Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Látið ykkur líða vel í fótunum um jólin. Fjaiiægi líkþom og harða húð, laga niðurgrónar neglur o.fl. Upplýsingar í síma 46466 f.h. og 434343 eftirkl. 13.00. Kristín Björg I Iilniarsdottir, fótaaðgerðaíræðingur. Kristalsglös Sænsk — Bæheims Frönsk Handskorin og slétt Snafs, líkjör, scrrí, hvítvín, rauðvín, kampavín, kokktcil, koníak, vískí, öl, púns og „Irish coffec". Vínkönnur fyrir rauðvín. Vínboróílöskur (karöflur), margar gcróir. Vínhitamælir, fallcgur og einfaldur. Skeiðar í „Irish coffce“ og önnur vínglös. Ótrúlega gott verð. IEKK~ KRISTALI Laugavegi 15 - Sími 14320 Kringlunni - Sími 689955 MYNDBANDSTÆKI Eru þekkingaröflun, rannsókn ir og þróunarstarf vanmet- in starfsemi í sijórnmálum? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Erindi haldið á afmælisráð- stefnu 1937—1938: Rann- sóknir í þágn atvinnuveg- anna 50 ára. Mér hefur verið falið að fjalla um nokkuð fyrirferðarmikið efni eins og fleirum á þessari afmælis- ráðstefnu. Verður þá fyrst fyrir spurningin: Eru þekkingarðflun, rannsóknir og þróunarstarf vanmetin starfsemi í stjómmálum? Fyrsta og stysta svar- ið sem kemur upp í huga minn er hiklaust já. Þetta svar byggist á þeirri reynslu sem ég hef haft af stjómmálum undanfarin ár. Hins vegar datt mér í hug að fróðlegt gæti verið að kanna hvemig þessu hefði verið varið jafnvel fyrir þann tíma. Umræður á Alþingi hafa enn ekki verið efnislega tölvuteknar og því erfitt að kanna almenn viðhorf stjómmálamanna. Ymis mál er varða viðfangsefni spurningarinnar hafa reyndar verið flutt á Alþingi á þessum árum. Framkvæmdavald- ið á hveijum tíma ræður þó úrslitum um það hvaða mál fá brautargengi á þingi og því skiptir skilningur og stefna ríkisstjómar í þessum efnum höfuðmáli. Ég las því 12 stefnuræð- ur 6 forsætisráðherra síðan 1977 með það fyrir augum að gaumgæfa hvort orðin þekkingaröflun, og þó sérstaklega rannsóknir og þróunar- starf, kæmu þar fyrir. Einnig athugaði ég hve háan sess þau skipuðu og hve vænlegir fjárfestingarkostir þessi viðfangs- efni þóttu. Án þess að orðlengja frekar um niðurstöður þessarar litlu könnunar er skemmst frá að segja að ekki var þar um auðugan garð að gresja. Þó er áberandi að eftir því sem nær dregur í tíma virðist meiri umfjöllun og skýrari stefnumótun í þessum efnum, þ.e. frá 1980. Samt er umræða um þessi málefni mjög fyrirferðarlítil. Stefnuræðuformið er að vísu hefðbundið en þó talsvert dæmigert fyrir þær áherslur og þá forgangs- röðun sem gjarnan ríkir í stjórn- málum. Ef nahags vandinn blindar sýn Það sem mér fannst einkenna þessar stefnuræður var ákveðin skammsýni og starsýni á þann efna- hagsvanda sem við blasti hvetju sinni og menn brutust um til að reyna að leysa. Þeir voru fastir í áhyggjum vegna peningamála og einnig fastir í því að velta fé eftir hefðbundnum rásum. Þeir töluðu „Til þess að íslendingar geti orðið gjaldgengir á vinnumarkaði framtíð- arinnar og menningar- og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar sé tryggt verðum við að standa vörð um menntakerf ið og bæta það með öllum ráðum.“ um fjárfestingar í þrengsta efna- hagslegum skilningi og fyrst og fremst um það sem kallað er efna- hagsmál! Framsýni og langtíma- sjónarmið fannst mér almennt vanta, einnig „dynamiska" og ferska hugsun. Menntun og rannsóknir virtist fremur hafa flokkast undir aukaat- riði eða munað en vænlegan fjár- festingarkost, hvað þá undirstöðu- atriði fyrir farsæla efnahagsstefnu. Síðari hluti þess titils sem erindi mitt hefur varpar einmitt skýru ljósi á þessa hugsun, þ.e.: Tækni og nýsköpun vs (les versus) efnahags- stefna. Versus þýðir gegn, saman- borið við eða andstætt. f mínum huga er ekki um að ræða tækni og nýsköpun andstætt efnahagsstefnu. Tækni og nýsköp- un hlýtur m.a. að vera undirstaða farsællar efnahagsstefnu og því eiga þær samleið. Ég hef verið nokkuð svartsýn í máli mínu hingað til og það er ekki alveg réttlátt því að vissulega hefur ýmislegt jákvætt verið gert. Má þar t.d. nefna Rannsóknarsjóð Rann- sóknaráðs. Einnig hafa margir stjórnmálamenn komið auga á ýmsa möguleika í tengslum við rannsókn- ir, ekki síst svokallaðar hagnýtar rannsóknir og afurðir þeirra. Þeir hafa einkum í seinni tíð tekið sér ýmis hjálpræðisorð í munn og talað um líftækni og fiskeldi sem bjarg- ráð framtíðarinnar. Hins vegar hefur skilningsleysi á mikilvægi rannsókna verið áberandi sem sést best á því að byijað er á gífurlegum fjárfestingum bæði í fískeldi og loð- dýrarækt án þess að hirða um uppbyggingu rannsókna í tengslum við þessar viðkvæmu atvinnugrein- ar. Bókvitið, næringar- fræði framtíðar Tilhneiging stjómmálamanna til að flokka rannsóknir í hagnýtar og grunnrannsóknir er hættuleg að mínu mati og stafar af skilnings- leysi á ferli og eðli rannsókna. Stjómvöld sækjast gjarnan eftir einhveiju bitastæðu til að láta í askana og þau draga dám af máis- hættinum, trúa lítið á bókvitið, hvað þá á grunnrannsóknir. Algengur skilningur á grunnrannsóknum er að þær séu athæfi sem stórþjóðir einar ættu að sinna og litlar þjóðir einungis þegar og ef þær hafa efni á því. Þetta tel ég hættulega hugs- un og slæmt ef vísindamenn ýta undir hana. Hagnýtar afurðir spretta þar sem rannsóknir eru stundaðar. Miklu nær væri að tala um rannsóknir og hagnýtingu þeirra. Því er mikilvægt að leggja fé til rannsókna þannig að vænta megi hagnýtrar uppskeru. Þetta hefur alls ekki verið gert í nógu ríkum mæli á undanförnum árum. Ríkið axlar ekki ábyrgð Stefna stjómvalda í þessum mál- efnum kemur skýrt fram í fjárveit- ingum bæði til rannsókna og þróunarstarfsemi (r og þ). Flest lönd hafa nú sett sér það markmið að auka vemlega þann hlut þjóðartekna sem varið er til r og þ (mynd 1). Smærri iðnríki stefna að því að auka þennan hlut úr 1,3—1,5% af þjóðartekjum (Danmörk, Noregur og Finnland) upp í 2—2,2% á næst- unni, en tæknilega þróuð iðnríki eins og V-Þýskaland, Japan og Svíþjóð vilja hækka sitt hlutfall úr 2,3-2,5% í 2,8-3%. Á áttunda áratugnum nærri tvö- faldaðist hlutfall framlaga til r og þ hérlendis úr 0,45—0,70% (mynd 2). Eftir að hafa staðið í stað um tíma virðist það nú hækka á ný. Þó er meginskýringin á þeirri aukningu, framlag atvinnulífsins en ekki ríkisins til rannsókna. Langtímaáætlun Rannsóknarráðs 1982—87 lagði áherslu á að rann- sóknarstofnanir leituðu aukinna tekna utan fjárlaga án þess þó að fjárveitingar ríkisins yrðu týrðar. Um leið og stofnanir fóm svo að afla tekna, brá svo við að tilsvar- andi upphæðir vom dregnar frá ijárveitingu til stofnananna á fjár- Iögum (mynd 3). Ríkið hreinlega sveikst um að leggja fram sinn hlut. Rannsókna- starfsemi stofnananna hefur því ekki eflst eins og til var ætlast heldur hafa áherslur breyst. Hlut- deild rannsókna hefur minnkað en þjónustustarfsemi aukist, þvert gegn því sem að var stefnt. Þessi þróun hefur enn versnað á þessu ári. Ef litið er á þátt atvinnulífsins í fjármögnun og framkvæmd rann- sókna hérlendis á ámnum 1971—1983 má sjá að fyrirtækin fjármagna stærri hluta rannsókn- anna en þau sjálf framkvæma og er það fremur óvenjulegt (mynd 4). Þetta hlutfall er mun hærra en í öðmm löndum (mynd 5). Af hverju stafar skiln- ingarskorturinn? Eftir lestur stefnuræðanna og Rannsókna- og þróunarstarfsemi í OECD-löndum F|ármagn til rannsókna- og þróunarstarfsemi sem hlutfall af landsframleiöslu Hj* ttórþjóöum Hjá mlðlungsþjóóum Hjá smáþjóðum HeimOd OECD og STIlDtlðiaösnk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.