Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 36

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 • • Oryggismála- nefnd: Ritgerð um þróun af- vopnunar- mála Öryggismálanefnd hefur gefið út ritgerðina Þróun af- vopnunarmála eftir leiðtoga- fundinn í Reykjavík, eftir Albert Jónsson stjórnmáiafræð- ing og framkvœmdasljóra öryggismálanefndar. Ritgerðin er gefin út núna í tilefni af leið- togafundi risaveldanna í Washington. í fréttatilkynningu frá öryggis- málanefnd segir: „I ritgerðinni er fyrst fjallað um sjálfan Reykjavík- urfundinn, stöðu mála fyrir fund- inn, viðræðumar sem þar áttu sér stað og niðurstöður fundarins. Síðan er rakin þróun mála í af- vopnunarviðræðum risaveldanna frá Reykjavíkurfundinum og þar til núna síðustu dagana fyrir leið- togafundinn í Washington og rætt um líkur á árangri í viðræðum leið- toganna þar. Sérstaklega er fjallað um aðdraganda og innihald samn- ingsins um eyðingu meðaldrægra og skammdrægra kjamaflauga sem undirritaður verður á Wash- ington-fundinum, hvaða áhrif samningurinn kann að hafa á framhald afvopnunarviðræðna og hvort líkur séu á að hann leiði til fjölgunar kjamorkuvopna á höfún- um. Ritgerðin er i fyölriti og er 38 ERLENT Frá' æfingu Pólýfónkórsins á Messíasi í Vörðuskóla. . Morgunbiaðið/Bjarni Pólýf ónkórinn: Flytur Hándel í Hallgrímskirkju Pólýfónkórinn mun flytja grímskirkju sunnudaginn 12. verður flutt með hljómsveit og Messías eftir Hándel í Hall- desember kl. 17:00. Verkið einsöngvurum, en stjórnandi íslendingar, Norðmenn, Svíar og Danir: Tvítugir og yngri á skákmóti Keppnin fer fram í Sandnesi í Noregi ÍSLENSKIR, norskir, sænskir og danskir skákmenn, tvítugir og yngri, leiða saman hesta sína á móti í Sandnesi í Noregi dagana 11. til 13. desember nk., að sögn Ólafs H. Ólafssonar hjá Skák- sambandi íslands. Keppt verður í tveiinur flokkum, 20 ára og yngri og 16 ára og yngri. í flokki 20 ára og yngri verða Þröst- ur Þórhallsson (2420 Elostig), Andri Áss Grétarsson (2280 Elo- stig), Davíð Ólafsson (2265 Elo- stig), Tómás Björnsson (2170 Elostig), Arnar Þorsteinsson (2135 Elostig) og Snorri G. Bergsson (2110 Elostig). í flokki 16 ára og yngri keppa hins vegar Hannes Hlífar Stefánsson (2390 Elostig), Þröstur Árnason (2260 Elostig), Sigarður D. Sigfússon (2155 Elo- stig) og Héðinn Steingrímsson (2145 Elostig). verður Ingólfur Guðbrands- son. Þetta er í annað sinn sem Pólý- fónkórinn flytur Messías í Hall- grímskirkju, I fyrra söng kórinn verkið við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, og voru þeir tónleikar teknir upp, og gefnir út á geisladisk og híjómplötu í fyrri viku. Nú á sunnudaginn verður hljómsveit og allur flutningpir á vegum Pólýfónkórsins, og fjórir einsöngvarar koma fram. Þrír þeirra eru nú að ljúka söngnámi hjá Sigurði Demetz, en það eru þau Inga Bachmann, sópran, Sigríður Elliðadóttir, alt, og Gunn- ar Guðbjörnsson, tenór. Auk þeirra syngur bassasöngvarinn William McKee frá Englandi. Stofnuð samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Besta hjálpin er að tala um sorgma Samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða stofnuð S Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld. Sorg og dauði hafa verið allmikið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. Nokkrir einstaklingar, sem hafa átt um sárt að binda vegna ástvinamissins, hafa undir- búið stofnun samtakanna og hefur þeim lengi verið ljós þörfin fyrir slík samtök. Þarna er einnig um að ræða fagfólk; til dæm- is lækna, presta og hjúkrunarfræðinga. Jóna Dóra Karlsdóttir er ein þeirra er hefur starfað að þessum undirbúningi og greindi nánar frá honum í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins. Maður hennar er Guðmundur Arni Stefánsson, en þau hjón misstu tvo syni sína í bruna fyrri tæpum þremur árum. -Við, sem höfum orðið fyrir því að missa ástvini, höfum öll fundið að eitt af því sem helst hjálpar við að yfírvinna sorgina er að tala við einhvem, sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Við spjölluð- um mikið saman tvær, sem höfum kynnst sorginni, og ákváðum að hafa upp á fleira fólki, sem hefði áhuga á að reyna að hrinda í fram- kvæmd þessari hugmynd, þ. e. að koma á fót einhvers konar fé- lagsskap tengdum ástvinamissi. Og núna, ári seinna, er þetta að verða að veruleika. Að forðast ekki Geta vinir og ættingjar lítið hjálpað í þessum aðstæðum? -Vissulega geta þeir hjálpað, en þeir eru líka harmi slegnir og þess vegna vill það oft verða þann- ig að viðkomandi leitar út fyrir Qölskyldu og nánasta vinahóp. Hvernig geta þeir hjálpað? -Til dæmis með því að forðast ekki þann sem er í sorg, tala um hinn látna og deila þannig sorg- inni með fólkinu. Öllum þótti okkur gott að fá að tala og aftur tala og þá er ekki svo lítils virði að einhver góður hlustandi sé til taks, einhver með skilning og svipaða reynslu að baki. Hugmynd okkar með stofnun samtakanna er sú, að geta veitt þessa þjónustu á skipulegan hátt, að þeir sem eiga um sárt að binda geti komist í samband við ein- hvetja sem vilja koma til aðstoðar. Við höfum leitað til sérfræðinga, til dæmis fengið sr. Sigfinn Þor- leifsson sjúkrahúsprest í lið með okkur og Pál Eiríksson geðlækni, einnig félagsráðgjafa og hjúkr- unarfræðinga. Fólk í sorg gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hven- ær eða hvort þörf er að leita aðstoðar sérfræðinga og þess vegna teljum við nauðsynlegt að hafa þá með í ráðum og geta vísað á þá. Við ráðgerum að koma upp símaþjónustu og okkur hefur ver- ið boðin aðstaða til þess á Borgarspítalanum. Þar yrði hugs- anlega eitthvert okkar til viðtals ásamt með fagfólki. En þetta er nokkuð sem skýrist betur á næst- unni. Bregðast margir við sorginni á svipaðan hátt? -Mér persónulega virðist flestir bregðast mjög líkt við missi ást- vinar, en það fer eftir því hvernig fólki tekst að komast í gegnum fyrstu mánuðina hvort því tekst að lifa síðar eðlilegu lífi. Og það er eins misjafnt og við erum mörg. Hvað eru menn lengi að ná sér? -Það er mjög misjafnt. En það er talið algengt að það taki allt að tvö ár að ná fyrra jafnvægi áður en við getum til dæmis að- stoðað aðra. En þetta ræðst mikið af aðstæðum. Hvernig taka hjón missi barns síns? Geta þau talað saman um það sem gerst hefur? Geta þau bæði talað um sorgina eða lokar annað þeirra sig af? Styrkir þetta hjónabandið eða Morgunblaðið/Þorkell Jóna Dóra Karlsdóttir er ein þeirra er undirbúið hafa stofnun samtaka um sorg og viðbrögð við henni. sundrar þvf? Þama getur allt gerst og við hjónin vorum svo lánsöm að við gátum saman borið harm okkar og líka talað um hann við aðra. Þama skiptir líka máli hvað á undan hefur gengið. Eg er ekki frá því að aðstandendur langvar- andi veikra sjúklinga, sem deyja síðan, standi að ýmsu leyti verr að vígi en þeir sem verða fyrir snöggu áfalli. Hjá þeim hefur svo mikil orka farið í umönnun sjúkl- ingsins og baráttuna með honum að þrek þeirra er orðið lítið þegar dauðinn vitjar. Ekki feimnismál Er sorgin feimnismál? -Fram að þessu hefur hún verið það, en á ekki að vera það og ekki síst vegna þess erum við að koma it fót þessum samtökum. Sem fyrr segir á að halda stofn- fund samtakanna í kvöld. Hefst hann kl. 20.30 og fer fram í Templarahöllinni við Eiríksgötu í Reykjavík. Ræddar verða hug- myndir um hvemig samtökin gætu best starfað og- reynt að finna þeim nafn. Jóna Dóra segir að hliðstæð samtök starfi víða erlendis, séu til dæmis mjög öflug í Bretlandi og sagði hún hugsan- legt að leitað yrði samstarfs við þau. Einnig er hugmyndin að gefa út bækling, standa fyrir nám- skeiðum og fleiru. Þá sagðist hún vonast til að samtökin myndu ekki aðeins starfa á höfuðborgar- svæðinu heldur að mögulegt yrði einnig að koma á hópum úti á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.