst á Norðurstígn- um (rétt við Vesturgötu), það er að segja þegar stæðið er laust, sem er raunar mjög sjaldan. Fyrir skemmstu var ég lasin og bíllinn minn var á stæðinu frá sunnudags- kvöldi fram á þriðjudagsmorgun, að vörður í Kolaportinu hringdi í mig og var ég beðin að sækja bílinn og borga fyrir hann stæðis- gjald. Þá kom í ljós að þangað hafði bíllinn verið fluttur með kranabíl samkvæmt skipun lög- reglu. Ég var ekki látin vita af því enda sagði lögreglan að það væri ekki gert. Þegar ég fór svo sínu en þetta er engu að síður óþægilegt fyrir þá sem eftir því taka og kjósa réttar þýðingar. Ég minnist þess að einhvem tíma hér áður fýrr vom þýingar réttar en í dag virðast fáir góðir þýðendur við störf. Ég vona að hinir sem þýða kæmleysislega sjái sér fært að bæta vinnubrögð sín. ASG getur Ólafur Ragnar Grímsson væntanlega fengið lyksuguna góðu að láni og haldið áfram að hreinsa til í flokknum í nafni frið- ar og sameiningar. Sig. Ingi Guðmundsson að athuga málið átti ég að borga til viðbótar sektarmiða fyrir mánu- daginn og svo 1.100 krónur fyrir kranabílaflutninginn. Ég ræddi við stúlkuna sem hefur með sektir að gera og spurði hvort ekki væri hægt að setja upp skilti sem bann- aði þama bifreiðastöður, svo að maður væri þá með það á hreinu, að þetta væri ólöglegt ellegar að fjarlægja gangstéttarbútinn við stæðið svo að þama væri venjulegt bílapláss. Mér skildist að óhugs- andi væri að lögreglan stæði í slíku, það væri á verksviði borgar- innar. Mér fannst þetta vond vinnubrögð, og botna ekki í hvers konar skyndiflog lögreglan hefur fengið að sjá sig allt í einu knúna til að ijarlægja minn bíl af þessum stað því að ekki verður annað séð en bílar séu þarna daginn út og inn. Mér fannst hart að þurfa að fara lasin upp úr rúminu til að skrifa undir skuldaviðurkenningu til þess að fá bílinn, að ekki sé nú talað um að fjarlægja hann án þess maður hafi hugmynd um. Það hlýtur einhver að bera ábyrgðina þegar svona kemur upp á og einhver hlýtur að geta gefíð manni svör um hvert á eiginlega að snúa sér. Getur hugsast að það þurfí borgarstjórnarsamþykkt fyr- ir því hvort eitt umferðarskilti er sett upp eða gangstéttarbútur fjarlægður! Ég bara spyr? Jóhanna Axelsdóttir Rangar textaþýðing- ar keyra fram úr hófi Vond vinnubrögð Víkverji skrifar Inýlegu fréttabréfi Verslunarráðs íslands er rætt um endurgreiðslu söluskatts til erlendra ferðamanna, sem koma hingað til lands. Þar segir meðal annars, að á síðasta ári hafí erlendir ferðamenn eytt meira en 2.400 milljónum króna hér á landi í gistingu, veitingar og aðra vöru og þjónustu. Þá megi ætla, að flugfélögin hafi haft nær 200 milljónir króna í tekjur af sölu far- seðla til erlendra ferðamanna. Reikna megi með því, að í ár vetji erlendir ferðamenn meira en 3.000 milljónum króna hér á landi, og meðaleyðsla hvers gests sé um 25.000 krónur. Að líkindum kaupi þeir fyrir a.m.k. 300 milljónir króna í íslenskum verslunum í ár eða fyr- ir um 2.500 krónur á mann og greiði 50 til 60 milljónir króna í söluskatt. Minnt er á þá staðreynd að í öðrum löndum geti ferðamenn feng- ið endurgreiddan virðisaukaskatt við brottför úr landi. Og vakið er máls á því, að samkeppnisstaða ís- lands sem ferðamannalands eigi mikið undir því, að hér geti ferða- menn fengið endurgreiddan sölu- skatt. Líklegt sé, að skatttekjur ríkisins af ferðamönnum ykjust með endurgreiðslu söluskattsins. Ekki þurfi nema 200 til 300 milljón króna almenna veltuaukningu í telqum af ferðamönnum til að vega upp tekju- tapið fyrir ríkissjóð vegna endur- greiðslunnar, en sú fjárhæð svari til 5% aukningar miðað við fjölda ferðamanna og tekjur af þeim. XXX A Ifréttabréfi Verslunarráðsins kemur fram, að ráðið ætlar að hafa forystu um að kynna tillögur um endurgreiðslu söluskattsins fyr- ir stjómvöldum og hagsmunaaðil- um. Verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvemig það starf gengur. Er ekki vafí á, að ýmsum finnst það hin mesta fásinna, að útlend- ingar fái að losna undan söluskatt- inum. Þá þykir ýmsum það vafalaust langsótt, að tekjur ríkisins aukist í raun, ef það endurgreiðir einhverja skatta. En auðvelt er að láta dæmi af þessu tagi ganga upp hjá þeim, sem kunnáttu hafa til þess að reikna þau. Flestir íslend- ingar, sem ferðast hafa til útlanda, vita, að það er frekar hvati til við- skipta en hitt að vita af því, að unnt er að gera ráðstafanir til að fá skatta af keyptum vörum endur- greidda við brottför úr landi. XXX * Iumræðum um matarskattinn, eða þá spumingu, hvort leggja eigi söluskatt á matvæli eða ekki, hefur sú röksemd gegn skattinum komið Víkveija mest á óvart, að með því að leggja skatt á fleiri vörur aukist aðeins líkur á skatt- svikum. Það sé með öðrum orðum verið að stuðla að skattsvikum með því að fjölga skattskyldum vam- ingi. Samkvæmt kenningum af þessu tagi er skynsamlegasta leiðin til að uppræta skattsvik sú að hætta að innheimta skatta. Væri vissulega æskilegt að skattheimtumenn tækju mið af þessum boðskap í störfum sínum. XXX Víkveiji harmar þá ákvörðun yfírstjómar ríkissjónvarpsins að sýna viðræður við gesti á bók- menntahátíð ekki fyrr en 23.50 á sunnudagskvöldum. Er gert ráð fyrir að áhugamenn um bókmenntir séu meiri næturhrafnar en til dæm- is þeir, sem hafa áhuga á íþróttum eða skák? Og hvemig í ósköpunum datt þeim, sem raða efni í dag- skrána, í hug að hafa myndina um unglingana jafn seint á fímmtu- dagskvöldið og raun bar vitni? Þótt það sé landlægt hér að drolla fram eftir öllu á kvöldin, vonar Víkvetji, að tillaga útvarpsstjóra um að sjón- varpsdagskránni ljúki almennt um 22.30 nái frgm að ganga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.