Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 35 róðravélarnar veita möguleika a íSSBS»j-SSS—• HeimilistæKi hf SÆTUNI8 - SÍMI69 15 00 (/cd e/uutoWeýyaHÚegA C sa/ttíuK^Mto stofnum nauðsynlegt að ákveðið flakk eigi sér stað til þess að koma í veg fyrir úrkynjun og útrýmingu vegna innri skyldleika. Einnig er það viðurkennt að ein- ungis stofnar sem eru vel aðlagaðir að hverri á, lifi og hrygni þar. Þetta náttúruval sem stöðugt er í gangi bendir til þess að náttúrulegt vist- kerfi geti hafnað utanaðkomandi stofnum. eftirFriðrik Sigurðsson Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um j)að að náttúruleg- ir laxastofnar á Islandi séu í hættu af völdum aukinna umsvifa í fisk- eldi og hafbeit. Aður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir ákveðnum grundvallarhugtökum. Fyrsta spumingin hlýtur að vera: Hvað er náttúrulegur laxastofn og hversu margir náttúrulegir laxastofnar eru á íslandi? Eðlilegt virðist að skil- greina laxastofn þannig að þar sé um að ræða hóp laxa sem hrygni á tilteknum stað og tilteknum tíma og hrygnir ekki í neinum mæli með öðrum stofnum á öðrum stað eða öðmm tíma. Til þess að kanna hvort einhver munur sé á stofnum er athuguð uppbygging eggjahvítuefna með rafdrætti. (Rafdráttur: Efnafræði- leg aðferð sem m.a. er notuð til þess að aðgreina eggjahvítuefni til þess að sjá mun á stofnum) og ennfremur að ala fisk af ólíkum stofnum upp við sömu skilyrði. Komi fram marktækur munur er hann arfbundinn og er þá um ólíka stofna að ræða. Fáar rannsóknir hafa verið gerð- ar á Islandi á laxastofnum. Við vitum ekki hversu margir laxa- stofnar em á landinu og ekki heldur hver er erfðafræðilegur munur þeirra. Æskilegt er að vitneskja um fjölda laxastofna og mun á þeim liggi fyrir áður en hafin er umræða um útrýmingarhættu náttúmlegra laxastofna. Veiðimálastofnun hefur unnið dyggilega að því sl. 25 ár að dreifa í ár landsins seiðum úr Kollafjarðar- stöðinni án nokkurs skilgreinds markmiðs. Við vitum svo til ekkert um árangur þessarar fiskiræktar- starfsemi né heldur hvort „Kolla- §arðarstofninn“ hafí blandast náttúrulegum stofnum sem fýrir vom í ánum eða útrýmt þeim. Nú berast fiskeldismönnum þau boð frá Veiðimálastofnun að til standi að hrinda í framkvæmd verk- efni sem hafi það að markmiðið að kanna með rafdrætti laxastofna víðsvegar á landinu. Við fögnum þessu. Akvarðanir um seiðaframleiðslu, flutning á milli svæða og veiðar á laxi verða að byggjast á upplýsing- um um erfðafræðilega samsetningu stofnsins, til þess að koma megi í veg fyrir óæskilegt og óþarfa tap á erfðafræðilegum breytileika, gegnum erfðaflökt og skyldleika, óæskilega blöndun eða flutning á fiski í umhverfí sem ekkí er sniðið að stofninum. Rafdráttartækni er mjög góð til þess að gera sér mynd af erfðafræðilegri fjölbreytni í nátt- úrulegum stofnum og eldisstofnum og slíkar upplýsingar eru bráðnauð- synlegar til þess að geta varðveitt líffræðilega íjölbreytni í fiskistofn- um. (Ryman & Utter 1987.) Slíkar upplýsingar koma líka að mjög góð- um notum er velja skal stofna til kynbóta. Atlantshafslax Vitað er að Atlantshafslax (Salmon salar) greinist í marga erfðafræðilega og tímgunarlega einangraða stofna. (Ryman & Utter 1987.) Álitið er að Atlantshafslax skiptist í a.m.k. 3 meginhópa innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis teg- undarinnar. Norður-Ameríkustofn- amir og Evrópustofnamir em fjarskyldastir. Megin hópamir tveir í Evrópu þ.e. Austur-Atlantshafs- laxinn og Eystrasaltslaxinn em skyldari. Ýmislegt bendir til þess að sumir stofnar af eldisfiski hafi misst hluta af erfðafræðilegum breytileika en ekki er hægt að alhæfa að það gildi um alla eldisstofna. Til dæmis hafa allflestir eldisstofnar af regnboga- silungi sama erfðafræðilega breyti- leika og náttúmlegir stofnar. (Ryman & Utter 1987.) Einnig er ýmislegt sem bendir til þess að crfðafræðileg samsetning eldisstofna sé önnur en náttúm- legra stofna. Höfuðástæðan fyrir þessu er líklega sú að í eldisstofnum em oft notaðir fáir foreldrafiskar. En hvað er þá til ráða Til þess að koma í veg fyrir óæskilegar erða- fræðilegar breytingar ber að nota ekki færri en 30 klakfiska af því kyni sem færra er af í hveiju til- viki, af hverri kynslóð. Á íslandi em aðeins til tveir svo- kallaðir eldisstofnar, þ.e. stofnar sem hafa verið nokkrar kynslóðir í eldi. Villtur klakfiskur er því oft valinn til undaneldis. Það tryggir oftast nægilega erfðabreidd í upp- hafi. Að þessu leyti er íslenskt fískeldi mjög frábmgðið því norska sem nær eingöngu byggist á stofn- um sem hafa verið margar kynslóðir í eldi. Norðmenn hafa valið fiska til undaneldis sem hafa síðbúinn kynþroska og hraðan vöxt. Klak- fiskar sem notaðir hafa verið í íslensku fískeldi hafa því væntan- lega meiri erfðabreidd en sá klak- fiskur sem notaður er í Noregi. Eðlileg þróun hjá dýrastofnum Til að viðhalda eðlilegri þróun á dýrastofnum em þekktar fjórar leiðir sem náttúran notar. * Erfðafræðilegt flökt, þ.e. tilvilj- unarkenndar breytingar á erfða- efninu. Áhrif þessa flökts aukast þegar einstaklingum í stofnum fækkar. * Stökkbreytingar, þ.e. stakar breytingar á genum. * Náttúmval, þ.e. hin stöðuga breyting sem á sér stað á stofn- um, sem verða fyrir stöðugum valáhrifum náttúmnnar. * Stöðugt flakk einstaklinga milli stofna. Af þessum þáttum er það oftast flakkið úr öðmm stofnum sem get- ur haft áhrif á og breytt erfðamengi stofnsins. Fjöldamargar rannsóknir sýna að það á sér stað flakk á milli áa. Afleiðing af þessu flakki er að: * Annars vegar dregur úr áhrifum innri skyldleika, * hins vegar eykst erfðafræðilegur breytileiki. Þetta þýðir í raun að ef flakkið milli áa er of lítið gæti stofninn í ánni úrkynjast vegna innri skyld- leika. Ef hins vegar flakkið verður of mikið er hætta á að stofninn missi eitthvað af erfðafræðilegum einkennum sínum. Hvað annað getur breytt erfðum í stofnum? Að sjálfsögðu em fiskeldismenn engir glæpamenn sem vilja spilla náttúmlegum laxastofnum eins og sumir virðast halda. Fjöldinn allur af öðmm þáttum getur leitt til breytinga á erfðaefni náttúmlegra laxastofna. Ef litið er til Noregs þá er þar fullyrt að í ámar gangi flökkufiskur úr kvíum. Hlutfall hans er áætlað 10%. U.þ.b. 90% af heildarlaxa- stofnum Norðmanna em veiddir í sjó þannig að eingöngu 10% af lax- inum gengur í árnar. Þetta þýðir að stofninn hefur verið grisjaður niður í lágmark, þannig að leiða má að því líkur að erfðaflökt sé í hámarki. Þ.e. erfðabreyting á stofn- inum. Norðmenn eiga einnig við annað vandamál að stríða en það er hið súra regn. Talið er að það geti valdið því að stofnar verði svo litlir að erfðaflökt verði í hámarki. Vitað er að veiðar í sjó geta haft Eru náttúrulegir laxastofnar í hættu? Það má leiða að því líkur að erfð- aflökt í íslenskum stofnum sé mjög lítið. Ekki er hægt að fullyrða að náttúmlegir íslenskir laxastofnar séu í hættu vegna aukinna umsvifa í fiskeldi og hafbeit. Ég svara því spumingu minni í fyrirsögninni neitandi. íslenskir náttúmlegir laxastofnar em ekki í hættu. Heimildir: Ryman & Utter, Ed. 1987: Population genetics & fishery management. (U. Wasington Press, Seattle). Sigurður Guðjónsson, 1987: Erfðafræðilegur grundvöllur fiskeldis og fískiræktar. (VMSTR/87034) Gögn frá Norska hafbeitarráðinu (Havbeiteraadet, 1987). Munnlegar upplýsingar frá fslenskum og norskum erfðafræðingum. Höfundur er sjá varlíffræðingur að mennt og er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva. „Ekki er hægt að full- yrða að náttúrulegir íslenskir laxastofnar séu í hættu vegna auk- inna umsvifa í fiskeldi og hafbeit. Ég svara því spurningu minni í fyrir- sögninni neitandi. Islenskir náttúrulegir laxastofnar eru ekki í hættu.“ vemleg áhrif á laxastofna. Síðast- liðin 50 ár hefur meðalstærð chinook lax (Oncorhynchus tshaw- ytscha) veiddur við Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna minnkað um 50% og aldur við kynþroska hefur Friðrik Sigurðsson lækkað um tvö ár. Þetta er talið stafa af veiðum í sjó á þessum stofni. Þó svo að sýnt hafi verið fram á að flökkufiskur frá fiskeldi gangi í ár hefur aldrei verið sýnt fram í að hann tímgist þar við náttúmlega stofna. Eins og bent hefur verið á hér að framan er það öllum dýra-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.