Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Draumar og vonbrigði Bókmenntir Erlendur Jónsson Gestur Guðmundsson, Kristín Ól- afsdóttir: ’68 HUGARFLUG ÚR VIÐJUM VANANS. 356 bls. Tákn — bókaútgáfa. 1987. Þetta er uppreisn, hrópaði Lúðvík sextándi þegar hann heyrði fréttim- ar frá París. Nei, herra, þetta er bylting! Það sem gerðist í París vorið ’68 — var það uppþot eða bylting? Upp- þot ef miðað er við að stjómarfar hélst óbreytt og landamæri stóðu í stað. Bylting ef litið er til þeirra hugarfars- og lífsvenjubreytinga sem á eftir fylgdu. Hver er saga 68-kynslóðarinnar? Hver var hún í raun og vem? Og hvað hefur orðið af henni? Höfundar þessarar bókar svara því svo: »Sagan um 68 er saga um upplausn hefð- bundinna gilda, um leit að nýjum lífsháttum, um uppreisn. Hún er saga um mikla drauma og töluverð vonbrigði. Hún er saga um marg- þætta strauma í mannlífinu, sem blönduðust saman og greindust aft- ur.« Höfundar benda réttilega á að »fram eftir 7. áratugnum var ekkert neðar á dagskrá í umræðum manna og hugmyndaheimi en bylting*. Hvað hratt þá af stað þessari skriðu? Víetnam-stríðið? Menningarbylting- in í Kína? Poppið? Höfundar skýra það meðal annars svo að velferðin í velferðarríkjunum hafi ekki náð til allra, enn hafi margir lifað við neyð; sem sagt: þjóðfélagslegt ranglæti. Engin skýring er einhlit og ekki heldur sú síðast talda. En allt kann þetta að hafa haft sín áhrif. Foreldr- ar 68-kynslóðarinnar, sem ólust upp í fátækt kreppuáranna, lifðu af þrengingar heimsstyrjaldarinnar og byggðu síðan upp efnahagsundrið fræga á 6. og 7. áratugnum, skildu engan veginn að kynslóð, sem fædd- ist inn í slíkt og þvílíkt dýrðarríki, skyldi ekki vera himinlifandi og yfír sig þakklát fyrir að mega fyrír- hafnarlaust njóta lífsgæðanna sem feður og mæður höfðu aflað þeim, oft með æmu erfíði; jafnvel fómum. Þeir skildu ekki að æska allra tíma vill breytingar, að síst af öllu tjóir að bjóða æskunni að standa vörð um einhveija ríkjandi hefð, hversu þægileg og auðveld sem hún annars kann að vera. Því gerðist nú hið óvænta og óútreiknanlega: Æskan hóf uppreisn. »Engin viðtekin gildi voru lengur heilög, og fólk slakaði á ýmsum hömlum í kynlifi, prófaði ný sambýlisform, fór oft úr fastri vinnu og flakkaði um.« Ennfremur minna höfundar á að »þetta rann meira og minna saman við pólitíska róttækni, sem setti mark sitt á skóla, opinbert líf og allar þær stofn- anir þar sem ungt fólk var«. Reyndar fylgdu margir kennarar nemendum sínum. Sögukennarar, svo dæmi sé tekið, sögðu þeim að fleygja skmdd- unum en viða þess í stað að sér efni um heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna í Víetnam! Eftir að rekja aðdraganda þessara hreyfínga austan hafs og vestan segja höfundar söguna eins og hún gerðist hér heima og draga af henni sínar ályktanir, auk þess sem þeir kveðja til vitnis nokkra sem bárust með straumnum. Árangur hreyfing- anna telja þeir helst hafa orðið varanlegan í kvennabaráttunni. Þá er bent á að borgaraflokkar hafi snemma leitast við að laga sig að þessum nýju viðhorfum. Hugsanlega hafa þeir talið að með því væru þeir að draga broddinn úr baráttu hreyf- inganna; sigra þær með því að sameinast þeim. Höfundar munu sjálfir teljast til umræddrar kynslóðar og vita þá hvað þeir eru að segja. Þeir taia um vonbrigði. Það getur vafalaust staf- að af því að þeir hafi búist við miklu. En hafði ekki 68-kynslóðin sín varanlegu áhrif þegar öllu er á botninn hvolft, og þau hvergi lítil? Vanmeta þeir ekki að ýmsu leyti breytingar þær sem hreyfingamar, beint, en þó langmest óbeint, komu til leiðar? Minnumst þess að 68- kynslóðin er ekki lengur »óþægur Kristín Ólafsdóttir Gestur Guðmundsson götuskrílL. Hún er víða komin til áhrifa. Smásaman, og í raun furðu- snemma, tókust allgóðar sættir með róttæklingunum og borgaraöflun- um, eins konar óformlegur samning- ur, þar sem vinstri öflunum voru eftirlátin menntamál og fjölmiðlun gegn því að borgaraöflin héldu í friði sínum atvinnu- og fjármálum. Geng- ur ýmsum hægri mönnum báglega að botna í þess háttar þversögn þar sem samkomulagið er hvergi skjal- fest og enginn vill opinskátt við það kannast. í reyndinni er það þó dyggi- lega haldið af báðum; eins konar smáútgáfa af valdajafnvægi austurs og vesturs. Þar með var 68-kynslóð- in orðin afl og þurfti ekki fleiri uppreisnir! Höfundar eru ekkert að leyna þessu. En viðurkenna það kannski ekki berum orðum. Mikil áhersla er í bók þessari lögð á poppið og aðra listiðkun 68-kyn- slóðarinnar, og það vafalaust rétti- lega. Mestailt tengdist það stjómmálabaráttunni á einn eða annan hátt. Sjónvarpið vó þó senni- lega þyngra á metunum. Flestar uppákomur þessara ára voru beinlín- is settar á svið fyrir sjónvarp. Þess vegna talaði hreyfingin meira með athöfnum en orðum. Hvar sem kröfuspjaldi var lyft var sjónvarpið komið á vettvang og hefur svo haid- ist síðan, allt til þessa dags. Mest var þó lagt upp úr átökum við lög- reglu. Það var hasar sem fór ekki framhjá neinum sem sat fyrir fram- an skerminn, aflaði hópnum frægðar og þjappaði honum saman. Fullorðna fólkið og ráðsetta stóð agndofa, skelft og orðlaust frammi fyrir þess- um nýja tjáningarmáta, kaus sína gömlu flokka með sýnu meiri áherslu en nokkru sinni fyrr og var þá fljót- lega farið að tala um hinn þögla meirihluta. De Gaulle vildi koma fram í sjónvarpi og tala til þjóðarinn- ar en var neitað! Þá voru völd stríðshetjunnár hættast komin á öll- um hennar ferli. Þuríður Pálsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir. Á besta aldrí Fróðleg hlýtur bók þessi að telj- ast, alveg án hliðsjónar af því hvemig maður hugsar til atburða þeirra sem skóku heiminn fyrir tutt- ugu árum. Þetta er alls ekkert minningarrit. Höfundar bókarinnar eru enn meðvitaðir svo notað sé rót- tækt orð. Þetta er því allt eins baráttu- og vamarrit. »Við ... erum vitaskuld ekki laus við að leggja hlutdrægt mat á efni hennar, og það kemur fram í efnisvali, efnistökum og mati okkar, þótt við höfum reynt að sýna sanngimi.« Margur unglingurinn heldur tryggð við æskuhugsjón sína ævi- langt. 68-kynslóðin mun vafalaust halda í sína og hvergi hvika frá sínum upphaflegu markmiðum. Þar með er hugsjónin orðin að rétttrún- aði. En enginn rétttrúnaður varir um aldur og ævi. Ólíklegt er að næsta öld haldi í duttlunga þessar- ar. Það sýnir — þrátt fyrir aiit —. seiglu 68-kynslóðarinnar að hún skuli enn halda þeim áhrifum sem hún ávann sér með ærslum og lát- um. Öruggt er að hinn þögli meiri- hluti mun ekki hrófla við stöðu hennar í menntakerfi og fjölmiðlum hér eftir frémur en hingað til. Til þess hefur hann hvorki dug né áræði, og kannski ekki heldur vilja. Það er tíminn, þessi miskunnarlausa jarðýta, sem breytir og byltir og mun á endanum úrelda orð allra þeirra sem deildu ’68. Margar myndir eru í bókinni og nafnaskrá. Hvort tveggja minnir á að þetta var allfjölmenn en eigi að síður nokkum veginn lokuð hreyfing ungmenna, aðallega námsmanna. Mikil samkennd var með þessu fólki og mun svo vafaiaust haldast svo lengi sem það lifir. Sá, sem vildi kynna sér geðflælq'ur og kæki þjóð- félagsins á því herrans ári 1987 skyldi lesa þessa bók því þama er skilningslykill að ýmsu sem ella kann að sýnast torráðið, einkum að því er tekur til menningarmálanna. _________Bækur________________ Katrín Fjeldsted Höfundur: Jóhanna Sveinsdóttir í samvinnu við Þuríði Pálsdóttur. Prentverk: Oddi hf. Hönnun kápu: AUK hf/ Jóna Sigríður Þorleifsdóttir. Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir. Forlagið, Reykjavík 1987. Út er komin bók um breytinga- skeið kvenna. Bók, sem lengi hefur vantað og er kærkomin fróðleiks- lind fyrir konur á öllum aldri. Bókin „Á besta aldri“ er árangur sam- starfs tveggja kvenna, sem báðar em þekktar, hvor á sínu sviði. Þuríður Pálsdóttir, söngkona, er einn okkar þekktustu listamanna. Hún kvaddi sér hljóðs í heimi bók- mennta með bók sinni „Líf mitt og gleði" í fyrra, sem skráð var af Jónínu Michaelsdóttur á afar vand- aðan hátt og næman. Nú er það Jóhanna Sveinsdóttir sem vinnur að bók með Þuríði. Fyrstu kynni mín af Jóhönnu voru þau að lesa skemmtilega skrifaða matreiðslu- þætti hennar í Helgarpóstinum undir nafninu „Matkrákan". Margir muna eftir bók hennar „íslenskir elskhugar". Bókinni er skipt í tíu kafla, sem hver um sig hefur marga undir- kafla, suma stutta. Víða er tæpt á áhugaverðum atriðum, en lesanda síðan vísað á nánarí umfjöllun síðar í bókinni. Þetta er stflbragð, sem setur nokkum svip á bókina. Reynd- ar slítur þetta stundum þráðinn fyrir lesandanum, sem ef til vill er orðinn niðursokkinn í efnið og vill lesa meira. Þó er stfllinn vandaður og bókin afar læsileg. Meðalaldur fólks hefur farið hækkandi og nú er svo komið að flöldi kvenna lifir um það bil 30 ár eftir tíðahvörf, eða tæpan þriðjung ævi sinnar. Breytingaskeiðið hefur verið lítið rætt kvenna á meðal hér- lendis eins og víða annars staðar J óhannesarpassí an Hljómplötur Egill Friðleifsson FYRSTU geisladiskamir, þar sem íslenskir listamenn flytja klassiska tónlist, bárust mér f hendur ( vik- unni sem leið. Það er Kór Lang- * holtskirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit undir sljóm Jóns Stef- ánssonar sem býr Jóhannesarpassiu J.S. Bach svo glæsilega umgjörð. Og tæknin lætur ekki að sér hæða. Diskamir eru framfaraskref og hafa ótviræða yfírburði yfír plöt- umar. Það er ekki í svo lítið ráðist af fjárvana kór að leggja út í svo kostnaðarsama framkvæmd og ber að lofa þá fyrir framtakið og áræð- ið. Hljóðritun verksins fór fram á tónleikum kórsins í Langholtskirkju á föstudaginn langa ( aprfl sl. Að gefa út slfkar upptökur hefur bæði kosti og galla. Kostimir em þeir að þeim fylgir spenna og andrúms- loft konsertsins, en gallamir hins vegar að ekkert er hægt að endur- taka þó eitthvað fari úrskeiðis. Og hér er ekki með öllu um hnökra- lausan flutning að ræða enda verkið langt og viðamikið, en víða er að finna mjög góð atriði, einkum hjá kómum og guðspjallamanninum, sem hér er sunginn af Michael Goldthorpe. J.S. Bach lauk við að semja Jó- hannesarpassfuna skömmu eftir að hann tók við starfi kantors við Tóm- asarkirkjuna í Leipzig áríð 1723. Verkið fiallar um, eins og nafnið bendir til, píslareögu Frelsarans á nq'ög áhrifaríkan og dramatfskan hátt þar sem kórinn hefur miklu hlutverki að gegna og stendur sig hér með prýði. Hljómurínn er þrótt- mikill og sveigjanlegur og túlkunin gædd þeirri andakt sem við á og rís hæst í hinu stórkostlega næst sfðasta atriði „Ruht wohl“ f góðri samvinnu við hljómsveitina. Ein- söngvarar eru þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Solveig M. Björling, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunn- arsson og Michael Goldthorpe, auk þess sem nokkrir kórfélagar fara með minni hlutverk. Hlutur ein- söngvaranna er nokkuö misjafn, þar sem guðspjallamaðurinn ber af. Raunar birtist umsögn um tónleik- ana hér f blaðinu á sfnum tfma og er ástæðulaust að endurtaka það. Að vísu gefst nú tækifæri til að gaumgæfa hvert atriði f rólegheit- um. Svo er geisladiskunum fyrir að þakka. og konur hafa því ekki lært af mæðrum sínum við hveiju þær mættu búast á þessu æviskeiði eða hvemig þær ættu að bregðast við því. Þær hafa því setið uppi einar með vandamálin og ekki haft að- gang að öðru lesefni en mislélegum greinum í tímaritum. Læknar hafa ekki staðið sig sem skyldi á ritvellin- um og vanrækt að koma á framfæri þeirri þekkingu sem konur eiga kröfu til. Reyndar eru í bókinni nefndar tvær bækur eftir erlenda lækna, gefnar út 1966 og 1972, sem einkennst hafi af hroka og fordóm- um gagnvart konum, og hafi átt sinn þátt í að viðhalda hinni nei- kvæðu mynd sem fjöldi kvenna og karla hafa af tíðahvörfum og mið- aldra konum. Þuríður Pálsdóttir hefur f mörg ár viðað að sér efni og fróðleik um breytingaskeiðið og haldið ótal er- indi um það í kvennahópum, þótt ekki hafi það verið á allra vitorði. Aðild hennar að þessari bók er því eðlilegt framhald af margra ára starfi og ber að fagna því að hún skuli hafa komið því á framfæri við aðrar konur. Ég get ekki annað séð en að hvaða læknir sem er gæti verið stoltur af að hafa skrifað slíka bók. Hún er það nákvæm fræðilega séð, en líka full af skilningi, mann- legri hiýju og uppörvun. Hún á erindi við allar konur, líka þær yngri, því að fyrstu áratugir ævinn- ar ráða nokkru um það hvemig elli og miður aldur verða, þar á meðal breytingaskeiðið. Mér fannst mikill fengur að kafl- anum um beinþynningu, úrkölkun beina, sem stundum er kölluð „hljóðláti óvinurinn" og talið er að jafhvel 40% kvenna fái í einhveijum mæli. Við tíðahvörf minnkar horm- ónaframleiðslan og estrogenhorm- ón getur ekki lengur hindrað kalkupptöku úr beinum, líkaminn gengur á beinforðann og ekki síst sé ekki nægilegt kalk f fæðunni. Það vill brenna við að konur á miðj- um aldri séu að reyna að þyngjast ekki um of og forðist þvf t.d. mjólk og mjólkurvörur. Þetta er miður, þar sem undanrenna og léttmjólk innihalda jafnmikið af kalki og ný- mjólk en mun færri hitaeiningar. Beinþynning veldur þvf að beinin verða stökkarí og brothættari. Haft er eftir Dr. Penny Wise Budoff að beinþynning virðist helst koma fram hjá konum sem eru grannar og lágvaxnar, hreyfa sig lítið, eru af norður-evrópskum uppruna, ljós- ar á húð og hár. Þær neyta gjaman áfengis og tóbaks, hafa búið við fremur lélegt mataræði, kalk- og D-vitamfnsnautt, og mögulegt er að beinþynning sé algeng í fjöl- skyldum þeirra. Höfundar hafa notið aðstoðar Gunnars Helga Guðmundssonar heimilislæknis, Ingólfs Sveinssonar geðlæknis og Víglundar Þorsteins- sonar kvensjúkdómalæknis. Þeir hafa skrifað hver sinn kaflahluta, og Vfglundur að auki lesið handrit- ið yfir og gert athugasemdir. Bókina prýða óvenju fallegar ljósmyndir af konum á ýmsum aldri. Heiti bókarinnar hittir beint f mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.