Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 37 81 erlent leigu- skip á síðustu níu mánuðum Óttast um atvinnuöryggi íslenskra farmanna, segir Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Leiguskipum hefur fjölgað mikið í kaupskipaflotanum undanfarin ár, enda hefur innflutningur aukist. Frá 1. desember á síðasta ári og fram til 1. febrúar í ár, eða á tveimur mánuðum, voru 27 erlend skip tekin á leigu af íslenskum skipafélögum. Frá því í febrúar og til 24. nóvember, eða á tæpum níu mánuðum, bættist 81 erlent skip í kaupskipaflotann, þar á meðal 24 vegna flutninga á fiskimjöli, 18 vegna lýsisflutninga, 17 vegna saltfiskflutninga og jafn mörg vegna saltflutninga og 4 til kolaflutninga. Stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa og óttast að með sama áframhaldi heyri íslensk farmannastétt brátt sögunni til. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur, sagði að þessi mikla fjölgun sýndi ljóslega að áhyggjur stjómar Sjómannafélagsins um þróun íslenskrar kaupskipaútgerðar og atvinnuöryggi íslenskra farmanna hefðu við rök að styðjast. „Þessi þróun er mjög alvarleg og samtök íslenskra sjómanna verða þegar að gripa til róttækra ráðstafana, eigi íslensk farmannastétt ekki að heyra fortíðinni til,“ sagði Guðmundur. „Með aukningu erlendra leiguskipa hefur íslenskum kaupskipum fækk- að og ég held að sú fækkun hafí leitt til þess að farmenn eru nú 300 færri en áður var og tel ég þá var- lega áætlað. Þó er rétt að taka fram að á þremur þessara leiguskipa eru íslenskar áhafnir." Guðmundur sagði, að ef bornar væru saman skrár yfir íslensk skip kæmi í ljós, að 1. janúar 1977 hefðu íslensk flutningaskip verið 50 og samtals verið 66.752 rúmlestir. Tíu árum síðar, eða 1. janúar 1987 hefðu skipin verið 34 og rúmlestir þeirra samtals 51.234. „íslenskum kaupskipum hefur því fækkað um 16 og rúmlestatala minnkað um 15.518,“ sagði Guðmundur. „Þegar litið er á vöruflutninga um Reykjavíkurhöfn kemur í ljós, að árið 1976 voru flutt samtals 452.103 tonn en árið 1986 voru flutt 787.423 tonn. Síðustu 10 árin hafa því flutningar aukjst um 335.320 tonn, eða 74%. Á sama tíma hefur íslenskum kaupskipum fækkað um 34% og rúmlestirþeirra eru 30% færri en áður var. Eg tek það fram að í þessum tölum um flutninga eru til dæmis ekkí teknir með flutningar á olíu, sementi og lönduðum sjávarafla.“ Guðmundur benti á að íslensk verkalýðshreyfing hefði harðlega mótmælt hugmyndum um innflutn- ing á erlendu vinnuafli. „Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur tekur heils hugar undir þau mótmæli, en ná þau ekki til íslenskrar farmanna- stéttar? Við höfum marg oft bent á þessa óheillavænlegu þróun á undanförnum árum, en án sjáanlegs árangurs," sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Anna Guðný Guð- Björn Th. Árnason Sigurður I. Snorra- mundsdóttir son Verk eftir Glinka og Beethoven á Háskólatónleikum ÁTTUNDU Háskólatónieikar vetrarins verða haidnirí Norræna hús- inu miðvikudaginn 9. desember kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum flylja Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Björn Th. Árnason fagott- leikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari verk eftir Beethoven og Glinka. Fyrra verkið á efnisskrá tónleik- anna er dúett fyrir klarinettu og fagott eftir Ludwig van Beethoven. Seinna verkið er Trio Pathétique eftir rússneska tónskáldið Mikhail Ivanovieh Glinka. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Framhalds- nám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama í Lon- don. Hún kennir við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Björn Th. Árnason lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1976. Hann stund- aði framhaldsnám við Tónlistar- skólann í Vínarborg frá 1976-1980. Björn er félagi í íslensku hljóm- sveitinni. Sigurður I. Snorrason stundaði nám hjá Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Egilson í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Framhaldsnám sótti hann til Vínar hjá Rudolf Jett- el við tónlistarskólann þar. Sigurður er félagi í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. VERIÐ VEL KLÆDD UM JÓLIN Iðunnar-peysur á dömur, herra og börn. Glitpeysur á dömur. Jakkapeysur á dömur og herra. Dömublússur og herraskyrtur frá OSCAR OF SWEDEN. Dömubuxur, pils og buxnapils frá GARDEUR í Vestur-Þýskalandi. y JL. PRJÓNASTOFAN Uaunru Verslunin eropin daglegafrá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. Kreditkortaþjónusta. Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi. <jjj) Melabo HrrncHílKAS 1 RAFHLÖÐUBORVÉL Verð: Tilboðsverð: 100 wött, í tösku 13.541 HÖGGBORVELAR 480 wött, í tösku 500 wött, 1 1000 wött, í tösku i8>m 1.210 9.068 16.529 STINGSÖG 450 wött, í tösku 9.221 SLIPIROKKAR 620 wött, 115 mm skíía 11280 8.482 900 wött, „ 125 mm skífa 1 10.486 B.B. BYGGINGARVORUR SUÐURLANDSBRAUT4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.