Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 63 Cui tekur lagið með saxafónleikaranum Woo Waa Wee. Reuter KÍNA Frelsi til að rokka Rokkarinn góðkunni, Cui Jian, bókstaflega tryllti áhorfendur sína á stórgóðum tónleikum sem hann hélt í Peking á sunnudagskvöld í tilefni af nýfengnu rokkfrelsi sínu. Undanfarið ár hefur Cui verið útilokaður frá tón- leikahaldi í heimalandi sínu, Kína, sökum þess að hann gekk fram af kínverskum ráðamönnum. Þeim þótti hann of djarflegur til orðs og æðis og sögðu hann leika grófa og villimannlega tónlist, en hafa nú veitt honum fyrirgefningu synda sinna. Cui er afar vinsæll meðal kínverskra ungmenna og anda þau nú stórum léttar þegar goðið þeirra hefur feng- ið tjáningarfrelsi. KÓNGAFÓLK Konunglegur j ólas veinn Harry litli Karlson Elísabetar Englandsdrottningar dafnar hið besta í leiksskólanum sem hon- um reyndist svo erfitt að byija í á öndverðum vetri. Fyrir skömmu hélt leikskólinn „litlu jól“ og meðal skemmtiatriðanna var veglegt jóla- leikrit. Litli prinsinn fór þar með hlutverk jólasveins og þótti leika af mikill innlifun. Leiklistarhæfl- leikana hefur hann frá föðurbróður sínum sem er liðtækur leikari. Svo mikil var innlifunin hjá prinsinum unga að hann rak út úr sér tung- una framan í alla viðstadda og fetti sig og bretti sem mest hann mátti, svo helst minnti á óknyttina í Aska- sleiki. En um hann segir í jóla- sveinavísum Jóhannesar úr Kötlum: Sá sjötti Askasleikir var alveg dæmalaus. Hann fram undan rúmunum rak sinn ijóta haus. COSPER ©PIB — Nei, það er ekkert á milli mfn og vinnukonunnar. Það er nú hin sorglega staðreynd. DÆGURLAGASÖNGVARAR Milljón fyrir lag Man einhver eftir hjartaknúsaranum Engilberti Humperdink sem söng sig inn í hjörtu milljón kvenna á sjöunda og áttunda áratugnum með lögum eins og „Release me“ -slepp þú mér? Ef svo er, þá mun það án efa gleða gamla aðdáendur hans, að hann er í fullu fjöri og fékk nýlega tilboð sem hann segist ekki geta hafnað. Ensk milljónafrú bauð hon- um að syngja fyrir sig og segist munu greiða honum rúma milljon fyrir að syngja eitt einasta lag. Engil- bert hefur enn ekki ákeveðið hvaða lag það muni vera en segist munu vanda sig alveg sérstaklega enda ekki á hveijum degi sem hann syng- ur fyrir milljón krónur og eina konukind. Þess má til gamans geta að nafn hans er alveg þvottekta. Móðir hans var ákafur aðdáandi þýska tón- skáldsins Engilberts Humperdink og gat ekki á sér setið að kenna svein- inn bamunga við tónlistaijöfurinn. Engilbert getur verið ánægður núna. LADDIIS JUK- LEGU FORMI Hljómplötur Sveinn Guðjónsson LADDI bætir enn einni skraut- fjöðrinni i hatt sinn með nýju piötunni sinni, „Ertu búnað- verasvona lengi?“. Raunar þarf það engum að koma á óvart þvi sjálfur er Laddi búinn að vera fyndinn og skemmtilegur svo lengi, eða allt frá þvi hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, fyrir hartnær tuttugu árum. Styrkur Ladda sem skemmti- krafts felst meðal annars í þeim ótvíræða hæfileika að geta sífellt búið til nýjar persónur, sem hitta í mark, ásamt því að viðhalda þeim gömlu _án þess að menn fái leið á þeim. Á nýju plötunni koma fram ýmsar þjóðfrægar persónur, sem Laddi hefur gert ódauðlegar og ber þar talsvert á kunningjum okkar úr „Heilsubælinu", enda fjallar efni plötunnar að miklu leyti um sjúklinga og læknavís- indi. Að því leyti má segja að Laddi sé í „sjúklegu" formi að þessu sinni. Sérstakur „sjúmal" er á bak- hlið plötunnar þar sem fram kemur sjúkdómsgreining á per- sónum, en þær eru: Olli, sem haldinn er áráttu til eilífðar vist- unar á sjúkrahúsi, Hallgrimur Ormur, sem greindur er með óstöðvandi andvana, Hrói Höttur, sem hefur sterka tilhneigingu til að láta verðmæti skipta um eig- endur, Mækel Djakson, sem haldinn er lýtalæknisþráhyggju og ofsóknarkenndum ótta við að líkjast sjálfum sér, lostakvalarinn Tannsi (Ómar tannlæknir), Eirík- ur Fjalar sem greindur er „Idiotjc Psychoses Exibitionismus" eða með örvita sýnigimi og vanþrosk- aða ástríðu til að slá í gegn, Saxi læknir sem haldinn er ólæknandi vanhæfni í starfi og sjúklegri kæruleysisþörf, Mói gamli, sem þjáist af öldrunarhremmingu og er altekinn vaxandi æskufrá- hvörfum, Skúli rafvirki, haldinn sjúklegum raflosta og óstöðvandi straumgræðgi á víxl og svo Laddi, sem gengur með sjúkdóminn „Personalicus Phsycotic Splito- mania" (ijölkleyfin persónu- græðgi). Öll lögin á plötunni eru eftir Ladda og sömuleiðis textamir, en i einum þeirra „Dr. Saxi“ nýtur hann aðstoðar félaga síns, Gísla RúnarsJónssonar. Ítónsmíðunum tekst Ladda oft bærilega upp og falla flest lögin vel að textunum, en þeir eru að sjálfsögðu aðalat- riðið og þar bregst honum ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Sjálfsagt er það persónubundið hvar mönnum finnst Ladda takast best upp, en ég hló mest undir samræðum þeirra Olla ofnæmis- sjúklings og Saxa læknis, heim- spekilegum vangaveltum Móa gamla og Hvítlauksóði Hallgríms Orms, þar sem mér fínnst Laddi hreint út sagt óborganlegur. í sjálfu sér er út í hött að vera með einhvers konar tónlistar- gagnrýni á plötu sem þessa, en geta má þess að í undirleiknum nýtur Laddi góðrar aðstoðar Ás- geirs óskarssonar á bumbur og riðtrumbur, Tómasar Tómassonar á djúpriðgítar og fimbulorgan, Þórðar Ámasonar á riðgítar og holgítar, Þorsteins Magnússonar á riðgítar í laginu „Það er fjör“ og Ásgeirs Jónssonar í forritun fimbulorgana. Þá kemur Guð- björg Edda Björgvinsdóttir við sögu í tveimur laganna með söng og nöldur. ENDURFÆÐING f LOFTMYND ÉG var einn þeirra gæfusömu manna, sem ungur eignaðist fyrstu hljómplötu Megasar löngu áður en hann sjálfur varð almenningseign. Platan hafði þá aðeins verið gefin út í 600 eintökum og var því sjaldséður gripur enda kom i minn hlut að kynna boðskap skáldsins fyrir félögum mínum. Sátum við gjarnan næturlangt við fót- skör meistarans og hugurinn tók flug úr viðjum vanans því hér kvað vissulega við annan tón. Ég held að ég fari heldur ekki með fleipur þótt ég full- yrði að ég hafi tekið fyrsta blaðaviðtalið við Megas, sem birt var i Morgunblaðinu, og þótti það talsverð dirfska þvi maðurinn var þá af öllum þorra almennings talinn óalandi og óferjandi fyrir sakir óreglu og klúryrða og ekki þótti röddin eða útiitið bæta úr skák. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og Megas er nú elskaður og dáður af þjóðinni. Einhvers staðar á þeirri leið varð ég þó viðskUa við hann, fékk leið á honum og steinhætti að nenna að hlusta á það sem hann sendi frá sér á hljómplötum. Liklega segir það þó meira um mig heldur en hann. Nú bregður hins vegar svo við að ný plataNfrá Megasi, Loft- mynd, hefur náð eyrum mínum og það svo um munar. Þetta er eiginlega eins og að endurfæðast og maður fer hálfpartinn að sjá eftir að hafa látið Megas afskipta- lausan á undanfömum árum. En það er minn hausverkur. Allt er þetta enn til staðar á nýju plöt- unni, skáldskapurinn, einfaldar og grípandi laglínur, hráar en þó smekklegar útsetningar, góður hljóðfæraleikur og ekki síst hin sérstæða túlkun höfundar. Skáldskapargáfa Megasar er þó það sem mestu máli skiptir og hygg ég að þegar fram líða stund- ir verði hans fyrst og fremst minnst fyrir skáldskapinn fremur en tónsmíðamar, enda viðbúið að ef hann nyti ekki textanna og túlkunarinnar yrðu mörg laganna vegin og léttvæg fundin. Megas er þó af tónlistarspekúlöntum flokkaður sem rokktónlistarmað- ur og sem slíkur stendur hann öðmm framar hvað varðar með ferð máls. Hann á auðveldara með að yrkja en flestir aðrir í þessum bransa og fyrir bragðið verður boðskapur hans kröftugri. Á „Loftmynd" er að finna nokk- ur lög og yrkisefni sem svipar til þess sem Megas var að fást við á fyrstu ámm sínum í tónlistinni og má þar nefna lagið um Birki- land og kvæðið um Skúla fógeta. Helstu breytingamar sem ég finn á kveðskap Megasar era þær að ádeilan er ekki eins skörp og áður þótt víða megi hana finna ef að er gáð, samanber í laginu um Hvassaleitisdónann: „...meðan all- ir em að vinna, sínum upphefðum að sinna, hann er sá einasti sem bömin eiga að.“ Megas nýtur aðstoðar úrvals hljóðfæraleikara á þessari plötu og sérstaklega þótti mér ánægju- legt að heyra aftur í Kalla Sighvats og Hammondinu hans eftir langt hlé. Mættum við fá meira að heyra. Af ástæðum sem ég nefndi hér (upphafi er ég ekki fær um að bera þessa plötu sam- an við aðrar plötur Megasar nú á seinni ámm enda gildir það einu fyrir mig. Aðalatriðið er að ég hef haft ómælda ánægju af að hlusta á þessa plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.