Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 45 Samkomulagið um hallalaus fjárlög: Viðleitni til að lækka verðbólgu, við- skiptahalla og vexti - segir Þoi*steinn Pálsson forsætisráðherra „ÞAÐ HEFUR gífurlega mikla þýðingu varðandi þróun efnahags- mála á næsta ári að samkomulag náðist í rikisstjórninni um helgina varðandi gjaldaliði fjárlaga og hallalaus fjárlög i þeirri stöðu sem þjóðarbúið er nú í,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaöið, „og þetta samkomulag undirstrikar viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr verðbólgu, lækka viðskipta- lialla og ná niður vöxtum". „Fjárlagafrumvarpið er nú til meðferðar hjá fjárveitinganefnd, sem er að fjalla um þ.'-ð með eðlileg- um hætti,“ sagði Þon teinn Pálsson, „en ríkisstjómin hefur tekið afstöðu til nokkurra atriða. Nefna má aukin fjárframlög til stofnkostnaðar í skólum, sjúkrahúsum, höfnum og samgöngumálum. Rétt er að geta þess að ríkisstjórnin ákvað sérstaka úrlausn á framlögum til íþróttafé- laga og þó að gert sé ráð fyrir því að flytja verkefnin til sveitarfélaga, er gert ráð fyrir því að ríkið haldi áfram stuðningi við íþróttafélögin og ríkisstjórnin hefur gert tillögu um að íþróttanefnd ríkisins verði falið að gera tillögur um skiptingu þess §ár. Þá náðist samkomulag um það að Kvikmyndasjóður fái sérstaka úrlausn. Fallist var á til- lögur um meðferð landbúnaðarmála þar sem ákveðið var að afla láns- ij'ár til þess að greiða bætur vegna riðuniðurskurðar, en það lán kemur til endurgreiðslu á fjárlögum í byij- un næsta árs. Fallist var á þá liði sem nefnd stjórnarflokkanna hafði gert að tillögu sinni, auk smávægi- legrar viðbótar, en jafnframt er Þorsteinn Pálsson gert ráð fyrir að fjárveitinganefnd meti sjálfstætt stöðu áburðarverk- smiðjunnar. Til þess að ná markmiðinu um rekstrarhallalaust íjárlagafrum- varp varð að auka útgjöld um nokkur hundruð jnilljónir króna, en með endurskoðun tekjuáætlunar á að vera hægt að mæta þeim útgjöld- um. Þegar frumvarpið var lagt fram var ágreiningur ljós t.d. varðandi landbúnaðarmálin og auk þess er það venja að ríkisstjórnin taki af- stöðu til stofnkostnaðarframlaga." Samkomulag ríkisstjórnarinnar Gjaldahlið fjár- lagafrumvarps hækk- aði um milljarð RÍKISSTJÓRNIN náði sam- komulagi um meginmál gjaldahliðar fjárlagafrum- varpsins á fundi á sunnudag. Þar voru nokkur ágreinings- efni leyst, m.a. varðandi landbúnaðarkafla frumvarps- ins sem landbúnaðarráðherra hafði gert fyrirvara við. Fjármálaráðuneytið lét eftir- farandi frá sér fara eftir ríkis- stjómarfundinn: 1. Sú meginstefna er ítrekuð að fjárlög fyrir árið 1988 verði afgreidd án halla. Með hliðsjón af lauslegri endurskoðun tekjuá- ætlunar íjárlaga og ákvörðunum um breytingar á tekjuöflun ríkis- sjóðs, má hækkun á útgjaldalið frumvarpsins, önnur en sú er hlýst af aðgerðum til tekjujöfn- unar vegna breytinga á tollskrá, vörugjöldum og söluskatti ekki fara fram úr einum milljarði króna frá sem upphaflega var lagt til. 2. Ríkisstjómin hefur fyrir sitt leyti samþykkt hækkun á nokkr- um fjárlagaliðum sem hér grein- ir: Framlög til lándbúnaðarmála 300 mkr., breytingar vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Hækkun fram- lags til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga af söluskatti 100 mkr., framlög til íþróttafélaga, sérs- takt framlag 5 mkr., framlög til ýmissa verkefna 128 mkr., hækkanir í meðfömm Qárveit- inganefndar 457 mkr. Samtals 1.000 mkr. 3. Þá lagði fjármálaráðherra fram fjármögnunartillögu til fjögurra ára tii að ljúka smíði þjóðarbókhlöðu, sem mennta- málaráðherra hefur til skoðunar. Stjórnin ráðstafar 543 millj- ónum og fjárveitinganefnd 457 JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að á tímabili hafi litið svo út sem ekki næðist það markmið ríkisstjómarinnar að leggja fram hallalaus fjárlög, bæði vegna ágreinings um tekju og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Samkomulag náðist þó í ríkisstjórn gjaldahlið fmmvarpsins á sunnudag þar sem samþykkt var að auka útgjöldin um 1 milljarð, þar af ráðstafaði ríkisstjórnin 543 milljónum en gert er ráð fyrir að fjárveitingarnefnd hafi 457 milljónir til ráð- stöfunar. Markmið stjórnarinnar um hallalaus fjárlög er óbreytt en niðurstöðutölurnar hafa hækkað úr 59,6 milljörðum í 62,7 milljarða. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Baldvin Hannibalsson að veru- lega hefði verið dregið úr fjárkröfum einstakra fagráðherra með þessu samkomulagi. „Það er rétt að ég hef gagnrýnt það óvægilega að ríkis- stjóm sem tekur ákvörðun að leggja fram fjárlagafrumvarp án halla, og hefur þar með vísað á bug fjölmörg- un beiðnum einstakra fagráðuneyta um útgjaldaauka, skuli nokkrum vik- um síðar leggja fyrír fjárveitinga- nefnd sömu beiðnir og áður hafði verið hafnað,“ sagði Jón Baldvin. „Á tímabili leit út fyrir að markmið um hallalaus fjárlög næðust ekki. Menn voru famir að nefna tölur um út- gjaldabeiðnir frá einstökum fagráðu- neytum upp á 2 milljarða króna og það var talað um að erindi til fjárveit- inganefndar næmu alls um 5,6 milljörðum. Stjómin varð auðvitað að taka á þessu máli fyrir aðra um- ræðu íjárlaga í næstu viku. Á sunnudag klukkan 3 áttum við formenn samstarfsflokkanna með okkur fund og inn á þann fund lagði ég fram tillögu um hvemig ríkis- stjómin reyndi að ljúka fjárlagadæm- inu fyrir aðra umræðu. Niðurstaðan varð sú að samkomulag tókst með smávægilgeum breytingum á grund- velli þessara tillagna,“ sagði Jón Baldvin. Svigrúm 1 milljarður Jón Baldvin sagði að í samkomu- laginu fælist að ríkisstjómin áréttar það meginstefnumið sitt að fjárlög skuli vera hallalaus. í öðru lagi var það mat stjómarinnar að svigrúm til aukinna útgjalda sé um 1 milljarður króna sem kemur til af endurmati á tekjuáætlun sem aðallega ræðst af aukinni veltu og einnig í kjölfar ákvarðana um endurskipulagningu tolla, vörugjalds og söluskatts en talin er ástæða til að ætla að skatta- skil í nýja kerfinu verði betri og öruggari og er það metið upp á 400 milljónir. í þriðja lagi felst í þessu lausn á ágreihingsmálum í sambandi við landbúnaðinn þannig að útgjöld þar hækka um 300 milljónir á fjárlögum. Jón Baldvin sagði þetta í samræmi við niðurstöðu meirihluta nefndar sem fjallaði um landbúnaðarkafla fjárlaga. Stærstur hluti þessa út- gjaldaauka er vegna skuldbindinga ríkissjóðs samkvæmt búvörulögum og samningum, aðallega vegna riðu- veikibóta um 145 milljónir, og vegna útflutningsbóta um 63 milljónir cg varð aðallega vegna þess að upplýs- ingar um forsendur voru breyttar frá fyirlagagerð. Heimilað lán til riðuveikibóta Landbúnaðarráðherra hafði sett fram kröfu um að staðið yrði við samning um útborgun riðuveikibóta þessa árs fyrir 15. desember. „Niður- staðan var sú að Framleiðsluráði landbúnaðarins var heimilað að leita eftir lántöku til að flýta greiðslu á þessun fjármunum um nokkrar vikur ef ráðið nýtur trausts til þess hjá lánastofnunum. Ég fyrir mitt leyti sagðist ekki myndu amast við því þótt ég teldi það þarflaust. Fjármála- ráðuneytið hefur hvergi skuldbundið sig til að inna þessar greiðslur af hendi miðað við þessa dagsetningu," sagði Jón Baldvin. „Þeir bændur sem stóðu fyrir nið- urskurði á riðuveiku fé, alls 28.000 skepnum, fengu auðvitað greitt inn- an ramma síns fullvirðisréttar fyrir afurðir í haust. Ríkið hefur einnig skuldbundið sig til að greiða bús- stofnstjón en ekki á sama tíma og fialddagi er á staðgreiðslu afurða. g lít því ekki á þetta sem stórmál en þessi framlög verða innt af hendi í upphafi næsta árs. Það er ástæða til að staldra við þá staðreynd að niðurskurður á 40.000 riðuveikum ám kosta ríkis- sjóð 700 milljónir króna brúttó þótt menn geri sér vonir um að talan verði eitthvað lægri nettó vegna þess að aðrar skuldbindingar, ma. vegna birgðahalds og útflutningsbóta, verði eitthvað lægri," sagði fjármálaráð- . herra. Jón Baidvin sagði síðan að í fjórða lagi hefði verið staðfest í samkomu- laginu að sveitarfélögin fengju bættan að fullu kostnaðarauka sinn vegna tilfærslu verkefna til þeirra. Þetta framlag nemur 100 milljónum. I fimmta lagi var ákveðið að hafa á fjárlögum sérstakan lið sem er fram- lag til íþróttahúsabygginga, og loks var um að ræða ýmsar aðrar leiðrétt- ingar. Þar var meðal annars innifalin breyting á framlag til vegamála sem hækkar í 2,9 milljárða úr 2,85 millj- örðum. 20 milljónum hefur þegar verið varið til framkvæmda við jarð- gangnagerð í Ólafsfjarðarmúla. Einnig varð samkomulag um það, að áður en vegaáætlun verði lögð fyrir þing, verði tekjur af mörkuðum tekjustofnum til vegamála, þe. bensíngjalds, teknar til endurmats sem kann að þýða hækkun fram- laga. Samtals var útgjaldaaukinn sem ríkisstjórnin ráðstafaði 543 milljónir króna og eru þá eftir til skiptanna á vegum fjárveitinga- nefndar 457 milljónir króna. Lausn á deilum um Þjóðarbókhlöðu Fjármálaráðherra gerði síðan til- lögu um lausn á þeim deilum sem verið hafa uppi vegna framlags til Þjóðarbókhlöðu. Sú tillaga gerir ekki ráð fyrir hækkun á fjárveitingu á 'árinu 1988 en lögð voru fram drög um 4ra ára áætlun á lúkningu á framkvæmdum við bygginguna Þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir á árinu 1988-91 sem felur í sér verulega aukningu Qárveitingu árlega frá og með 1989 eða úr 50 milljónum króna í 125 milljónir. Jón sagði að þessi tillaga væri til athug- unar hjá menntamálaráðherra og að hann gerði sér góðar vonir um að samkomulag geti tekist á þessum nótum. Við láaðekki næðist samkomulag Jón Baldvin var síðan spurður hvað hefði orðið til þess að höggva á hnútinn sem kominn var í ríkis- stjóminni á afgreiðslu tekjuöflunar- hliðar fjárlagafrumvarpsins, og varð til þess að nýjar tillögur voru unnar á mjög skömmum tíma. Jón Baldvin sagði það ekki rétt að þetta hefði verið unnið á örskömmum tíma held- ur hefði verið í vinnslu lengi. „Vinnuhópamir sem áttu að endur- skoða skattakerfi og tekjustofna rikisins hófu sín störf í ágústmán- uði. Hitt er svo annað mál að þetta er gríðarlega mikið verk og mæðir á ákaflega fáum. í fjármálaráðuneyt- inu hafa aðeins 4-5 menn unnið að þessum undirbúningi, að vísu dag og nótt, frá því í september. Þeir höfðu jafnframt það verkefni að smíða frumvörp til fjárlaga og láns- fjárlaga. Skýringin á þvi að tíma- áætlunin hefur farið úr skorðum er tvíþætt, annarsvegar þetta mikla vinnuálag og hinsvegar vafðist það nokkuð fyrir ríkisstjóminni og sam- starfsflokkunum að verða sammála um útfærslu á dæminu um tolla, vörugjald og söluskatt. I fyrri viku leit út fyrir að ekki myndi takast að ná slíku samkomu- lagi en það tókst þó á seinustu stundu. Það sem einkum stóð í mönn- um var sú staðreynd að hækkun á hefðbundnum landbúnaðarafurðum úr 0% söluskatti í 22-23% skatt án frekari hliðarráðstafana þótti of stór- tæk breyting í einu stökki, enda voru það áform ríkisstjórnarinnar að taka þetta í áföngum. Fleira kom til. Það eru ótal mörg álitamál í sambandi við endurskoðun tolla og mat á öryggi þessara tekju- stofna í innheimtu. Tillögumar höfðu lengst af verið unnar á þeim grund- velli að þessi uppstokkun færi fram á tollakerfínu sem felur í sér gríðar- lega lækkun hæstu tolla úr 80% í 30%, afnám tolla af matvælum og endanlegt afnám tolla af aðföngum íslensks iðnaðar. Um það var í sjálfu sér ekki ágreiningur heldur um það hvort þetta ætti að gera í áföngum, hvort halda ætti vemdartollum í sumum tilvikum og hvort ætti að hafa samræmdan ytri toll hvað varð- ar innflutning frá löndum utan við EFTA og EB. Eins voru ýmsar efasemdir um öryggi vörugjalda en þeim mun fleiri og smærri sem gjaldendur eru, þeim mun meira öryggisleysi verður í inn- heimtu, svipað og er í söluskattskerf- inu. Einnig kom upp spuming um manneldisstefnu og hvort hún ætti að birtast mönnum í tollum og vöru- gjöldum og sérstök álög ættu að koma á þann vaming sem sumum landsfeðrum finnst vera óhollusta, td. sælgæti, sykur, kaffí, te, og fleira. Þegar við borð lá, í tímahrakinu sem orðið var, að ekki næðist sam- komulag, var það niðurstaðan eftir nokkuð heitar umræður í ríkisstjóm og eins eftir viðræðufund formanna flokkanna þar sem fjarri fór að sam- komulag næðist, þá sátum við hér í fjármálarðuneytinu í nærri sólar- hring til þess að draga saman niðurstöður þessara umræðna og til að leggja fram tilögur sem tækju tillit til þeirra ágreiningsefna og sér- Jón Baldvin Hannibalsson sjónarmiða sem komu fram hjá flokkunum. Það tókst og málið small saman. Tillögnr iðnrekenda hjuggn á hnútinn Það er rétt að geta þess að við tókum þann kost að gefa fulltrúum atvinnulífsins kost á að vera með í ráðum um margvísleg atriði. Þeir fengu ráðrúm að fara yfir tollskrána á vinnslustigi. Þetta sparaði mikinn tíma og gerði mikið gagn því auðvit- að komu fram margar þarfar ábendingar um framkvæmdaatriði. Þetta á við jafnt um fulltrúa iðnaðar og verslunar og það er ekkert laun- ungarmál að margar af tillögunum, sem talsmenn Félags íslenskra iðn- rekenda komu á framfæri, voru gagnlegar og áttu verulegan þátt í því að koma málinu í þann búning að samkomulag gæti tekist. Það að auki er það ekkert launungarmál að ýmsir úr röðum iðnrekenda attu góð- an þátt í því að skapa samstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um • málið," sagði Jón Baldvin. Hann viðurkenndi síðan að fjár- málaráðuneytið væri komið í tíma- hrak með þessi mál sem þarf að afgreiða fyrir jólaleyfí þingmanna. Alls eru 13 frumvörp sem tengjast breytingum á tekjuöflunarkerfí ríkis- sjóðs og þarf að afgreiða í tengslum við fjárlagafrumvarpið. „Eg viðurkenni það fúslega að það er slæmt að þurfa að leggja jafn mörg stór og veigamikil mál fyrir Alþingi á jafn stuttum tíma. í raun og veru þarf að biðja Alþingi velvirð- ingar á því en ég vísa samt sem -I áður til þeirrar lífsreynslu íslendinga að stundum þarf að vinna stór og þýðingarmikil verk eins og þau ber að og í mikilli töm. Því eru Islending- ar vanir og vonandi er Alþir.gi tilbúið eins og aðrir til að leggja á sig mikla vinnu eins og við höfum verið að gera í þessu máli,“ sagði Jón Bald- vin Hannibaísson. t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.